Dagur - 03.06.1992, Side 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 3. júní 1992
Vantar f umboðssölu alls konar
vel með farna húsmuni t.d.:
Frystikistur, ísskápa, kæliskápa,
örbylgjuofna, videó, myndlykla,
sjónvörp, sófasett, sófaborð, horn-
sófa og gömul útvörp, skápasam-
stæður, hillusamstæður, skrifborð,
skrifborðsstóla, eldhúsborð og
stóla, kommóður, svefnsófa eins og
tveggja manna og ótal margt fleira.
Til sölu á staðnum og á skrá alls
konar vel með farnir húsmunir til
dæmis: Ódýrir ísskápar. Ódýr
hljómtækjasamstæða, sem ný,
einnig saunaofn 71/2 kV. Sjónvörp.
Flórída, tvíbreiður svefnsófi. Svefn-
sófar, tveggja manna og eins
manns. Eldhúsborð, margar gerðir.
Strauvél á borði, fótstýrð. Ljós og
Ijósakrónur. Tveggja sæta sófar.
Ódýr skatthol, stór og lítil, (mishá).
Skrifborð og skrifborðsstólar. Sófa-
borð, hornborð og smáborð. Hansa-
skápar, hansahillur og fríhangandi
hillur, styttur (orginal) t.d. Hugsuð-
urinn, Móðurást og fleira, ásamt
öðrum góðum húsmunum.
Umboðssalan Lundargötu 1 a,
sími 23912, h: 21630.
Fundarboð!
Stofnfundur hlutafélags um atvinnu-
uppbyggingu í Reykjahverfi verður
haldinn í Heiðarbæ, þriðjudaginn 9.
júní nk. kl. 21.00.
Þeir sem vilja gerast stofnfélagar
eru hvattir til að mæta.
Nánari upplýsingar í síma 43918.
Undirbúningsnefnd.
Úðun fyrir roðamaur og maðki.
Uppl í síma 11172 og 11162.
Garðeigendur.
Tökum að okkur úðun á trjám og
runnum og úðun gegn roðamaur.
Skrúðgarðyrkjuþjónustan sf.
Baldur, sími 23328.
Jón Birgir, sími 26719.
Til sölu MMC L300, árg. 1981.
Uppl. í síma 22161 eftir kl. 20.
Tökum að okkur daglegar ræst-
ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Ennfremur allar hreingerningar,
teppahreinsun og gluggaþvott.
Ný og fullkomin tæki.
Securitas, ræstingadeild, símar
26261 og 25603.
Hreingerningar, teppahreinsun,
þvottur á rimlagardínum, leysum
upp gamalt bón og bónum.
Tökum að okkur hreingerningar,
teppahreinsun og bón í heimahús-
um og fyrirtækjum.
Þvoum rimlagardínur, tökum niður
og setjum upp.
Leiga á teppahreinsivélum, sendum
og sækjum ef óskað er.
FJölhreinsun, Fjölnisgötu 6c,
Inga Guðmundsdóttir,
simi 11241, heimasími 25296,
símaboðtæki 984-55020.
Hefur þú skoðað Suðurland?
Fjögurra svefnherbergja hús í Hvera-
gerði til leigu í sumar, viku í senn.
Perlur Suðurlands: Þingvellir, Gull-
foss, Geysir og Laugarvatn, allt inn-
an seilingar.
Pantanir í síma 98-22780.
Leikfélae Akurcyrar
Gestaleikur
frá Þjóðleikhúsinu:
KÆRA
JELENA
eftir Ljudmilu Razumovskaju
Sýningar
Fö. 19. júní kl. 20.30.
Lau. 20. júní kl. 20.30.
Sun. 21. júní kl. 20.30.
Miðasala er í Samkomuhúsinu,
Hafnarstræti 57, alla virka daga
kl. 14-18. Símsvari allan sólahringinn.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími i rniðasölu: (96) 24073.
Saga leiklistar
á Akureyri
1860-1992
er komin út!
Bókin er til sölu í miðasölu
Leikfélagsins. Þar geta og þeir
áskrifendur sem hentugleika
hafa vitjað bókarinnar.
Til sölu bíltæki m/2 hátölurum.
Auk þess grjótgrind á Skoda.
Upplýsingar í síma 96-23584 í
hádeginu (Birgir).
Girðingarstaurar til sölu.
Til sölu góðir girðingastaurar (reka-
viður).
Hagstætt verð.
Upplýsingar í síma 96-52275.
Til sölu 2 vatnsrúmsdýnur, stærð
90x210.
Full dempun.
Seljast ódýrt.
Uppl. í síma 26060, eftir hádegi.
