Dagur - 15.05.1992, Síða 13
Föstudagur 15. maí 1992 - DAGUR - 13
Minning
n Síðbúin minning:
T JónBjamason
frá Garðsvík
Fæddur 4. maí 1910 -
12. desember sl. barst til okkar
dánarfregn tengdaföður míns,
Jóns Bjarnasonar frá Garðsvík.
Þá er einn af þeim mönnum, sem
hefur staðið mér næst, farinn yfir
móðuna miklu - ein af akkeris-
festum mínum á íslandi; sá eini
karlmaðurinn sem ég heilsaði
ávallt með kossi.
Ég man greinilega fyrsta skipt-
ið er ég sá Jón. Það var í eldhús-
inu í Garðsvík vorið 1960. Þá var
ég ungur maður og nýkominn að
utan frá Noregi, algerlega mál-
laus á íslenska tungu. Jón var þá
með alla fjölskyldu sína í kring-
Á sumardaginn fyrsta, 23.
apríl, veitti forseti ísjands,
Vigdís Finnbogadóttir, Össuri
hf. Útflutningsverðlaun for-
seta íslands við hátíðlega
athöfn að Bessastöðum. Jónas
G. Rafnar, stjórnarformaður
Össurar hf. veitti verðlaunun-
um viðtöku fyrir hönd fyrir-
tækisins.
Útflutningsverðlaun forseta
íslands voru nú veitt í fjórða
sinn. Verðlaunin, sem Helgi
Gíslason, myndhöggvari, gerði í
ár, eru veitt í samráði og í sam-
vinnu við Útflutningsráð íslands.
í fyrra hlutu Flugleiðir hf. þessi
verðlaun, en einnig hafa Marel
hf. og Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna hreppt hnossið.
Útflutningsverðlaun forseta
íslands eru veitt í viðurkenninga-
skyni fyrir markvert framlag til
eflingar útflutningsverslunar og
gjaldeyrisöflunar íslensku þjóð-
arinnar. Úthlutunarreglur kveða
á um að verðlaunin skuli veitt
fyrirtækjum eða einstaklingum,
íslenskum eða erlendum, fyrir
árangursríkt starf að útflutningi á
íslenskum vörum og á þjónustu
til annarra landa. Veiting verð-
launanna tekur mið af verðmætis-
aukningu útflutnings, hlutdeild
útflutnings í heildarsölu,
markaðssetningu á nýjum
mörkuðum og fleiru. Sérstök
úthlutunarnefnd velur árlega
verðlaunahafa. Nefndina skipa
Brynjólfur Sigurðsson, prófessor
við viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla íslands, formaður; Ólaf-
ur B. Thors frá landsnefnd
Alþjóða verslunarráðsins; Þór-
unn Sveinbjörnsdóttir frá
Alþýðusambandi íslands; Sveinn
Björnsson frá embætti forseta
íslands og Ingjaldur Hannibals-
son, framkvæmdastjóri Útflutn-
Dáinn 12. desember 1991
um sig, hress og höfðinglegur.
Næst kom ég í hús þeirra
hjóna, Jóns og Boggu, skömmu
síðar. Tilefnið var 50 ára afmæli
Jóns. Ég var þá í fylgd með
heimilisfólkinu í Sveinbjarnar-
gerði, þar sem ég var þá vinnu-
maður. Aldrei, hvorki fyrr né
síðar, hef ég komið í fjölsóttari
afmælisveislu en þetta blíða maí-
kvöld í Garðsvík.
Örlögin höguðu því svo að ég
komst í nánari kynni við Jón og
fólkið hans, því seinna varð ég
tengdasonur þar á bæ er ég
kvæntist dóttur þeirra, Margréti.
ingsráðs íslands.
í greinargerð Útflutningsráðs
segir um Össur hf.: „Össur hf. er
ungt fyrirtæki, aðeins um 20 ára
gamalt. Meginmarkmið fyrir-
tækisins er að veita þeim, sem
þarfnast stoðtækja markvissa og
góða þjónustu, svo að þeir geti
lifað eðlilegu lífi, stundað vinnu
við sitt hæfi og sinnt áhugamálum
sínum. Þrátt fyrir ungan aldur
fyrirtækisins hefur stjórnendum
þess og starfsfólki tekist að
hanna, þróa og framleiða vörur
sem eru einstæðar í veröldinni.
