Dagur - 08.05.1992, Síða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 8. maí 1992
Pað er skammt milli lífs og
dauða, eitt augnablik. Páll, fyrr-
um samstarfsmaður minn er dá-
inn. Nokkuð er um liðið síðan
hann veiktist, ýmsum batnar en
því ekki honum? Það er erfitt að
sætta sig við að sumir fá ekki að
lifa til elliára.
Leiðir okkar Páls lágu fyrst
saman haustið 1981. Þá tók ég
við formannsstarfi hjá BKNE
(Bandalagi kennara á Norður-
landi eystra) og hann var kosinn
til varaformanns. Ári seinna tók
hann við formannsembættinu til
eins árs. Stjórnin var stórhuga og
vegna hins stutta tíma sem hver
var í starfi, reyndust menn óspar-
ir á sjálfa sig, gilti það ekki síst
um Pál. Skapgerð hans var með
þeim hætti að hann hélt jafnan ró
sinni og gerði oft að gamni sínu.
Hann var athugull og tillögugóð-
ur. Mér reyndist hann afar vel,
enda veitti ekki af, þar sem ég
var að stíga mín fyrstu félags-
málaspor um þetta leyti. Páll
reyndist farsæll formaður.
Páll var Norðlendingur og
starfaði aðallega á Akureyri.
Þegar við kynntumst var hann
orðinn yfirkennari við Glerár-
skóla, sem þá var fjölmennasti
skólinn á Ákureyri. Hann var
landfræðingur að mennt og tók
þátt í mótunarvinnu um samfé-
lagsfræði fyrir grunnskólastigið.
Meðal annars var hann einn af
höfundum námsefnisins Á leið ti!
Evrópu. Fyrir nokkrum árum
fékk hann orlof til framhalds-
náms í landafræði og hélt til Dan-
merkur í þeim erindum og var
þar einn vetur. Meðan Páll var
við nám erlendis bjó Helga, kona
hans, á Selfossi með börnin. Eftir
heimkomuna ákváðu þau að
ílengjast þar um sinn. Hann
starfaði við Fjölbrautarskóla
Suðurlands en þó aðallega hjá
Námsgagnastofnun á sviði sam-
félagsfræðinnar. Þrátt fyrir veik-
indin vann hann að verkefnum
fyrir stofnunina fram undir það
síðasta.
Páll var söngmaður góður og
söng með Passíukórnum og
Kirkjukór Akureyrar.
Helga stóð styrk við hlið hans
alla tíð. Hún er hjúkrunarkona
og hefur eflaust skilið öðrum
fremur hvernig málin gætu
snúist. Helgu, börnum þeirra, og
öðrum nákomnum sendi ég min-
ar dýpstu samúðarkveðjur. Páll
var góður maður. Ég þakka hon-
um samfylgdina.
Rósa Eggertsdóttir,
Sólgarði.
Þegar snjóa er að leysa og fuglar
syngja um fæðingu sumarsins
berst sú fréttin sem við höfum
kviðið að heyra og breytir vori
sálarinnar í tímabundinn vetur.
Páll vinur okkar hefur kvatt.
Markmið gamalla skólabræðra
og vina í sameiginlegri heilsuleit,
fallegi tindurinn á jólakortinu
sem hann sendi, verður áfangi í
huliðsheimi.
í sorginni gleymum við svo oft
þakklætinu fyrir þær gleðigjafir
sem við höfum þegið af þeim sem
horfinn er sjónum okkar. Orðin
sem á gleðistundu eru svo nærtæk
og sterk fölna.
Æðrulaus, viljasterkur og glað-
beittur birtist Páll í hugskoti okk-
ar vina sinna. Alvarlegt og rólegt
fas hans sem á augabragði gat
breyst í glettni, skin augnanna og
fallegt brosið lýsa umhverfið.
Páll var söngvinn og við fengum
að njóta þess á góðri stund eins
og svo margir aðrir. Þó var sá
innri söngur hljómmestur sem
hjarta hans flutti vinum og
vandamönnum. Haustið 1989
kom hann hraustur að sjúkra-
rúmi mínu og leiddi huga minn á
veg vonar og bata. Nokkrum
mánuðum síðar hóf hann sjálfur
baráttuna sem á stundum virtist
vonlaus en einnig ótrúlega árang-
ursrík, og þar birtist hetjan Páll
af þeim styrk og æðruleysi að
umkvörtunarefni okkar urðu
næsta fáfengileg.
Við þökkum forsjóninni að
mega deila með öðrum þeirri
hamingju að hafa átt Pál að vini.
Blessuð sé minning hans og
nýir vegir.
Góður Guð styrki og huggi
ástvini hans.
Innilegar kveðjur.
Jón Hlöðver, Lalla og fjölskylda.
