Dagur - 03.06.1992, Qupperneq 1
75. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 3. júní 1992
103. tölublað
Vel í fö 1 klæddur itum frá bernhardt lerrobudin
1 || HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI • SÍMI96-26708 ■ BOX 397
Folda hf. á Akureyri:
Sölusairmingur við
Rússa undirritaður
- ullarvörur fyrir 250 milljónir
og líkur á viðbótarsamningi
Folda hf. á Akureyri og ullar-
bandsfyrirtækið ístex í Mos-
fellsbæ hafa náð samningum
við fyrirtæki í Rússlandi um
sölu á ullarvörum fyrir um 250
Bæjarstjórn Akureyrar:
Sigríður í
stað Sigurðar
Á fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar í gær var kosið í embætti
og bæjarráð til eins árs.
Sigurður J. Sigurðsson lét af
embætti forseta bæjarstjórnar
og Sigríður Stefánsdóttir var
kjörin forseti í hans stað.
Björn Jósef Arnviðarson var
kjörinn fyrsti varaforseti og tók
hann við stjórn fundarins í fjar-
veru Sigríðar. Úlfhildur Rögn-
valdsdóttir var kjörin annar vara-
forseti.
Ritarar: Birna Sigurbjörns-
dóttir og Kolbrún Pormóðsdótt-
ir. Til vara: Heimir Ingimarsson
og Gísli Bragi Hjartarson.
Bæjarráð: Sigurður J., Björn
Jósef, Sigríður, Úlfhildur og
Jakob Björnsson. Varamenn:
Birna, Jón Kr. Sólnes, Heimir,
Þórarinn E. Sveinsson og
Kolbrún. SS
milljónir króna á þessu ári.
Samningurinn hefur verið
undirritaður með fyrirvara af
hálfu Rússa um leyfi á útflutn-
ingsvörum sem er forsenda
þess að þeir geti greitt fyrir
ullarvörurnar.
„Pessi samningur er búinn að
vera í vinnslu síðustu mánuði og
þetta er mjög jákvætt skref. Það
er of snemmt að segja til um
hvaða breytingar hann hefur í för
með sér hjá fyrirtækinu því
samningurinn var undirritaður
með fyrirvara. Þetta er vissulega
spor í rétta átt og það eru einnig
líkur á því að við náum viðbótar-
samningi um sölu á ullarteppum,
en það er ekki endanlega frá-
gengið,“ sagði Baldvin Valde-
marsson, framkvæmdastjóri
Foldu, í samtali við Dag í gær.
Fyrirtækin Folda og ístex
standa sameiginlega að þessum
sölusamningi við Rússa. Allt
ullarband - kemur frá ístex og
unnar verða blandaðar ullarvörur
upp í samninginn sem undirritað-
ur hefur verið.
Baldvin sagði að samningurinn
kæmi allur til framkvæmda á
þessu ári, ef af honum yrði vegna
fyrirvara sem áður var getið, og
undirritun hans væri jákvæð
fyrir rekstur Foldu. SS
Frá slysstað í gær. Bílarnir sem rákust saman eru mikið skemmdir. Á inn-
felldu myndinni er bíllinn sem ók á sjúkrabílinn. Mynd: Goiii
Umferðarslys á Akureyri:
Sjúkrabíll lenti í árekstri
með slasaðan mann innanborðs
í gærmorgun lenti sjúkraflutn-
ingabifreið í árekstri á leiðinni
upp á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri með slasaðan mann.
Að sögn Gísla Kr. Lórenzson-
ar, slökkviliðsstjóra, er
atburður sem þessi fátíður á
Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni barst tilkynning um
Tillögur um 40% niðurskurð á þorskkvóta:
Yrði reiðarslag fyrir byggðir á Norðurlandi
árekstur á mótum Gránufélags-
götu og Laufásgötu um kl. 10.10 í
gærmorgun. Þar höfðu fólks-
bifreið og Subaru bitabox skollið
harkalega saman. Sjúkrabíll og
lögregla komu fljótt á staðinn og
þótti sýnt að ökumaður sendibíls-
ins þyrfti á læknisaðstoð að halda
og var hann því borinn inn í
sjúkrabílinn. Meiðsl hans voru
ekki talin alvarleg en hann hafði
skorist eitthvað á höfði.
að 15 milljarða samdrátt í útflutningstekjum þjóðarinnar
- gæti þýtt allt
Fiskveiðiráðgjafanefnd al-
þjóðahafrannsóknaráðsins
hefur lagt til að sókn í íslenska
þorskstofninn verði minnkuð
um 40% á næsta ári. Það þýðir
að þorskafli yrði 150 þúsund
tonn á árinu 1993, eða 175 þús-
und tonn á næsta fiskveiðiári
en á yfirstandandi fískveiðiári,
sem lýkur 31. ágúst, er þorsk-
kvótinn 265 þúsund tonn. Ef
farið yrði að tillögum nefndar-
innar myndi það þýða allt að
15 milljarða króna samdrátt í
útflutningstekjum íslensku
þjóðarinnar. Þessi tíðindi hafa
vakið mikinn ugg hjá hags-
munaaðilum í sjávarútvegi og
öðrum, ekki síst á Norðurlandi
þar sem slík skerðing myndi
koma verr niður en á flestum
öðrum svæðum.
Fiskveiðiráðgjafanefndin fjall-
aði um íslenska fiskistofna að
beiðni íslenskra stjórnvalda og
kynnti niðurstöðurnar í fyrradag.
