Dagur - 03.06.1992, Side 11

Dagur - 03.06.1992, Side 11
Miðvikudagur 3. júní 1992 - DAGUR - 11 IÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Stend mig bara betur næst - segir Guðmundur Benediktsson, knattspyrnumaður hjá Ekeren Þórsarinn ungi, Guðmundur Benediktsson, sem æfði og spilaði knattspyrnu með Ekeren í Belgíu, segist ekki sáttur við eigin frammistöðu í vetur. „Þetta er auðvitað búið að vera ágætt en ég er staðráðinn í því að standa mig betur á næsta tímabili,“ sagði Guð- mundur í viötali við blaða- mann. Eins og flestum lesendum Dags ætti að vera kunnugt, fór Landsleikur við Ungverja í dag íslendingar spila landsleik við Ungverja í knattspyrnu í dag. Leikurinn hefst klukkan 18, að íslenskum tíma, og verður leikn- um að öllum líkindum sjónvarp- að beint frá Ungverjalandi. Ekki var búið að tilkynna byrjunarlið íslendinga þegar blaðið fór í prentun. SV Ósigur hjá U-21 liðinu íslenska landsliðið í knatt- spyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði fyrir Ung- verjum í fjörugum leik, 3-2. íslendingarnir spiluðu mjög vel framan af og höfðu yfir 0-1 í hálf- leik. Ungverjar voru ekkert á því að gefast upp og náðu að skora þrjú mörk á skömmum tíma. Stuttu fyrir leikslok hresstust íslensku strákarnir aftur og minnkuðu muninn. Mörk íslend- inganna skoruðu tvíburabræðurnir af Skaganum, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. Þórsarinn Lárus Orri Sigurðsson spilað sinn fyrsta U-21 árs leik. SV „Ég var fjórum sinnum vara- maður og fékk lítið að spila. Mér tókst ekki að skora en stefnan er að hrúga inn mörkunum strax og færi gefst,“ segir Guðmundur. Guðmundur Benediktsson út til Belgíu síðastliðið haust til þess að reyna fyrir sér í atvinnuknatt- spymunni hjá Ekeren. Guðmund- ur spilaði með Þór á síðasta' keppnistímabili en hélt svo utan í vetur. Hann er nú staddur á Akureyri og verður í leyfi út júní Þegar Guðmundur var spurður hvernig tímabilið hefði verið sagðist hann ekki vera neitt sér- lega ánægður en var staðráðinn í því að gera betur næst. „Ég var fjórum sinnum varamaður og fékk lítið að spila. Mér tókst ekki að skora fyrir liðið en stefnan er að hrúga inn mörkunum strax og færi gefst“, sagði Guðmundur. „Baráttan um sætið í hópnum er gríðarlega mikil og maður verður að standa sig vel með varaliðinu til þess að fá tækifæri. Svo er spurningin bara um að nýta það,“ sagði Guðmundur og bætti því við að þarna úti væri líf- ið bara fótbolti og aftur fótbolti. „Við æfum tvisvar á dag tvo daga í viku og einu sinni á dag þrisvar. Um helgar er svo leikur og einn frídagur“. Eins og áður sagði fer Guð- mundur út aftur um næstu mán- aðamót en fram að því er bara að hvíla sig og búa sig vel undir átökin. SV Rut Sverrisdóttir og Elvar Thorarensen taka þátt í leikunum í Barcelona. Ólympíuleikar fatlaðra: Fjórir Akureyringar fara Ólympíunefnd hefur staðfest að fjórir Akureyringar fara á Ölympíuleika fatlaðra og þroskaheftra í sumar. Rut Sverrisdóttir og Elvar Thorar- ensen, IFA, keppa á Ólympíu- leikum fatlaðra í Barcelóna, Rut í sundi og Elvar í borð- tennis. Stefán Thorarensen, Handboltalandsliðið á ÓL?: Æfíngahópuriim valinn Þorbergur Aðalsteinsson til- kynnti í gær landsliðshópinn sem tekur þátt í undirbúningn- um fyrir Ólympíuleikana, komist íslenska liðið þangað. Eins og kunnugt er gæti svo farið að íslenska liðið taki sæti þess júgóslavneska á leikun- um. Allir leikmennirnir sem spiluðu í B-Heimsmeistara- keppninni í Austurríki í vetur hafa gefið kost á sér nema Ársþing Blaksambandsins: Veigamiklar breytingar samþykktar Ársþing Blaksambands íslands var haldið helgina 22.