Dagur - 15.05.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 15.05.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 15. maí 1992 Hvað er að gerast? Veitingahús - Skemmtistaðir Sjallinn Upplyfting ásamt Evrovision-söng- konunni Sigrúnu Evu Ármanns- dóttur leikur fyrir dansi í Sjallanum um helgina. Sigrún Eva geröi sem kunnugt er góða ferð til Málmeyjar í Svíþjóð á dögunum og söng þur ásamt Sigríði Beinteinsdóttur „Nei eða já“. í Kjallaranum verða Rúnar Þór og félagar og verður Þorsteinn Magnússson, gítarleikari, með þeim í þetta skipti. Hótel KEA Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi á Hótel KEA á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöld. Hótel KEA minnir á glæsilegan matseðil. Borðapantanir eru í síma 22200. 1929 { kvöld verður hljómsveitin Rokk- bandið á dansleik í 1929 á Akureyri. Annað kvöld verður síðan herra- kvöld í 1929. Húsið verður opnað kl. 21.30 og dagskráin, með m.a. dönsku fatafellunni Anitu Leonardo, undirfatasýningu og fatauppboði hefst síðan kl. 22. Húsið verður opnað fyrir kvenþjóðina á miðnætti. Kynnar kvöldsins verða Alfreð Gíslason, handknattleiksmaður, og Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bogdans landsliðs- þjálfara í handknattleik. Hljóm- sveitin Rokkbandið sér um fjörið fram eftir nóttu. Smiðjan Þeir félagar Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Jón Rafnsson bassa- leikari leika léttan „dinnerdjass" í Smiðjunni á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld, og annað kvöld. Fiðlarinn Veitingastaðurinn Fiðlarinn á Akur- eyri verður með skemmtikvöld í veislusölum Fiðlarans á 4. hæð Alþýðuhússins í kvöld, föstudaginn 15. maí. Fram koma Bergþór Páls- son og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) ásamt undirleikaranum Jónasi Þóri. Tekið verður á móti gestum með fordrykk og léttu góðgæti. Eftir skemmtunina verður snæddur blandaður sælkeradiskur (lax, hum- ar og buffsteik ásamt viðeigandi meðlæti) með ostafylltu brauði. Hljómsveitin Namm leikur fyrir dansi. Kynnir kvöldsins verður Davíð Jóhannsson. Tónlist Vorkliður í Skemmunni Vorkliður er heiti á tónlistarhátíð í Skemmunni á Akureyri nk. sunnu- dag kl. 20.30. Flutt verður Vínar- tónlist, verk úr óperum og óperett- um auk kóra-, einsöngs- og hljóm- sveitarverka. Flytjendur eru Karla- kór Akureyrar-Geysir, Passíukór- inn og Blásarasveit æskunnar undir stjórn Roars Kvam. Einsöngvarar verða Signý Sæmundsdóttir, Þuríð- ur Baldursdóttir og Michael Jón Clarke og einleikari á píanó Richard Simm. Þráinn Karlsson, leikari, sér um upplestur á efni sem tengist vorinu. íslenska óperan: Töfraflautan á Blönduósi og í Miðgarði íslenska óperan sýnir Töfraflautuna cftir W. A. Mozart á Blönduósi ann- að kvöld, laugardaginn 16. maí kl. 21 og í Miðgarði í Skagafirði nk. sunnudag kl. 15. í aðalhlutverkum í þessari stór- kostlegu óperu eru Þorgeir J. Andrésson sem Tamino, Ólöf Kol- brún Harðardóttir sem Pamina, Bergþór Pálsson sem Papageno og Aðalfundur Skagfirðingafélagsins á Akureyri verður haldínn í starfsmannasal KEA í Sunnuhiíð, laugardaginn 16. maí kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Nauðungaruppboð á eftirtöldu lausafé þrotabús Fiskavíkur hf., Raufarhöfn, lyftari, bílkrani, 55 fiskkör, 3,5 tonn af salti, tunnuveltibún- aöur. Nauðungaruppboöið á sér staö fimmtudaginn 21. maí kl. 14.00 aö Höfðabakka, Raufarhöfn. Uppboðsbeiðandi er skiptaráðandi búsins. Bæjarfógeti Húsavíkur. