Dagur - 06.06.1992, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 6. júní 1992
Á Miklabæ í Blönduhlíð búa hjónin séra Dalla Þórðardóttir og
Agnar Gunnarsson. Dalla er fyrsti kvenpresturinn sem gegnir
starfi á Miklabæ og raunar fyrsti kvanpresturinn í Skagafirði.
Miklibær er vel þekktur meðal annars fyrir þjóðsöguna um hvarf
séra Odds og drauginn Miklabæjar Solveigu. í dag eru fáir draugar
á sveimi og dreif því blm. Dags sig í heimsókn til þeirra hjóna og
spjallaði við séra DöIIu um stefnur og strauma í trúmálum, trú-
rækni íslendinga og fleira.
Dalla er borin og barnfædd í Reykjavík
og rekur þangað bæði móður- og föðurætt
sína. Móðir hennar er séra Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir prestur í Þykkvabæ í Rangár-
vallasýslu og faðir hennar er Þórður Orn
Gunnarsson fyrrverandi latínukennari við
Menntaskólann í Reykjavík en starfar nú
sem deildarstjóri hjá Flugmálastjórn.
Eiginmaður Döllu er Agnar Halldór
Gunnarsson og eiga þau synina Trostam tíu
ára og Vilhjálm sjö ára.
lengi og húsið ekki vel íbúðarhæft. Þó
fannst okkur mjög gott að búa í Sauð-
lauksdal. Þar bjuggum við meðan verið var
að standsetja prestsbústaðinn á Bíldudal og
keyrði ég á milli Bíldudals og Patreksfjarðar
þangað til að við fluttum.“
- Hvernig lagðist í borgarbarnið að búa
og starfa úti á landi?
„Á Bíldudal var í alla staði mjög gott að
vera. Ég fann ekki svo mikið fyrir breyting-
unni vegna þess að áhuginn á starfinu var
mjög mikill enda var þetta mitt fyrsta
nánast þvert um geð að fara að vestan hefur
mig aldrei iðrað þess.“
Kvenprestar litnir öðrum augum?
í Miklabæjarprestakalli eru fjórar kirkjur;
Silfrastaðir, Miklibær, Flugumýri og Hof-
staðir og þjónar Dalla þeim öllum. Hún er
fyrsti kvenpresturinn sem gegnir prestsstarfi
í þessum kirkjum. Einn gamall kven-
skörungur í Akrahreppi mun hafa sagt að ef
hún yrði jörðuð af kvenpresti mundi hún
ganga aftur. Fann Dalla fyrir því að sóknar-
börnin áttu ekki að venjast kvenprestum?
„Ég hef oft verið spurð að þessu,“ segir
Dalla og hlær. „Ég get ekki sagt að ég hafi
orðið vör við að sóknarbörnin litu mig öðr-
um augum en hins vegar býst ég við að þau
hafi gert það til að byrja með þó þau hafi
ekki látið það uppi. Mér finnst það líka eðli-
legt að fólk líti kvenpresta öðrum augum
fyrst því þetta er hlutur sem það á ekki að
venjast. Fólk er vanafast og vant því að
presturinn sé karlmaður. Þegar síðan kven-
prestur kemur vill fólk eðlilega bíða og sjá
Trúrækni á undanhaldi?
Sú skoðun þekkist að trúariðkun íslendinga
sé á miklu undanhaldi og raunar séu þeir
ekki mjög trúræknir yfirleitt. Hætt sé að
kenna börnum bænir og kirkjusókn fari
minnkandi. Eru íslendingar ekki mjög trú-
aðir?
„Trúariðkun er íslendingum mikið
einkamál. Menn láta ekki mikið bera á sinni
trúariðkun og ég held að það sé einkenn-
andi fyrir hvað þeir eru lokaðir yfirleitt.
Hvað barnatrúna varðar þá er flestum börn-
unum sem eru í kirkjuskóla hjá mér kennd-
ar bænir og þær lesnar fyrir þau. Ég ræði um
mikilvægi þess við alla skírnarforeldra.