Morguninn eftir komu konurnar
til þess að gráta við gröfina.
Og sjá: Þær fundu gul blóm
sem höfðu sprungið út um nóttina.
Vorið var komið
þrátt fyrir allt.
(Vilborg Dagbjartsdóttir)
Páll Bergsson fæddist í Reykja-
vík 4. júlí 1945, sonur hjónanna
Bergs Pálssonar skipstjóra og
Jónínu Sveinsdóttur sem nú eru
bæði látin. Páll andaðist að heim-
ili sínu þann 1. maí síðastliðinn
eftir rúmlega tveggja ára harða
baráttu við krabbamein. Hann
var næstelstur í hópi fimm syst-
kina, en eldri er hálfbróðir hans,
sonur Bergs. Heimili fjölskyld-
unnar var að Austurbyggð 4 á
Akureyri þar sem systkinahópur-
inn óx úr grasi. Páll lauk stú-
dentsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri og að því loknu nam
hann í Noregi í eitt ár og síðan
um tveggja ára skeið í Háskóla
íslands. Hann varð síðan að
hverfa frá námi um hríð er hann
þurfti að gangast undir aðgerð á
augum.
Það var fyrir 22 árum að leiðir
okkar Páls lágu fyrst saman
umfram það sem gerðist meðal
nágranna á Akureyri. Ég kann-
aðist lítillega við þennan svip-
hreina mann sem tilvonandi eig-
inkona mín kynnti stutt og
laggott: „Þetta er Palli frændi.“
Þrátt fyrir lítilsháttar aldursmun
höfðu atvikin hagað því svo að
báðir vorum við að setjast á
skólabekk í Háskóla íslands. Þar
urðum við samstiga við nám í
landafræði, sem þá var nýlega
farið að bjóða upp á innan Verk-
fræði- og raunvísindadeildar, í
nánu sambýli við verðandi jarð-
fræðinga þjóðarinnar. Og þar
með var grunnurinn lagður að
ævarandi vináttu.
Þegar ég kynntist Palla fékkst
hann við kennslu á Akureyri og
eftir að hann hafði lokið BS prófi
í landafræði og numið uppeldis-
og kennslufræði sneri hann sér á
ný að kennslustörfum, lengst af
við Glerárskóla á Akureyri þar
sem hann var yfirkennari. Árið
1988 fékk hann árs leyfi frá störf-
um og fór til Kaupmannahafnar
til frekara náms á fræðasviði
sínu. Þegar hann kom heim til
íslands að nýju starfaði hann
m.a. um nokkurra mánaða skeið
hjá Námsgagnastofnun, þar sem
leiðir okkar lágu aftur saman í
starfi. Því miður varð það sam-
starf skemmra en ætlað var, því
upp úr áramótum 1990 kom í ljós
að hann var haldinn þeim illvíga
sjúkdómi sem nú hefur borið
hann ofurliði. Eftir föngum ann-
aðist Páll þó ýmis verkefni fyrir
stofnunina þegar heilsan leyfði,
og er hér með komið á framfæri
innilegu þakklæti fyrir ljúfa sam-
veru og vel unnin störf frá sam-
starfsfólki á Námsgagnastofnun.
Páll Bergsson var ljúfur maður
sem gott var að vera samvistum
við í leik og starfi. Á háskóla-
árunum var hann oft hrókur alls
fagnaðar, hafði sérlega hreina og
fallega tenórsöngrödd sem unun
var á að hlýða og var einkar lagið
að skemmta sjálfum sér og
öðrum. Ekki var komið að tóm-
um kofanum ef rifja þurfti upp
vísukorn eða gamankvæði. Én
það var líka gaman að ræða við
hann um ýmis alvarlegri málefni,
hvort sem það var eitthvað varð-
andi námið eða þá þjóðfélagsmál
og pólitík. Þá kom í ljós íhygli
þess sem vill kynna sér málefnin
og setja þau í nýtt samhengi
fremur en feta troðna slóð.
Um tíma tók Páll virkan þátt í
starfi Bandalags jafnaðarmanna.
Þá var hann ætíð virkur félagi í
sönglífi hvar sem hann var, söng
gjarnan í kórum bæði hér sunn-
anlands og á Akureyri. Lengi var
hann félagi í Passíukórnum þar
og Kirkjukór Akureyrarkirkju og
formaður þess kórs um hríð. Á
þeim vettvangi áttu þeir náið og
gott samstarf, faðir minn sem þá
var organisti við kirkjuna og Páll.
Minnist ég þess að oft var leitað
til hans ef nokkuð lá við, svo sem
verða vill í kirkjulegu starfi, og
þar brást hann aldrei.