-23. maí á Höfn í Hornafirði. Nokkrar athyglisverðar breytingar voru samþykktar á þinginu, m.a. á deildakeppni karla og einnig var samþykkt tillaga frá KA um að taka upp keppni í strandblaki sem nýtur vinsælda erlendis. Sl. tvö ár hefur verið leikin fjórföld umferð í 1. deild og efsta liðið að henni lokinni hefur orðið íslandsmeistari. Á næsta tímabili verður leikin fjórföld umferð með 6 liðum og efsta liðið verður deildarmeistari. Síðan taka fjög- ur efstu liðin þátt í úrslitakeppni um íslandsmeistaratitilinn. Einnig var samþykkt að reyna að efla 2. Knattspyrna, 2. flokkur: KA sigraði Þór KA menn höfðu betur gegn Þór í fyrri leik liðanna í íslandsmótinu í knattspyrnu, 2. flokki, 1:2. Leikurinn var illa leikinn og ekki mikið fyrir augað. Liðin leika í 2. deild þessa aldursflokks. Fyrri leikur KA og Þórs í íslandsmótinu í knattspyrnu, 2. flokki, fór fram á mánudags- kvöldið. KA menn sóttu meira fyrstu 10-15 mínúturnar og náðu að skora tvö mörk á þeim kafla. Þeir Matthías Stefánsson og Sig- þór Júlíusson skoruðu sitt markið hvor. Þórsarar náðu að minnka muninn þegar u.þ.b. 15 mínútur voru til leiksloka, með marki Steindórs Gíslasonar úr víti. Eiríkur Eiríksson, þjálfari Þórsara var að vonum óánægður með gang mála. „Þeir voru sterk- ari framan af en þegar upp var staðið hefði leikurinn alveg eins getað endað með jafntefli. Það hafa orðið miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra en við stefn- um auðvitað að því að komast upp“ sagði Eiríkur. Hinrik Þórhallsson, þjálfari KA, var ekki sáttur við leik sinna manna en var ánægður með sigurinn. „Við byrjum vel og skorum tvö mörk en eftir það detta menn alveg niður á hælana. Þetta var fyrsti leikurinn okkar á grasi og það hefur sitt að segja. Við ætlum okkur upp og eigum sömu möguleika og aðrir,“ sagði Hinrik. SV deild karla. Þær breytingar verða á stiga- gjöf í íslandsmótinu að í stað tveggja stiga fyrir sigur fá lið nú eitt stig fyrir hverja hrinu sem þau vinna. Það þýðir að liðið sem vinnur fær alltaf þrjú stig en tap- liðið á möguleika á að fá tvö stig þrátt fyrir ósigurinn. Önnur breyting var samþykkt varðandi stigagjöf og það snertir leikmenn. Nú á að fara að taka saman hvað leikmenn skora mörg stig í leik, líkt og í öðrum boltagreinum. Víða erlendis nýtur svokallað strandblak vinsælda, stundað á sandvöllum með tveggja manna liðum. Samþykkt var tillaga frá KA um að reyna þetta í sumar en nokkuð víst er að það verður ekki á ströndinni. Sú breyting varð á stjórninni að Sigurður Harðarson frá KA dró sig í hlé en hann var varafor- maður sambandsins. KA-menn eiga þó áfram stjórnarmenn því Stefán Jóhannsson varð með- stjórnandi og Bjarni Þórhallsson á sæti í varastjórn. Þetta er í fyrsta sinn sem þing- ið er haldið utan Stór-Reykjavík- ursvæðisins. Segja má að um