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. MFra ^ Dalvíkurskóla Innritun nýrra nemenda í 1.-10. bekk fyrir skólaárið 1992-1993, fer fram vikuna 18.-22. maí. Símar 61380 og 61381. Skólastjóri. Sigrún Hjálmtýsdóttir sem Nætur- drottningin. Tónlistinni stjórnar Garðar Cortes, undirleikarar eru Iwona Jagla og Rosemary Hewlett. í sýn- ingunni taka þátt börn af Norður- landi vestra. X-tríóið í Lóni í kvöld X-tríóið heldur tónleika í Lóni við Hrísalund á Akureyri í kvöld, föstu- daginn I5. maí, kl. 21. Tríóið flytur létt grín og gleðisöngva, lög við ljóð Davíðs Stefánssonar, Jóns Thor- oddsen, Jónasar Friðriks, Sigurðar Þórarinssonar o.fl. Einnig verður flutt frumsamið efni. Tónleikar X-tríósins, sem voru fyrirhugaðir í Grímsey annað kvöld, falla niður. T ónlistarskólinn á Akureyri: Vortónleikar á morgun Vortónleikar Tónlistarskólans á Akureyri verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, laugar- daginn 16. maí. Tónleikar yngri nemenda verða kl. 15 og eldri nemendur spila kl. 17. Efnisskráin verður fjölbreytt. Aðgangur ókeyp- is. Styrktartón- leikar og skólaslit Hljómskólans Styrktartónleikar og skólaslit Hljómskólans á Akureyri verða í Sjallanum nk. sunnudag kl. 16. Nemendur allra deilda skólans flytja fjölbreytta dagskrá. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á meðan á tónleikunum stendur. Á síðustu styrktartónleika Hljómskólans mættu 280 manns og er gert ráð fyrir ekki færri gestum nú. Styrktarmið- inn kostar 1000 krónur og er kaffi og veitingar innifaldar í honum. Áttatíu nemendur hafa stundað nám við Hljómskólann í vetur. Hvammstangi: Danska hljómsveitin Bazaar með tón- leika í Vertshúsinu Danska hljómsveitin Bazaar heldur tónleika í Vertshúsinu á Hvamms- tanga nk. þriðjudag, 19. maí. Hljómsveitina skipa Peter Bastian, sem spilar á rafmagnsfagot, klari- nettu, ocarina og ásláttarhljóðfæri, Anders Koppel, sem spilar á Hammond-orgel, og Flemming Quist Möller, sem spilar á congas, trommur og darbuka. Erfitt er að flokka tónlist Bazaar. í henni er að finna áhrif frá öllum tegundum tónlistar, s.s. djassi, fönki, þjóðlögum frá Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, klassík og rokki. Bazaar er stórt nafn í tónlistar- heiminum í Danmörku og víða utan Danmerkur. Hljómsveitin hefur gefið út fjölda hljómplatna og kom- ið fram á fjölda tónleika. I Bazaar eru þeir Peter Bastian, Anders Koppel og Flemming Quist Möller. Kór Akureyrarkirkju ásamt stjórnanda sínum, Birni Steinari Sólbergssyni. Mynd: Á.