Hvað ferminguna varðar held ég að flest-
um börnum sé alvara með staðfestingu
skírnarinnar og ræður þá mestu afstaða
heima fyrir, hvað fyrir þeim er haft af for-
eldrum og öðrum. í upphafi vetrar fer ég
lieim á hvert heimili og spyr viðkomandi
barn hvort það vilji fermast. Ég legg áherslu
á að fermingin er ekki eitthvað sem gengur
yfir eins og bólusetning heldur ákvörðun
Séra Dalla Þórðardóttir prestur á Mildabæ í helgarspjalli:
Prestsstarfið hlýtur að
vera prestinum köllun
Latínu- og grískunám í
Menntaskólanum
„Ég bjó um nokkurn tíma í Frakklandi og
lauk þar prófi sem svaraði til landsprófs hér.
Síðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík
þar sem ég stundaði nám við fornmálabraut.
Á þeirri braut var lögð megináhersla á
grísku og latínu. Þessi braut hafði lengi ver-
ið óskabarn Guðna rektors og mig minnir
að ég hafi byrjað nám annað árið eftir stofn-
un hennar. Þá voru fáir á þessari braut eða
um tíu nemendur í bekknum.“
Dalla hóf nám í guðfræði við Háskóla
íslands haustið 1976 og stundaði hún þar
nám næstu fimm árin og lauk síðan guð-
fræðiprófi vorið 1981.
Prestskapur á Bfldudal
„Eftir að hafa lokið námi vígðist ég til
Bíidudals í Arnarfirði. í guðfræðideildinni
hafði ég kynnst Agnari manninum mínum
en hann hafði lokið guðfræðiprófi og flutt-
umst við til Sauðlauksdals í Patreksfirði til
að byrja með. Þar hafði ekki verið prestur
brauð. Einangrunin var að vísu mikil og
margt sem vantaði fyrir þá sem höfðu alist
upp við að hafa allt. Við vorum staðráðin í
því að láta okkur líða vel á Bíldudal og það
var ekki erfitt því þar var yndislegt að
vera.“
Eiginmaðurínn mikill sveitamaður
Dalla sótti um Miklabæjarprestakall vorið
1986. Þar hafði gegnt prestsstarfi Þórsteinn
Ragnarsson og að höfðu samráði við hann
ákvað Dalla að sækja um brauðið og fékk.
„Agnar hafði alltaf átt sér þann draum að
búa í sveit. Ég held að hann hafi upphaflega
farið í guðfræðina til að geta fengið brauð
úti í sveit og má segja að honum hafi tekist
það eftir krókaleiðum reyndar.
Hins vegar lagðist ekki vel í mig að koma
í sveitina. Ég hafði ekki verið svo mikið sem
einn dag í sveit sem barn og ekki kunnað vel
við skepnur eða haft áhuga á búskap.
Nágrannarnir voru mjög góðir og eru kunn-
ingjar okkar hins vegar leið mér vel með að
vera komin hingað strax á fyrsta degi og sú
tilfinning hefur ekki breyst og þó mér væri
áður en það fer að setja traust sitt á þá
manneskju. Raunar þurfa allir prestar að
lúta þessu lögmáli."
Nýöldin og adrar stefnur
„Mikið hefur verið rætt og ritað um nýja
strauma í trúmálum síðustu misseri og sýn-
ist sitt hverjum og hafa kirkjunnar menn
varað fólk við í ræðu og riti. Hvað sýnist
Döllu um nýjar trúarhreyfingar?
„Ég kynnti mér þessi mál nokkuð í vetur.
Síðan hef ég rætt um nýöldina í örfáurn
predikunum Þá fannst mér að nokkru leyti
að fólk hér í mínu prestakalli hefði ekki
hugsað mikið út í þessi mál og að ég væri að
búa til vandamál sem ekki væri til. Ég var
heldur að vara fólk við en ég held að nýöld-
in hafi ekki hafið innreið sína meðal fólks
hér.
Almennt held ég að fólk sé að Ieita að
einhverju nýju og mín skoðun er sú að fólk
getur fundið það sem það leitar að innan
þjóðkirkjunnar og ef það gerir það ekki hef-
ur einstaklingurinn ekki leitað nóg.“
sem skiptir einstaklinginn máli allt hans líf.“
Hættir aö þakka guði velgengnina
Breyttir samfélagshætti íslendinga síðustu
áratugi hafa að margra áliti dregið úr trúar-
iðkun og að allt sem heitir trúariðkun á
heimilum sé dottið upp fyrir. Guðstrú virð-
ist í fljótu bragði ekki skipa veglegan sess í
huga nútíma mannsins.
