Dagur - 03.06.1992, Síða 5
Miðvikudagur 3. júní 1992 - DAGUR - 5
í dag á Páll A. Pálsson, Ijós-
myndari, 25 ára starfsafmæli.
Af þessu tilefni átti Dagur
viðtal við Palla á Ljósmynda-
stofu Páls sem verið hefur til
húsa í Skipagötu í aldarfjórð-
ung fyrst í nr. 2 og síðan í nr. 8.
Páll lærði ljósmyndaiðnina hjá
Pétri Jónassyni, ljósmyndara á
Húsavík sem enn er að störfum.
Páll setti síðan á fót ljósmynda-
stofu árið 1967. Aðspurður um
hvernig hafi gengið segir hann að
viðskiptavinirnir verði að leggja
dóm á störf hans. „Petta er ákaf-
lega tarnakennt starf,“ segir Páll.
Á 25 árum hefur Páll augljós-
lega kynnst ýmsu í fari fólks sem
kemur sér vel ef myndin á að
sýna persónueinkenni fyrirsæt-
unnar.
Á aldarfjórðungi hefur orðið
mikil þróun á sviði ljósmynda-
tækni. „Gæði pappírs, filma og
efna hafa aukist mjög. í upphafi
var allt í svart-hvítu. Ég skipti
yfir í lit árið 1974 en það hefur
alltaf verið hægt að velja um lit
og svart-hvítt auk þess sem hægt
er að gera svart-hvíta mynd eftir
litfilmu. Svo er stór hluti af starf-
inu að endurgera gamlar myndir,“
segir Páll
I tilefni af afmæli ljósmynda-
stofunnar fá viðskiptavinir stækk-
aða mynd í kaupbæti með öllum
passamyndatökum á árinu 1992.
í tækniþróuninni er Páli hug-
stæðust sú breyting er varð þegar
Páll A. Pálsson á 25 ára starfsafmæli í dag.
Mynd: Golli
Ljósmyndastofa Páls:
25 ára starfsafmæli
hann fékk leifturljósin og brautir
í loftið í stað gólfljósa. „Svo er
það Hasselblad-myndavélin sem
ég hef notað síðan 1968.“
Páll bendir á að hann myndi
einkum stórar stundir í lífi hvers
manns en í glugganum hjá Páli
má sjá sama aðila myndaðan á
fimm aldursskeiðum.
Ljósmyndarinn Páll finnur sér
samsvörun í safnaranum með
sama nafni. Hann á gott safn
ljósmyndavéla sem nálgast hund-
raðið. Par á meðal eru allar þær
vélar sem hann hefur notað frá
upphafi að tveimur undanskild-
um. „Draumurinn er að finna
þær aftur,“ segir Páll.
Önnur árátta hjá Páli kemur í
ljós þegar hann sýnir þær vísur
um hann sjálfan sem hann hefur
smám saman safnað frá góðum
hagyrðingum meðal viðskiptavin-
anna. „Oft launa menn myndirn-
ar með vísu og sumir eru svo
fljótir að koma þessu frá sér að
ég má hafa mig allan við til að ná
í blað og blýant. Þetta byrjaði
þegar ég var í sama húsi og
Bjarni heitinn Jónsson, úrsmið-
ur, sem var mjög snjall hagyrð-
ingur. Hann orti um mig vísu og
síðan hefur þetta hlaðið utan á
sig,“ segir Páll. Hér á eftir fer
kaldhæðin vísa Rósbergs G.
Snædal um Pál og síðan önnur
síður kaldhæðin eftir annað
skáld:
Handaskömm er handverk Páls,
hér um vitni bera.
Myndasmiður Satans sjálfs
sæmd'onum helzt að vera.
Önnur skondin vísa um Pál er
kveðin af Jóni heitnum Bjarna-
syni frá Garðsvík, umsjónar-
manni vísnaþáttar Dags til
margra ára:
Sérhvert þjóðland meta má
myndirnar frá Páli.
Hann er skáld sem yrkir á
alheims tungumáU.
Eftir hádegi í dag verður gest-
um og gangandi boðið upp á kaffi
og meðlæti á ljósmyndastofu
Páls. GT
Fjórtán reyklausir dagar
Krabbameinsfélag Akureyrar
og nágrennis hefur farið þess
á leit við Dag að blaðið birti
leiðbeiningar til þeirra sem
hættu að reykja á „Reyklausa
daginn“ svonefnda 1. júní sl.
Leiðbeiningar þessar taka til
fyrstu 14 daganna. Hér á eftir
fara ráðleggingar sem gilda
fyrir þriðja daginn, þ.e. mið-
vikudaginn 3. júní.
