Dagur - 15.05.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 15.05.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. maí 1992 - DAGUR - 11 BYGGINGAVORUR LONSBAKKA • 601 AKUREYRI 96-30321, 96-30326, 96-30323 FAX 96-27813 Vordagar að Lónsbakka laugardag og sunnudag. Sjá nánar í laugardagsblaði. Þrír efstu menn í flokki sérútbúinna bíla við tryllitæki sín. F.v. Helgi Schiöth sem varð í öðru sæti og þá Svíarnir Fredrik Olsson, sem sigraði og Henrik Vesa sem hafnaði í þriðja sæti. BF Goodrich torfæra Bílabúðar Benna í Jósefsdal: Hörð ogjöfti keppni í báðum flokkum - Helgi Schiöth hafnaði á milli Svíanna í sérútbúna flokknum BF Goodrich torfæra Bflabúð- ar Benna var haldin í malar- námunum í Jósefsdal, laugar- Svíinn Frcdrik Olsson hafði nokkra tæknilcga yfirburði á Sleipni og sigr- aði með glæsibrag. Helgi Schiöth sýndi einnig mjög góða takta og hreppti annað sætið á Greifanum. Einar Gunnlaugsson frá Akureyri tók þátt í sinni fyrstu keppni og mætti til leiks á Bleika Pardusinum. Myndir: HE daginn 9. aprfl sl. Jeppaklúbb- ur Reykjavíkur stóð fyrir keppninni og gaf hún stig til bikarmeistara. Keppt var í tveimur flokkum, flokki götu- bfla og flokki sérútbúinna bíla. Brautirnar sem eknar voru í keppninni voru nokkuð einhaéfar og erfiðar og setti það svip á keppnina. Veltur og önnur óhöpp töfðu hana því nokkuð og varð hún fyrir vikið ekki eins skemmtilcg fyrir áhorfendur. Alls mættu 27 bílar til keppninn- ar, 10 í flokki götubíla og 17 í flokki sérútbúinna bíla. Tveir keppendur komu frá Svíþjóð að þessu sinni, Fredrik Olsson og Henrik Vesa. Vegna fjölda kepp- enda var brugðið á það ráð að keppa samtímis í báðum flokkum og gerði það áhorfendum erfitt fyrir aö fylgjast með öllu sem fram fór. í flokki sérútbúinna bíla var hörð og skemmtileg keppni. Fredrik Olsson var á sérsmíðaðri röragrind með 406 Chevrolet vél. Þessi bíll var frábrugðinn öðrum bílum og hafði því nokkra tækni- lega yfirburði. Eftir harða keppni hafnaði Svíinn í fyrsta sæti, með 1455 stig. Helgi Schiöth frá Hólshúsum í Eyjafjarðarsveit, keppti á Greif- anum, árgerð 91, með 360 AMC vél. Helgi hefur keppt í torfæru- akstri síðan árið 1990, fyrst á AMC Jeep árgerð 1972, með 360 AMC vél. Vorið 1991 mætti liann til leiks á nýsmíðaðri grind en með sömu vél. Þrátt fyrir bilanir og aðrar ófarir varð Helgi í 3. sæti í keppninni um íslandsmeist- aratitilinn árið 1991. í Jósefsdaln- um á laugardaginn virtist Helgi loksins vera farinn að fá fullt afl úr vélinni og þá skilaði sér keppnisreynsla hans og þjónustu- liðs hans og varð hann í öðru sæti með 1400 stig. í þriðja sæti var Svíinn Henrik Vesa með 1163 stig en hann ók sérsmíðaðri grind með 215 Rover vél, 855 kg að þyngd. Árni Kópsson, margfaldur íslands- meistari í torfæruakstri, sem fyrir keppnina var talin helsta von íslendinga, náði ekki tökum á bíl sínum í brautunum og hafnaði harin í 9. sæti. Árni hlaut hins vegar tilþrifabikarinn í flokknum. Einn Akureyringur var að keppa í fyrsta skipti. Það var Ein- ar Gunnlaugsson sem keppti á Bleika Pardusinum, sérsmíðaðri grind með 327 Chevrolet vél, áður í eigu Gísla G. Jónssonar. I flokki götubíla var einnig hörð keppni um fyrsta sætið. Þor- steinn Einarsson sigraði með 1700 stig en hann ók Willys árgerð 63 með 350 Chevrolet vél. Guðmundur Sigvaldason hafnaði í öðru sæti með 1604 stig en hann ók Willys árgerð 55 með 318 Crysler vél og í þriðja sæti Rögn- valdur Ragnarsson frá Hrafna- björgum í Jökuldal, með 1008 stig. Rögnvalur ók Ford Bronco árgerð 66 með 351 Cleveland vél. Auk þriðju verðlaunanna fékk Rögnvaldur hlaut sérstakan bikar sem veittur var fyrir tilþrif og er hann sennilega sá torfæruökuþór sem oftast hefur fengið slíka viðurkenningu því að á flestum keppnum skemmtir hann áhorf- endum með svipmiklu aksturs- lagi. Hallgrímur Ævarsson frá Miklagarði í Eyjafjarðarsveit, keppti í flokki götubíla og var þetta hans fyrsta keppni. í fyrstu braut bilaði bíll Hallgríms, sem er Ford Bronco árgerð 66, með 351 Cleveland vél og varð hann því að hætta keppni. Næsta torfærukeppni verður laugardaginn 23. maí á Akureyri. Sú kcppni gefur stig til íslands- meistara og má því eiga von á öll- um sterkustu torfærubifreiðum landsins á þá keppni. Eftir keppnina í Jósefsdal, sagði Fred- rik Olsson það vel hugsanlegt að þeir Svíarnir kæmu með bíla sína í keppnina á Akureyri. HE/KK Óseyri 4 ★ Oseyri 4 ★ Óseyri 4 ★ Óseyri 4 ★ Óseyri 4 Stórsýning og ® i I - ° toyota reynsluakstur SítKi á Toyota bifreiðum hjá Bílasöíunni Stórholti, Óseyri 4, Akureyri Sérstök kynning verður á nýjum bíl, T0Y0TA CARINA E Nöfn þeirra sem reynsluaka Carina E komast í lukkupott þar sem í verðlaun er ferð að eigin vali að andvirði kr. 60.000 ★★★ Starfsmenn aukahlutadeildar Toyota verða á staðnum og sýna meðal annars Hilux double Cab lengda milli hjóla á 38" dekkjum, ásamt fleiru Kynning á CoK€ og ^\^ARUD flögum. Opið laugardaginn 16. maí kl. 10.00-17.00 og sunnudaginn 17. maí kl. 13.00-17.00. Óseyri 4 ★ Óseyri 4 ★ Óseyri 4 ★ Óseyri 4 ★ Óseyri 4 v" Smiðjan um helgina 15. og 16. maí Síðasta helgin sem leikhústilboðið býðst. Verð fyrir hópa 1.800, en 1.900 fyrir 1 -9. 5 rétta úrvalshelgarseðill Smiðjunnar inniheldur eftirfarandi: ★ Villigœsapate með trónuberjasósu. Skelfiskseyði með hvítlauk. ískrap Curaqo. Eldsteiktar grísamedalíur með whiskysósu og fylltri kartöflu. Ferskir óvextir með vanilurjómaís. Verð aðeins kr. 2.900 (allir 5 réttirnir). Gunnar Gunnarsson pfanóleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari spila dinner-jass fyrir matargesti Smiðjunnar. ^ -------------------- ------- —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.