Dagur - 06.06.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 6. júní 1992
Fjórtán reyklausir dagar
Krabbameinsfélag Akureyrar
og nágrennis hefur farið þess
á leit við Dag að blaðið birti
leiðbeiningar til þeirra sem
hættu að reykja á „Reyklausa
daginn" svonefnda 1. júní sl.
Leiðbeiningar þessar taka til
fyrstu 14 daganna. Hér á eftir
fara ráðleggingar sem gilda
fyrir 6., 7., 8. og 9. daginn, þ.e.
laugardaginn 6., sunnudag-
inn 7., mánudaginn 8. og
þriðjudaginn 9. júní.
Sjötti dagur
Gættu að þér. Það er enn
ástæðulaust að vera alltof rogg-
inn með sig. Þrátt fyrir allt
hefurðu um árabil verið að
tileinka þér venjur sem þú hefur
nú sagt skilið við - og „dæla“
reglulega inn í blóðið í þér efna-
samböndum, þar á meðal'
öflugu ávanaefni, sem líkaminn
verður nú að vera án. Það er
ekki nema sanngjarnt að þessi
umbreyting taki meira en viku-
tíma og það jafnvel þótt þú finn-
ir smátt og smátt að þú sért að
ná tökum á óvininum og getir
nokkuð auðveldlega sigrast á
nikótínhungrinu þegar það gríp-
ur þig.
En þú getur samt slakað ofur-
lítið á klónni. Það er ekki lengur
ástæða til að forðast gamla
kunningja þó að þeir reyki, að
því tilskyldu að þeir geri sér
grein fyrir því að þú ert ekki
lengur háður sama lesti og þeir.
Ef reykingafólk heimsækir þig
og vill reykja þá geturðu tekið
fram öskubakka og leyft því að
menga loftið að vild. En fyrir alla
muni gáðu að því að tæma
öskubakkana og losa þig við
innihaldið áður en gestirnir
hverfa á braut. Þó að hálfreykt-
ar sígarettur þefji illa - geta þær
freistað þín meira en góðu hófi
gegnir á erfiðum augnablikum
ef þú lætur þær liggja í ösku-
bakkanum.
Nú muntu fara að finna veru-
lega til vellíðunar þegar tóbakið
hefur losað um tökin á lungun-
um og þessi vellíðan kemur
fram í aukinni vinnugleði, jafn-
betra skapi og meiri alhliða lífs-
nautn.
En það getur samt verið að
þú finnir að mótstaða þín gegn
tóbakslönguninni sé að linast.
Þó að óvinurinn - tóbakshungr-
ið - sé orðinn máttlausari þá
kann ákvörðun þín líka að hafa
misst eitthvað af styrk sínum.
Þess vegna skaltu enn einu
sinni lesa listann þar sem er að
finna ástæðurnar fyrir því að þú
hættir að reykja. Reyndu að rifja
upp fyrir þér hóstaköstin, slapp-
leikann og raunar eirðarleysið
sem þú áttir við að stríða með-
an þú reykir. Gerðu dæmið upp
við sjálfan þig hvort allt sem þú
hefur nú á þig lagt eigi að vera
til einskis og án árangurs.
Sjöundi dagur
Heil vika án reyks - hve langt er
síðan þú hefur upplifað annað
eins? Að minnsta kosti hefurðu
nú sannfært sjálfan þig um að
tóbakið er ekkert allsherjar yfir-
vald yfir tilveru þinni, þú getur
verið án þess ef þú vilt. Erfið-
asta tímabilið er að baki. Frá
þessum degi verður hver dag-
urinn ofurlítið auðveldari en sá
næsti á undan. Þó máttu gera
ráð fyrir að verða fyrir óskýran-
legri löngun í tóbak. Til þess að
þér takist að stíga skrefið til fulls
frá því að vera reykingamaður
og til þess að vera fyrrverandi
reykingamaður þá er mikilvægt
að þú gleymir ekki að endurtaka
Krakkarnir á Krógabóli héldu sýningu á verkum sínum á uppstigningardag.
Meðal verka á sýningunni var þetta forláta íslandskort sem börn á aldrinum
2-6 ára unnu í sameiningu. Myndir: gt
með sjálfum þér hvers vegna
þú ákvaðst að vera fyrrverandi
reykingamaður.
Það er ekki eingöngu vegna
þess að tennurnar verða hvít-
ari, litarhátturinn frískari, skapið
betra og bjartara yfir tilverunni
að þú lætur sígarettuna eiga
sig. En þetta er hluti launanna
sem þú hefur fengið greidd fyrir
að ganga í hóp þeirra sem
reykja ekki.
Ef til vill hefurðu aldrei hug-
leitt á kerfisbundinn hátt hvaða
tjón sígarettan hefur unnið á
líkama þínum. Nú skaltu gefa
þér tíma til þess einmitt þegar
þú ert laus við skaðvaldinn.
Áttundi dagur
Ef þú ert í hópi þeirra heppnu
þá muntu eiga í dag fyrsta heila
daginn án þess svo mikið sem
finna til löngunar í reyk. Samt
sem áður verða flestir að sætta
sig við smávegis vott af tóbaks-
hungri þó að slíkt sé í sjálfu sér
orðið að eins konar vana sem
tiltölulega auðvelt er að hamla
gegn. Að minnsta kosti líða
margir klukkutímar án þess þér
komi tóbak í hug. Og þegar þér
dettur sígaretta í hug veldur
það líkast til aðeins lítilfjörleg-
um óróleika en alls ekki brenn-
andi löngun eins og fyrst.