Ber þar hæst silíkon-hulsa, sem
tengir stúf við gerfilim, og gervi-
ökla, sem gerir notendum kleift
að ganga fjaðurmögnuðum
skrefum.
í fyrstu starfaði Össur hf. ein-
göngu á innanlandsmarkaði, en
árið 1986 hóf fyrirtækið að hasla
sér völl erlendis. Farið var hægt
af stað, en smám saman fór bolt-
inn að rúlla og nú er svo komið,
að 95 prósent af hulsuframleiðslu
fyrirtækisins fer á erlenda mark-
aði, einkum til Norðurlandanna,
Vestur-Evrópu, Bandaríkjanna
og Kanada. Árið 1990 flutti Öss-
ur hf. út fyrir rúmar 22 milljónir,
árið 1991 var heildsalan um 50
milljónir og í ár er áætlað að sal-
an verði um 140 milljónir. En
það er ekki eingöngu á sviði
vöruútflutnings sem Össur hf.
hefur áhuga á að reyna fyrir sér.
Fyrirtækið hefur í hyggju að
flytja út þekkingu í formi þeirrar
reynslu sem það býr yfir í stoð-
tækjagerð. Þá er helst verið að
hugsa um námskeiðshald og
kynningu á hulsugerð, svo og
almennum fyrirlestrum, en Össur
Kristinsson, stofnandi og aðaleig-
andi fyrirtækisins, er eftirsóttur
fyrirlesari á ráðstefnum víða um
heim.“ ój
Þann tíma er ég var bílstjóri á
mjólkurbílnum á Svalbarðs-
strönd bjó ég því hjá fjölskyld-
unni í Garðsvík.
Jón var hygginn og áhugasam-
ur bóndi og við áttum skap sam-
an í búskapnum og fleiru. Þetta
kom greinilega fram þegar
tengdaforeldrar mínir komu í
heimsókn til okkar Margrétar
eftir að við vorum farin að búa
hér í Noregi. Jón sýndi mikinn
áhuga á búskap okkar og veitti
okkur stuðning með góðum ráð-
leggingum og stappaði í okkur
stálinu rétt eins og hann væri
ungur öðru sinni og hyggðist
stunda búskapinn með okkur. Þó
var hann búinn að sjá að ekkert
barnanna hans myndi taka upp
þráðinn eftir hann og Boggu í
Garðsvík.
Þau voru ekki létt sporin þeirra
hjóna er þau yfirgáfu sveitina;
sveitina sem þau höfðu lifað í þar
til þau voru farin að þreytast og
fluttu sig um set inn á malbikið,
eins og Jón orðaði það. En aldrei
heyrðum við þau kvarta yfir
þessu, þótt við vissum að ákvörð-
unin og umskiptin hefðu verið
þeim þungbær.
Það leynir sér ekki, þegar litið
er á ljóðin hans Jóns, hvaða til-
finningar hann bar til sveitarinn-
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Fasteign v/Kaldbaksgötu, Akureyri,
þingl. eigandi O.S. hf., fer fram á
eigninni sjálfri miðvikud. 20. maí
1992, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Bæjarsjóður Akureyrar.
Kaldbaksgötu 2, Akureyri, þingl.
eigandi Blikkvirki sf., fer fram á
eigninni sjálfri miðvikud. 20. maí
1992, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Guðjón Ármann Jónsson hdl.,
Benedikt Ólafsson hdl., innheimtu-
maður ríkissjóös, Ólafur Birgir
Árnason hrl., Steingrímur Eiríksson
hdl., Kristinn Hallgrímsson hdl. og
Ólafur Gústafsson hrl.
Múlasíðu 5, íb. 301, Akureyri, þingl.
eigendur Jóhann Jóhannsson og
Hjördís Henriksen, fer fram á eign-
inni sjálfri miðvikud. 20. maf 1992,
kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Sigurmar K. Albertsson hdl. og
Húsnaeðisstofnun ríkisins.
Strandgötu 51, Akureyri, þingl. eig-
andi Blikkvirki sf., fer fram á eigninni
sjálfri miðvikud. 20. maí 1992, kl.
