Dagur - 14.05.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 14. maí 1992 - DAGUR - 15
ÍÞRÓTTIR
Jón Haukur Brynjólfsson
Rut.
Elvar.
Stefán.
íþróttir fatlaðra:
Rut, Elvar og Stefán á OL
íþróttasamband fatlaðra hef-
ur tilnefnt þrjá Akureyringa
sem keppendur á Olympíu-
leikum fatlaðra sem fram fara
á Spáni í haust. Elvar Thorar-
ensen, Akri, og Rut Sverris-
dóttir, Óðni, taka þátt í ÓL
hreyfihamlaðra í Barcelona
og Stefán Thorarensen, Akri
í ÓL þroskaheftra í Madrid.
12 íþróttamenn hafa verið til-
nefndir á leikana í Barcelona
sem standa yfir dagana 3.-14.
september. Flestir keppa í
sundi, eða þau Rut Sverrisdótt-
ir, Óðni, Ólafur Eiríksson,
Kristín Rós Hákonardóttir,
Birkir Rúnar Gunnarsson og
Sóley Axelsdóttir, öll úr ÍFR,
Lilja M. Snorradóttir, SH, Geir
Sverrisson, UMFN, og Svanur
Ingvarsson, Suðra Selfossi.
Haukur Gunnarsson, ÍFR, og
Geir Sverrisson, Ármanni,
keppa í frjálsum íþróttum og
Elvar Thorarensen, Akri, og
Jón H. Jónsson, ÍFR, í borð-
tennis.
Sérstök Ólympíunefnd stað-
festir val á þátttakendum og
verður það gert 31. maí. Sett
voru ákveðin lágmörk f sundi
sem miðuð voru við 3. sæti á
heimsleikum eða betri árangur
en í öðrunt greinum var miðað
við ákveðna kvóta. Rut Sverris-
dóttir tryggði sér sæti með
heimsmeti á síðasta ári.
Þátttakendalisti fyrir Ólymíu-
leika þroskaheftra, sem fram
fara 13.-20. septembcr í
Madrid, liggur ekki fyrir en
starfsmaður IF staðfesti í gær að
öruggt væri að Stefán Thorar-
ensen yrði í þeim hópi.
Blak:
Júgóslavneskur þjálfari til KA?
- hugsanlegt að Jasna þjálfi kvennaliðið
Hugsanlegt er að Júgóslavi
þjálfí karlalið KA í blaki næsta
vetur. Blakdeildin hefur verið í
sambandi við tvo þarlenda
þjálfara að undanförnu og ætti
að skýrast fljótlega hvort ann-
ar þeirra þjálfar hjá félaginu á
næsta tímabili. Alls óvíst er að
sá myndi einnig þjálfa kvenna-
liðið og er hugsanlegt að Jasna
Popovic, sem lék með liðinu í
vetur, komi aftur til Akureyrar
í haust og taki við þjálfuninni.
Bjarni Þórhallsson, formaður
blakdeildar KA, sagði að
Júgóslavarnir tveir væru báðir
háskólamenntaðir í íþróttafræð-
um með blak sem sérgrein.
„Okkur vantar enn upplýsingar
um peningahliðina en vonum að
þetta verði ódýrara en að fá
kínverskan þjálfara þar sem lítið
er að gerast í blakinu í Júgóslavíu
vegna ástandsins þar. Þar er eng-
in deildakeppni í gangi, eitthvað
hefur verið rætt um að þeir tækju
þátt í ungversku deildakeppninni
en mér skilst að litlar líkur séu á
því,“ sagði Bjarni.
Hann sagði útlit fyrir að litlar
breytingar yrðu á mannskap hjá
KA-liðunum. Reyndar væri óvíst
að Þröstur Friðfinnsson, sem bú-
settur er á Kópaskeri, léki áfrarn
með karlaliðinu en aðrar breyt-
ingar væru ekki fyrirséðar. „Ég á
ekki von á að við bætum við ein-
hverjum utanaðkomandi. Það
eru að koma upp strákar úr 2.
flokki sem eru mjög sterkir og
gætu allt eins ýtt einhverjum út
úr liðinu. Við erum mjög vel sett-
ir að því leyti.“
Tveir KA-menn í
landsliðinu
Tveir KA-menn, Bjarni Þórhalls-
son og Þröstur Friðfinnsson, eru í
landsliðshópnum sem tekur þátt í
verkefnum sumarsins. Tveir
aðrir, þeir Haukur Valtýsson og
Stefán Magnússon, gáfu ekki
kost á sér.
