Dagur - 08.05.1992, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 8. maí 1992
Opið hús á morgun í Hvammshlíðarskóla á Akureyri,
sérskóla fyrir þroskahefta:
Hvammshlíðarskóli er of
einangraður í þjóðfélaginu
Halldóra Haraldsdóttir, skólastjóri.
- segir Halldóra Haraldsdóttir,
Hvammshlíðarskóli á Akur-
eyri. Sennilega eru ekki mjög
margir sem vita hverskonar
skóli það er. En hvað sem því
líður, þá fer þar fram merki-
legt starf í þágu þjóðfélagshóps
sem sjaldan ber vandamál sín á
torg. Hvammshlíðarskóli er
sérskóli fyrir þroskahefta og
þar eru skráðir tíu nemendur í
grunnskóla og áttatíu eru
skráðir í fullorðinsfræðslu. A
morgun, laugardaginn 9. maí,
ætlar skólinn að hafa „opið
hús“ frá kl. 13 til 16 þar sem
kennarar verða til viðtals og
greina fólki frá skólastarfinu.
„Skólastarfið er að stærstum
hluta óhefðbundið. Pó er vissu-
lega hefðbundin kennsla eins og
íþróttir, hand- og myndmennt og
heimilisfræði," sagði Halldóra
Haraldsdóttir, skólastjóri
Hvammshlíðarskóla, þegar
blaðamaður forvitnaðist um
skólastarfið. „í grunnskóla eru
nú tíu nemendur á aldrinum átta
til sextán ára. Kennt er alla virka
daga og hefst skóladagurinn á
samverustund, sem byggist á
söng og öðru. Markmiðið með
henni er að örva félagsleg tengsl
krakkanna, að þau læri aga, að
vera með öðrum og hafa frum-
kvæði. Síðan er hópnum skipt og
hver fer inn í sína stofu, þar sem
mismunandi kennsla fer fram.
Rauði þráðurinn er þó málþjálf-
un, skilningur og þeir sem lengst
eru komnir fá grunnþjálfun í
lestri. Verkleg þjálfun skipar
einnig drjúgan sess í kennslunni.
Nokkrir nemendur eru á því stigi
sem við köllum skynhreyfistig.
Lögð er áhersla á hreyfingu og
skynjun, sjón-, heymar- og snerti-
skyn. Tjáning er mikilsverður
þáttur, sem við leggjum mikið
upp úr,“ sagði Halldóra og bætti
við að við kennsluna væru auk
talaðs máls notuð myndtákn
(piktogram) og ísbliss-táknmál á
tölvutæku formi. Hún sagði að
einnig væri mikið lagt upp úr
líkamsþjálfun, t.d. líkamsnuddi
og hreyfiþjálfun, en sá þáttur
kennslunnar fer bæði fram innan
veggja Hvammshlíðarskóla og í
Sundlaug og íþróttahúsi Glerár-
skóla.
Fullorðinsfræðslan
í fullorðinsfræðslu eru 80
nemendur skráðir og því er hún
stór þáttur í starfi skólans. Að
sögn Halldóru er markmiðið með
fullorðinsfræðslunni að gefa
þroskaheftum einstaklingum kost
á námskeiðum til þess að auka
færni í að takast á við heimilis-
hald og starf, svo og þjálfun í að
verja tómstundum á gefandi hátt.
Af þeim námskeiðum sem boðið
er upp á má nefna lestur, stærð-
fræði, tölvunotkun, handmennt
ýmiskonar, leikfimi (á Bjargi),
sund (í sundlaug Sólborgar),
matreiðslu (í Lundarskóla),
líkamshirðingu og snyrtingu,
umferðarfræðslu og mál og tján-
ingu. f>á er boðið tómstunda-
starf, eins og t.d. spilakvöld, þar
sem kennd eru einföldustu spil.
Auk þess hefur Hvammshlíð-
arskóli í samvinnu við Svæðis-
stjórn um málefni fatlaðra tekið
þátt í þjálfa upp einstaklinga á
vinnumarkaðnum við störf sem
þeir ef til vill geta unnið sjálfstætt
síðar.
Nemendur í grunnskóla koma
víðsvegar að af Norðurlandi, en í
fullorðinsfræðslu eru einnig
nemendur af Vestfjörðum og
Austurlandi, sem búsettir eru á
Sólborg og sambýlum. Við
Hvammshlíðarskóla starfa 20
kennarar, sem skipta með sér 16
kennarastöðum.
„Fötlun nemendanna er af
margvíslegum toga, en þeir eiga
það sameiginlegt að vera allir
þroskaheftir. Nokkrir nemend-
anna hafa einhverja viðbótar-
hömlun, t.d. hreyfihömlun og
sjón- og heyrnarskerðingu. IJá
eru dæmi um börn sem hafa ein-
hverfueinkenni,“ sagði Halldóra.
Samverustund krakkanna með starfsfólki að morgni dags. Frá vinstri Helgi
Jóhannsson, Baldvina Snælaugsdóttir, þroskaþjálfi, Andri Harðarson,
Anna Kristjánsdóttir, Ásta Þorsteinsdóttir, leiðbeinandi, Vignir Hauksson,
Sigríður Guðnadóttir, kennari og Þorbjörg Sigurðardóttir, kennari.
Myndir: Golli
skólastjóri
Óhentugt húsnæði
Hvammshlíðarskóli er staðsettur
í einbýlishúsahverfi á Akureyri
og því verður ekki á móti mælt að
húsnæði hans hentar afar illa fyrir
þá starfsemi sem þar fer fram.
