Dagur - 15.05.1992, Síða 2

Dagur - 15.05.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 15. maí 1992 Fréttir Hluti Hafnarstrætis er lokaður bílaumferð vegna framkvæmdanna og þá eiga gangandi vegfarendur frekar erfitt með að komast leiðar sinnar. Mynd: Golli Illfært um hluta Hafnarstrætis á Akureyri: Nýjar lagnir og jarðvegsskipti Þessa dagana standa yffir mikl- ar framkvæmdir við hluta Hafnarstrætis á Akureyri. Verið er að skipta um jarðveg í götunni svo og helstu lagnir. Gatan hefur verið lokuð bílaumferð sl. hálfan mánuð frá horni Kaupvangsstrætis og í átt að Dynheimum og verður það eitthvað enn. Vatns- og frárennslislagnir voru orðnar ónýtar, burðarþoli götunnar ábótavant og því orðið nauðsynlegt að fara í þessar miklu framkvæmdir. Um er að ræða tæplcga 300 metra kafla frá Kaupvangsstræti og til suðurs. Til stendur að breikka gang- stéttina að austanverðu, mjókka akbrautina, fækka bílastæðum og gera götuna meira aðlaðandi, eins og Gunnar Jóhannesson, deildarverkfræðingur á tækni- deild, orðaði það í samtali við Dag. Gangandi vegfarendur hafa átt erfitt með að komast um þar sem framkvæmdirnar standa yfir og ástandið á eftir að versna þegar farið verður að vinna við gang- stéttina að austanverðu. Starfs- menn bæjarins hafa fullan hug á að ljúka framkvæmdum á sem skemmstum tíma en á meðan verða bæjarbúar að sýna þolin- mæði. -KK Vaktavinnumálið á Dalvík: Foreldrar áhyggju- fullir vegna atvinnu- útlits unga fólksins Ýmsir þjónustuaöilar við höfn- ina á Dalvík telja að með höfn- un vaktavinnukerfis hjá Sölt- unarfélagi Dalvíkur hafi þeir misst spón úr aski sínum og telja sig sjá fram á mun minni umsvif við skipaþjónustu í sumar en ella hefði orðið. Eftir að vaktavinnukerfi var hafnað hjá Söltunarfélaginu hafa þjónustuaðilar haft samband við ritstjórn Dags og lýst áhyggjum sínum. Áhrifanna gætir víðar og segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, að þegar hafi nokkrir foreldrar haft samband við stofnunina og lýst yfír áhyggjum vegna atvinnu- útlits unga fólksins í bænuni í sumar. „Nú lítur út fyrir verulegan samdrátt í vinnu hjá Söltunar- félaginu og er talað um 60-80 manns sem ekki fái atvinnu. Pað eru unglingar og æskufólk sem koma til með að ganga hér með hendur í vösum í sumar og ekki útlit fyrir að þeim verði hægt að skapa aðra vinnu. Því hafa nú þegar komið foreldrar til mín sem sjá ekki fram á að geta sent börnin sín í áframhaldandi nám vegna tekjutaps. Þetta er ein afleiðingin af þessum aðgerðum. Það er nýtt undir sólinni að við þurfum að búa til atvinnuleysi hér en fólk vill ekki trúa því að af þessum samdrætti verði sem nú er fyrirsjáanlegur,“ sagði Friðrik. JÓH Sumarskóll stofhaður á Akurcyri - fjölbreytt listnám með sumarbúðasniði Nýstárlegur skóli, Sumarskól- inn á Akureyri, verður starf- ræktur frá 20. júní í sumar. Þar gefst börnum á aldrinum 10-14 ára kostur á að fá leiðsögn og þjálfun í myndlist, leiklist, dansi og matargerðarlist auk þess sem farið verður í heim- sóknir í fyrirtæki, útiveru notið, farið í leiki og kvöldvök- ur haldnar. Sumarskólinn er þannig sambland af listnám- skeiðum og sumarbúðum og tekur hvert námskeið hálfan mánuð. Sumarskólinn á Akureyri er hugarfóstur Arnar Inga Gísla- sonar, fjöllistamanns, og kveðst hann hafa verið að þróa hug- myndina og vinna að undirbún- ingi allt frá síðasta hausti. Hann stendur einn að skólanum en Akureyrarbær veitti 100 þúsund króna styrk til verkefnisins og verður Sumarskólanum innan handar með húsnæði. íþrótta- skemman verður miðpunktur skólans og þar verður sett upp veglegt svið en einnig verður unnið í grunnskólum og gist þar. „Innritun