ÍÞRÓTTIR
Með öðrum orðum: Sá tími
nálgast óðfluga að þér hafi tek-
ist að venja þig af reykingum.
En þú skalt samt ekki hafa
tóbak á heimili þínu því að þú
mátt ekki undir neinum kring-
umstæðum gefa sjálfum þér
færi á að kveikja í þegar koma
erfiðar stundir.
Þegar reykingalöngunin
minnkar er hún eins og bál sem
er að deyja út: Skyndilega getur
hún blossað upp, óvænt og
merkilega öflug. Hún lognast
fljótlega út af en þú verður að
gefa þér tóm til að íhuga hvað
getur hent. Sumir „springa" ein-
mitt í þennan mund. Þeir upp-
skera sárar samviskukvalir
ásamt súrum og vondum reykn-
um. Þeir hafa þá með einni
sígarettu aukið erfiðleika sína
en stökkvi þeir ekki undir eins
upp á vagninn aftur geta þeir átt
á hættu að vera komnir innan
fárra daga á sama tóbaks-
neyslustigið og áður.
Takist þeim á hinn bóginn að
yfirstíga viðbótarlöngunina í
tóbak sem þessi fáu reyksog
hafa valdið, þá eiga þeir enn
kost á að komast í mark.
Níundi dagur
Nú ferðu fyrir alvöru að finna
fyrir bata. Er ekki brauðið betra
á bragði, kemur þér ekki aftur
kunnuglega fyrir ilmurinn af
votu grasi og af matnum og öllu
umhverfinu?
En þó koma enn upp erfiðar
stundir. Og þá er ekki um annað
að ræða en að endurtaka enn
einu sinni allar ástæðurnar sem
lágu til þess að þú hættir reyk-
ingum. Smátt og smátt endur-
heimtir þú vinnugetuna og hæfi-
leikann til einbeitingar og hvort
tveggja muntu framvegis eiga í
ríkari mæli en áður.
Það er ríkjandi skoðun á
mörgum heilsustöðvum sem
fást við það verkefni að aðstoða
fólk við að hætta að reykja, að á
þessum tímamörkum sé mesta
hættan úr sögunni. Þeir sem
hafa staðist raunina til þessa
dags eiga alla möguleika á að
losna ævilangt við reykingar.
Það er öruggt að verstu vanda-
málin eru að baki. Þau andartök
verða færri að þér finnist þú
standa á barmi örvæntingar og
þú getur hiklaust sest við hliðina
á fólki sem reykir og sagt að
það komi ekki lengur við þig. Þú
finnur betur óþverraþefinn af
sígarettustubbum í öskubakka
og nýtur þess jafnframt með
ánægju og gleði að hinn hluti
sígarettunnar hefur ekki orðið
eftir í þínum eigin lungum.
Stefán Gunnarsson, leikmaður Magna skoraði fallegt mark með skalla gegn Dalvík. Hér er hann að kljást við Valdi-
mar Pálsson leikmann Dalvíkinga í leiknum á fimmtudagskvöld. Örvar Eiríksson stendur álengdar og fylgist með
gangi mála. Mynd: KK
íslandsmótið í knattspyrnu 3. deild:
Magnamenn lögðu Dalvíkinga
að velli í miklum rokleik
- Nói Björnsson og Stefán Gunnarsson skoruðu í 2:0 sigri
Á Krógabóli hefur í vetur verið unnið að rannsóknum á vatni sem aðal þema
við verkefni handa börnunum. Á myndinni sést landslag frá heitu landi en
börnin hafa athugað m.a. áhrif vatnsins á lifnaðarhætti fólks í heitum og
köldum löndum. Á bak við eru nokkrir listamannanna að syngja.
Magnamenn nældu sér í Nú
fyrstu stigin í 3. deild Islands-
mótsins í knattspyrnu á fimmtu-
dagskvöld, er þeir lögöu Dal-
víkinga að velli með tveimur
mörkum gegn engu. Leikurinn
fór fram á Grenivík og voru
aðstæður til að leika knatt-
spyrnu frekar slæmar, hífandi
rok á annað markið og völlur-
inn ekki kominn í sitt besta
form.
Magni lék undan vindi í fyrri
hálfleik og skoraði þá bæði
mörkin. Nói Björnsson, þjálfari
liðsins skoraði það fyrra eftir
rúmar 20 mín. af stuttu færi, eftir
að markvörður Dalvíkinga hafði
misst frá sér boltann. Nói var
fyrstur að átta sig og spyrnti bolt-
anum upp í þaknetið. Á síðustu
mín. hálfleiksins bætti Stefán
Gunnarsson við öðru marki með
skalla. Þorsteinn Friðriksson
sendi góða sendingu frá hægri yfir
á fjærstöng og þar kom Stefán á
fullri ferð og stangaði boltann í
netið.
Dalvíkingar voru ekki nógu
ákveðnir í leiknum og náðu ekki
að nýta sér vindinn í síóari hálf-
leik. Þeir sóttu þó meira í hálf-
leiknum en án þess að skapa sér
umtalsverð marktækifæri. Magna-
menn voru ákveðnari í leiknum
og var sigur þeirra fyllilega
sanngjarn.
Bæði liðin hafa þá hlotið þrjú
stig í deildinni að loknum tveim-
ur umferðum. Á mánudag kl.
20.00 sækja Völsungar Dalvík-
inga heim og Magnamenn bregða
sér til Siglufjarðar á sama tíma.
Tindastóll leikur hins vegar í
Þorlákshöfn í dag kl. 14.00 gegn
Ægi. -KK