Dagur


Dagur - 15.05.1992, Qupperneq 16

Dagur - 15.05.1992, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 15. maí 1992 Smiðjan helgina 15.-16. maí Munið leikhústilboðið og 5 rétta helgartilboð á aðeins kr. 2.900 Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari spila dinner-jazz fyrir matargesti. Sinubruni í Lækjardal í fyrrakvöld. Mynd: Golli Akureyri: Tveir sinubnmar í fyrrakvöld Heitavatnsílóð í fþróttahöllinni á Húsavík: Gufan var oíboðsleg og allt á floti - segir Guðmundur Þorgrímsson - átta tíma tók að þurrka upp vatnið Slökkviliðið á Akureyri var kallaö út í tvígang í fyrrakvöld vegna sinubruna í bænum. í öðru tilfellinu var búið að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang en í hinu tilfell- inu eyðilögðust trjáplöntur sem garðyrkjudeild bæjarins hefur plantað út. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri voru sinubrunarnir í Lækjardal, sem Bjarni Arthursson, fram- kvæmdastjóri Kristnesspítala, gagnrýnir seinagang stjórnar- nefndar Ríkisspítalanna við ákvarðanatöku um framtíð Kristnesspítala. Hann segir að enginn í stjórnarnefndinni hafi sett sig inn í málefni spítalans. Arni Gunnarsson, formaður stjórnarnefndarinnar, segist vera hlynntastur hugmyndinni um „samkeyrslu“ Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og Kristncsspítala. Bjarni orðar það svo að mikil þróun sé í endurhæfingunni á Kristnesspítala og biðlistar eftir henni lengist. „Það er berlega að koma í ljós að það er mikil þörf á endurhæfingu hér og við erum að færa út kvíarnar á öllum sviðum. Við erum að fara meira inn á göngudeildarsviðið eins og að veita göngudeildarþjónustu iðju- þjálfa, t.d. vegna gigtarsjúklinga. Við þurfum hins vegar miklu meiri bakstuðning en við fáum frá stjórnarnefnd Ríkisspítal- anna,“ sagði Bjarni. „Við erum í algjörri pattstöðu, við getum ekkert gert. Það eina sem við get- um gert er að nýta okkur aðstöðuna eins og hún er. Það er búið að skerða laun stofnunar- innar um rúm 11% á tveim árum, sem er langt umfram það sem er verðandi vegstæði Dalsbraut- ar, og í Gierárhverfi en þar hafði eldurinn verið slökktur þegar slökkvilið kom. Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Akureyrarbæjar, segir að snarræði slökkviliðs- manna hafi komið í veg fyrir stór- tjón við vegstæði Dalsbrautar. Þar hafi verið unnið síðustu ár við gróðursetningu til að móta umgjörð um götuna þegar hún aðrar stofnanir í þjóðfélaginu hafa þurft að glíma við. Á sama tíma er okkur ætlað að auka starfsemina hér og taka inn endurhæfingu. Allar slíkar aðgerðir hafa komið verr niður á okkur en nokkrum öðrum. Það er ekki ráðuneytinu að kenna, það er stjórnarnefndinni að kenna,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að Kristnes- spítali ætti í framtíðinni að vera sjálfstæður spítali undir Eyja- Skólanefnd Tónlistarskólans á Akureyri hefur samþykkt ein- róma að mæla með Guðmundi Óla Gunnarssyni í stöðu skóla- stjóra Tónlistarskólans. Bæjarstjórn Akureyrar mun væntanlega staðfesta ráðningu hans á fundi nk. þriðjudag. Fjórir aðrir sóttu um stöðu skólastjóra: Alma Elísabet Hansen, Reykjavík, Gunnsteinn Ólafsson, Freiburg Þýskalandi, Michael Jón Clarke, Akureyri og Páll Gröndal, San Jose Kaliforníu verði gerð og hæglega hefði það starf getað orðið að engu ef eldurinn hefði breiðst út. Árni benti á að sinubrunar í bæjar- landinu séu alfarið bannaðir og foreldrar verði að líta grannt eftir að börn séu ekki að kveikja sinu- elda. Slökkvilið bæjarins hefur fimm sinnum verið kallað út að undanförnu vegna sinubruna. JÓH fjarðarsveit. Árni Gunnarsson, formaður stjórnarnefndar Ríkisspítalanna, sagði að beðið væri eftir úttekt svokallaðrar fjármálanefndar á þeim tillögum sem settar hefðu verið fram um framtíð spítalans, í fyrsta lagi óbreytt ástand, í öðru lagi tengsl við FSA og í þriðja lagi sjálfstæður spítali. „Ég held að langflestir telji að samkeyrsla á Fjórðungssjúkrahúsinu og Kristnesi sé það sem koma skal. Mér finnst skynsamlegast að á Bandaríkjunum. Skólanefnd fékk alla umsækj- endur til viðtals og að þeim lokn- um varð niðurstaða nefndarinnar sú að mæla einróma með ráðn- ingu Guðmundar Óla Gunnars- sonar frá Reykjavík. Þessi ákvörðun skólanefndar var kynnt starfsfólki Tónlistarskólans í gær. Guðmundur Óli Gunnarsson er 31 árs gamall. Hann stundaði tónlistarnám við Tónlistarskól- ann í Reykjavik