Dagur - 06.06.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 06.06.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 6. júní 1992 - DAGUR - 19 Popp Magnús Geir Guðmundsson Skin og skúrir hjá The Cure Gagnrýnendur hinna ýmsu tón- listartímarita hata að undanförnu lokið miklu lofsorði á nýjasta sköpunarverk bresku popphljóm- sveitarinnar The Cure, sem ber nafnið Wish eins og kunnugt er. Eru margir þeirra á því að hér sé komin ein besta plata Cure á þrettán ára ferli hennar. Það var heldur ekki að spyrja að góðum viðtökum plötukaupenda, því Wish fór beint á toppinn í fyrstu viku og fyrsta smáskífan með laginu High náði fimmta sæti breska listans. Þremur vikum eftir útgáfuna á Wish kom þó nokkuð bakslag í sölu hennar og datt hún út af topp 10, en nú í kjölfar nýja smáskífulagsins Friday l’m in love, sem fór beint í tíunda sæti, er salan á plötunni aftur að auk- ast og situr hún nú í ellefta sæti. Það er ekki gott að segja hvað veldur þesslags sveiflum í plötu- sölu, en í tilfelli Cure kunna vandamál sem komu upp varð- andi tónleikahald -að hafa spilað eitthvað inn í. Var þar annars vegar um að ræða veikindi sem komu upp hjá Robert Smith söngvara sem urðu þess vald- andi að hljómsveitin varð m.a. að fresta því aö koma fram í þættin- um margfræga Top of the pops, The Cure sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú. en þátttaka í þeim þætti er ávallt mikilvæg fyrir viðgang laga. Hins vegar kom svo upp fölsunarmál á miðum á eina tónleika hljóm- sveitarinnar. Hafði einn aðdáandi hennar keypt 2 miða á upp- sprengdu verði í gegnum auglýs- ingu, sem hann svo tortryggði eftir á. Kom það líka í Ijós við eftirgrennslan hans að miðarnir voru falsaðir. En þrátt fyrir þessi skakkaföll er Cure eins og áður segir aftur á uppleiö í Bretlandi og þá er uppgangur hennar í Bandaríkj- unum ekki síðri, en þar er hún stödd þessa dagana. Hefur henni verið tekið með kostum og kynjum þar og var jafnvel farið að fjalla ítarlega um komu hennar þangað löngu áður. Þá hefur Wish selst eins og heitar lummur og er hún nú ein af best seldu plötunum í Bandaríkjunum. Það eru því engin þreytumerki að sjá á The Cure ennþá. Ur ýmsum áttum Félögum sinum og öllum öðr- um til undrunar, sagði gítar- leikari fönkrokkhljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, John Frusciante, skilið við hana nú fyr- ir skömmu. Var það nánar tiltekið nokkrum klukkutímum fyrir hljómleika Peppers í Japan 7. maí, sem Frusciante tilkynnti þessa óvæntu ákvörðun sína. Spilaði hann með hljómsveitinni um kvöldið en flaug svo heim til Bandaríkjanna daginn eftir. Sem skýringu á brotthvarfi sínu sagði Frusciante aðeins við umboðs- mann Peppers. „Segðu öllum að ég hafi brjálast." Er það slæmt fyrir Red Hot Chili Peppers að missa Frusci- ante nú, loksins þegar hljóm- sveitin hefur slegið endanlega í gegn með plötunni Blood, sugar, sex, magic og hún hugðist halda í tónleikaferðalag um Astralíu og víðar til að fylgja velgengninni eftir. Er nú leitað að eftirmanni Frusciante með logandi Ijósi til að bjarga því sem bjargað verð- ur. Hafði Frusciante verið með Peppers í um fjögur ár. ungarokkshljómsveitin forn- fræga Black Sabbath, sem til hefur verið í margvíslegum myndum í yfir tvo áratugi og sem kemur hingað til lands í sept- ember til að halda tónleika með Jethro Tull á Akranesi, hefur nú lokið vinnu á sinni nýjustu plötu. Mun hún bera nafnið Dehuman- iser og koma út þann 22. júní. Verður þetta þegar allt er taliö átjánda plata hljómsveitarinnar á tuttugu og tveggja ára ferli. Er Black Sabbath nú skipuð sömu mönnum og á árunum 1980-81, er plöturnar Heaven and Hell og Mob Rules komu út. Þeir eru: Ronnie James Dio söngur, Geezer Butler bassi, Vinnie Appice trommur og Tony lommi Black Sabbath með nýja plötu á leiðinni og verða á íslandi í sept- ember. gítar, sem hefur verið í sveitinni frá upphafi. Ein af þeim rokksveitum í kraftlegri kantinum sem sífellt vekja meiri athygli er hin írskættaða Fatima Mansions. Var hún stofnuð af Cathal Coughlan undir lok síðasta ára- tugar, en hann var áður í hljóm- sveitinni Microdisney sem sumir