í lok maímánaðar fer landslið-
ið í æfingabúðir í nokkra daga til
Færeyja og 10.-12. júní leikur
það tvo landsleiki gegn Lúxem-
borg ytra. 13.-16. júní tekur liðið
síðan þátt í smáþjóðamóti í blaki
á San Marínó.
Knattspyrna:
íslandsmótið hefst 23. maí
Keppni á íslandsmótinu í
knattspyrnu hefst laugardag-
inn 23. maí. Þá verður leikið í
1., 2. og 3. deild karla, keppni
í 4. deild karla hefst 30. maí, 1.
deild kvenna 27. maí og 2.
deild kvenna 28. maí.
Áður hefur verið greint frá
fyrstu umferðunum í 1. og 2.
deild karla. í 3. deild byrja öll
norðlensku liðin á útivelli nema
KS sem fær Þrótt N. í heimsókn á
Siglufjörð. Aðrir leikir í 1.
umferð eru Grótta-Magni, Hauk-
ar-Tindastóll, Skallagrímur-
Völsungur og Ægir-Dalvík. Allir
leikirnir fara fram 23. maí kl. 14.
í 2. umferð mætast Magni-
Dalvík, Grótta-KS, Þróttur N.-
Haukar, Tindastóll-Skallagrímur
og Völsungur-Ægir. Leikirnir
fara allir fram laugardaginn 20.
maí kl. 14 nema Magni-Dalvík
sem verður á föstudeginum kl.
20. Síðasta umferð 3. deildar fer
fram laugardaginn 5. september
og þá leika Magni-Ægir, Grótta-
Þróttur N., KS-Tindastóll, Hauk-
ar-Völsungur og Skallagrímur-
Dalvík.
Sex lið taka þátt í Norður-
landsriðli 4. deildar sem kallast
C-riðill í ár. í 1. umferð, sem
fram fer laugardaginn 30. maí ki.
14, leika HSÞ b-Neisti, Kormák-
ur-Þrymur og SM-Hvöt og í 2.
umferð, Neisti-Hvöt (12. júní),
HSÞ b-Kormákur (13. júní) og
Þrymur-SM (13. júní). Síðasta
umferðin í riðlinum fer fram
laugardaginn 15. ágúst og þá
leika HSÞ b-Þrymur, Neisti-SM
og Kormákur-Hvöt.
1. og 2. deild kvenna
Þór verður eitt norðlenskra liða í
1. deild kvenna í sumar. Liðið
leikur fyrsta leikinn miðvikudag-
inn 27. maí gegn Breiðablik á
Akureyri. Aðrir leikir í fyrstu
umferð eru KR-Stjarnan, Hött-
ur-Þróttur N. og Valur-ÍA. í 2.
umferð leika UBK-Þróttur N.
(30. maí), Þór-KR (31. maí),
Stjarnan-Valur (31. maí) og ÍÁ-
Höttur (5. júní). Síðasta umferð
fer fram sunnudaginn 6. sept-
ember og þá leika Þór-Stjarnan,
KR-ÍA, Valur-Þróttur N. og
UBK-Höttur.
Keppni í Norðurlandsriðli 2.
deildar kvenna, B-riðli, hefst 28.
maí með leik KS og Dalvíkur. 3.
júní leika Tindastóll og KS og
Dalvík og Leiftur og 10. júní
Leiftur og KA.
Dagur mun birta leikjatöflur
íslandsmótsins í næstu viku.
HM í knattspyrnu:
Ósigur í fyrsta leik
íslendingar töpuðu 0:1 fyrir
Grikkjum í undankeppni
heimsmeistaramótsins í knatt-
spyrnu á Ólympíuleikvangin-
um í Aþenu í gær. Þetta var
fyrsti leikur liðanna í keppn-
inni og jafnframt fyrsti A-
landsleikur þjóðanna í knatt-
spyrnu.