Til sölu:
Sófasett 3-2-1, stakur sófi, sófa-
borð, eldhúsborð og tveir góðir
barnavagnar.
Uppl. í síma 24564 kl. 12-13 og á
kvöldin.
Til sölu er logsuðutæki og raf-
suða.
Uppl. I síma 41476.
Til sölu garðsláttuvél, ársgömul
með poka. Verð 13 þúsund, kostar
ný talsvert mikið meira.
Einnig til sölu á sama stað Mazda
929 HT, 2ja dyra, árg. ’83.
Skoðaður ’93. Rafmagn í rúðum.
Topplúga. Hvít. Góð sumar- og
vetrardekk. Verð 350 þúsund. Mjög
góð kjör.
Uppl. í síma 23092 eftir kl. 19.00.
Vinna - Leiga.
Gólfsögun, veggsögun, malbiks-
sögun, kjarnaborun, múrhamrar,
höggborvélar, loftpressur, vatns-
sugur, vatnsdælur, ryksugur, loft-
sugur, háþrýstidælur, haugsuga,
stíflulosanir, rafstöðvar, mini-grafa,
dráttarvél 4x4, pallaleiga, jarðvegs-
þjöppur, steypuhrærivólar, hefti-
byssur, pússikubbar, flísaskerar,
keðjusagir o.fl.
Ný símanúmer:
96-11172, 96-11162, 985-23762,
984-55062, símboði.
Get tekið að mér 8-11 ára strák
eða stelpu í júnf.
Hef leyfi og námskeið fyrir vistfor-
eldra i sveit.
Upplýsingar í síma 61511.
Heyhleðsluvagn óskast til kaups.
Ca. 25 rúmmetra.
Til sölu er Subaru hatcbach,
árgerð 1983.
Verðhugmynd 180 þús., staðgreitt.
Upplýsingar í síma 43592.
Óska eftir skiptum á heilum vel
með förnum kæliskáp með litlu
frystihólfi inní og tvískiptum með
kæli að ofan og frysti að neðan.
Nánari upplýsingar gefur Matthildur
í síma 94-7825.
Til sölu 4ra tonna trilla.
Kvótalaus en hefur veiðileyfi.
Uppl. í síma 22272 eftir kl. 19.00.
Til sölu trilla!
Trilla 1,7 tonn með Saab-vél til sölu.
Upplýsingar í síma 25792.
Til leigu 3ja herb. íbúð á Eyrinni.
Upplýsingar í síma 21921.
Á besta stað í bænum er til leigu
5 herbergja íbúð.
Innbú getur fylgt.
Leigist í 3 til 4 mánuði.
Uppl. í síma 21846 eftir kl. 17.00.
Tveggja herbergja íbúð til leigu.
Einnig eitt herbergi aðgangur að
baði og eldhúsi.
Upplýsingar í síma 26790.
Til leigu tveggja herbergja íbúð.
Upplýsingar I síma 96-24949.
Erum kattþrifin og kurteis og
vantar 2ja-3ja herbergja íbúð til
leigu á Akureyri í 1 til 2 ár.
Upplýsingar í síma 96-33167.
Óskum eftir 3-4 herb. íbúð á
leigu.
Helst á Eyrinni.
Upplýsingar í síma 96-11318.
Tónlistarskólinn á Akureyri aug-
lýsir eftir 4-5 herbergja leiguíbúð,
helst raðhúsi eða litlu einbýlis-
húsi.
íbúðin þarf að vera laus I ágúst.
Til greina kemur leiga í nokkra mán-
uði.
Upplýsingar gefur Gunnar Frí-
mannsson í Tónlistarskólanum í
síma 21788 eða heima í síma
22016.
Versl. Notað innbú, sími 23250.
Vantar, vantar, vantar.
Okkur vantar nú þegar ýmsan hús-
búnað. Svo sem sófasett, sófaborð,
hillusamstæður, hornsófa, sjón-
varpsskápa, sjónvörp, videó, afrugl-
ara, videótökuvélar, ísskápa,
þvottavélar, uppþvottavélar, elda-
vélar, eldhúsborð, eldhússtóla,
skrifborð, skrifborðsstóla, kommóð-
ur, svefnsófa fyrir tvo og margt,
margt fl.
Sækjum - sendum.
Versl. Notað innbú Hólabraut 11.
Opið 13-18 virka daga, laugard.
Víngerðarefni:
Vermouth, rauðvín, hvítvln, kirsu-
berjavín, Móselvín, Rínarvín,
sherry, rósavín.
Bjórgerðarefni:
Þýsk, dönsk, ensk.
Plastbrúsar, síur, vatnslásar, alkohól-
mælar, sykurmælar, líkkjörar, filter,
kol, kísill, felliefni, suðusteinar o.fl.
