Dagur - 14.05.1992, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 14. maí 1992 - DAGUR - 13
Kartöfluútsæði.
Höfum til sölu úrvals kartöfluútsæöi
frá viðurkenndum framleiðendum.
Kartöflusalan Svalbarðseyri hf.,
Óseyri 2, símar 25800 og 25801.
Tökum að okkur daglegar ræst-
ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Ennfremur allar hreingerningar,
teppahreinsun og gluggaþvott.
Ný og fullkomin tæki.
Securitas, ræstingadeild, símar
26261 og 25603.
Hreinsið sjálf.
Leigjum teppahreinsivélar.
Hjá okkur færðu vinsælu Buzil
hreinsiefnin.
Teppahúsið.
Tryggvabraut 22,
sími 25055.
Gluggaþvottur - Hreingerningar
- Teppahreinsun - Rimlagardínur.
Tek að mér hreingerningar á íbúð-
um, stigagöngum og stofnunum.
Teppahreinun með nýlegri djúp-
hreinsivél sem skilar góðum ár-
angri.
Vanur maður - Vönduð vinna.
Aron Þ. Sigurðsson.
Sími 25650.
Vinsamlegast leggið inn nafn og
símanúmer í símsvara.
Tökum að okkur fataviðgerðir.
Fatnaði veitt móttaka milli kl. 1-4
e.h.
Fatagerðin Burkni hf.,
Gránufélagsgötu 4, 3. hæð,
sími 27630.
Geymið auglýsinguna!
Akureyrarkirkja:
Opið hús fyrir aldraða í
Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju á fimmtudag
kl. 15-17.
Verið velkomin.
Hjálpræðisherinn:
Leið til lausnar.
Þjónusta Hjálpræðishers-
i ins við aldraða og öryrkja
í heimahúsum. Hefur þú
þörf á að tala við einhvern?
Viltu láta lesa fyrir þig?
Viltu láta laga eitthvað smávegis
fyrir þig?
Hringdu þá í síma 11299. Opin
símalína á fimmtudögum kl. 18-20.
Á öðrum tímum tekur símsvari við
skilaboðum.
Hjálpræðisherinn:
Flóamarkaður verður
>föstudag 15. maí, kl. 10-
12 og 14-17. Komið og
gerið góð kaup.
Kvenfélag Akureyrarkirkju.
Aðalfundur verður haldinn í Safn-
aðarheimilinu í dag, fimmtudag
14. maí kl. 20.30.
Mætum allar.
Nýjar félagskonur boðnar hjartan-
lega velkomnar.
Stjórnin.
Hjálparlínan, símar: 12122 -12122.
Stígamót, samtök kvenna gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi. Símatími á Ak-
ureyri á fimmtudagskvöldum frá kl.
21.00-23.00. Síminn er 27611.
Náttúrugripasafnið opið sunnudaga
kl. 13-16.________________________
Minjasafnið á Akureyri.
Lokað vegna breytinga til 1. júní..
Tónlist
Nemendatónleikar
áÁrskógsströnd
Vaxtarbroddur tónlistarlífs
hverrar byggðar er í tónlistar-
skóla hennar. Þar er ungu fólki,
hinni upprennandi kynslóð,
kynntur hinn dásamlegi heimur
tónlistarinnar.
Vissulega staldra sumir stutt
við, en fara þó fróðari um þenn-
an þátt neyslu okkar, sem er
sífellt ásæknari á athygli okkar
með hverju árinu sem líður. Aðr-
ir fyllast áhuga og hafa ef til vill
getu til afreka á þessu laðandi
sviði mannlegra athafna. Þeir
eiga innan veggja skólanna kost á
því að stíga frumsporin og halda
síðan áfram til frekara náms og
hugsanlegra afreka. í öllum til-
fellum, hvort heldur sem skamm-
an tíma eða langan er verið við
tónlistarnám, getur það af sér
frekari víðsýni, dýpri skilning og
möguleika meiri lífsfyllingar en
ella.
Það er ekki allt af setningi sleg-
ið á nemendatónleikum tónlistar-
skólanna. Þó er ætíð skemmtilegt
að hlýða á þá. Þar koma saman
börn og unglingar, sem eru ef til
vill í annan tíma upptekin af ærsl-
um og jafnvel stráksskap, og setj-
ast við það af einbeitni og
ákveðni að flytja tónlist af allri
þeirri nákvæmni og ögun, sem
þeim er framast unnt að ná. Ein-
ungis þannig verður tónlist flutt.
Einbeitingar er þörf og einmitt í
henni er ef til vill höfuð uppeldis-
gildi tónlistarnámsins fólgið á
frumstigum þess. Þessi uppeldis-
þáttur tónlistarnámsins afmark-
ast ekki við það eitt, heldur hefur
áhrif út fyrir það. Það eru því
engin undur, að hugsandi fólki í
byggðum og bæjum landsins þyki
starfsemi þessara menntastofn-
ana mikils virði.
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtöldum eignum fer
fram í skrifstofu embættisins
á neðangreindum tíma:
Ásgötu 3, Raufarhöfn, þingl. eigandi
Björn Hallgrímsson, talinn eigandi
dánarbú Björns Hallgrímssonar,
mánud. 18. maí 1992, kl. 13.40.
Uppboðsbeiðandi er:
Húsnæðissstofnun rikisins, lögfr.-
deild.
Fiskhúsi og verbúð á hafnarl.
Húsav. ásamt vélum og tækjum,
þingl. eigandi þ.bú Húsvískra Mat-
væla hf., mánud. 18. maí 1992, kl.