rokkunnendur þekkja. Er nú nýkomin út þriðja plata Fatima Mansions sem kallast Valhalla avenue (Valhallarstræti) og þykir þar vera hinn besti gæðagripur á ferð. í sumar hefur svo hljóm- sveitinni verið boðið að hita upp fyrir U2 á tónleikaferð um Evr- ópu, sem eflaust mun koma henni til góða. Líkt og Black Sabbath sendir rokkhljómsveitin The Missi- on frá sér sína nýjustu afurð 22. júní næstkomandi. Heitir hún Masque, en síðasta hljóðvers- plata Mission, Carved in sand kom út 1990. Smáskífa með lag- inu Like a child again kom út með hljómsveitinni í síðustu viku. Hin fjölskrúðuga, bandaríska hljómsveit Faith No More sem garðinn gerði aldeilis fræg- an árið 1989 með plötunni The real thing, er nú með nýja afurð í buröarliðnum sem nefnist Angel Dust og er fyrsta smáskífan af henni með laginu Middle Crisis komin út. Verður Faith No More á tónleikaferðalagi með Guns N’ Roses um Bretland og víðar í sumar. Neville bræðurnir þeldökku með Aaron fremstan í flokki hafa sent frá sér nýja plötu undir nafninu Family Groove fyrir nokkru. Meðal laga á henni er að finna túlkun þeirra á Steve Miller laginu Fly Like An Eagle og mun það væntanlega vera komið út á smáskífu nú. Popparinn grískættaði George Michael, sem eins og kunn- ugt er kom fram á minningartón- leikunum um Freddy Mercury ásamt fleiri frægum tónlistar- mönnum, hefur líkt og Metallica og Guns N’ Roses gefið út sér- staka smáskífu í þágu baráttunn- ar gegn eyðni. Inniheldur hún nýtt lag sem kallast Too Funky. Þá hefur Michael einnig lagt til tvö lög á styrktarplötuna Red, hot and dance sem á að koma út inn- an skamms. að er í fleiri hljómsveitum en Red Hot Chili Peppers sem hræringar eiga sér stað þessa dagana. Til að mynda hefur trommuleikari þungarokkssveit- arinnar þekktu Motorhead, Phil Taylor, sagt skilið við hana og það í annað sinn. (í fyrra skiptið 1983.) Þá mun annar trommu- leikari e.t.v. einnig vera að hætta í sinni sveit og það líka í annað sinn. Er þar um að ræða Dave Lombardo í thrash/speedsveit- inni Slayer, en hann hætti í hljómsveitinni um tíma árið 1986 af persónulegum ástæðum. Brott- hvarf hans nú hefur þó ekki verið staðfest, en líkt og í fyrra skiptið þá mun tónlistarstarfið eitthvað vera að rekast á við einkalífið. SÁÁ-N Aðalfundur samtaka áhugafólks um áfeng- isvandamálið verður haldinn mánudaginn 15. júní kl. 20.30 að Óseyri 6, 2. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Tillaga að lagabreytingum liggur frammi á skrifstofu félagsins, Glerárgötu 28, Akureyri. Stjórnin. Nauðungaruppboð Bifreiðin FV-853 skráð eign Húsvískra matvæla verður boðin upp og seld á opinberu uppboði fimmtudaginn 11. júní 1992 kl. 13.45. Uppboðsstaður er Fiskhús og verbúð á Hafnarlóð Húsa- víkur. Bifreiðin FV-853 er Toyota Corolla STW1300, árg. 1980. Uppboðsbeiðandi er skiptaráðandi. Uppboð á fasteign þrotabús Húsvískra matvæla verður haldið á sama staö kl. 13.30. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Endurvinnsla Úrbótamenn hf. auglýsa eftir framkvæmdastjóra fyrir endurvinnslufyrirtæki sem er að fara af stað á Akureyri. Leitað er eftir manni með góða þekkingu á rekstri og markaðsmálum. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist til Úrbótamanna hf., Bæjarsíðu 5, 603 Akur- eyri, fyrir 15. júní næstkomandi. Upplýsingar veittar í síma 96-26776. Óskum eftir starfsmanni til sölu og þjónustustarfa fyrir einn af viðskiptavinum okkar. Um er að ræða traust fyrirtæki, með góða starfsað- stöðu, sem vill ráða starfsmann á aldrinum 25-40 ára til að annast sölu- og þjónustustörf á Akureyri og nágrenni. Vélstjóramenntun eða sambærileg menntun æski- leg. Starfið krefst frumkvæðis, árvekni og góðra sam- skiptahæfileika. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Upplýsingar og umsóknareyðublöð aðeins á skrif- stofunni. nnnRÁfiNiNGAR Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600 og 25455. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VALDIMAR JÓNSSON, frá Hallgilsstöðum, andaðist að Hjúkrunarheimilinu Seli 3. júní. Guðbjörg Valdimarsdóttir og aðrir vandamenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.