Sendum í eftirkröfu.
Hólabúðin hf.,
Skipagötu 4, sími 21889.
Halió krakkar 8 ára og eldri!
Siglinganámskeiðin hefjast 8. og
22. júní og byrja kl. 9 og kl. 13 við
Höpfner, sími 27488.
Námskeiðin standa í tvær vikur og
kosta 4000 krónur.
Kennt verður á Optimist seglskútur
og árabáta.
Kennari verður Guðmundur Páll
Guömundsson, heimasími 11677.
Nökkvi féiag siglingamanna á
Akureyri.
BORGARBÍÓ
Salur A
Miðvikudagur
Kl. 9.00 Stúlkan mín
Kl. 11.00 Thelma og Louise
Fimmtudagur
Kl. 9.00 Stúlkan mín
Kl. 11.00 Thelma og Louise
BiLLY BATHGATE
Salur B
Miðvikudagur
Kl. 9.00 Hundaheppni
Kl. 11.00 Billy Bathgate
Fimmtudagur
Kl. 9.00 Hundaheppni
Kl. 11.00 Billy Bathgate
BORGARBÍÓ
S 23500
ER ÁFENGI VANDAMÁL
í ÞINNI FJÖLSKYLDU?
AL - ANON
Fyrir ættingja og vini
alkóhólista.
FBA - Fullorðin börn
alkóhólista.
I þessum samlðkum gelur þú:
★ Hitl aðra sem glima viö sams
konar vandamál.
★ Öðlast von I stað örvæntingar.
★ Bætt ástandið innan fjölskyldunnar.
* Byggt upp sjállstraust þitt.
Fundarstaður:
AA húsið, Strandgata 21, Akureyri,
siml 22373.
Fundir I Al-Anon deildum eru
alla miðvikudaga kl. 21 og
lyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 14.
FBA, Fullorðin börn alkóhólista,
halda tundi á þriðjudagskvöldum kl. 21.
Nýtt fólk bodli velkomii.
A
10-12.
HVÍTASUimJKIRKJAn wsmkdshUð
Miðvikudag kl. 20.30, biblíulestur.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hjálparlínan, sími 12122 - 12122.
Stígamót, samtök kvenna gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi. Símatími á Ak-
ureyri á fimmtudagskvöldum frá kl.
21.00-23.00. Síminn er 27611.
Samtök um sorg og sorg-
arviðbrögð verða með
's'' opið hús í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju firnmtu-
daginn 4. júní frá kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
í dag, miðvikudaginn 3. jóní, verður
sextugur Rafn Hjaltalín bæjargjald-
keri, Vanabyggð 1, Akureyri.
Hann og eiginkona hans, Sigrún
Hjaltalín taka á móti gestum í
Hamri, félagsheimili Þórs á afmælis-
daginn, frá kl. 17.00 - 19.00
Sonur Ottós
- ný Úrvalsbók
Fyrir skömmu kom út ný bók í
ritröðinni úrvalsbækur. Bókin
ber nafnið „Sonur Ottós“ og
er eftir hinn kunna spennu-
sagnahöfnund Walter Wager.
„Sonur Ottós“ er önnur bók
Walters Wagers sem Úrvalsbæk-
ur gefa út. Sú fyrri var „58 mínút-
ur“, sem út kom síðastliðið
haust.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „Sonur Ottós“ gerist í New
York nokkrum áratugum eftir
síðari heimsstyrjöldina. Hún
hefst á versta neðanjarðarbraut-
arslysi sögunnar, þar sem 117
manns létust en enginn komst af.
Þetta slys er augljóslega af
mannavöldum. Vísbendingar eru
á hinn bóginn engar, ef frá er tal-
ið bréf sem borgarstjóranum var
sent. í bréfinu er því lýst yfir að
ódæði verði framið á tilteknum
stað og stund. Undirritun er
engin, aðeins stafirnir S.O. Hver
eða hverjir voru S.O.? Hvaða til-
gangi þjónuðu ódæðin? Voru þau
bara til að sanna að S.O. gæti
þetta?...
MEN0R:
Leiðrétting
Sú villa slæddist inn í menningar-
dagskrá MENOR fyrir júnímán-
uð að söngur og sólstöðukaffi
væri á dagskrá sunnudaginn 14.
júní. Þetta er ekki rétt. Sumar-
sólstöður eru 21. júní og þann
sunnudag verður boðið upp á
söng og sólstöðukaffi að Breiðu-
mýri í Reykjadal kl. 15. Kvenna-
kórin Lissý syngur og Hildur
Tryggvadóttir, sópran, Ragnar
Þorgrímsson leikur undir á píanó
og stjórnandi er Margrét Bóas-
dóttir.