afmælisþing hafi verið að ræða þar sem Blaksambandið verður 20 ára í haust. Kristján Arason, sem er meiddur. Dagur Sigurösson, Val, var valinn en gefur ekki kost á sér vegna vinnu erlend- is. Eftirtaldir leikmenn skipa hóp íslenska liðsins: Markveröir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val, Bergsveinn Bergsveinsson, FH, Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV, Gísli Felix Bjarnason, Selfossi. Aðrir leikmenn: Jakob Sig- urðsson, Valdimar Grímsson og Jón Kristjánsson, Val. Gústaf Bjarnason, Sigurður Sveinsson og Einar Gunnar Sigurðsson, Selfossi. Birgir Sigurðsson, Bjarki Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson, Víkingi. Patrekur Jóhannesson og Magnús Sigurðs- son, Stjörnunni. Gunnar Andrés- son, Fram, Konráð Olavson, Dortmund, Geir Sveinsson, Granollers, Júlíus Jónason, Bidasoa, Héðinn Gilsson, Dússel- dorf og Sigurður Bjarnason, Grosswallstadt. SV Akri, og Aðalsteinn Friðjóns- son, Eik, keppa í frjálsum íþróttum á Olympíuleikum þroskaheftra í Madrid. Dagur greindi frá því fyrr í vor að búið væri að tilnefna þau Rut, Elvar og Stefán, til að keppa á ÓL, og það hefur nú fengist staðfest. Að auki hefur Aðalsteinn Friðjónsson bæst í hóp Akureyr- inganna. Hann fer, ásamt Stefáni Thorarensen, til Madridar í haust og keppir í frjálsum íþróttum á ÓL þroskaheftra. Þeir sem valdir hafa verið til keppni á leikunum í Barcelóna eru eftirtaldir: í sundi keppa: Ólafur Eiríksson ÍFR Birkir Gunnarsson ÍFR Halldór Guðbergsson ÍFR Svanur Ingvarsson Suðra Geir Sverrisson UMFN Lilja M. Snorradóttir SH Kristín R. Hákonardóttir ÍFR Rut Sverrisdóttir ÍFA í frjálsum íþróttum keppa: Geir Sverrisson UMFN Haukur Gunnarsson IFR í borðtennis keppa: Jón H. Jónsson ÍFR Elvar Thorarensen ÍFA Á ÓL þroskaheftra í Madrid fara: I sundi: Bára B. Erlingsdóttir Ösp Sigrún Huld Hrafnsdóttir Ösp Guðrún Ólafsdóttir Ösp Magnfreð I. Jensson Ösp Katrín Sigurðardóttir Suðra Gunnar Þ. Gunnarsson Suðra í frjálsum íþróttum: Stefán Thorarensen Akri Aðalsteinnn.Friðjónsson Eik SV Unglingalandsmótið í Eyjafirði: Gert er ráð fyrir 1500-2000 ungmeraium Undirbúningur fyrir Unglinga- landsmót Ungmcnnafélaganna stcndur nú sem hæst. Gert er ráð fyrir að um 1500-2000 ung- menni mæti til leiks og áhersla er lögð á að foreldrar mæti og hvetji unga fólkið. Mótið hefst 10. júlí og stendur í þrjá daga. Það verður væntanlega líf og fjör í Eyjafirði dagana 10.-12. júlí þegar fram fer Unglinga- landsmót Ungmennafélaganna. Keppnisstaðir eru Dalvík, Árskógssandur, Hrísey, Þela- mörk og Svarfaðardalur. Gert er ráð fyrir að 1500-2000 manns taki þátt í mótinu og því er ljóst að íbúum keppnisstaðanna mun fjölga mikið þessa daga. Forskráningu fyrir mótið lýkur föstudaginn 5. júní þannig að börn og unglingar sem ekki hafa látið skrá sig, en ætla sér að taka þátt, skulu snúa sér til síns félags eða héraðssambands fyrir föstu- dag. Allar nánari upplýsingar fást í síma 96-63133 frá kl. 8-17. Leiðrétting í frétt í laugardagsblaðinu var sagt frá leik KS og Dalvíkur í 2. deild kvenna. Þar var sagt að Jóna Ragnarsdóttir hefði skorað sigurmark Dalvíkinga en hið rétta er að það gerði Rakel Frið- riksdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.