Dagur - 23.05.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 23.05.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. maí 1992 - DAGUR - 7 Efst í huga Svavar Ottesen Lítil íbúð óskast til leigu, þarf að vera laus * jHL um miðjan júní. * Æ Upplýsingar í síma 21466. Niðursuðuverksmiðja Wff j K. Jónssonar & Co. hf. Styðjum vel við bakið á okkar liðum „Vorið er komið og grundirnar gróa,“ flaug í huga minn er ég hóf að rita þenn- an pistil. Vorið er og hefur alltaf verið mín uppáhalds árstíð og svo er áreiðan- lega um flesta landsmenn. Þó verið hafi nokkuð kalt það sem af er maímánuði þá er ég ekki í nokkrum vafa um að sumarið er alveg að koma og þessa síð- ustu daga má „sjá grasið spretta", eins og stundum er sagt. Margt breytist með vorkomunni og eitt af því er, að nú tekur alvara lífsins við hjá knattspyrnumönnum okkar hér á landi á sama tíma og knattspyrnumenn annarra þjóða eru að Ijúka sínu keppn- istímabili. Bæði Akureyrarliðin, KA og Þór, leika nú í 1. deild og ættu knatt- spyrnuunnendur að eiga ánægjulegt sumar framundan, þó þessir árlegu spá- dómar dæmi bæði liðin fyrirfram niður í 2. deild. Þessi spá um gengi Akureyrarliðanna er ekki ný bóla, en hún hefur sjaldan gengið eftir. Á síðustu árum hefur „Reykjavíkurrisunum" svokölluðu, Fram, KR og Val, vanalega verið spáð sigri fyrirfram í íslandsmótinu, en þess er skemmst að minnast að KA varð íslandsmeistri 1989 öllum að óvörum. Á síðasta ári sigruðu svo Víkingar þrátt fyrir allar spár. Eins og menn muna frá síðasta sumri þá lögðu Þórsarar, sem þá léku í 2. deild, KR-inga á Akureyrarvelli í bikar- keppninni og töpuðu síðan naumlega fyrir Val eftir vítaspyrnukeppni, en Valur varð síðan bikarmeistari. Það er mikið til í þvi, sem Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs, segir í viðtali í Degi sl. miðvikudag, þegar hann er spurður af hverju þessi vantrú manna fyrir sunnan á Akureyrarliðinum stafi: „Ég held að það stafi af miklu leyti af aðstöðuleysinu. Þegar við erum að fara suður á vorin í æfingaleikina spilum við gjarnan á gervigrasinu sem við erum ekki vanir og menn spá út frá þeim leikj- um. En ég er búinn að vera alltof lengi í þessu til að vera hræddur við svona lagað.“ í dag, laugardag, hefst svo baráttan í íslandsmótinu. Þórsarar eiga heimaleik gegn væntanlegum íslandsmeisturum Fram, samkvæmt spánni. KA-menn sækja hins vegar núverandi íslands- meistara Víkings heim á sunnudag. Það er því ekki hægt að segja að Akureyrar- liðin ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Vonandi eiga knattspyrnuunnendur á Akureyri ánægjulegt sumar framundan. Það eina sem jáeir geta gert er að styðja vel við bakið á sínum liðum, fjölmenna á völlinn og hvetja leikmenn vel. Ef Akur- eyringar gera það þá vænti ég þess að við eigum áfram tvö lið í 1. deild. Fyrir sumarið! Svampdýnur í sumarbústaðinn, hjólhýsið, tjaldvagninn. Svefnsófar eftir máli, hornsófar. Sauma yfir dýnur og púða. Mikið úrval áklæða. SVAMPUR OG BÓLSTRUN Austursíðu 2 (Sjafnarhúsið), sími 96-25137. 11 J Gróðrarstöðin Réttarhóll Svalbarðseyri, sími 11660. Plöntusala hafin. Sumarblóm og fjölærar plöntur. Opið verður virka daga frá kl. 20 til 22 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10 til 18. Reiðskóli að Hamraborgum Fréttagetraun Hér kemur lauflétt getraun sem tengist fréttum og öðru efni Dags í síðustu tölublöðum. Þetta er til- valinn leikur fyrir þá sem vilja skerpa skammtíma- minnið og svörin fylgja með til hægðarauka og staðfestingar. 