Páll var kvæntur Helgu Guðna-
dóttur hjúkrunarfræðingi, ætt-
aðri úr Þorlákshöfn. Synir Páls
og Helgu eru Karl, nýorðinn
stúdent, og Sveinn, sem fermdur
var rúmum hálfum mánuði fyrir
andlát föðurins. Utan hjóna-
bands á Páll dætumar Huldu
Gústafsdóttur, Petru Björk og
Aðalheiði Pálsdætur.
Þegar Palli hélt utan til náms í
Kaupmannahöfn flutti fjölskyld-
an sig um set frá Akureyri til
Selfoss, þar sem Helga starfar við
Sjúkrahús Suðurlands. Heimili
þeirra var að Fossheiði 54 þar
sem Páll lést í faðmi sinna nán-
ustu. Það hefur verið aðdáunar-
vert að fylgjast með styrk fjöl-
skyldunnar og alúðina sem hún
sýndi honum í veikindunum og
allt til hins síðasta stóð Helga
eins og kiettur og hjúkraði manni
sínum. Öllum votta ég þeim
mína innilegustu samúð.
Það er sárt að sjá á bak góðum
vini og venslamanni sem átti svo
margt eftir ógert. Eftir Kaup-
mannahafnardvölina ræddum við
Palli m.a. oft um umhverfismál,
sem honum voru hugleikin. í
sumarstarfi á vegum Heilbrigðis-
eftirlits Eyjafjarðar um nokkurra
ára skeið fór hann víða um og
kynntist ýmsu því sem miður fer
á því sviði, um leið og hann naut
samvista við norðlensk fjöll og
dali. Palli hafði mikinn áhuga á
því að leita leiða til að koma
umhverfisfræðslu í skólum í þol-
anlegt horf og aldrei þreyttist
hann á að velta fyrir sér leiðum til
vaxtar og viðgangs landafræðinni
í skólum landsins. Á því sviði átti
hann eftir að láta enn frekar að
sér kveða, hefði honum enst ald-
ur til.
Sumarið 1989 vann Palli við
sýningu íslendinga á umhverfis-
fræðsluráðstefnunni Miljö 89 úti í
Kaupmannahöfn. Þar áttum við
saman yndislega, sólríka og
skemmtilega daga og Palli lék á
als oddi. Enginn renndi þá grun í
að einungis fáeinum mánuðum
síðar yrðu svo hastarlega straum-
hvörf í lífi hans. Nú er gott að
ylja sér við minninguna um þessa
hlýju sumardaga.
Það lýsti Páli vel að hann
skyldi hringja í mig haustið 1990,
hart leikinn af lyfjum gegn sjúk-
dómnum, og minna mig á að 15
ár væru liðin frá útskrift okkar úr
háskólanum. „Það hefur nú ein-
hverntíma þótt ástæða til að lyfta
glasi af minna tilefni,“ sagði
hann. Og mitt í veikindastríðinu
héldum við upp á tímamótin yfir
veisluföngum og áttum saman
yndislega kvöldstund austur á
Selfossi.
Páll Bergsson verður jarðsett-
ur á Akureyri í faðmi norð-
lenskra fjalla sem hann unni svo
mjög. Svo var fyrir mælt og frá-
gengið af hans hálfu. Það var
æðrulaus maður sem gekk á vit
örlaga sinna.
Guð blessi minninguna um
góðan dreng.
Tryggvi Jakobsson.
Enn er höggvið skarð í stúdenta-
hóp þann, er útskrifaðist frá
Menntaskólanum á Akureyri
voirð 1965. Fjórir eru þegar falln-
ir í valinn og er Páll Bergsson síð-
astur í þeirri röð.
Páll var sérlega kurteis og dag-
farsprúður maður, sem hafði
einstakt lag á að láta fara lítið
fyrir sér en var þó jafnframt
stöðugur þátttakandi í öllu því er
fram fór. Tónlistaráhgi hans var
áberandi, einkum söngur, en
sjálfur var hann söngmaður
góður.
Við, sem vorum honum sam-
ferða í menntaskóla, minnumst
hans sem sérlega félagslynds
skólafélaga, sem kunni svo vel þá
list að vera glaður á góðri stund
og miðla þeirri gleði til annarra á
ljúfan hátt.
Hann háði harða baráttu í
veikindum sínum, auðvitað með
það markmið að sigra, en hann
tók tapinu með aðdáunarverðri
reisn.
Genginn er góður félagi, sem
við minnumst með hlýhug, nú
þegar söngrödd hans er þögnuð.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við eiginkonu, börnum
og allri fjölskyldu Páls Bergsson-
ar.
Samstúdentar frá MA 1965.
í amstri hversdagsins missir mað-
ur stundum samband við gamla
vini. Svo hendir það einn daginn
að of seint er að taka upp þráðinn
að nýju.
Nú er Páll Bergsson, gamall
vinur og samkennari, látinn.
