Dagur - 14.05.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 14.05.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 14. maí 1992 Upplyfting ✓ / Oskum Sigrúnu Evu Asgrímsdóttur til hamingju með sjöunda sætið í Eurovision Húsið opnað kl. 23.00. Kjallarinn: Rúnar Þór - Steini Magg og félagar leika fimmtudag, föstudag og laugardag „Nýir eigendur breyttu bragganum í fjárhús," segir Hóimfríður. Mynd: GF Hólmfríður Sigurðardóttir frá Fosshóli: „í dag er verið að rífa braggann minn góða“ „Bragginn á Fosshóli átti Ianga i og merka sögu og nú er verið að rífann. Um langt árabil var bragginn notaður sem sam- komuhús og löngu síðar sem fjárbús. I þessum bragga á bökkum Skjálfandafljóts var stofnað til fjölda hjónabanda og pabbi, Sigurður Lúther Vig- fússon, var „prímus mótor“ þessa alls. Æskuminningar mínar eru samofnar þeim atburðum sem tengjast bragg- anum. Þar dansaði ég lengst til klukkan átta að morgni. Pabbi var dans- og gleðimaður mikill. Margar sögur hafa ver- ið sagðar af honum bæði sann- ar og lognar,“ segir HóImKður einkadóttir Sigurðar Lúthers. „Bragginn var fluttur frá Mel- gerðismelum að Fosshóli árið 1945. Pabbi keypti braggann af hernum í því augnamiði að koma upp dansstað í sveitinni. Á þess- um árum var töluvert um að fé- lagasamtök og hreppsfélög keyptu slíka bragga af hernum til SJALLINN Föstudags- og laugardagskvöld: „Æskuminningar mínar eru samofnar þeim atburðum sem tengjast bragganum,“ segir Hólmfríður. samkomuhalds, en að einn mað- ur gerði slíkt er einsdæmi. í lok apríl 1946 var bragginn tekinn í notkun. Kvenfélag Ljósavatnshrepps hélt þá sam- komu til ágóða fyrir Húsmæðra- skólann á Laugum þar sem leikritið „Hreppstjórinn á Hraunhamri" var á fjölunum. Jafnframt var efnt til bögglaupp- boðs þar sem pabbi var uppboðs- haldari. Síðan var dansað til klukkan fjógur um nóttina og trúlega hafa þeir Halldór heitinn Sigurgeirsson frá Arnarstapa og Sigurður Sigurðsson frá Landa- móti þanið harmoníkurnar. Fosshóll var og er í alfaraleið. Ég er alin upp á Fosshóli af alnöfnu minni og ömmu sem ann- aðist veitingareksturinn er þar hófst 1930. Pabbi var póst- og símstöðvarstjóri og rak braggann góða með reisn. Að vísu hagnað- ist hann ekki af rekstrinum því Sigurður Lúther var gjafmildur. Þegar hann dó var vart til fyrir útförinni. Pabbi var maður er lifði fyrir líðandi stund. Hann var mikiil bóhem sem margt af mínu fólki. Þannig er ég gerð einnig. Ég tók margt í arf frá pabba sáluga.“ Mynd: GF Hólmfríður Sigurðardóttir. í afmælisveislunni var stofnað til fjögurra hjónabanda „Já, lífið á Fosshóli var leikur og söngur, en amma var ströng. Hún hélt um þræðina frá degi til dags. Efnt var til dansleikja í bragganum góða aðra hvora helgi. Hina helgina var dansleik- ur í Brúarlundi í Vaglaskógi hjá Ragnari Jónssyni. Þegar dans- leikir voru að Fosshóli dreif að fólk frá Húsavík og Akureyri jafnt sem úr sveitum Suður-Þing- eyjarsýslu. Akureyringar og Húsvíkingar slógust mikið. Þegar ég var ung stúlka var mikill rígur milli þessara tveggja staða. Vínið flaut og blóðið einnig. Amor kom einnig við sögu. Á þessum tíma blómstraði ástin á bökkum Skjálfandafljóts. Bekkir voru með veggjum og þar sátu stúlk- urnar og vonbiðlarnir stóðu í röðum þar til nikkan var þanin. Þessi tími var sérstakur. Margir komu og léku fyrir dansi, jafnt dragspilsleikarar úr sveitinni sem hljómsveitir úr Reykjavík. Júlíus Hafstein, sýslumaður, gaf leyfi fyrir samkomunum, sem var auð- sótt. Ekki var lögregla á staðnum heldur einn maður með hrepps- stjórahúfuna er fengin var að láni hjá Sigga gamla Geirfinns. Mannflesta samkoman var þegar pabbi varð fimmtugur. Gestirnir voru hátt í 700. Já, Sigurður Lúther var vinamargur. í afmælisveislunni var stofnað til fjögurra hjónabanda. Stúlkurnar voru allar símastúlkur frá Akur- eyri og piltarnir frá Húsavík.“ Nýir siðir koma með nýjum herrum „Ekki man ég eftir þorrablótum í bragganum góða, en öðrum sam- komum af öllum gerðum. Jóla- böllin voru víðfræg og samkomur fyrir börnin voru haldnar reglu- lega. Leiklistaráhugi var mikill í sveitinni og sveitungar mínir færðu upp mörg stykkin við góð- ar undirtektir. Síðast var efnt til samkomu þegar ég varð tvítug. Það var 23. september 1959. Pabbi dó tæpum tveimur mánuð- um síðar og við amma fluttumst til Akureyrar. Dagar braggans sem samkomuhúss voru taldir. Nýir eigendur breyttu braggan- um í fjárhús. Já, nýir siðir koma með nýjum herrum og öldur- húsamenningin var orðin önnur. Allt er breytingum háð. Sigurður Lúther var annars heims og dragspil var ekki þanið í braggan- um góða á bökkum Skjálfanda- fljóts. Nú er langt er um liðið og ég sakna gömlu góðu daganna. í dag er verið að rífa braggann minn góða.“ ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.