Dagur


Dagur - 16.06.1992, Qupperneq 4

Dagur - 16.06.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 16. júní 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Launainisrétti kynjanna stadfest Því hefur stundum verið haldið fram að íslenskar konur standi að mörgu leyti framar í jafnréttisbaráttunni en stöllur þeirra í öðrum löndum. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að þessi fullyrðing er ekki alls kostar rétt. íslenskar konur eiga greinilega ennþá langt í land með að standa jafnfætis körlunum í samfélaginu og eru misrétti beittar á mörgum sviðum þjóðlífsins. Eflaust er misrétti kynjanna þó hvergi eins sláandi og á vinnumarkaðinum. Atvinnuþátttaka kvenna hér á landi hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu áratugum, fyrst og fremst vegna aukinnar atvinnuþátttöku giftra kvenna. Á árum áður var algengast að fyrirvinna heimilisins væri ein, þ.e.a.s. eiginmaðurinn. Þetta hefur heldur betur breyst á síðustu áratugum. Það sést best á því að árið 1960 voru 60% ógiftra kvenna á vinnu- markaði en einungis 20% giftra. Árið 1986 var atvinnuþátt- taka ógiftra kvenna orðin um 79% og 84% meðal giftra og er þar miðað við allar konur 15 ára og eldri. Á því ári voru 81.8% íslenskra kvenna á vinnumarkaðinum og hefur þetta hlutfall haldist nær óbreytt síðan. En þrátt fyrir að konum á vinnu- markaði hafi fjölgað svo mjög, hefur lítið dregið saman með konum og körlum hvað tekjur varðar. Kjararannsóknanefnd kynnti í síðustu viku niðurstöður nýrrar rannsóknar á launamun kynjanna en rannsóknin byggir á gögnum nefndarinnar frá þriðja ársfjórðungi 1990. Niðurstöðurnar benda ótvírætt til þess að launamunur milli kynja sé verulegur í sumum starfsgreinum. Þar kemur t.d. fram að karlar við afgreiðslustörf á höfuðborgarsvæðinu hafa 37% hærri laun en starfssystur þeirra. Þessi munur er 20 af hundraði hjá afgreiðslufólki á landsbyggðinni, körlunum í hag. Þá hafa skrifstofukarlar 25% hærri laun en skrifstofuk- onur, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Það er að vísu tekið fram í niðurstöðunum að mismunandi vinnu- tími kynjanna skýri þennan mikla mun að hluta - en einungis að hluta. Að öðru leyti er kynferðið eina sjáanlega skýringin. Margt fleira athyglis- og umhugsunarvert kemur fram í niðurstöðum Kjararannsóknanefndar. Þar má nefna þau áhrif sem starfs- og lífaldur virðist hafa á laun karla. Tíma- kaup þeirra tvöfaldast að meðaltali frá táningsaldri og fram á fertugsaldur, en þá ná þeir jafnan hátindinum í launum. Hjá konunum er tímakaupið á hinn bóginn nánast það sama frá 20 ára aldri og út starfsævina! Loks virðist það staðreynd að karlar njóti að jafnaði mun meiri fríðinda og yfirborgana en konur. Það eru gömul sannindi og ný að laun í „hefðbundnum kvennastörfum" eru mun lægri en í svonefndum „karlastörf- um“. Það er einnig staðreynd að hefðbundin heimilisstörf, ekki síst umönnun og uppeldi barna, eru lítið sem ekkert metin til starfsreynslu úti á vinnumarkaðinum. Nýjustu rannsóknir á launamun kynjanna benda síðan ótvírætt til þess að konur fái lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf. Hin óhjákvæmilega niðurstaða er auðvitað sú að mikið verk sé enn óunnið í jafnréttisbaráttu kvenna. Raunverulegt jafn- rétti kynjanna er ennþá fjarlægur draumur. BB. Lesendahornið I sólbaði sunnan Strandgötu fyrir 20 árum. Um einu siirni eggslétta, sól- ríka og skemmtilega Strandgötu Nafn mitt er Ragnar Mar og ég bý við neðanverða Strandgötu á Akureyri, sem er ákaflega sólrík og skemmtileg gata. Einu sinni var þessi gata malbikuð, og ég man meira að segja eftir henni eggsléttri. Ég gæti jafnvel hugsað mér, að mér yngra fólk hugsanleg rámaði í þetta. Ég man líka að hérna sunnan götunnar var lag- lega hlaðinn grjótgarður, niður með götunni en núna er þetta mannvirki að mestu horfið. Ýmist sokkið í sand, eða vaxið hinum undarlegasta gróðri. Áður var fjaran líka hrein og sjórinn tær og mengunarlaus, og börn léku sér í sjó og fjöru án þess að verða meint af. Nú eru þarna brotin klóakrör, og annar ófögnuður sem lítið augnayndi er að. En nóg um það. Kona á brekkunni hringdi - og vildi koma því á framfæri að nokkuð væri um að þvottur væri tekinn af snúrum. „Fólk sem stel- ur þvotti gerir sér ekki grein fyrir því að hér eru grátandi börn út af slíkum missi enda er þetta mjög bagalegt,“ sagði konan og bætti við að þjófnaðurinn væri sá þriðji' Annars var tilgangur þessara skrifa að þakka, ja hverjum? Einhverjum opinberum aðila, þessi fallegu gulu strik sem voru sett á miðja götuna. Og spyrja í leiðinni hvort ekki sé hægt að mála, þá hugsanlega í öðrum lit yfir