Dagur - 23.05.1992, Síða 13

Dagur - 23.05.1992, Síða 13
12 - DAGUR - Laugardagur 23. maí 1992 Laugardagur 23. maí 1992 - DAGUR - 13 „Foreldrar mínir voru mikið félagsmálafólk og þangað sæki ég þessa afskiptasemi af málum sem koma mér ekki við. Enda hef ég verið sveitarstjórnarmaður í þremur sveitarfélögum.“ Sá sem þetta segir heitir Heimir Ingimarsson og er formaður bæjarráðs Akur- eyrar um þessar mundir. Hann er aðfluttur, kom hingað árið 1976 frá Raufarhöfn þar sem hann hafði verið sveitarstjóri. Ætlaði bara að stoppa stutt á leiðinni suður. „En ætli ég verði ekki hér það sem eftir er,“ segir Heimir sem er í helgarviðtali. Og það hefst að góð- um og gömlum sið á því að blaðamaður biður Heimi að segja deili á sér. Ætt og uppruni, takk. „Ég er fæddur á Bíldudal í janúar 1937. Foreldrar mínir voru Ósk Hallgrímsdóttir sem var ættuð úr Breiðafirði og ísafjarðar- djúpi, af Arnardalsætt, og Ingimar Júlíusson, Arnfirðingur mann fram af manni. Ég hef stundum montað mig af því að langalangamma mín var systir Jóns Sig- urðssonar forseta. En þótt forfeður mínir hafi verið Vest- firðingar er lítið um sjósóknara í ættinni. Pabbi var alla tíð landverkamaður og for- maður verkalýðsfélagsins Varnar á Bíldudal um langt árabil. Móðir mín var formaður kvenfélagsins. Þau eignuðust átta börn og ég er næstelstur.“ Viðreisnin hrakti mig suður „Sextán ára gamall fór ég suður til Reykja- víkur enda fátt við að vera í plássinu fyrir unga menn. Ég lærði húsasmíði og bjó síðan í höfuðborginni fram til 1961 þegar ég ákvað að flytja vestur og bjarga byggðarlag- inu. Ég var fyrsti lærði húsasmiðurinn sem settist að á Bíldudal og þar rak ég trésmíða- verkstæði fram til 1970. Ég hafði nú aldrei mikið umleikis, þetta voru nokkrir karlar á sumrin. Um tíma gekk þetta þokkalega, en svo fór Viðreisnin með þennan stað eins og marga af svipaðri stærð. Þeir hrundu eftir að síldin hvarf. Frá Bíldudal voru gerðir út tveir bátar á síld og það fór allt á hausinn hún hvarf. Það skapaðist neyðarástand á mörgum stöðum og brast á flótti. Ég fór suður en þó ég hefði iðnmenntun var orðið ljóst nokkru áður en ég fór að ég hefði ekki áhuga á að eyða ævikvöldinu við smíðar. Enda hef ég ekki notfært mér menntunina í atvinnuskyni síðan. Ég hafði starfað töluvert að félagsmálum, einkum þó leiklist sem ég hafði dregist út í árið 1962. Við stofnuðum leikfélag árið 1964 og lékum á hverju ári. Mig langaði til að læra leiklist og fljótlega eftir að ég kom suður fór ég að draga mig eftir leiklistarkennslu. Þá var hætt að innrita nemendur í skólana sem leikhúsin ráku, en ég var einn vetur hjá Ævari Kvaran og annan hjá Pórunni Magneu Magnúsdóttur. Og svo tók ég þátt í stofnun SÁL, Samtaka áhugafólks um leiklistar- nám, og var einn vetur í skóla sem samtökin ráku. Ég get nú ekki sagt að ég hafi unnið nein meiriháttar afrek á leiksviðinu. Þó lék ég pínulítið í Þjóðleikhúsinu og á heimsmet í að leika í Sjálfstæðu fólki. Ég lék Einar í Undirhlíð 50 sinnum í Þjóðleikhúsinu og hreppstjórann á Útirauðsmýri 27 sinnum hjá LA og oftar hefur Sjálfstætt fólk ekki verið sýnt hér á landi. Og svo varð ég frægur af því að leika í auglýsingum. Þar á meðal var ein fyrir ABU-veiðivörur sem áttu að vera svo góðar að það væri hægt að veiða lax upp úr hver með þeim. Ég man að þegar við vorum að taka þetta upp í Krísuvík og ein- mitt var verið að draga gaddfreðinn stórlax- inn upp úr hvernum bar að Færeyinga í leigubíl. Það hefði verið sniðugt að taka mynd af svipnum á þeim því þeir trúðu því þá að það væri hægt að veiða lax upp úr hverum á íslandi. Ég starfaði nokkuð með Leikfélagi Akur- eyrar eftir að flutti hingað en leiklistin hefur mátt þoka fyrir öðrum áhugamálum, ég hef orðið afjarma í þessum efnum eins og sagt var fyrir vestan um lömb sem hættu að jarma eftir fráfærur þegar þau höfðu gleymt móður sinni.