Á. Kór Akureyrarkirkju: TónleikaríMið- garði, Akureyri og Olafsfirði Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar mun halda þrenna tónleika um helgina. Þeir fyrstu verða í kvöld kl. 21.00 í félagsheimilinu Miðgarði í Skaga- firðí, á sunnudag kl. 17 syngur kór- inn í Akureyrarkirkju og nk. mánu- dagskvöld kl. 20.30 verður kórinn með tónleika í félagsheimilinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, sem marka upphaf svokallaðra Vordaga Ólafs- fjarðarkirkju. Á efnisskránni er blanda íslenskr- ar og erlendrar tónlistar, bæði af kirkjulegum og veraldlegum toga. Sungin verður íslensk kirkjutónlist eftir Róbert A. Ottósson, Jakob Tryggvason, Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Hlöðver Áskelsson. Þá verða sungin ættjarð- arlög eftir Emil Thoroddsen, Þórar- inn Guðmundsson og Bjarna Thor- steinsson og íslensk þjóðlög eftir Jón Ásgeirsson, Emil Thoroddsen, Hafliða Hallgrímsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Að lokum syngur kórinn eitt lag eftir danska kór- stjórnandann Ulrik Rasmussen auk tveggja mótetta eftir A. Bruckner. Þessa efnisskrá mun Kór Akur- eyrarkirkju syngja í tónleikaferð til Danmerkur dagana 29. maí til 7. júní nk. f kórnum er um 45 manns. Myndlist GaJleríAllraHanda Málverkasýningu Einars Hákonars- sonar í Galleríi AllraHanda á Akur- eyri, sem staðið hefur yfir frá 2. maí sl. lýkur um helgina. Blómaskálinn Vín Sýningu Elínar Kjartansdóttur í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðar- sveit lýkur nk. sunnudag. Á sýning- unni er vefnaður úr leðri, mokka- skinni, ull og hör. Sýningin er opin frá kl. 12 til 22. Fundir Akureyri: Bændafundur um skýrslu sjö- mannanefhdar Búnaðarsamband Eyjafjarðar boð- ar til bændafundar á Hótel KEA í kvöld, föstudaginn 15, kl. 21. Umræðuefni fundarins verður skýrsla sú sem sjömannanefnd hefur nýverið lagt fram um mjólkurfram- leiðsluna. Frummælendur verða Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda og Björn Arnórsson, hagfræðingur B.S.R.B. Aðalftmdur Kvikmyndaklúbbs Akureyrar Aðalfundur Kvikmyndaklúbbs Akureyrar verður haldinn á morgun, laugardaginn 16. maí, kl. 17 í stofu C-02 í Verkmenntaskólan- um á Akureyri (inngangur að norðanverðu). Klúbburinn hefur starfað í tvö ár og er ekki annað hægt að segja en að starfsemin hafi gengið vel, miðað við að þetta er nýr félagsskapur og ekki er um reglulegt sýningarhald að ræða. Á liðnum vetri hefur klúbburinn staðið fyrir komu níu mynda og sýnt á 22 sýningum. Á næsta starfsári verður hluti stjórnar klúbbsins fjarverandi við nám og störf og því óskar stjórnin eftir áhugasömu fólki til starfa, sem vill og getur haft áhrif á val mynda til sýninga. Kvikmyndir Borgarbíó Léttgeggjuð ferð Billa og Tedda verður sýnd kl. 21 í A-sal um helg- ina. í B-sal kl. 21 í kvöld verður síð- asta sýning á JFK. Annað kvöld og á sunnudagskvöld verður sýnd myndin Stóri Skúrkurinn. Klukkan 23 verða sýndar myndirnar Síðasti skátinn og I dulargervi. Á barnasýn- ingum á sunnudag verða sýndar myndirnar Leitin mikla og Hundar fara til himna. Leiklist Leikfélag Akureyrar Allra síðustu sýningar Leikfélags Akureyrar á íslandsklukkunni eftir Halldór Laxnes verða í kvöld, föstu- daginn 15. maí kl. 20.30 og annað kvöld, laugardaginn 16. maí á sama tíma. Þessi sýning hefur fengið ágætar viðtökur áhorfenda jafnt sem gagnrýnenda. Það er því full ástæða til að hvetja þá sem hafa ekki drifið sig í Samkomuhúsið að grípa nú gæsina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.