15.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Guðjón Ármann Jónsson hdl.,
Benedikt Ólafsson hdl., innheimtu-
maður ríkissjóðs, Ólafur Birgir
Árnason hrl., Steingrímur Eiríksson
hdl., Kristinn Hallgrímsson hdl. og
Ólafur Gústafsson hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu
ar. í einu af ljóðum sínum lýsir
hann vorkomunni í sveitinni svo:
I loftinu syngur lóa,
á lóninu kafar önd.
Ó, hvað má nú hug minn róa,
þar halda víst engin bönd,
því nú fer grasið að gróa
í Garðsvík, á Svalbarðsströnd.
Önnur vísa eftir Jón sýnir hið
sama:
Ég hef látið böl og bú
brekkur, tún og fjallalæki.
Væri ég ungur orðinn nú
upp ég þráðinn glaður tæki.
Þannig var hugur hans til sveit-
arinnar og búskaparins og ununin
sterk í sál hans.
Sumarið 1985 heimsóttu þau
hjónin okkur hingað til Noregs í
fjórða og síðasta sinn. Þá fórum
við Jónarnir (sonur okkar heitir í
höfuðið á afa sínum) í ferðalag
um Austur-Noreg. Þetta reyndist
skemmtilegt ferðalag. Jón hafði
áhuga á öllu sem fyrir augu bar,
mestan þó á skepnunum, lands-
laginu og lifnaðarháttum
fólksins. Hann hafði hins vegar
minni áhuga á gömlum bygging-
um, þótt sumar þeirra væru allt
að 800 ára gamlar. Við runnum
m.a. í hlað á nokkrum stærri
búum landsins á Hedemark. Slík
bú má einnig finna á íslandi að
því undanskildu að þar er ekki
ræktað korn. Sums staðar var
ekkert nema skóglendi meðfram
vegunum og ég fann að Jóni
leiddist skógurinn til lengdar.
Við Jón sáumst í síðasta sinn
sumarið 1990. Hann var hress í
viðmóti eins og venjulega þótt
heilsan væri tekin að bila. En
hann gantaðist bara með veikleik
sinn.
Jón bar ávallt mikla umhyggju
fyrir fólkinu sínu. Það var t.d. til
fyrirmyndar hvað hann sýndi eig-
inkonu sinni mikinn kærleik og
umhyggju en hún hefur síðustu
árin verið meira eða minna rúm-
liggjandi.
Okkur Jóni varð aldrei sundur-
orða. Kannski var það mest hon-
um að þakka svo og því að ég bar
mikla og djúpstæða virðingu fyrir
honum. Ég hugsa oft til hans.
Ég vil nota tækifærið, þótt
seint sé, til að þakka starfsfólkinu
á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir
ágæta umönnun tengdaforeldra
minna.
Blessuð sé minning tengdaföð-
ur míns.
Leif Rörtveit.
Húsbréf
_______ Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1989
1. flokki 1990
2. flokki 1990
Innlausnardagur 15. maí 1992.
1. flokkur 1989 Nafnverð: 5.000 50.000 500.000 Innlausnarverð: 6.838 68.389 683.898
1. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000 6.037
50.000 60.379
500.000 603.798
2. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð:
10.000 11.897
100.000 118.977
1.000.000 1.189.772
Innlausnarstaður:
Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
qp HÚSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILO ■ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900
«ti
Móðir mín, stjúpmóðir og amma,
GUÐRÚN SNORRADÓTTIR,
frá Vestaralandi, Öxarfirði,
Smárahlíð 12 d, Akureyri,
andaðist 13. maí á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Fyrir hönd ættingja,
Steinþórunn Karólína Steinþórsdóttir.
Okkar bestu þakkir fyrir veitta hluttekningu og vinarhug í veik-
indum og við útför,
PÁLS BERGSSONAR,
kennara frá Akureyri,
Fossheiði 54, Selfossi.
Guðs blessun fylgi ykkur.
Eiginkona, börn og systkini.
Við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta íslands 1992 að Bessastöðum.
Jónas G. Rafnar, stjómarformaður Össurar hf., flytur ræðu, til hægri Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands.
Útflutningsverðlaun forseta íslands 1992:
Össuri M. veitt verðlaunin