“ Sveitarstjóri á Raufarhöfn - En ekki lifðir þú af leiklistinni fyrir sunnan, eða hvað? „Nei, jafnhliða henni var ég auglýsinga- stjóri Þjóðviljans. Ég hefði raunar ekki get- að stundað leiklistina nema fyrir góðvild stjórnenda blaðsins og þá ekki síst hennar Guðrúnar Guðvarðardóttur sem stóð oft vaktina fyrir mig ef ég þurfti að rjúka. Hún er að vestan eins og ég og við skemmtum okkur mikið yfir sögum af einkennilegu fólki fyrir vestan. Launakjörin á þessu málgagni verkalýðs og þjóðfrelsis voru með einkennilegum hætti. Ég haföi lág grunnlaun, en fékk bón- us ef mér tókst að auka auglýsingamagnið milli mánaða. Það gat nú reynst örðug þraut á þessum tímum en ég held þó að ég geti hælt mér af því að koma auglýsingatekjun- um upp fyrir áskriftartekjurnar í fyrsta sinn í sögu blaðsins. Þetta var gríðarleg vinna og oft fékk maður snöfurleg svör frá frjáls- hyggjumönnunum. Sumir sögðu manni að fara bara til Síberíu og vera þar. Og þar kom að mann þraut úthaldið. Þarna hófst hver dagur á því að maður fletti hinum blöðunum til þess að sjá hverjir væru að auglýsa. Einn daginn sá ég þrjú störf aug- lýst á landsbyggðinni. Ég hafði fengið mig fullsaddan á höfuðborginni. Hún var mér ekki vinsamlega enda fannst mér ég aldrei ná niður með lappirnar þar. Svo ég sæki um öll þessi störf, segi upp starfinu með þriggja mánaða fyrirvara og hringi svo í konuna mína til að segja henni hvað ég hefði gert. Hún brást vel við þessu, en Eiður Berg- mann framkvæmdastjóri sýnu verr. Út úr þessu kom svo sveitarstjórastarf á Raufarhöfn. Við fórum austur sumarið 1973 og vorum þar í þrjú ár. Mér líkaði vel þótt starfið væri að vísu erfitt. Það voru þreng- ingartímar á Raufarhöfn, plássið var enn í sárum eftir síldarbrestinn og atvinnumálin í molum eftir Viðreisn. En það var þroskandi og uppbyggilegt að takast á við þetta og mér gekk þokkalega. Ég held mér sé óhætt að segja að ég eigi afar fáa óvini á Raufarhöfn. Meðan ég var á Raufarhöfn hlotnaðist mér sá heiður að verða formaður Fjórðungs- sambands Norðlendinga sem nú er verið að jarðsyngja. Það var árið 1975 og þá giltu sömu reglur í sambandinu og í Einingar- samtökum Afríkuríkja: sá sem bauð til ráð- stefnu hreppti formannstignina það árið. Og því urðum við formenn á sama tíma, ég og Idi Amin. Ég held þó að reglan hafi verið afnumin hjá Einingarsamtökunum fljótlega eftir þetta. Eg er kynsæll maður Að dvölinni á Raufarhöfn lokinni réðst ég í tímabundið starf á vegum Fjórðungssam- bandsins. Þá var verið að reyna að koma á laggirnar fyrirtæki um gatnagerð og ég var ráðinn til þess. Úr þessu varð þó aldrei neitt sem heitið gat því það voru miklar þreng- ingar á þessu sviði og enginn vildi leggja fjármagn í fyrirtækið. Byggðastofnun benti okkur á að slá í púkk með fyrirtækinu Olíumöl hf. sem Ólafur G. Einarsson stjórnaði þá ásamt fleirum. Það fór hins vegar á hausinn stuttu síðar en við sluppum við skellinn. Þessi