Dagur - 16.06.1992, Page 1
75. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 16. maí 1992
111. tölublað
r
v.
LACOSTE
Peysur • Bolir
HERRADEILD
Gránutelagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599^
Háskólinn á Akureyri:
24 nemendur braut-
skráðust sl. laugardag
Háskólanum á Akureyri var
slitið síðstliðinn laugardag. Að
þessu sinni brautskráðust frá
skólanum 16 rekstrarfræðingar
úr rekstrardeild og 9 hjúkrun-
arfræðingar með BS-próf í
hjúkrunarfræði frá hjúkrunar-
deild skólans.
Við skólaslitin á laugardag voru
nemendum úr báðum deildum
veittar viðurkenningar. Páll
Erland fékk viðurkenningu frá
skólanum fyrir bestan náms-
árangur í rekstrardeild en í heil-
brigðisdeild fékk Hildigunnur
Svavarsdóttir þessa viðurkenn-
ingu frá Zontaklúbbnum Þórunni
hyrnu en hún var ekki undir ein-
kunninni 9 í neinni námsgrein.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
veitti henni einnig viðurkenningu
fyrir besta námsárangur í hand-
og lyflækningahjúkrun. Þá fékk
hún verðlaun fyrir besta náms-
árangur í heilsugæsluhjúkrun frá
heilsugæslustöð Akureyrar og
loks deildi Hildigunnur verðlaun-
um frá barnadeild FSA fyrir
námsárangur í barnahjúkrun
með Hugrúnu Hjörleifsdóttur en
þær fengu báðar 9,3 í einkunn.
Þá voru Kerstin Roloff,
nemanda á hjúkrunarfræðibraut,
afhent verðlaun frá skólanum
fyrir bestan árangur í rannsókn-
um í hjúkrun. JÓH
Haraldur Bessason, rektor Háskólans, flytur ávarp við skólaslitin sl. laugardag.
Svört skýrsla um afleiðingar 40% skerðingar á þorskkvóta:
Hrikalegt fyrir sveitarfélög
Skerðing á þorskkvóta niður í
150 þúsund tonn kæmi mjög
illa við rekstur margra sveitar-
félaga í landinu. Höggið yrði
þó mjög misjafnlega harkalegt
eftir sveitarfélögum og er til
dæmis gert ráð fyrir að tekju-
tap Grímseyjarhrepps vegna
lægra útsvars og aðstööugjalda
yrði um 1,5 milljón króna, sem
LottÓ:
Rúmlega tólf og háJf
miUjón til Sauðárkróks
Fyrsti vinningur í Lottó um
helgina, rúmlega tólf og hálf
milljón króna, fór óskiptur til
hjóna á Sauðárkróki. Vinn-
ingsmiðinn var keyptur í bens-
ínstöðinni Ábæ og er það í
annað sinn á tæpum tveimur
árum sem slíkur risavinningur
kemur á miða úr kassanum
þar.
Potturinn í Lottó um helgina
var þrefaldur og fór heildarupp-
hæð vinninga yfir 20 milljónir en
fyrsti vinningur var 12.757.027
kr.
„Það voru hjón hérna á Sauð-
árkróki sem fengu vinninginn og
ég get fullyrt að hann fór á góðan
stað. Þetta er mikill lukkukassi
hjá okkur, fyrsti vinningur hefur
oft komið hingað og fyrir tæpum
tveimur árum kom annar svona
risavinningur sem var rúmlega
þrettán og hálf milljón," sagði
Guðlaug Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Ábæjar, í samtali
við Dag. JHB
samsvarar tæpum 13 þúsund
krónum á hvern íbúa.
Gangi eftir að leyft verði að
veiða aðeins 150 þúsund tonn af
þorski á næsta ári kemur það
hvað harkalegast við Höfðahrepp
(Skagaströnd) af sveitarfélögum
á Norðurlandi vestra. Samkvæmt
úttekt Sambands íslenskra sveit-
arfélaga myndi 40% skerðing
þorskveiðiheimilda þýða að sjáv-
arútvegurinn þar tapaði um 300
milljónum króna, eða sem svarar
460 þúsund krónum á hvern
íbúa. Að sama skapi yrði þessi
skerðing þorskveiðiheimilda
erfið fyrir sveitarsjóð Höfða-
hrepps, sem myndi verða af um
5,5 milljóna króna tekjum af
útsvörum og aðstöðugjöldum. Af
öðrum sveitarfélögum á Norður-
landi vestra sem skerðingin kæmi
illa við má nefna Siglufjörð og
Sauðárkrók.
Grímsey er það sveitarfélag á
Norðurlandi eystra sem myndi
fara hlutfallslega verst út úr 40%
skerðingu á þorskveiði, en í
næstu sætum eru Grýtubakka-
hreppur (Grenivík), Raufarhafn-
arhreppur, Ólafsfjörður, Þórs-
hafnarhreppur, Árskógshreppur
og Dalvík.