„Nú hefur heil kynslóð íslendinga lifað
við allsnægtir og þekkir ekkert annað. Og
fólk er farið að hafa það nógu gott til að
þakka sjálfu sér velgengnina. Fólk leitar
gjarnan til Guðs þegar það býr við örbirgð
en hættir til að gleyma honum þegar betur
gengur.
En mitt í velgengninni finna menn tóma-
rúm og að andlegu hliðina vantar . Þeir leita
hennar með ýmsu móti, reyna að finna
sjálfa sig rækta andann og líkamann stunda
hugleiðsu og fleira.
Litríkir prestar
Til eru margar sögur af prestum sem hafa
þótt litríkir persónuleikar. Þekktar eru
Laugardagur 6. júní 1992 - DAGUR - 11
Texti og mynd:
Kári Gunnarsson
sagnir um að prestar séu gjarnan kvensamir
eða drykkfelldir og jafnvel hvorttveggja.
Einn af forverum Döllu á Miklabæ var
þekktur fyrir að byrja sínar ræður með
miklum krafti til að ná athygli kirkjugesta.
„Kirkja sem leggur jafn mikla áherslu á
orðið eins og okkar kirkja hlýtur að gera
kröfur um að prestar séu góðir ræðumenn
og komi boðskap Jesú frá sér á sem bestan
hátt. Því verður prestur að spyrja sjálfan
sig, sem ég vel, flyt ég vel? Því að vel samin
ræða kemst ekki til skila nema hún sé vel
flutt.
Auðvitað er það slæmt þegar sá sem er að
boða æðstu markmið mannsins og mennsk-
unnar lifir ekki eftir því sjálfur; auðvitað er
það slæmt.“
Prestsstarfiö er köllun
Guðfræði er kannski það fag sem fólk veit
hvað minnst um af því sem kennt er í
Háskóla íslands. Hefur einnig það orð á sér
að þangað fari ekki nema einstaklingar sem
eru öðruvísi en annað fólk. Hvað rak Döllu
til náms í guðfræði á sínum tíma?
„Guð kallar ennþá fólk til starfa eins og
hann gerði á dögum frumkristninnar. Það er
ekki víst að einstaklingurinn geri sér grein
fyrir köllun sinni á meðan á námi stendur.
Þegar út í prestsskap er komið gerir hann
sér grein fyrir köllun sinni því ef starfið er
honum ekki köllun verður það honum
sífelld áþján og hann getur ekki sinnt því.
Þó að við förum þessa jarðnesku leið í
gegnum fimm ár í guðfræðinni og ljúkum
síðan guðfræðiprófi, þá held ég, að prests-
starfið geti aldrei verið annað en köllun en
ekki bara vinna að loknu fimm ára námi.“
Mætti endurvekja skriftir
Skriftir eru kirkjuleg athöfn sem íslendingar
þekkja nánast aðeins að afspurn og hafa
menn ýmsar skoðanir á ágæti þeirra. Dalla
hefur mjög ákveðnar skoðanir á þeim sið.
„Við höfum nánast gleymt skriftunum í
okkar kirkjudeild og finnst mér það mjög
miður og hafa þær mjög lítið verið notaðar.
Mín skoðun er sú að það sé mikið tap fyrir
okkur að hafa misst sjónar á þeim. Éinka-
skriftir tíðkuðust lengi hér á Islandi og má
að nokkru leyti líkja þeim við að ganga til
sálfræðings. Þær lögðust af vegna þess að
einkaskriftir voru nánast óframkvæmanleg-
ar vegna þess tíma sem þær tóku en þeir
sem hugðust ganga til altaris urðu að skrifta
fyrst.
Hins vegar er hverjum sem er heimilt að
koma til síns prests og skrifta en það er ekki
mikið notað. Pegar fólk kemur til prestsins
að tala um sín vandamál er það vissulega
ígildi skrifta þó því fylgi ekki syndaaflausn
né kirkjuleg athöfn.“
Syndaaflausnin íslendingum
torskilin
Friðþægingardauði Krists er eitt þeirra trú-
aratriða sem mögrum gengur illa að skilja
og Dalla verður alvarleg á svip þegar það
atriði berst í tal.