Þar kemur fram að hrygningar-
stofn þorsksins hefur minnkað úr
rúmlega milljón tonnum milli
áranna 1955 og 1960 í rúmlega
200 þúsund tonn árið 1992. Þá
kemur fram að allir árgangar frá
1985 eru undir meðallagi og
árgangurinn 1986 sá lélegasti frá
1955.
Meðalstærð árganga frá 1952
til 1991 er rúmlega 200 milljónir
en meðalnýliðun síðan 1985 er
undir 140 milljónum. Telur ráð-
gjafanefndin ástæðu til að hafa
verulegar áhyggjur af stærð
hrygningarstofnsins því annars
séu talsverðar líkur á að hin
lélega nýliðun undanfarinna ára
verði viðvarandi og góðir árgang-
ar sjaldgæfir og langt á milli
þeirra.
Til að stofninn stækki telur
nefndin nauðsynlegt að takmarka
sókn í hann við 150 þúsund tonn
á næsta ári sem er um 40% sam-
dráttur miðað við árið í ár. Ráð-
gjöf Hafrannsóknastofnunar til
íslenskra stjórnvalda verður birt
um miðjan júní og ljóst þykir að
þar verður lagður til verulegur
niðurskurður.
Gunnar Ragnars, forstjóri
Útgerðarfélags Akureyringa hf.,
segir að vissulega komi þessi
niðurstaða á óvart þótt búast hafi
mátt við að ástandið væri ekki
gott. „Þetta er mikið áfall, ekki
bara fyrir útgerðina heldur alla
íslensku þjóðina," sagði Gunnar.
Hann sagði skerðingar síðustu
missera hafa komið misjafnlega
niður á landshlutum og einna
verst niður á Norðurlandi þar
sem skornar hafi verið niður
heimildir til veiða á þeim tegund-
um sem mest sé veitt af þar.
Frekari skerðing hljóti að kalla á
almennar aðgerðir til að jafna
áfallinu niður á alla í greininni.
Hann sagði að þorskur væri
u.þ.b. 35% af afla ÚA þannig að
verið væri að tala um miklar upp-
hæðir ef kvótinn yrði skorinn nið-
ur um 40%.
Ásgeir Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Kaldbaks hf. á
Grenivík, segir að þorskur sé
mjög afgerandi í þeim afla sem
kemur á land á Grenivík, trúlega
um 70%. „Ef þessum tillögum
verður fylgt eftir verður það
mjög þungt högg, bæði fyrir fyrir-
tækið og Grenivík í heild. En það
mátti búast við einhverju þessu
líku þar sem fiskifræðingar hafa í
mörg ár lagt til að við veiddum
minna en við höfum gert,“ sagði
Ásgeir.
Björn Snæbjörnsson, formað-
ur Verkalýðsfélagsins Einingar,
sagði að u.þ.b. 40% af félags-
mönnum Einingar störfuðu við
fiskvinnslu þannig að skerðing á
aflaheimildum myndi hafa mikil
áhrif á félagssvæðinu. „Staðir
eins og Grenivík, Hrísey, Dalvík
og Ólafsfjörður byggja að lang-
mestu leyti á fiskvinnslu og slík
skerðing yrði auðvitað reiðarslag
fyrir þessa staði. Atvinnuleysi
hefur. verið mikið hérna við
fjörðinn, sérstaklega á Akureyri,
og það er hætt við að stórfelld
skerðing myndi hafa mjög alvar-
legar afleiðingar, ekki hvað síst
fyrir þessa smærri staði. Síðasti
niðurskurður upp á 10% var
erfiður en maður gerir sér ekki
grein fyrir hvað holskefla af
þessu tagi myndi raunverulega
þýða,“ sagði Björn. JHB
Bæjarráð hefur vísað tillögum
sem skólafulltrúa og bæjar-
verkfræðingi var falið að gera
um Iþróttaskemmuna og
íþróttaaðstöðu við Oddeyrar-
skóla á Akureyri til endur-
skoðunar á þriggja ára áætlun
bæjarins í haust. Niðurstöð-
urnar eru á þá lund að íþrótta-
kennsla verði ekki Iögð niður í
Skemmunni að sinni.
Ingólfur Ármannsson, skóla-
fulltrúi, sagði í samtali við Dag
að niðurstaðan hefði verið sú að
Á leiðinni lenti sjúkrabíllinn í
árekstri á mótum Hjalteyrargötu
og Gránufélagsgötu. Bílar sem
voru á undan viku fyrir sjúkra-
bílnum en einn ökumaðurinn
virtist ekki alveg átta sig og
sveigði fyrir bílinn á gatnamótun-
um og rakst utan í hægri hlið
sjúkrabílsins. Höggið var ekki
þungt og engin meiðsl á fólki og
hélt ökumaður sjúkrabílsins
áfram með hinn slasaða upp á
slysadeild FSA. SS
það væri framkvæmanlegt að
taka Skemmuna undir áhaldahús
en margt mælti með því að það
gerðist ekki fyrr en eftir 2-3 ár.
„Við teljum eðlilegt að hafa
þennan aðlögunartíma og auk
þess tengist þetta fyrirhugaðri
byggingu íþróttahúss við Odd-
eyrarskóla,“ sagði Ingólfur.
Heimir Ingimarsson gat um
þessa niðurstöðu á bæjarstjórn-
arfundi í gær og hann sagði ljóst
að Skemman yrði enn um sinn
notuð fyrir íþróttakennslu við
skólann. SS
íþróttaskemman á Akureyri:
Ekki breytt í áhalda-
hús að svo stöddu