Grikkir byrjuðu leikinn af
gríðarlegum krafti og yfirspiluðu
Islendinga algerlega. Þeir sóttu
stíft og voru búnir að fá nokkur
dauðafæri þegar þeir áttu skalla í
stöng eftir aukaspyrnu og Sofi-
anopolos fylgdi á eftir og skoraði
á 25. mínútu. Grikkir drógu sig
heldur til baka eftir markið og
Andri Marteinsson átti ágætt
skot skömmu fyrir hlé en það var
varið.
íslendingar léku betur í seinni
hálfleik en voru heppnir að fá
Rúnar Kristinsson var besti maður
íslcnska liðsins.
ekki á sig annað mark þegar
Grikkir skölluðu aftur í stöng eft-
ir góða sókn. Besta færi íslend-
inga fékk Arnar Grétarsson á 70.
mínútu en skot hans fór framhjá
gríska markinu.
Rúnar Kristinsson lék mjög vel
og var besti maður íslenska liðs-
ins en eins og fram hefur komið
urðu íslendingar fyrir áfalli þegar
Arnór Guðjohnsen meiddist á
æfingu í gær og gat því ekki leikið
með.
íslenska liðið var þannig
skipað: Birkir Kristinsson, Guðni
Bergsson, Kristján Jónsson, Sæv-
ar Jónsson, Kristinn R. Jónsson,
Valur Valsson, Arnar Grétars-
son, Rúnar Kristinsson, Andri
Marteinsson (Hörður Magnússon
á 75. mín.), Baldur Bjarnason og
Eyjólfur Sverrisson.
U-18 landsliðið:
Jafiit gegn
Pólverjum
U-18 ára landsliðið í knatt-
spyrnu lék á þriðjudaginn
fyrsta leik sinn á móti í Tékkó-
slóvakíu.
Liðið mætti þá Pólverjum og
lauk leiknum með jafntefli, 2:2.
Pálmi Haraldsson, ÍA, og Helgi
Sigurðsson, Víkingi, skoruðu
mörk íslands.
í gær lék liðið við Tékka en
úrslit höfðu ekki borist þegar
blaðið fór í prentun. Á morgun
verður síðan leikið gegn Ung-
verjum.
Hafsteinn að braggast
- hefur verið meiddur í tæpt ár
Hafsteinn Jakobsson, leik-
maður KA í knattspyrnu og
blaki, gerir sér vonir um að
geta leikið eitthvað með KA-
liðinu í sumar. Hann meiddist
illa í leik gegn Stjörnunni á
Akureyrarvelli í fyrrasumar,
sleit krossband í hnéi, og hefur
verið frá allri íþróttaiðkun
síðan. „Þetta er að skríða sam-
an en það vantar enn dálítið
uppá og erfítt að segja hvenær
þetta verður komið í lag. Ég
vonast þó til að geta tekið ein-
hvern þátt í fótboltanum í
sumar,“ segir Hafsteinn.
Hafsteinn meiddist 9. júní og
var skorinn upp 18. júní þannig
að hann hefur verið frá í tæpa 11
mánuði. Hann missti af meiri-
hluta keppnistímabilsins í knatt-
spyrnunni í fyrra, öllu blaktíma-
bilinu í vetur og missir eitthvað af
knattspyrnutímabilinu í sumar.
„Það gerðist eiginlega ekki
neitt. Ég hrundi bara niður und-
an sjálfum mér, hef sjálfsagt
snúið mig eða stigið eitthvað
vitlaust niður. Það virðist ekki
þurfa mikið til og sjálfsagt hefur
þetta eitthvað verið farið að gefa
sig. Þetta var auðvitað áfall en
það þýðir ekkert annað en að
sýna þolinmæði og æfa vel. Ég
spilaði aðeins í JMJ-mótinu og
það gerði mér gott en maður var
dálítið smeykur og fann að enn er
svolítið í land,“ sagði Hafsteinn.
En hefur þetta ekki tekið alltof
langan tíma?
„Það eru skiptar skoðanir um
það. Læknirinn sem skar mig
sagði að þetta myndi taka eitt ár
en úti eru menn sendir af stað eft-
ir 6 mánuði. En þetta er að koma
og ég á að ná mér fullkomlega,"
sagði Hafsteinn Jakobsson.
Á sjúkrabörunum 9. júní 1991.