„íslendingar eiga erfitt með að skilja að
með dauða sínum á krossinum hafi Jesús
unnið okkur líf og tekið frá okkur það að
þurfa að bera syndirnar. Þetta er höfuð-
boðskapur okkar kirkju og boðskapurinn
um náðina. Þetta gengur það langt að við
eigum erfitt með að trúa því. Einstaklings-
hyggja er mjög rík í íslendingum og það að
menn eigi að vinna fyrir því sem þeir njóta
af eigin rammleik. Þetta er háleit siðfræði
íslendinga og þeir eiga erfitt með að með-
taka friðþægingu Krists því hún kemur
þvert á þessa siðfræði þeirra.“
Guðfræði áhugamál númer eitt
Eins og annað fólk hljóta prestar að eiga
önnur áhugamál en trúmál. Hvernig eyðir
Dalla sínum frítíma?
„Ég hef gaman af að sinna félagsmálum
og er í nokkrum félögum, og syng með
Rökkurkórnum. Mitt áhugamál er samt
guðfræðin. Ég held að góður prestur verji
miklum tíma til að kynna sér guðfræði og
hugsa um hana öllum stundum.
Ég reyni að fylgjast vel með fréttum og
því sem er að gerast úti í heimi hverju sinni.
Ég held að það sé guðfræðingnum nauðsyn-
legt að fylgjast vel með þó að það tengist
ekki guðfræði í fljótu bragði.
Ég hef alls engan áhuga á hrossum ég læt
Agnar sjá um það,“ segir Dalla og brosir.
Kvenfyrirlitning og trúarbrögö
Úbreiðsla íslams um hinn vestræna heim og
öfgahópar bókstafstrúarmanna í Austur-
löndum hljóta að veka okkur til umhugsun-
ar. Að margra áliti birtist kvenfyrirlitning
með ýmsu móti í þessum trúarbrögðum.
Hvaða augum lítur kvenpresturinn þetta?
„Við þurfum ekki að fara til íslams til að
finna þessa stefnur. Við getum fundið trúar-
hópa á íslandi sem boða það að konan sé
óæðri karlinum og reglur um hvernig henni
beri að klæða sig og svo framvegis. Ég held
að þetta sé að nokkru leyti afleiðing þess
mikla frelsis sem við höfum fengið. Tak-
markalaust frelsi getur leitt til ófrelsis og
fólk er hreinlega fegið að því séu settar viss-
ar skorður. Að konan þurfi ekki að vinna
sér sína þjóðfélagsstöðu heldur sé bundin í
visst hlutverk, fyrir einhverjar kann að
fylgja þessu öryggi. Þó eigum við erfitt með
að skilja að einstaklingur sem er alinn upp
við frjálsræði afsali rétti sínum með þessum
hætti.“
Hatar krístin kirkja konur?
Til eru þær konur sem gengið hafa úr krist-
inni kirkju vegna þess að á nokkrum stöðum
í Biblíunni segir að konan eigi að vera
manninum undirgefin. Meðal annarra ritar
Páll postuli þau orð.
„Páll postuli var ekki guð hann var
maður. Hann skrifar á ákveðnum tíma í
ákveðnu samfélagi þar sem þessar hefðir
voru viðteknar. Konur taka ekki mark á
þessu ferkar en sérstökum reglum um fæðu-
val sem birtist í Gamla testamenntinu sem
hæfði því samfélagi.
Kirkjan sein slík tekur sér það vald að
framfylgja ekki þessum reglum og fleirum
t.d. um höfuðbúnað við bænahald svo eitt-
hvað sé nefnt. Þó Biblían sé okkur heilög
ritning verður kirkjan að leggja mat á vægi
þeirra orða sem greinilega eru rituð vegna
annarra samfélagsaðstæðna. Páll postuli
segir einnig þegar hann talar um skírnina:
„Hér er ekki Gyðingur eða Grískur hér er
ekki karl eða kona“ og kemur það fram að
allir eru jafnir fyrir Guði.“