Dagur


Dagur - 03.06.1992, Qupperneq 2

Dagur - 03.06.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 3. júní 1992 Fréttir Skagaströnd: Fiskmarkaður tekur tíl starfa íljótlega Stofnað hcfur verið hlutafélag um rekstur Fiskmarkaðar á Skagaströnd. Stofnendur eru útvegsfyrirtækin á staðnum, Skagstrendingur og Hólanes auk þess sem Höfðahreppur og nokkrir einstaklingar eru hlut- hafar í fyrirtækinu. Stefnt er að því að minni fyrirtæki á Skagaströnd geti einnig orðið aðilar að fiskmarkaðnum og áformað er að starfsemi hans hcfjist eftir miðjan þennan mánuð. Magnús Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, sagði að gert væri ráð fyrir að minni fyrirtækin keyptu hluti af Skagstrendingi og sveitarfélaginu sem væri fyrst og fremst með í dæminu á meðan væri verið að koma því af stað en síðan sé gert ráð fyrir að eignar- aðild að því dreifist á fleiri hendur. Óskar Þórðarson, stjórnarfor- maður hins nýja fyrirtækis, sagði að fyrirhugað væri að hefja an hann býður uppboðs. Einnig er áformað að skip geti tilkynnt um afla og komið honum í sölu- meðferð á markaðnum í gegnum fjarskiptakerfi. Óskar Þórðarson sagði að til- gangurinn með markaðnum sé fyrst og fremst að ná þessum við- skiptum heim. Aðstandendur fiskmarkaðarins gerðu ekki ráð fyrir að um stóran markað væri að ræða til að byrja með en reynslan sýni að kaupendahópar hafi myndast hvar sem starfsemi af þessu tagi hafi verið reynd. Þá sé einnig hugmyndin að koma upp markaði fyrir rækju, en eng- inn slíkur markaður sé til á land- inu. Einhver tími muni þó líða þar til unnt verði að fara af stað með þá starfsemi en rækjumark- aður myndi geta þjónað öllu rækjuveiðisvæðinu fyrir Norður- landi. ÞI Ólafur Júlíusson, byggingafulltrúi, tekur við lyklunum af Gunnari Bergmann Salómonssyni, framkvæmdastjóra Borgar hf. Mynd: IM Húsavík: starfsemi markaðarins um 15. júní þótt ekki sé enn búið að ákveða endanlega dagsetningu. Ætlunin sé að bæði verði um gólf- og fjarskiptamarka að ræða. Frystihús Hólaness mun sjá um að veita aflanum viðtöku og ann- ast geymslu hans í kælum á með- Tólf félagslegar eignaríbúðir aflientar , Bflveltaí Arskógshreppi ómferðarslys varð á þjóð- veginum í Arskógshreppi í gærdag þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og velti á veginum. Bíllinn valt á veginum, rann á hliðinni góðan spotta og skemmdist mikið. Ökumaður var einn í bílnum og slapp hann með smávægileg meiðsli, fékk hnykk á hálsinn. Hann var í bílbelti og getur trúlega þakkað því að ekki fór verr. JHB Fjölbýlishús með 12 félagsleg- um eignaríbúðum að Grund- argarði 4 var aflient 1. júní. Gunnar Bergmann Salomons- son, framkvæmdastjóri Borgar hf. afhenti Ólafi Júlíussyni, byggingafulltrúa á Húsavík, íbúðirnar en Ólafur afhenti þær síöan eigendum. Um er að ræða sex þriggja her- bergja íbúðir og sex fjögurra her- bergja. Framkvæmdatími við húsið hefur verið hálft annað ár og voru iðnaðarmenn á hlaupum með síðustu skrúfurnar er eig- Byggingafélagið Hlynur hf. gjaldþrota: Óvissa um verkefiiastöðuna Síðdegis í gær kvað fulltrúi bæjarfógetans á Sauðárkróki upp úrskurð þess efnis að bú Byggingafélagsins Hlyns hf. þar í bæ skyldi tekið til gjald- þrotaskipta en beiðni þar um var lögð fram hjá fógeta á mánudag. Ingvar Þóroddsson, fulltrúi bæjarfógeta, kvað upp úrskurð- inn en hann er einnig skiptaráð- andi. Að sögn Halldórs Þ. Jóns- sonar, bæjarfógeta, kom beiðnin á óvart því búist var við að til- raunir til nauðasamninga tækjust en áður hafði greiðslustöðvun verið heimiluð fyrirtækinu. Til- sjónarmaður á greiðslustöðvun- artímabilinu, sem ætlað er að vinna að endurskipulagningu á fjárhag fyrirtækis, var Árni Björn Birgisson, löggiltur endurskoð- andi í Reykjavík. Árni vildi ekkert láta hafa eftir sér um Framhaldsskólinn á Laugum: íþrótta- og ferdamálabrautir njóta vaxandi vinsælda Framhaldsskólanum á Laugum var slitið við hátíðlcga athöfn í hátíðarsal skólans 16. maí sl. og lauk þar með 67. starfsári skólans. Alls stunduðu 130 nemendur nám við skólann í vetur auk 10 nemenda í öld- ungadeild. 