Ef hins vegar er einungis horft
á tölulegar stærðir er tap Akur-
eyrar mest. Þar myndi sjávarút-
vegurinn tapa um 950 milljónum
króna, í Ólafsfirði næmi tapið
420 milljónum, á Dalvík 333 mill-
jónum, 290 milljónir myndu tap-
ast á Húsavík og 205 milljónir
króna á Grenivík. óþh
Áætlunarílug Flugleiða á Sauðárkrók:
Engar breytingar á sumaráætlun
Þeir Kolbeinn Arinbjarnarson
yfirmaður innanlandsflugs
Flugleiða og Gísli Jónsson
umdæmisstjóri félagsins á
Norðurlandi voru nýlega á
Sauðárkróki til skrafs og ráða-
gerða vegna óánægju með
sumaráætlun Flugleiða til
Sauðárkróks en flogið er sex
sinnum í viku á Alexandersflug-
völl. Einnig hafa heyrst
óánægjuraddir vegna milli-
lendinga á flugleiðinni.
Bæjarstjórn Sauðárkróks hafði
einnig samþykkt að leita eftir því
við Flugleiðir að sumaráætlunin
yrði endurskoðuð og var gert ráð
Kæra Ölmu E. Hansen til jafnréttisráðs:
Enn beðið gagna frá Akureyrarbæ
Kærunefnd Jafnréttisráðs hef-
ur enn ekki tekið fyrir kæru
Ölmu Elísabetar Hansen, sem
var ein fímm umsækjenda um
stöðu skólastjóra Tónlistar-
skólans á Akureyri, sökum
þess að nefndin hefur enn ekki
fengið umbeðnar upplýsingar
frá Akureyrarbæ.
Eins og fram hefur komið
kærði Alma Elísabet til Jafnrétt-
isráðs þá ákvörðun skólayfir-
valda Tónlistarskólans á Akur-
eyri að ráða Guðmund Óla
Gunnarsson í stöðu skólastjóra
skólans.
Birna Helgadóttir, fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, seg-
ist vonast til þess að gögn frá
Akureyrarbæ um þetta mál berist
næstu daga þannig að kærunefnd
geti tekið það fyrir á næsta fundi
sínum, sem verður 24. júní nk.
í kærunefnd sitja eingöngu lög-
lærðir menn. Formaður hennar
er Ragnhildur Benediktsdóttir,
skrifstofustjóri á Biskupsstofu,
og aðrir nefndarmenn eru
Sigurður H. Guðjónsson, hæsta-
réttarlögmaður og Margrét Hein-
reksdóttir, settur héraðsdómari.
Varamenn eru Hjördís Hákonar-
dóttin, borgardómari, Sigurður
Tómas Magnússon, aðstoðar-
maður í Hæstarétti og Þorsteinn
Eggertsson, héraðsdómslögmað-
ur. óþh
fyrir svari fyrir 17. júní en að
sögn Kolbeins er ljóst að sumar-
áætlun félagsins verður ekki
breytt en umræður eru í gangi um
ákveðnar breytingar eða hag-
ræðingar vegna vetraráætlunar
Flugleiða til Sauðárkróks en ekki
er hægt að skýra frá því í hverju
þær eru fólgnar þar sem þær eru
ennþá innanhússmál.
9% aukning var frá þeim far-
þegafjölda sem gert var ráð fyrir í
maímánuði og vill Kolbeinn
Arinbjarnarson fyrst og fremst
þakka því að félagið er komið
með nýjar Fokker F50 vélar í
innanlandsflugið. Einnig hafi augu
flugfarþega verið að opnast fyrir
möguleikum á að nota APEX-
fargjöld sem eru allt að helmingi
ódýrari en þá farmiða þarf að
kaupa með nokkrum fyrirvara og
gista í 3 nætur.
„Svo erum við að selja sólarferð-
ir norður í land úr rigningunni fyrir
sunnan sem er gott mál því ekki
seldust skíðaferðirnar til Akur-
eyrar í vetur“ sagði yfirmaður
innanlandsflugs Flugleiða. GG
Annir hjá fógetum:
Frestur til
pmámsbeiðni
runninnút
Miklar annir hafa verið hjá
fógetaembættum víða um
land undanfarið vegna
fjárnámsgerða. í gær
rann út frestur til að skila
inn nýjum beiðnum um fó-
getagerðir sem koma til með
að nefnast aðfarargerðir eft-
ir 1. júlí nk.
Vegna ákvæðis í nýjum
aðfararlögum frá 1989 hafa
lögmenn og fulltrúar þeirra
undanfarið mætt hjá bæjarfó-
getanum á Akureyri með
beiðni um fjárnámsgerðir þar
sern fjárnám veröur ekki fram-
kvæmt næstu tvær vikur nema
brýnir hagsmunir gerðarbeið-
anda krefjist þess. Eftir 1. júlf
nk. verða aðfararbeiðnir aftur
tcknar fyrir - en þá hjá sýslu-
manninum þar sem engir fó-
getar verða til lengur. GT
Mývatnssveit:
Alvarlegt
uinferðarslys
Eldri maður siasaðist alvar-
lega er fólksbíll valt við brú
skammt frá Arnarvatni í
Mývatnssveit rétt fyrir
hádegi í gær. Þar sem talið
var að maðurinn hefði háls-
brotnað var hann fluttur
með sjúkraflugvél til
Reykjavíkur.
Ökumaður missti stjórn á
bílnum í lausamöl og lenti
hann utan vegar. Fernt var í
bílnum. Maðurinn sem slasað-
ist var farþegi í bflnum en aðr-
ir sluppu ómeiddir. Talið var
að bíllinn væri ekki mikið
skemmdur. IM