Skólinn á rætur að rekja til Vist-
heimilisins Sólborgar, en þar var
starfandi kennari allt frá stofnun
þess árið 1969. í fyrstu fengu
aðeins þeir hæfustu kennslu, sem
var í samræmi við hugmynda-
fræði þess tíma, þ.e.a.s. að ekki
væru allir þroskaheftir námshæf-
ir. Á þessu varð þó fljótlega
breyting. Hvammshlíðarskóli
flutti í núverandi húsnæði árið
1984. Þá var reyndar gert ráð fyr-
ir því að byggja sérskóla á lóð
eins grunnskólans í bænum og
húsnæði skólans við Hvammshlíð
yrði til bráðabirgða. Átta árum
síðar er skólinn enn á sama stað
og segir Halldóra að það sé henn-
ar stærsta ósk fyrir hönd
Hvammshlíðarskóla að hann fá
húsrými í einhverjum grunnskól-
anna í bænum þannig að betri
kostur gefist til blöndunar og
annars samstarfs sérskóla og
almenns grunnskóla. „Því miður
er Hvammshlíðarskóli alltof ein-
angraður í þessu þjóðfélagi. Fólk
veit almennt mjög lítið um það
sem fer fram hérna. Kannski eig-
um við líka einhverja sök á því.
Nemendur hér eru dálítið ein-
angraðir og að hluta til ofvernd-
aðir. Þeir eru keyrðir hingað og
að kennslu lokinni fara þeir heim
eða á skóladagheimili á Sólborg.
Af því leiðir að þeir sjást lítið út
í samfélaginu. Ég vil gjaman sjá
okkar skóla í tengslum við annan
grunnskóla þannig að möguleiki
sé á meiri blöndun fyrir þá sem
geta tekið þátt í henni. Með því
móti yrði þroskaheft fólk sjáan-
legra, ef svo má að orði komast,
og það myndu skapast tengsl við
heilbrigð börn, sem ég tel að sé
mjög mikilvægt til að skapa gagn-
kvæmt traust og skilning," sagði
Halldóra. óþh
Hvammshlíðarskóli dregur nafn sitt af götunni. Skólinn hefur verið til húsa
í þessu einbýlishúsi frá 1984, en óhætt er að segja að það sé óhentugt fyrir
þessa starfsemi.
Vignir Hauksson 15 ára og Helgi Jóhannsson 14 ára.
Esther Berg Grétarsdóttir 14 ára í tölvuþjálfun.
Vil sjá kennslu þroskaheftra
og heilbrigðra undir sama þaki
- segir
Þær stöllur Hólmfríður Ósk
Jónsdóttir og Elísabet Hannes-
dóttir voru í lestrartíma þegar
blaðamaður og Ijósmyndari
Dags heimsóttu Hvammshlíð-
arskóla á dögunum. Blaða-
maður truflaði þær frá lestrin-
um og átti við þær stutt spjall.
Hólmfríður er 39 ára gömul og
býr í eigin húsnæði við Borgar-
hlíð ásamt kærasta sínum, Olafi
Bjarnasyni. „Við fluttum þangað
16. desember í fyrra og okkur
líkar mjög vel,“ sagði hún ánægð
á svip. Hún hefur tekið fjölmörg
námskeið í Hvammshlíðarskóla,
t.d. tölvunámskeið, matreiðslu
og lestur, auk þess sem hún vinn-
ur af fullum krafti í Iðjulundi,
vernduðum vinnustað við Hrísa-
lund. Hólmfríður var ekki í vafa
þegar hún var spurð um hvaða
nám höfðaði mest til hennar.
„Það er lesturinn. Mér finnst
gaman að læra,“ sagði hún
ákveðin. Hólmfríður sagðist lesa
Hólmfríður Ósk Jónsdóttir
Þær stöllur Hólmfríður Ósk Jóns-
dóttir og Elísabet Hannesdóttir taka
námskeið í fullorðinsfræðslunni í
Hvammshlíðarskóla. Auk þess
vinna þær í Iðjulundi, vernduðum
vinnustað við Hrísalund á Akureyri.
töluvert, einkum þó handavinnu-
blöð, enda hefði hún mikinn
áhuga á hannyrðum.
Hólmfríður sagðist vilja koma.
þeirri skoðun sinni á framfæri að
nauðsynlegt væri að hafa kennslu
þroskaheftra og heilbrigðra undir
sama þaki. Með því móti yrði
blöndun þroskaheftra og heil-
brigðra meiri og betri.
Elísabet er 25 ára gömul og býr
á sambýlinu að Þórunnarstræti
114 ásamt þrem öðrum, en áður
bjó hún á sambýlinu við Helga-
magrastræti. Áður en Elísabet
hóf nám við Hvammshlíðarskóla
var hún í sérdeild við Lundar-
skóla og Öskjuhlíðarskóla í
Reykjavíkur. „Hérna læri ég lest-
ur og leikfimi á Bjargi,“ sagði
Elísabet og bætti við að hún
stundaði íþróttir með íþrótta-
félaginu Eik og hefði keppt fyrir
hönd þess á Hængsmótinu á
Akureyri um síðustu helgi.
Eins og Hólmfríður vinnur
Elísabet fullan vinnudag í Iðju-
lundi auk námskeiðanna í
Hvammshlíðarskóla. Hún sagði
mjög gaman að læra og leikfimi
væri í uppáhaldi hjá henni. óþh