24 nemendur luku grunnskólaprófi, 12 luku for- námi og 3 nemendur luku verslunarprófi. Bestum námsárangri náði Sig- urbjörn Arngrímsson á 3. ári íþróttabrautar með einkunnina 9,65. Kennt var á fjórum braut- um framhaldsnáms: ferðamála- braut, þróttabraut, bóknáms- braut og viðskiptabraut. 20 ára afmælisárgangur skólans kom og hélt upp á útskriftarafmæli með því að færa skólanum veglega gjöf til viðhalds nemendaspjöld- um skólans. Félagsstarf nemenda var mjög blómlegt á skólaárinu og m.a. var sett upp leikrit í leik- stjórn þeirra Harðar og Jóns Benónýssona; haldin var vegleg 1. des. hátíð, þorrablót og árs- hátíð. Framhaldsskólinn á Laugum. Gengið hefur verið frá ráðn- ingu allra kennara skólans fyrir næsta skólaár og er það allt fólk með reynslu og réttindi. Unnið hefur verið að því í vetur að gera skólann að 4 ára skóla og hyllir undir það því á næsta ári verða bæði íþrótta- og ferðamálabraut 3 ára nám auk 2 ára náms á bók- náms-, mála- og náttúrufræði- braut. Hannes Hilmarsson skóla- meistari sagði við skólaslit að vel hefði tekist til við að renna styrk- ari stoðum undir skólahald á Laugum, starfsfólk væri sterkur og samheldinn hópur enda væri vaxandi aðsókn að skólanum. GG úrskurðinn á þessu stigi málsins og sagðist ekkert vilja segja um verkefnastöðu byggingafélagsins og er allt því óvíst um verkefnin. Að sögn Ingvars átti að skipa bústjóra til bráðabirgða í gær- kvöldi. Ingvar sagði að bústjóri yrði skipaður í samráði við þá kröfuhafa sem næst í enda á bústjóri að gæta hagsmuna kröfu- hafa. Síðan tekur skiptastjóri við meðferð þrotabúsins eftir fyrsta skiptafund kröfuhafa með skipta- ráðanda og við gildistöku nýrra laga um gjaldþrotaskipti þann 1. júlí nk. færist gjaldþrotabúið til nýrrar meðferðar. Starfar sami skiptastjóri þá án atbeina héraðs- dómara. GT Dráttarvéla- námskeið á Akureyri Umferðarráð, Vinnueftirlit ríkisins og Okukennarafélag íslands standa fyrir námskeiði í akstri og meðferð dráttarvéla á Akureyri dagana 5. og 6. júní næstkomandi. Hér er um að ræða fornám- skeið sem er ætlað unglingum sem fæddir eru á árunum 1977- 1979. Kennslan fer fram í hús- næði ökuskóla Ökukennarafélags Akureyrar í Kaupangi og hefst á föstudaginn kl. 18. Skráning fer fram hjá Vinnu- eftirliti ríkisins í Hafnarstræti 95 á morgun, fimmtudag, kl. 13-18 og á föstudag kl. 8-12. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 25868. Þeir unglingar sem ætla í sveit í sumar eru hvattir til að sækja námskeiðin, en þau miða að því að auka öryggi unglinga í sveita- dvöl. SS endur komu til að taka við íbúð- unum. Frágangi utanhúss, máln- ingarvinnu og vinnu við lóðina á að vera lokið að mánuði liðnum. Borg hf. var aðalverktaki við bygginguna en Naustavör hf. annaðist raflagnir, Sigurður Jóns- son pípulagnir, Björn Oigeirsson er málarameistari, Rúnar Hannes- son dúklagningameistari og Sig- urjón Parmesson múrarameistari en auk hans unnu húsvískir múr- arar við bygginguna. Við afhendingu íbúðanna þakkaði Gunnar Bergmann iðn- aðarmönnunum fyrir vel unnin störf og sagði að úttektarmenn frá Húsnæðismálastofnun hefðu lokið lofsorði á handbragð þeirra. Sagði Gunnar að sér þætti vænt um þau ummæli. IM Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Jafnréttisnefnd hefur sam- þykkt að leita samstarfs viö Norræna jafnlaunaverkefniö um gerð rannsókna um launa- stöðu kynjanna á Akureyri. ■ Jafnréttisnefnd hefur sam- þykkt að auglýsa styrki til verkefna sem hafa það mark- mið að jafna stöðu kynjanna. ■ íþrótta- og tómstundaráð hefur tekið jákvætt í erindi frá Erni Inga, þar sem hann fer þess á leit við ráðið að fá afnot af íþróttaskemmunni vegna sumarskóla í listum tímabilið 15. júní til 30. júlí nk. Jafn- framt hefur ráðið falið for- stöðumanni íþróttaskemm- unnar að semja við Örn Inga um leigutímabil og leigukjör. ■ Skipulagsnefnd hefur bor- ist erindi frá Sigurborgu Daða- dóttur, f.h. Hestamannafé- lagsins Léttis, þar sem sótt er um að vegurinn sem liggur suður úr Breiðhoitshverfi og austur að Brún verðir auglýst- ur árstíðabundinn reiðvegur. Nefndin vísar erindinu til geröar skipulags reiðvega.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.