og Tónlistarskól- ann í Kópavogi. Þá fór hann til Hollands og nam við Utrechts „Þetta var ekki hugguleg að- koma. Gufan var svo ofboðs- leg að það sá ekki handaskil og gangar og kennaraherbergi voru á lloti í vatni, auk þess sem mikið vatn var komið í salinn,“ sagði Guðmundur Þorgrímsson, starfsmaður í Iþróttahöllinni á Húsavík, um aðkomuna á þriðjudagsmorg- uninn en þá hringdi maður til hans og tilkynnti að mikil móða virtist vera innan á gluggum hallarinnar. Heitt vatn hafði runnið í höll- inni í 12-14 tíma. Vatnið kom frá bráðabirgðaslöngu sem losnað hafði af hitablásara, en gleymst hafði að skrúfa fyrir vatnið að slöngunni. Hitablásarinn var á vegum iðnaðarmanna sem eru að vinna í norðausturhluta hússins, sem ekki hefur verið tekinn í notkun enn. Mestar skemmdir munu hafa orðið í þeim hluta sem iðnaðar- mennirnir eru við störf. Hann er svolítið lokaður af, þannig að far- ið var að draga úr mesta hita vatnsins þegar það kom í sjálfan íþróttasalinn. í nýbyggingar- hlutanum er málning stórskemmd, klæðning losnaði niður úr lofti og skemmdir urðu á efni. Allar hurðir úr gangi og inn í sal eru vatnsósa og þrútnar. Ekki hefur komið í ljós tjón á gólfefnum eða klæðningu í sal, en taumar eru á Kristnesspítala verði endurhæf- ingadeild eða langlegudeild í tengslum við Fjórðungssjúkra- húsið,“ sagði Árni. Hann sagði að brýnt væri að koma framtíð Kristnesspítala á hreint og það yrði að gerast á þessu ári. Bjarni Arthursson sagði að enginn í stjórnarnefnd Ríkis- spítalanna hafi sett sig inn í málefni Kristnesspítala. „Það veit enginn þeirra náið hvað er að gerast á Kristnesspítala,“ sagði Bjarni. óþh Konservatorium. Hann hélt síð- an áfram námi hjá Jorma Panilla í Finnlandi og lauk þaðan prófi fyrr í vetur. Þrátt fyrir að vera ungur að árum hefur Guðmundur Óli víða komið við í hljómsveitar- og kórstjórn. Hann hefur stjórnað Kór Menntaskólans við Sund, Háskólakórnum í eitt ár og Sam- kór Trésmiðafélags Reykjavíkur. Hann stjórnaði Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna í Utrecht og einnig hefur hann stjórnað Sinfóníuhljómsveit íslands bæði málningu. „Tjónið hefði getað orðið rosa- legt,“ sagði Pálmi Þorsteinsson, yfirmaður verklegra fram- kvæmda hjá Húsavíkurbæ, og finnst heppni ef salurinn hefur sloppið við teljandi skemmdir. Til marks um vatnsmagnið má geta þess að starfsmenn voru í átta klukkutíma við að þurrka upp vatnið úr húsinu, þó vatns- suga væri þar til staðar. Guð- mundur taldi að hæð vatnsborðs í gangi og húsvarðarherbergi hefði verið á aðra tommu. . Pálmi sagði að verulegt tjón hefði orðið í vatnsflóðinu og af hitanum, tjónið hafði ekki enn verið metið í gær, en Pálmi taldi það frekar nema hundruðum þúsunda en milljónum. Húsavík- urbær er mjög vel tryggður gagn- vart tjóni af þessu tagi en Pálmi vissi ekki um tryggingamál verk- taka og undirverktaka í húsinu. íþróttahúsið á Húsavik var tekið í notkun 1987. IM Akureyri: Örn Viðar sækir um kennslu við Tónlistarskólann Örn Viðar Erlendsson, tónlist- arkennari og stofnandi Hljóm- skólans á Akureyri, hefur sótt um kennslu við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Valgerður Hrólfsdóttir, formaður skóla- nefndar Tónlistarskólans, staðfesti þetta í samtali við Ðag. Allt bendir til að Örn Viðar verði ráðinn að skólanum og þá verður Hljómskólinn, sem hefur starfað í eitt skólaár, lagður niður. Valgerður sagði liggja fyr- ir að Tónlistarskólinn ætlaði að byggja upp gítardeild skólans á ný. Samkvæmt upplýsingum Dags skrifaði Örn Viðar bréf til foreldra nemenda við Hljómskólann þar sem hann kynnti að á næsta skólaári myndi Hljómskólinn renna saman við Tónlistarskól- ann. óþh á tónleikum og í upptökum. Nú síðast stjórnaði hann tónlistar- flutningi í uppfærslu Óperu- smiðjunnar á La Bohém í Borg- arleikhúsinu. Þann 25. maí mun hann stjórna Kammersveit Akur- eyrar á tónleikum hennar í tengslum við píanóhátíð í bænum. Eiginkona Guðmundar Óla er Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Hún hefur sótt um stöðu píanókennara við Tónlist- arskólann á Akureyri. óþh Framkvæmdastjóri Kristnesspítala gagnrýnir stjórnarnefnd Ríkisspítalanna: „Við erum í algjöm pattstöðu“ - formaður stjórnarnefndar Ríkisspitalanna vill Kristnes undir FSA Tónlistarskólinn á Akureyri: Skólanefnd mælir með Guðmundi Óla

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.