hugmynd var í gangi í landshlutunum á þessum tíma en koðnaði fljótlega niður. Eftir þetta ævintýri fór ég að fást við ýmislegt, vann á Skattstofunni í hlutastarfi í fjögur ár. Þá tók við eiginn rekstur í bók- haldi og framtalsaðstoð og um tíma var ég mælingafulltrúi pípulagningarmanna. Árið 1983 tók ég við forstöðu í Lífeyrissjóði Iðju sem þá var hlutastarf og sinnti því meðfram eigin rekstri. Tveimur árum síðar stofnaði ég Hagþjónustuna hf. og hef unnið þar að mestu leyti síðan. Nú eru þar tveir starfs- menn auk mín.“ í fyrra höfuðborgarúthaldi Heimis kynnt- ist hann konunni sinni. Hún heitir Rósa Sig- urjónsdóttir og er að hluta ættuð úr Hörgár- dalnum, „af Skáld-Rósu-kyni,“ eins og Heimir segir. Hún hefur unnið á Skattstof- unni síðan þau fluttu til Akureyrar og er þar skattendurskoðandi. Þau eiga fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur, á aldrinum 25-35 ára og barnabörnin eru orðin níu. Heimir segist vera afar kynsæll maður og það kem- ur sérstakur glampi í augun á honum þegar talið berst að afkomendunum. Setjum markið á þrjá bæjarfulltrúa Það fer ekki leynt að Heimir hefur áhuga á pólitík, enda er sú tík náskyld félagsmálun- um. Hefur hann alltaf verið pólitískur? „Já, ég er alinn upp við þannig þankagang þótt ekki hafi verið haldið að mér róttækni. En það hlaut að orka á mig hvað það kost- aði karl föður minn að vera í forsvari fyrir verkafólk. Það var reynt að svelta hann til hlýðni og hegna honum á alla lund. Fyrsta augljósa óréttlætið sem ég upplifði var að sá sem fólkið trúði fyrir forsvari sinna mála skyldi þurfa að gjalda þess með lífsafkomu fjölskyldunnar. Það kom af sjálfu sér þegar ég flutti til Reykjavíkur að ég leitaði uppi aðsetur Æskulýðsfylkingarinnar í Tjarnagötu 20. Þar var mér vel tekið og ég var fastagestur í þeim húsakynnum meðan það hentaði báðum. Ég starfaði líka í Félagi húsasmíða- nema í Iðnskólanum og eftir útskrift var ég vígður inn í útlagastjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur. Þá voru sjálfstæðismenn við stjórn en það var eins og=við manninn mælt að um leið og ég var kominn með full félags- réttindi unnu vinstrimenn stjórnarkjör. Þetta var árið 1960 og þessi meirihluti hefur haldist síðan. Eftir að ég flutti vestur aftur slitnaði ég úr tengslum við verkalýðsbaráttuna og hef ekki verið í stéttarfélagi síðan, að frátöldum tímanum sem ég vann á Þjóðviljanum. Fyrir vestan hellti ég mér í félagslífið og gerðist framkvæmdastjóri félagsheimilisins. Það var þá í gömlu húsi sem við byggðum við og þar er enn félagsheimili. Ég var kosinn í hreppsnefnd af sameiginlegum lista vinstri- manna árið 1966 og sat þar í fjögur ár í minnihluta. Árið 1968 tók ég þátt í stofnun Alþýðu- bandalagsins og skömmu síðar var stofnað félag í Vestur-Barðastrandarsýslu sem ég var fyrsti formaður fyrir. Síðan hef ég alltaf starfað með Alþýðubandalaginu, að vísu af mismiklum krafti. Á Raufarhöfn skipaði ég efsta sæti listans og þá munaði aðeins átta atkvæðum að við næðum hreinum meiri- hluta. En eftir að ég kom til Akureyrar lét ég flokksstarfið kyrrt liggja í nokkur ár. Það var ekki fyrr en árið 1983, þegar Steingrím- ur J. Sigfússon var kjörinn á þing, að ég gerðist kosnmgastjóri flokksins í kjördæm- Fjölgun búðum Framsóknar væri ekki í anda sam- starfs með okkur. Þá ákváðum við að ganga til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn.“ - Það þótti mörgum undarlegt þegar þessir gömlu fjandaflokkar gengu í eina sæng. „Já, það kann að hafa komið mörgum einkennilega fyrir sjónir. En það gekk árekstralítið að ná samstöðu um samstarfs- samning og ég sé ekki að neinn hafi þurft að lúffa stórkostlega. Þau málefni sem við sett- um á oddinn í kosningabaráttunni eru ekk- ert síður í samningnum en málefni Sjálf- stæðisflokksins og því fer fjarri að við höf- um verið ofurliði borin. Það verður alltaf að leita ásættanlegra leiða og þótt við hefðum etv. viljað hafa aðra forgangsröð á hlutun- um þá er búið að raða verkefnunum upp og á endanum náum við flestu fram af því sem við ætlum okkur. Eitt af aðalbaráttumálum okkar í kosn- ingunum var að selja hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. Það hefur verið reynt en strandað á því að enginn hefur viljað kaupa. Meðeigendur okkar vilja ekki kaupa og án samþykkis þeirra verður hluturinn ekki seldur. Við munum berjast áfram í þessu máli. Nú er ekki talið óhugsandi að Lands- virkjun verði breytt í hlutafélag og þá getum við etv. selt hlutinn okkar í áföngum. Annað mál sem við settum fram á kosn- ingabaráttunni var listamiðstöðin í Grófar- gili og allir vita hvað þar hefur gerst. Ég held að það sér einhver merkasta nýbreytn- in í bæjarlífinu um margra ára skeið. Það tekur áreiðanlega ein tíu ár að fullmóta þessa hugmynd en þá verður Listagilið blóm í hnappagati Akureyrar. Að vísu hefur enn ekki náðst að koma á samstarfi við ríkis- valdið en áhugi þess hefur þó verið vakinn. Nú eru niðurskurðartímar á þeim bæ, en þaðan blása blíðir vindar og vonandi áttar ríkisvaldið sig á því fyrr en síðar að menn- ing og listir eru ekki bara fyrir fáa útvalda í höfuðborginni. Áhugi einstaklinga á þessari hugmynd hefur hins vegar verið mikill og vaxandi og ég á von á að úr þeirri átt komi frumkvæði og stuðningur. Þegar þeim áfanga sem nú er flMBj hlýtur að byggjast á atvinnutcekifcerum - því ekki settist aðkomufólkið að í flótta- mannabúðum, segir Heimir Ingimarsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, í helgarviðtali inu. Árið 1986 var ég beðinn að skipa annað sæti listans í bæjarstjórnarkosningum og við unnum það sæti sem við höfðum tapað til Kvennaframboðsins fjórum árum áður. Við héldum velli í síðustu kosningum og ætlum okkur að gera það áfram, helst gott betur, því ég er á því að við eigum að setja markið á þrjá bæjarfulltrúa." Vorum ekki ofurliði borin - Þið voruð í minnihluta á árunum 1986-90 og skömmuðuð bæjarfulltrúa Alþýðuflokks- ins fyrir að taka samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn fram yfir vinstra samstarf. En svo leikið þið sama leikin sjálf eftir síðustu kosningar. „Já, það má segja það. Ég lýsti því raunar yfir strax um kosninganóttina að í úrslitun- um fælist vísbending um breytingar. Ég taldi að þeir flokkar sem hefðu hlotið braut- argengi ættu að taka saman höndum. Þess vegna buðum við Framsókn upp á samstarf. Þeir vildu taka sér tíma og kváðust ekki geta svarað fyrr en tveim dögum síðar. Við mát- um stöðuna þannig að andblærinn úr her- unnið að lýkur verður tekið til við Amts- bókasafnið, það verður næsta verkefni í menningarmálunum. “ Félagslegur rekstur er nauðvörn fólksins - Er Alþýðubandalagið á Akureyri ekki komið á kaf í einkavæðingardansinn með því að vilja selja hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun? „Ég