stendur nú yfir og byrjunin lofar góðu. Ég er að fá mjög hæfa leiðbeinendur á öll námskeiðin og geri mér vonir um að grundvöllur verði fyrir tveim- ur hópum, sem þýðir að skólinn verður starfræktur í mánuð. Ég er bæði að höfða til krakka utan Akureyrar sem kæmu þá hingað í heimavist og krakkanna í bænum, en foreldrar þeirra myndu ákveða hvort gisting og fæði væru inni í pakkanum. Það eru allir möguleikar opnir,“ sagði Örn Ingi. Hann sagðist ætla að leggja áherslu á að láta listgreinarnar vinna saman og nota góða veðrið, sem vonandi yrði til stað- ar í sumar, til að vinna úti og njóta náttúrunnar. Þá vill hann tengja listina við atvinnulífið í bænum með því að fara í heim- sóknir í forvitnileg fyrirtæki. „Við slítum starfinu síðan með lokahátíð og sýningu og þangað verður foreldrum og bæjarbúum stefnt. Draumurinn er líka að gefa út bók með myndum, ljóðum, uppskriftum og öðru sem út úr skólastarfinu kemur. Sumarskólinn er stærsta hug- myndin af mörgum sem ég hef hrint í framkvæmd og ég hef tröllatrú á henni. Ég legg öll spil „Það hefur viðrað illa, sérstak- lega í grásleppunni. Aflinn hefur verið sæmilegasta kropp,“ sagði Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystisöðvar Þórshafnar, um aflabrögðin að undan- förnu. Jóhann sagði að veðrið hefði óneitanlega sett strik í reikning- inn og minni afli borist til vinnslu Kíkisstjórnin hefur samþykkt að fela dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að leita samninga um kaup á hentugri björgunarþyrlu fyrir Landhelg- isgæsluna á grundvelli greinar- gerðar ráðgjafahóps um val á björgunarþyrlu. Allir kostir sem þar eru tíund- aðir skulu kannaðir rækilega og meðal annars látið á það reyna með viðræðum við stjórnvöld í Bandaríkjunum á hvaða kjörum á borðið," sagði Örn Ingi. Aðspurður kvaðst hann vera mjög ánægður með afrakstur starfs síns í vetur. Hann hélt m.a. stóra myndlistasýningu í Hafnar- borg og fór með leikhóp á heims- mót barnaleikhópa í Tyrklandi og nýverið var kunngert að hann fengi sex mánaða starfslaun sem leikhúslistamaður. Og nú er Sumarskólinn að líta dagsins ljós. SS en ella. Togarinn Stakfell ÞH er nú á grálúðuveiðum fyrir vestan land en litlar fréttir hafa borist af aflabrögðum. Aðspurður um aðalfund Hrað- frystisöðvar Þórshafnar hf. sagði Jóhann að hann yrði haldinn síð- ar í mánuðinum, eða þegar færi að vora þarna fyrir austan, en í gær var slydda og frekar kulda- legt um að litast á Þórshöfn. SS verði hægt að kaupa þyrlu í gegn- um sölukerfi Bandaríkjanna, eins og segir í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Þriggja manna viðræðunefnd vinni að framgangi málsins, skip- uð fulltrúum dóms- og fjármála- ráðuneyta, auk forstjóra Land- helgisgæslunnar. Auk þess til- nefni forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra fulltrúa sína til að vera til ráðuneytis að því er varð- ar viðræður við stjórnvöld í Bandaríkjunum. -KK Þórshöfn: Illa viðrar til veiða Ríkisstjórn íslands: Samþykkt að leita samninga um kaup á björgunarþyrlu Sauðárkrókur: Glatt á hjalla í Glaðheimum Börn og starfsfólk á leikskólan- um Glaðheimum á Sauðárkróki gerðu sér glaðan dag í síðustu viku og buðu foreldrum og öðr- um Sauðárkróksbúum að koma og skoða afrakstur vetrarins. Gat að líta margskonar myndverk á sýningunni í Glaðheimum, en auk þess voru ýmiskonar uppá- komur á leikskólanum eins og söngur í tilefni árs söngsins og vatnsleikir. Að sögn Helgu Sigurbjörns- dóttur, leikskólastjóra, tókust þessir sýningardagar vel og var töluvert um að fólk gæfi sér tíma til að líta við í Glaðheimum. SBG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.