Dagur - 14.05.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 14. maí 1992
Spurning vikunnar
Eru ferðalög á döfinni
hjá þér í sumar?
Kristján Ingimarsson:
„Já, ég get ekki neitað því. Ég
er að fara suður núna og síðan
til Danmerkur á föstudag eða
laugardag. Þar ætla ég að
dvelja í einhvern tíma en ekki
er ákveðið hve lengi. Ég ætla
einnig að ferðast í sumar og
stefni að því að vera mánuð í
Tékkóslóvakíu."
Níels Ragnarsson:
„Já, heilmikið. Ég ætla að ferð-
ast vítt og breitt um landið en
sennilega ekkert erlendis. Ég er
búinn að fara út á þessu ári og
spila og öll mín ferðalög tengj-
ast spilamennsku."
Bragi Bragason:
„Ég veit það ekki ennþá. Það er
ekkert ákveðið hvenær eða
hvort ég fer í sumarfrí."
Baldur Jón Baldursson:
„Já, ég reikna með því. Ég ætla
að reyna að ferðast eitthvað
innanlands en utanlandsferð er
ekki á döfinni hjá mér.“
Huida Þorsteinsdóttir:
„Já, ætli ég leggi ekki Suður-
landið undir mig og fari jafnvel
eitthvað austur á firði líka. Ég er
ekki alveg búin að ákveða þetta
í smáatriðum."
Ljósmynd Atla af líkani sem hann hefur smíðað - eyrnabeinin eru á miðri myndinni en til vinstri sér í afturhluta heil-
ans.
Aðgerðir á skemmdum eyrum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri:
Aðgerðimar byggjast á
endurbyggingu skemmdra
hluta eymafæranna
- segir Atli Steingrímsson, háls-, nef-
„Eg er að því leyti heppinn að
starf mitt og aðaláhugamál
fara saman. Eyrnaskurðlækn-
ingarnar eru áhugamál mitt
eitt, tvö og þrjú“, sagði Atli
Steingrímsson, háls-, nef- og
eyrnalæknir sem hóf störf við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri á síðastliðnu hausti. Fljót-
lega eftir að hann kom til
starfa fóru að berast fregnir af
aðgerðum hans á eyrum, sem
væru nýjungar í starfsemi
Fjórðungssjúkrahússins. Eink-
um hafa aðgerðir hans á
skemmdum eyrum vakið athygli
og fólk með mjög skerta heyrn
hefur hlotið bata. Þegar komið
er á vinnustofu hans á Háls-,
nef- og eyrnadeildinni á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu ber um-
hverfið greinilega merki um
að þar fari ekki einvörðungu
fram starf læknisins heldur
einnig áhugamál sama manns.
Á skrifborði Atla eru mismun-
andi líkön af byggingu eyrans,
sem hann hefur sjálfur smíðað.
Hann tekur líkan af borðinu og
síðan hefst einskonar kennslu-
stund þar sem hann útskýrir
fyrir komumanni ferð hljóðs-
ins gegnum heyrnarfærin í átt
til heilans.
Atli Steingrímsson er Hafn-
firðingur - gaflari eins og þeir
einir geta orðið sem eru fæddir í
Hafnarfirði. Hann ólst upp á
Hellisgötunni í Vesturbænum, í
útjaðri Hafnarfjarðarhrauns en á
hina hliðina var sjórinn - fjaran
og margbreytilegt líf í nágrenni
hafnarinnar. Atli segir að á þess-
um árum hafi ekki hvarflað að
sér að hann ætti eftir að setjast að
norður í landi - það hafi raunar
aldrei komið til fyrr en eftir að
hann lauk námi í háls-, nef- og
eyrnalækningunt og sér hafi boð-
ist starf við Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri.
Smitaðist af
Einari Thoroddsen
Atli hélt til Svíþjóðar á árinu
1983. Hann kvaðst þá hafa hugað
að framhaldsnámi um hríð og
Atli Steingrímsson.
áhugi sinn einkum staðið til háls-,
nef- og eyrnalækninga. Hann
kynntist Einari Thoroddsen,
háls-, nef- og eyrnalækni, sem
einnig er þekktur sem mikill
áhugamaður um vín og vín-
smakkari, þegar hann starfaði við
Borgarspítalann og kveðst eigin-
lega hafa smitast af honum hvað
áhuga á þessum líkamshlutum
varðar. Hann gæti því í raun
þakkað Einari það sem hann væri
að gera í dag. Annar kunningi
sinn úr læknastétt, Friðrik Vagn
Guðjónsson, hefði þó einnig
komið við sögu. Friðrik hefði
starfað í Eskilstuna í Svíþjóð um
nokkurn tíma og þekkti vel til
þar. Hann hefði síðan kannað
fyrir sig möguleika á framhalds-
námi og starfi í háls-, nef- og
eyrnalækningum við sjúkrahús
og eyrnalæknir
þar. Heppnin hefði verið með sér
- staða hefði reynst laus við
sjúkrahús þar en enginn kandídat
sóst eftir henni. Atli var því fljót-
ur að taka ákvörðun og var mætt-
ur til starfa á sjúkrahúsi í Eskil-
stuna einum mánuði eftir að þeir
ákváðu að spyrjast fyrir um
náms- og starfsmöguleika þar.
„íslendingurinn í mér
reyndist aðstöðunni í
Svíþjóð yfírsterkari“
Atli kvaðst ekki hafa verið farinn
að hugleiða að flytjast heim til
íslands þegar hann sótti ráð-
stefnu háls-, nef- og eyrnalækna á
íslandi sumarið 1990. Á ráð-
stefnunni kynnst hann Eiríki
Sveinssyni, háls-, nef- og eyrna-
lækni á Akureyri, og orðaði Eirík-
ur þá við hann að Akureyringa
vantaði annan lækni í þessari
grein. Atli sagði að áhuginn á að
koma til Akureyrar hefði þó ekki
vaknað strax - ef til vill hafi
Hafnfirðingurinn verið svo sterk-
ur í sér. Hann kvaðst einnig hafa
verið búinn að fá mjög góða
aðstöðu til að sinna rannsóknum
sínum og störfum við sjúkrahúsið
í Eskilstuna - aðstöðu sem erfitt
hefði verið að fara frá. En íslend-
ingurinn í sér hafi þó reynst
sterkari þegar á reyndi og hann
því ákveðið að athuga möguleik-
ana á Akureyri betur og síðan
tekið til starfa 1. október síðast-
liðinn. Atli sagði að sér hefði
strax líkað vel að starfa við
Fjórðungssjúkrahúsið og sam-
starf sitt við Eirík Sveinsson, er
upphaflega hafi ýtt við sér að
koma til Akureyrar, verið mjög
ánægjulegt.
*
Akjósanleg aðstaða til
háls-, nef- og eyrnalækn-
inga á Akureyri
Atli sagði að aðstaða til háls-,
nef- og eyrnalækninga sé mjög