Hann háði hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm en játaði sig
loks sigraðan af því æðruleysi
sem ávallt prýddi Pál í leik og
starfi. Okkur langar að minnast
Palla, eins og við nefndum hann
gjarnan í okkar hópi, nokkrum
orðum.
Rúmur áratugur er nú liðinn
frá því fundum okkar bar fyrst
saman í Glerárskóla. Á þessum
árum, 1979-1980, hóf allstór hóp-
ur kennara störf við skólann,
margir nýkomnir úr námi og þar
af leiðandi að stíga sín fyrstu spor
sem kennarar. Það kom í hlut
Vilbergs skólastjóra og Páls yfir-
kennara að stýra þessum hópi til
farsælla starfa og stuðla að sem
bestum anda í hópnum. Óhætt er
að segja að þeim hafi farist það
vel úr hendi.
Við eigum aðeins góðar
minningar frá árunum í Glerár-
skóla, minningar um ánægjulegt
samstarf sem gaf okkur svo
mikið. Ekki síst ylja minningarn-
ar um haust- og vorferðir Glerár-
skólakennaranna á vit norð-
lenskrar náttúru. Páll var dag-
farsprúður maður og góður
starfsvinur samkennara sinna.
Hann var einnig góðgjarn og
kíminn og gjarn á að sjá spaugi-
legar hliðar tilverunnar. Hann
var því ávallt hrókur alls fagnað-
ar á góðum stundum. Hann
hafði fagra söngrödd og lumaði á
hnyttnum söngtextum, sem
margir hverjir gleymast okkur
aldrei, og verða ávallt tengdir
Páli í minningunni.
Kennarar eru gjarnan á faralds-
fæti og smám saman tvístraðist
hópurinn. Nokkrir hurfu til ann-
arra starfa og sumir fluttu búferl-
um í önnur bæjarfélög. Árið 1988
flutti Páll frá Akureyri, fyrst til
náms í Kaupmannahöfn og síðan
til Selfoss, þar sem hann bjó uns
yfir lauk.
Við þökkum Páli ánægjulega
en allt of skamma samfylgd.
Helgu konu hans, börnum og
öðrum ástvinum sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur.
Fyrrverandi samkennarar
í Glerárskóla,
Magni Hjálmarsson,
Bragi V. Bergmann.
Það er einkennilegt þetta með
dauðann. Við vitum öll frá blautu
barnsbeini, að hann er það eina
vísa og áreiðanlega hér í heimi.
Við gerum okkur vonir um gott
líf og farsælt ævistarf, en enginn
getur sagt með nokkurri vissu
fyrir um það, allt þar að lútandi
væri ágiskun ein. En dauðann
eigum við vísan, það veit samt
enginn hver verður næstur. Við
eigum samt alltaf jafnerfitt með
að taka honum, þegar einhver
okkur nákominn, hvort sem það
er ástvinur eða vinur, sem á í
hlut. En við fáum engu ráðið.
Við verðum að trúa því að
almættið hafi tilgang með þessu,
tilgang sem við skiljum oftast
ekki, en okkur er mikil huggun í
því að vita að með jarðvist okkar
er ekki öllu lokið.
Páll Bergsson, yfirkennari er
látinn. Hann lést á heimili sínu á
Selfossi 1. maí s.l. Þetta er búinn
að vera erfiður tími þessi rúm-
lega tvö ár frá því sjúkdómurinn
uppgötvaðist og þar til yfir lauk.
Ég undraðist styrk og rósemi
Páls í þessum veikindum. Þegar
ég talaði við hann og þau bar á
góma, átti ég oft í erfiðleikum
með tilfinningar mínar, en hann
var svo sterkur, að hann gat
miðlað mér af krafti sínum. Mér
varð oft hugsað til þess hvað hon-
um var gefinn mikill styrkur í
þessari baráttu, sem hlýtur að
hafa verið ógnvekjandi erfið.
Hann stóð reyndar ekki einn þar
sem var konan hans og synir og
systkin, sem öll veittu honum
þann kraft og stuðning sem þau
frekast máttu. En jafnlyndi hans
og trúarstyrkur hefur þó haft
mikið að segja.
Páll Bergsson réðst sem kenn-
ari að Glerárskóla haustið 1976.
Hann varð yfirkennari árið eftir,
þegar fræðsluyfirvöld samþykktu
að ráða mætti yfirkennara að
skólanum í fyrsta sinn. Hann
vann svo samfleytt við skólann
fram til ársins 1988 er hann fékk
orlof frá kennslu, sem hann not-
aði til að fara til Kaupmanna-
hafnar og innritast í Kaupmanna-
hafnarháskóla til að læra ýmislegt
tengt landafræði, sem var hans
sérgrein og honum þótti vænt
um. Þegar heim kom úr orlofinu,