Dagur - 08.05.1992, Síða 9
Föstudagur 8. maí 1992 - DAGUR - 9
Eiríkur og Kristinn æfa fyrir upptöku.
Tónlistarfíklar á Sauðárkróki:
Eyða Mstimdunum í hljóðveri
litið inn í „Stúdíó GrámT
Tónlist er snar þáttur í lífi
mannfólksins og hefur verið
það frá örófi alda. Frá því
höfuðkúpur stórra dýra voru
barðar og þar til rafmögnuð
hljóðfæri nútímans fóru að
hljóma, leið þó Iangur tími.
Alltaf hefur mannskepnan
samt haft jafngaman að því að
framkalla hljóð og óhljóð og
jafnvel tekið upp á því að
tengja saman tóna og tónarað-
ir til að skemmta sér enn
frekar. Til þess að varðveita
slíkan samhljóm þarf að
hljóðrita hann og tækninni í
því hefur fleygt hratt fram síð-
ustu áratugina. Tæki og menn
sem komast skammlaust frá
upptöku á hljóðfæraslætti og
hljóðfærablæstri eru því ekki á
hverju strái. Einstaka sérvitr-
ingar hafa þó róið að því öllum
árum að koma sér upp góðri
aðstöðu til að sinna af alvöru
því tómstundagamni sem tón-
listin er.
Skagafjörður hefur alið af sér
margan tónlistarmanninn og
óhætt að segja að þeim fer ekki
fækkandi í Skagafirði sem iðka
tónanna list. Hljómsveitirnar
Herramenn og Hljómsveit Geir-
mundar, kannast sjálfsagt flestir
við og ekki eru þeir ófáir kórarnir
sem starfa í Firðinum. Ekkert eig-
inlegt hljóðver hefur samt verið
sett á stofn í þessu héraði
söngsins, en þó eru þrír eldhugar
á Sauðárkróki búnir að koma sér
upp ágætri aðstöðu til hverskyns
hljóðupptöku. Þetta eru: Eiríkur
Hilmisson gítarleikari Geir-
mundar, Birkir Guðmundsson,
hljómborðsleikari Herramanna
og Kristinn Baldvinsson enn einn
tónlistarfíkillinn.
Tíu ár í plötuútgáfu
Dagur tók hús á eldhugunum fyr-
ir skömmu og leit á aðstöðuna
sem þeir hafa útbúið í Gránu, en
undir því nafni gengur gamalt
hús á Króknum sem hýsir m.a.
nokkra listamenn.
„Ætli það séu ekki ein sex ár
síðan við keyptum lítinn minnis-
banka (sequencer) og það má
segja að þá hafi þessi draumur
hafist. Frá því hefur tækjaeignin
smám saman verið að aukast, en
við höfum þó farið okkur hægt og
passað okkur á að steypa okkur
ekki í neinar skuldir við kaupin.
Nú fyrst erum við komnir með
þokkalega boðlegan útbúnað fyr-
ir demóupptökur og ætli það séu
ekki u.þ.b. tíu ár þangað til við
verðum komnir í plötuútgáfuna,“
segja piltarnir.
Eiga allt skuldlaust
Nýverið fjárfestu tónlistar-
mennirnir í stórum hljóðbland-
ara (mixer) sem er 24 rása og ætl-
aður fyrir hljóðver. Fyrir áttu
þeir 16 rása segulbandsupptöku-
tæki og allskyns tæki og tól sem
nauðsynleg eru til að fanga tóna
og troða þeim yfir á spólur. Með
tilkomu hljóðblandarans segja
þeir að stórt stökk hafi orðið í
tæknimálum hljóðversins, en auk
þess hljóðeinangruðu þeir fyrir
skömmu herbergi þar sem hægt
er að taka upp söng og hljóðfæra-
slátt.
„Þróunin er rosalega hröð í
þessu, en ég held að við höfum
farið rétt að við að eignast þenn-
an tækjabúnað, því við eigum allt
skuldlaust í dag. Núna sjáum við
fram á það, að hér eftir verða
hlutirnir bara betri, því við sitj-
um ekki uppi með neitt fornald-
ardót þrátt fyrir að hafa byggt
þetta upp á svona löngum tíma.
Þróunin hefur einnig orðið sú að
í dag vilja margar hljómsveitir
taka upp „life-sound“ og við höf-
um góðan tækjabúnað í slíkt, svo
við erum ekkert á eftir. Enda er
ekki allt fengið með því að eltast
við allt það nýjasta og besta í
þessum bransa," segir Eiríkur.
Hluti af byggðastefnunni
Þeir þremenningar hafa enn sem
komið er ekki gert þetta tóm-
stundagaman sitt að atvinnufyrir-
Eiríkur fiktar í hljóðblandaranum.
tæki, en dekra þess í stað við eig-
in sköpunargáfu með því að taka
upp lög sem þeir eða vinir þeirra
semja. Þeir segjast samt búast við
að endirinn verði sá að fara út í
rekstur á hljóðveri og telja góðan
grundvöll vera fyrir slíkum
rekstri á svæðinu.