get nú ekki séð að það sé neinn sósíalismi í því fólginn að Ákureyri, eitt sveitafélaga utan Reykjavíkur, eigi hlut í þessu fyrirtæki. Áður fyrr naut bærinn ákveðinna fríðinda út á þennan hlut en það er löngu búið að afnema þau. Nú höfum við engan hag af þessu nema hvað við fengum níu milljónir króna í arð af árinu 1991. Það verður þó sennilega í síðasta sinn sem arður verður greiddur að sinni því fyrirtækið er ekkert of vel rekið. Þess vegna viljum við losna við bréfin. Reykjavíkurborg hefur ekki viljað fallast á það nema ríkið kaupi þá líka hlut hennar í fyrirtækinu. Mín skoðun er hins vegar sú að ríkið eigi að kaupa þessi bréf og gefa það öllum sveitarfélögum utan Reykjavíkur. En varðandi einkavæðinguna þá vil ég segja að mér hefur aldrei fundist að félags- legur rekstur eigi bara að gilda þar sem illa gengur. Ég held að sá félagslegi rekstur sem hér er við lýði sé tilkominn vegna þess að einkaframtakið hefur brugðist. Það færi enginn að leggja stórfé úr fátækum sveitar- sjóðum í atvinnufyrirtæki að gamni sínu. Ég er ekkert á móti einkarekstri sem er ábyrgur gerða sinna. Eignarhald í slíkum rekstri þarf að vera á breiðum grunni því fámennir hópar eiga ekki að geta ráðskast með hagsmuni almennings, til dæmis að flytja fiskinn óunninn úr landi. Við eigum ekki að vera kaþólskari en páfinn í þessum efnum. Félagslegur rekstur er nauðvörn fólksins, rétt eins og framlög okkar til atvinnumála hér á Akureyri að undan- förnu." Að flytja störfin út í gámum - Vel á minnst. Þú hefur haft mikil afskipti af atvinnumálum í bæjarstjórn, ert formað- ur atvinnumálanefndar. Sumir segja að framlag bæjarins til atvinnumála sé fyrst og fremst fólgið í því að fleygja peningum í fallítt fyrirtæki. „Akureyrarbær hefur sett gríðarlega mik- ið af peningum í atvinnumál, tæplega 500 milljónir á tveimur árum. Mér þætti gaman að sjá það byggðarlag sem hefur lagt meira til þessa málaflokks. Það er hins vegar sorg- legt að meirihluti þessa fjár skuli fara í björgunaraðgerðir en ekki í nýja sókn. Vandinn er hins vegar skortur á nýjungum í atvinnulífi landsmanna. Aukningin að undanförnu hefur verið mest í þjónustunni en sú þróun er dæmd til að taka enda. Raunar eru teikn á lofti um að hún sé að komast í þrot. En það eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Sá stærsti er fullvinnsla þeirra afurða sem við eigum. Núna flytjum við fjölda starfa út í gámum og með skipum. Ef við hættum því eru óhemju möguleikar til að auka atvinnu í fiskvinnslunni. Hins vegar eru launakjör í þeirri atvinnugrein með þeim hætti að íslenskt verkafólk fæst ekki til að vinna í henni. Við flytjum inn fólk til að sinna þess- um störfum meðan við eru sjálf upptekin í vídeóleigunum og á pizzustöðunum. Ég sé mikla möguleika á því að skapa Texti: Þröstur Haraldsson Mynd: Golli fyrirtæki sem veita fólki mannsæmandi afkomu í þeim samningum sem gerðir hafa verið um vaktavinnu í fiskvinnslu. Hún leið- ir til betri nýtingar á fjárfestingum og skapar möguleika á að hækka launin. Hvaða útgerðarmanni myndi detta í hug að láta frystitogarann sinn veiða aðeins frá átta til fimm á hverjum degi? Þetta á við Útgerðar- félagið, það gæti afkastað tvöfalt eða þrefalt meiru en það gerir í dag án þess að byggja við eða fjölga vélum og skrifstofuliði. Þá væri svigrúm til að hækka launin. Við þurf- um að nýta alla þessa fjárfestingu í aðal- atvinnugrein okkar. Nú er verið að taka mjólkuriðnaðinn fyrir. Það væri nú saga til næsta bæjar ef sú grein yrði á undan fiskvinnslunni að koma fjárfestingunni í fulla notkun.