1. Hvað heitir framkvæmdastjóri Foldu hf.? 2. Útgerðarfélag Akureyring hf. á töluverða upphæð í Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins. Hvað eru þetta margar milljónir? 3. Lúðrasveit Tónlistarskóla Dalvíkur og Ólafs- fjarðar fór í tónleikaferð sl. mánudag. Hvert var förinni heitið? 4. Tindastóll fær ágætan liðsauka í körfuboltan- um næsta vetur. Hvað heitir þessi knái bak- vörður og með hvaða liði hefur hann leikið? 5. „Sumarskólinn er stærsta hugmynd af mörg- um sem ég hef hrint í framkvæmd og ég hef tröllatrú á henni. Ég legg öll spil á borðið.“ Hver mælti svo? 6. Hvar fór allt á flot í síðustu viku þegar heitt vatn streymdi um húsið? 7. Hvað heitir júdómaðurinn úr KA sem hefur tryggt sér rétt til að keppa á Ólympíuleiknum í Barcelona í sumar? 8. Hvað heita plöturnar sem Bruce Springsteen sendi frá sér nýverið? 9. Hvert var heildartap Kaupfélags Langnesinga á síðasta ári og hvað heitir kaupfélagsstjór- inn? 10. Hvað heitir nýráðinn skólastjóri Tónlistar- skólans á Akureyri og hvað sóttu margir um starfið? 11. Hver tók fyrstu skóflustunguna að tveim 35 íbúða fjölbýlishúsum fyrir aldraða við Linda- síðu 2-4 á Akureyri? 12. Hvar vilja Úrbótarmenn reisa orlofsíbúðir? SS Útgjöld vegna stýó- moksturs í minna lagi Bakpoluunonn aieins farair að sjist á ferð Nemendur gáfu 400 j)úsund krónur til að greiða götu íþróttahúss Veröur skrifstofan á llvammstanga? t,jald|>MI riiivUtiinna iHftrutiv Nálægt þúsund annað árið í röð Batnandi atvinnuástand “ixrEÍrH ■pUn|BUiEf^ QIA uojsnt! §0 UBQiOU ‘!§9>(SBUiBf^ J '£( BiQE -ip|B iEpupuiBSutSSÁq inQBtu -iOJ ‘UOSSiB>|SQ UU!3}S(BQV 11 ■IUIUUJ uossiBuunQ !]Q inpunutQnrj -Q! UOSSiOpilBH iBQiBQ 'BUOi^ ijupflptu 9g 'g UMOl á>|Dnq So qnnox UBtunn '8 •uosspunuiSjs !inEQ í^oíj •/_ •>(!ABsnH b (uujKoqBpoicjj j -9 uSui uíq g uossupqiONi (|bj v •iBMasuiuo I!1 ■£ •Buoiq ijupfipui ooi uiq 'Z •UOSSiBUI3p(By\ UJApiBQ Reiðskóli Hestamannafélagsins Léttis og Æskulýðs- ráðs Akureyrar fyrir börn á aldrinum 8-14 ára, hefst 9. júní að Hamraborgum. Lengd hvers námskeiðs eru tvær vikur. Þátttökugjald er kr. 4.000 og greiðist fyrirfram. 1. námskeið 9.-20. júní. 2. námskeið 29. júní-10.júlí. 3. námskeið 13.-24. júlí. Námskeiðin skiptast í þrjá flokka. Framhaldsflokkar verða kl. 9.00-11.00, byrjendaflokkar kl. 13.00-15.00 og kl. 15.30-17.30. Kennari verður Haukur Sigfússon. Innritun verður á skrifstofu Æskulýðsráðs, Strandgötu 19 b, sími 22722 og hefst mánudag- inn 25. maí kl. 08.00. TRYGGINGASTOFNUN Þátttaka tryggingastofnunar í tannlæknakostnaði barna og unglinga Nýr samningur milli Tryggingastofnunar og Tann- læknafélags íslands hefur tekið gildi. Sjúkratryggingarnar greiða nú fyrirbyggjandi með- ferð barna 15 ára og yngri að fullu. Fyrir aðrar tann- lækningar þessa aldurshóps (þó ekki Reykjavíkur- barna 6-15 ára) er 85% kostnaðar endurgreiddur nema fyrir tannréttingar, gullfyllingar, krónu- og brú- argerð. í Reykjavík greiða börn, 6-15 ára, 15% kostnaðar hjá skólatannlækni samkvæmt gjaldskrá hans, sem er 20% iægri en einkatannlækna. Fari þau til einka- tannlæknis endurgreiðir Tryggingastofnun 68% kostnaðar. Fyrir 16 ára unglinga endurgreiðist 50% kostnaðar. Tryggingastofnun ríkisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.