„Hér er aragrúi af fólki sem er
alltaf að semja lög og si'ðan gæt-
um við t.d. tekið upp útvarps-
auglýsingar. Við höfum líka það
mikla tónlistarreynslu að við gæt-
um hjálpað til við útsetningar á
iögum og jafnvel spilað undir hjá
fólki. Grundvöllinn fyrir stofnun
hljóðvers hér á Sauðárkróki
vantar því ekki og við getum t.d.
litið á það, að oft hefur verið sagt
að erfitt sé fyrir tónlistarmenn á
landsbyggðinni að taka þátt í
söngvakeppnum eins og Júró-
visjón og Landslaginu vegna þess
að svo virðist sem einungis full-
unnin lög komist þar inn. Þess
vegna kostar miklu meira fyrir
landsbyggðarmanninn að taka
þátt í þessum keppnum, því hann
þarf að fara suður til Reykjavík-
ur og taka þar upp sín lög. Það
væri hinsvegar mun ódýrara fyrir
tónlistarmenn hér á Norðurlandi
vestra að þurfa aðeins að renna á
Sauðárkrók til að taka upp, svo
segja má að það sé hluti af
byggðastefnunni að setja hér á
stofn hljóðver."
Alltaf að læra eitthvað nýtt
Þeir Eiki, Kiddi og Birkir segja
að líkja megi þessu tómstunda-
gamni þeirra við hestamennsk-
una hjá öðrum Skagfirðingum og
þegar vinir þeirra skreppi í reið-
túra, þá fari þeir í hljóðverið.
Þekkingu sína á upptökutækjun-
um hafa þeir m.a. öðlast í gegn-
um blöð og bækur, en segjast þó
aðallega hafa lært af reynslunni.
„Það er endalaust hægt að læra
eitthvað nýtt í þessu fagi, því
þetta gengur ekki bara út á það
að setjast niður, kveikja á tækj-
unum og stilla í botn. Reynslan
hefur verið okkar aðal kennari og
við höfum svona fiktað okkur
áfram í þessu. Draumurinn er hins
vegar að öðlast þá þjálfun sem
til þarf til að vera góður upptöku-
stjóri og náttúrlega væri gaman
að geta farið erlendis í skóla til
að læra þetta almennilega. Slíkt
kostar aftur á móti stórfé og með-
an við höfum ekki efni á því, þá
æfum við okkur bara hér, enda
lærum við alltaf eitthvað nýtt í
hvert skipti sem við tökum upp.
Aðallega erum við að taka upp
eigin lög og spörum okkur auð-
vitað stórar fúlgur með því að
þurfa ekki að fara suður til þess,
því þrátt fyrir að stofnkostnaður-
inn við þetta hljóðver hafi verið
mikil, þá fer ekki óheyrilegur
peningur í þetta dags daglega.
Með því að eiga svona aðstöðu
sjálfir getum við einnig leyft okk-
ur að dunda við lögin þar til við
erum fyllilega ánægðir með
afraksturinn.“
Eflaust eiga lesendur eftir að
heyra meira af hljóðveri þeirra
þremenninga í framtíðinni, en
þegar við kvöddum þá, voru þeir
í óða önn við að útsetja lag eftir
Eirík: „Væminn formúlusmell,
tilvalinn í Júróvisjón." SBG
Restíiurmil
i rí $ ^ staðuiiun á toppnum
. -----F^.
Skemmtikvöld
verður föstudagskvöldið 15. maí
í veislusölum Fiðlarans 4. hæð Alþýðuhússins.
Fram koma hinir landsfrægu skemmtikraftar,
Bergþór Pálsson og Þórhallur Sigurðsson,
Laddi, ásamt undirleikaranum Jónasi Þóri.
★
C H A N E L llmvatnskynning frá Vörusölunni
og tískusýning verður einnig
PA R1 s til skemmtunar og fróðleiks.
★
Tekið verður á móti gestum með fordrykk og léttu
góðgæti. Eftir skemmtunina verður síðan snæddur
blandaður sælkeradiskur (lax, humar og buffsteik
ásamt viðeigandi meðlæti) með ostafylltu brauði.
★
Hljómsveitin Namm
með Júlíus Guðmundsson leikur fyrir dansi.
★
Kynnir kvöldsins er Davíð Jóhannsson.
★
Miðaverð kr. 3.400.
Fyrir hópa 15 eða fleiri kr. 3.200.
Húsið opnað kl. 20.00 og skemmtun hefst kl. 21.00.
Borðapantanir og allar upplýsingar í síma 27100.
Ath. Aðeins verður um þetta
eina skipti að ræða.