holurnar í götunni því varla verður farið að teppaleggja núna, eftir að búið var að mála svona fallegar rendur. En hafa verður hraðan á því nú fara skipin, með ferðafólkið að leggjast upp að tangabryggjum og íeitt verður að sjá blessað fólkið hrasa og hnjóta á strand- vegi þessa mikla ferðamanna- bæjar Akureyri. Én það er sjálfsagt arðvæn- legra að byggja bílageymsluhús upp í gili jafnvel þótt brjóta niður þyrfti eitt til tvö stykki húsa. En á stuttum tíma í raðhúsalengj- unni þar sem hún býr. Klæðin sem hurfu í þetta sinn voru Levi’s- gallabuxur og að sögn konunnar var stafalogn svo ekki var það Kári sem tók þvottinn. „Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur,“ sagði konan að lokum. hvað er maður að kvarta þótt þetta komi ekki fyrir helgi, það ku vera á næstu tuttugu ára áætl- un. Með þökk fyrir birtinguna. Ragnar Mar. Böminiim í Hvítasunnu- kirkjuna Kirkjugestur hringdi „Að undanförnu hef ég farið á samkomur hjá Hvítasunnukirkj- unni og hef tekið eftir því að börn sem þangað koma með for- eldrum sínuni vilja gjarnan vera úti að leika sér. Komið hefur fyr- ir að nokkur atgangur hefur verið í þeim, á dögunum voru þau t.d. að kasta ýmislegu lauslegu í kirkjugluggana á meðan sam- komunni stóð og einnig hafa þau staðið fyrir utan og kastað vatns- blöðrum að þeim sem á samkom- una mættu. Ég vil beina því til stjórnar Hvítasunnusafnaðarins að hún geri ráðstafanir til að börnin verði inni í kirkjunni meðan á samkomum stendur." Þvottarstuldur á Brekkuimi Bækur Kristján frá Djúpalæk: Fróðleg bók og fögur Guðmundur L. Friðfinnsson, Egilsá: Þjóðlíf og þjóðhættir (Rcykjavík: Öm og Örlygur, 1991). Þess munu fá dæmi að hálfníræð- ur bóndi sendi frá sér bók sem þessa. Að vísu hefur hann ritað margt gott á langri ævi, bæði skáldskap og fróðleik. En hér er um að ræða verk unnið af slíkri snilld og allt að því vísindalegri nákvæmni um sögu íslensks sveita- fólks (störf þess, hugsun, tól og tæki) að ég þekki þess ekki dæmi - gleymi þó ekki bók Jónasar frá Hrafnagili, íslenzkir þjóðhættir. Hundruð af eldra sveitafólki hafa sagt frá æsku sinni með sama baksvið - glöggar minning- ar, sárar og ljúfar - en engir jafn- samviskusamlega né með jafn fyrirfram ákveðið skipulag í huga og þessi höfundur. Þetta skildi þjóðminjavörður, Þór Magnús- son, og gerir grein fyrir í formála. Höfundur skýrir einnig vel í sín- um formálsorðum hvaða hlut- verk hann valdi sér, m.a. vegna áskorunar vinar síns, Ásgeirs S. Björnssonar, cand. mag., en dr. Broddi Jóhannesson hafði bent höfundi á þennan mann. Guð- mundur helgar bókina minningu Ásgeirs heitins. Bók þessi kom út fyrir síðustu jól og ég hef flett henni oftar en öðrum bókum. Hún fjallar um búskaparsögu aldarinnar: hinnar miklu byltinga- og breytingaaldar sem er að líða. Það má segja að í upphafi hennar séu fyrstu spor stigin inn í hinn nýja tíma. Þá er þó enn vinnulag og verktækni áa vorra í giidi. Guðmundur lifir þessa sögu, skyggn á hverja hreyfingu og svipbreytingu dægr- anna. Og meðfædd frásagnargáfa leyfir honum að gera okkur les- endur bæði fróðari og glaðari, því að hann veldur jafnt stíl gleðimála sem andstreymis. Sá sem vill kynnast fortíðinni í íslenskri sveit, allri þeirri marg- brotnu veröld efnis og anda, á að lesa þessa bók. Hún er einkum nauðsynleg yngra fólki til að kynnast heimi afa og ömmu eða foreldra sinna fullorðinna. Og sem uppflettirit er hún ómissandi ef gera á heimildaritgerð um for- tíðina í skólavist nútímans. Ung- dómurinn kynnist ekki aðeins líf- inu í sveitinni við störf, og þeim tækjum sem til þeirra voru gerð, heldur hugsunarhætti og persónu- leika svo ótrúlega margra for- feðra sinna. Öld okkar er einhver hraðskreiðasta kvikmynd af lífs- háttum þjóðar sem um getur. Guðmundur kann að klippa sam- an myndskeiðin og skapa sam- ræmda heildarmynd í máli. En það er meira: Myndirnar í bókinni (sem munu álíka margar og blaðsíður hennar, ríflega 300) eru svo einstæð listaverk og fróð- leiksnáma að nöfn „myndarit- stjóra" munu ekki gleymast. ívar Gissurarson og Hjalti Pálsson heita þeir. Myndirnar eru víða að af landinu og öllu sem viðkemur lífheimi bókar. Ég skil ekki hvað- an myndstjórum hefur komið hugvit og tækni til að gera þær svo vel úr garði, því að margar eru gamlar og stofni, af mörgum gerðar við frumstæðar aðstæður. Varla hafa þær allar verið full- komnar í upphafi. En hér hefur bók þessi hlotið ómetanlegan stuðning til að verða það djásn sem hún er. Ég lýsi þökk minni og hlýjum hug til allra sem unnu þetta afrek. Lifðu heill, Guðmundur bóndi á Egilsá. K.f.D.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.