Þriðji dagur
Þú skalt ekki vænta neinna
kraftaverka. En taktu eftir því að
líkaminn er þegar byrjaður að
laga sig að reyklausri tilveru.
Hin langvarandi kolsýrlingseitr-
un er farin að lina á tökunum.
Hugsun þín verður smátt og
smátt skýrari, skapið verður
betra, þreytan minnkar, og þú
hefur sofið betur. Að vísu er
ekki um að ræða neinar stór-
breytingar en samt eru þær
merkjanlegar.
Þeir sem hafa orðið fyrir
minni háttar svefnleysi mega nú
búast við friðsömum nóttum og
dýpri svefni. Jafnvel þótt þú
vaknir á næturnar þá ætturðu
að sofna fljótt aftur.
Streitureykingamenn fara
smám saman að endurheimta
einbeitingarhæfileikann.
Ein er sú breyting sem fer
ekki fram hjá neinum: Líkams-
ástandið er betra. Öndunin er
auðveldari og dýpri en áður.
Menn hafa það ekki lengur á til-
finningunni að þeir séu að
springa úr mæði þó að þeir
hlaupi sprett.
Smám saman verður lyktar-
skynið næmara. Sérstaklega
ættirðu að finna til þess á
morgnana. Áður fyrr varstu með
vont bragð í munninum þegar
þú vaknaðir og það liðu jafnvel
margir klukkutímar áður en þér
fór að líða bærilega en nú
skynjarðu umhverfið á allt ann-
an veg en áður, og það alveg
frá því að þú opnar augun á
morgnana.
Vel má vera að þú þurfir að
grípa til einhverra þeirra ráða
sem þú hefur þegar lært til að
slökkva löngunina í reyk þegar
hún verður sem sárust. En það
verður sífellt auðveldara að
komast yfir þessi erfiðleikatíma-
bil og það líður líka lengri tími á
milli þeirra.
Og nú máttu ekki fyrir nokkra
muni slaka á árvekninni. Þú
mátt ekki láta undan þeirri löng-
un að gæla við tilhugsunina um
eina, bara eina sígarettu. Það
er ekki eingöngu að bragðið af
henni sé vont og þér verði óglatt
af henni, heldur vekur hún líka
upp löngun í fleiri. Reyndu held-
ur að líta á þig eins og sjúkling í
endurhæfingu sem þegar er
kominn nokkuð á bataleið.
Gefðu líkamanum tíma til að
hressast aftur.
Frá Raíveitu
Akurqrar
Viðskiptavinir Rafveitunnar eru
vmsamlegast beðnir að greiða
gjaldfallna rafinagnsreikninga
sem fyrst.
Innheimtustjóri.
Dómar
kynbótahrossa
Héraðssýning kynbótahrossa
á Melgerðismelum.
Miðvikudagur 3. júní:
Dómar hefjast kl. 9.00 á afkvæmahrossum, síðan
4ra vetra hryssum, 5 vetra hryssum og ca. 10 fyrstu
hryssurnar í flokki 6 vetra og eldri.
Fimmtudagur 4. júní:
Kl. 9.00 hryssur 6 vetra og eldri.
Föstudagur 5. júní:
Kl. 9.00 stóðhestar 4ra vetra, stóðhestar 5 vetra,
stóðhestar 6 vetra og eldri.
Ungfolar byggingadæmdir.
Farið verður eftir sýningarskrá eins og unnt er.
Dæmd eru ca. 7 hross á klst. eða ca. 40 á dag.
Laugardagur 6. júní:
Yfirlitssýning kynbótahrossa kl. 14.00.
Sýningarskráin er til sölu hjá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar, Óseyri 2.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
Kjötborðið fullt " af gómsætum j vörum sem kitla jj bragðlaukana. [ Meistara- j kokkurinn Hermann Huijbens tilbúinn til skrafs og ráðaqerða. .
SHÍf,- . ; jjÍpSi “■khWl 7 jsst v ^*- f
Vikutilboð dagana 3.-9. júní
Kartöflur 2 kg 85 kr. Tc maiskorn 425 g 38 kr.
Amerísk B.C. epli 99 kr. kg Coca Cola 2 I 99 kr.
Paprikubúöingur Kjötbúðingur 449 kr. kg Grill svínakótilettur (vacumpakkning) 895 kr. kg
Einars pylsubrauð 5 stk. í poka 48 kr. Grillkol 4,5 kg 249 kr. 55,40 kr. kg
Matvörumarkaðurinn Kaupangi