“ Höfum staðið af okkur hrun iðnaðarins „En þótt ég tali svona er engin ástæða til að halda að hér sé einhver stórkostleg vá fyrir dyrum í atvinnumálum. Hér ríkja erfiðleik- ar eins og annars staðar og það er ekki auð- velt að ráða fram úr þeim, en það er ekkert hættuástand. Hér fjölgaði íbúum um 250 á síðasta ári og það hlýtur að byggjast á atvinnutækifærum. Ekki hefur þetta fólk sest að í flóttamannabúðum. Störfum hefur fjölgað þrátt fyrir verulegan samdrátt í iðn- aði. Þar hefur störfum fækkað um 500 á ein- um áratug. Samt sem áður höfum við staðið af okkur hrun iðnaðarins sem var megin- einkenni bæjarins um áratuga skeið. Það er erfitt að benda á eina atvinnugrein sem hef- ur tekið við þessu. Væntanlega hefur þjón- ustan átt stærstan þátt í fjölgun starfa, en það fjölgaði líka um 50 starfsmenn í ÚA milli áranna 1990 og 1991.“ - Frá atvinnumálunum að öðru máli sem sveitarstjórnarmenn ræða mikið um þessar mundir: sameining sveitarfélaga. „Já, ég sé fyrir mér að Eyjafjörður verði að einu sveitarfélagi enda tel ég allt sem stuðlar að aukinni samvinnu eða samein- ingu af hinu góða, hvort sem það gerist í áföngum eða einum rykk. Það má svo hugsa sér ýmiss konar útfærslu á sameiningunni, hafa sveitarfélagið deildaskipt til dæmis. Ég er á því að slík sameining sé eina svarið sem landsbyggðin á við útþenslu höfuðborgar- svæðisins. Það verður hins vegar að tryggja að sameiningin verði ekki einu byggðarlagi til framdráttar á kostnað annarra. Hún á að styrkja þau öll. í þessu dæmi þarf þó að skoða margt sem ég vil ekki úttala mig um í smáatriðum. En við höfum verið að baksa við að halda uppi alls konar þjónustu og framleiðslu hvert í sínu horni. Margt af þessu þarf að sam- ræma. Talandi dæmi um þetta eru allar hafnirnar við fjörðinn. Þær eru á annan tug, enda er Eyjafjörður stundum kallaður Hafnafjörður í gríni. Það hafa orðið svo miklar breytingar í atvinnulífinu að það er ekki lengur neitt aðalatriði að hafa höfn undir hverjum einasta frystihússvegg. í þessum höfnum liggur gríðarleg fjárfesting sem að stórum hluta þjónar tilfinningalífi fólks en ekki efnahagslífinu. Þetta gildir um fjölmarga hluti sem eru svona og þarna af tilfinningalegum ástæð- um. Það á eftir að renna talsvert vatn til sjávar áður en menn sjá að sameining er það sem koma skal. En þetta er allt að koma. Við erum farin að tala saman í Héraðsnefnd Eyjafjarðar á allt annan hátt en við gerðum. Ég hef það mikla reynslu af hrepparíg og öðru því sem verið hefur landsbyggðinni fjötur um fót að ég veit hvenær hlutirnir eru á réttri leið. Það eru þeir enda er ég bjart- sýnn og finnst gaman að vera til,“ segir Heimir Ingimarsson. Við höfum setið að spjalli í húsi þeirra Heimis og Rósu við Brekkugötu. Þar er smiðurinn búinn að byggja sólstofu og allt í kringum okkur liðast áhugamál þeirra hjóna: stofan er eins og gróðurhús. „Við eigum sumarbústað austur í Öxarfirði þar sem við erum öllum þeim stundum sem við eigum aflögu og sinnum þá skógrækt og annarri ræktun. Undir það heyrir að sjálf- sögðu okkar sígræni skógur sem eru börnin og barnabörnin,“ segir Heimir og aftur kemur þetta blik í augun.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.