13.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Árni Pálsson hdl.
Bæjarfógeti Húsavíkur,
Sýslumaður Þingeyjarsýslu.
Þetta viðhorf mátti glögglega
kenna á nemendatónleikum Tón-
listarskólans á Árskógsströnd,
sem haldnir voru föstudaginn 1.
maí. Tónleikarnir voru fjölsóttir
og undirtektir góðar. Það var að
verðleikum og ljóst, að áheyr-
endur vissu greinilega, að hvert
atriði verður að taka með tilliti til
þess, hver fremur það. Þarna
komu fram nemendur, sem voru
stutt komnir í námi sínu. I flest-
um tilfellum bar frammistaða
þeirra þess vitni, að unnið hafði
verið af kostgæfni og áhuga. Það
er einmitt andinn, sem svífur yfir
samkomum sem þessari og sem
lyftir huganum og gleður þrátt
fyrir óhreina hljóma á stundum,
einstaka hik flytjenda og aðra
skiljanlega örðugleika.
Rúsínan í pylsuendanum á
nemendatónleikunum var leikur
blásarasveitar, sem er samstarfs-
verkefni tónlistarskólanna á
Árskógssandi, í Svarfaðardal, á
Dalvík og Ólafsfirði. Stjórnandi
þessarar sveitar er Michael
Jacques og hann hefur einnig
útsett talsvert af efnisskrá sveit-
arinnar. Sveitin er ekki gömul.
Ekki nema tveggja ára. Frammi-
staða hennar var ánægjuleg og
sýndi, hvað unnt er að gera, þeg-
ar tekst að skapa hinn glaðlega
og starfsfúsa anda, sem verður að
vera fyrir hendi í hverju sam-
starfi, en tónlistarflutningur er
framar mörgu öðru í menningu
og listum einmitt af þeim toga.
Vissulega eru nemendatónleik-
ar oftast framar öðru fjölskyldu-
samkomur. Þeir ættu ekki að
vera það. Starf tónlistarskólanna
og uppskeruhátíðir koma öllum
tónlistarunnendum við og ættu
að vekja áhuga þeirra. Þannig
sýna þeir í verki stuðning sinn við
starfsemi skólanna jafnframt því,
sem þeir eiga glaðlega stund í
félagsskap hinnar upprennandi
kynslóðar.
Haukur Ágústsson.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta,
á eftirtaldri fasteign:
Vélaverkstæði í landi Neðri-Sand-
víkur, Grimsey, þingl. eigandi
Sigurður Bjarnason, fer fram á eign-
inni sjálfri mánud. 18. maí 1992, kl.
16.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Byggðastofnun, Gjaldskil sf., inn-
heimtumaður ríkissjóðs, Jón
Ingólfsson hdl. og Sveinn Skúlason
hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
DALVIKURBÆR
Garðyrkjumaður
Dalvíkurbær auglýsir laust til umsóknar starf
garðyrkjumanns.
Starfið er við Tæknideild bæjarins og felst einkum í
skipulagningu og umsjón með framkvæmd um-
hverfismála á Dalvík.
Nánari upplýsingar gefa bæjarstjóri og bæjartækni-
fræðingur í síma 96-61370 og 96-61376.
Umsóknir skulu berast til undirritaðs fyrir 1. júní
1992.
Bæjarstjórinn á Dalvík.
Bændur - Bændur
6 strengja girðingarnet, 100 m í rúllu,
kr. 4.980 m. sk.
Silva rafgirðingarefni fyrirliggjandi.
Ferðastyrkur
til rithöfundar
Ráðgert er að af fjárveitingu til norræns sam-
starfs í fjárlögum 1992 verði varið 90 þús. kr. til
að styrkja rithöfund til dvalar á Norðurlöndum.
Umsókn um styrk þennan skal hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, fyrir 1. júlí n.k.
Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvernig
umsækjandi hyggst verja styrknum.
Menntamálaráðuneytið, 12. maí 1992.
Nýkomið!
Nýkomið Pattonsgarn Knit N Save 100 g Dk og
Brushed Chunky 100 g.
Fairytale 50 g og Beeheve 50 g.
*☆*
Cebelia heklugarn, hvítt, bleikt og svart.
Pantanir óskast sóttar.
*☆*
Áteiknuð vöggusett. Árstíðamyndir Thorvaldsen.
*☆*
Rýmingarsala á flestum vörum verslunarinnar,
30-40% afsláttur.
Árórugarn í heilum kössum, ullar-útsaumsgarn í
búntum, ullaruppfyllingargarn í hespum,
DMC heklugarn nr. 20, mislitt.
Lopapeysutölur í heilum pokum.
Þetta allt á hálfvirði. Bútar, tölur.
Eldri prjóna- og heklublöð á kr. 50 stk.
■vV.a
Hafnarstræti 103,
sími 24364.
Bróðir okkar,
FRIÐJÓN KARLSSON,
andaðist 3. maí að heimili sínu, Smárahlíð 24 g.
Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 15. maí,
kl. 13.30.
Dagmar Karlsdóttir,
Ingibjörg Karlsdóttir.
Elskuleg dóttir okkar og systir,
MARGRÉT VALA EMILSDÓTTIR,
tölvunarfræðingur,
Rekagranda 7, Reykjavík,
sem lést 9. maí verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík, föstudaginn 15. maí, kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins.
Jóna Vestmann, Emil Guðmundsson,
Ellen Emilsdóttir,
Emil Emilsson.