Dagur - 16.06.1992, Qupperneq 7
Þriðjudagur 16. júní 1992 - DAGUR - 7
Þórsarar gefa ekkert eftir í toppbaráttu 1. deildar:
Glæsimark Dóra dugði á Eyjamenn
- og Þór hefur tveggja stiga forystu á Skagamenn
Þórsarar gerðu sé lítið fyrir og
lögðu ÍBV í Eyjum í gær-
kvöldi, 0:1, og tróna nú á toppi
deildarinnar með 10 stig. Gest-
irnir voru sterkari framan af en
leikurinn jafnaðist nokkuð í
síðari hálfleik. Staðan í leikhléi
var 0:0 en heimamenn
Staðan 4. umferft:
Víkingur-FH 1:2
ÞóþÍBV 1:0
KA-KR 1:1
UBK-ÍA Valur-Fram 0:0
Þór 4 3-1-0 5:2 10
ÍA 4 2-2-0 6:3 8
FH 4 2-1-18:7 7
KA 41-34)8:6 6
Víkingur 4 2-0-2 5:6 6
KR 4 1-2-15:6 5
Valur 31-1-14:4 4
Fram 31-0-2 3:4 3
ÍBV 41-0-3 4:6 3
UBK 3 0-0-3 1:4 0
Markahæstir:
Ormarr Öriygsson, KA 4
Gunnar Már Másson KA 3
Grétar Einarsson, FH 3
brenndu af vítaspyrnu í lok
hálfleiksins. Halldór Áskels-
son skoraði sigurmark Þórs á
26. mín. úr glæsilegu skoti af
25 metra færi.
Þórsarar voru sterkari aðiiinn í
fyrri hálfleik, þrátt fyrir að þurfa
að spila á móti strekkings vindi.
Mikill kraftur var í liðinu og strax
á áttundu mínútu var hætta við
mark ÍBV en Friðrik bjargaði
vel. Eyjamenn áttu líka sín færi
og eitt slíkt kom eftir hornspyrnu
á 13. mínútu. Boltinn barst inn í
teig þar sem Elías Friðriksson var
staðsettur en gott skot hans fór
hárfínt yfir markið. Á 18. mínútu
var röðin komin að Þór að sækja.
Þeir voru þá rétt við það að
sleppa í gegn en Friðrik mark-
vörður hafði betur í kapphlaupi
við Þórsara og náði að hreinsa.
Besta færi hálfleiksins var heima-
manna en þeir fengu dæmda víta-
spyrnu eftir að boltinn hafði farið
í hönd eins Þórsarans. Leifur
Geir Hafsteinsson skaut framhjá.
Staðan í leikhléi því 0:0.
Síðari hálfleikur var keimlíkur
þeim fyrri, færi á báða bóga en
aðeins öðru liðinu tókst að skora.
Það gerði Halldór Áskelsson eftir
að hafa leikið með knöttinn upp
kantinn, tveir Eyjamenn ruku út
Knattspyrna:
Þorvaldur áfram hjá Forest
Margt bendir til þess aö knatt-
spyrnumaðurinn Þorvaldur
Þorvaldur Örlygsson reiknar með
að vera áfram hjá Nottingham
Forest.
Orlygsson leiki eitt ár enn með
enska knattspyrnuliðinu Nott-
ingham Forest.
Þorvaldur Örlygsson sagði í
samtali við Dag að hann reiknaði
allt eins með því að hann myndi
semja við Forest til eins árs enn.
„Það er það eina sem ég get sagt
eins og er,“ sagði Þorvaldur.
„Málin eru í biðstöðu í augna-
blikinu, en ég fer út á næstu dög-
um og þá ættu málin að komast á
hreint.“
Eins og kunnugt er fór Þor-
valdur til Nottingham Forest
haustið 1989 og hefur verið þar
síðan, ef undan er skilið sumarið
1991 þegar hann lék með Fram.
SV
Bikarkeppni KSÍ:
Þórsarar
Dregið var í bikarkeppni KSÍ
fyrir helgi. Þórsarar komust
áfram í öðrum flokki karla og
meistaraflokki kvenna. Liðin
sem drógust saman voru:
Meistaraflokkur kvenna:
Þór-Stjarnan
KS-UBK
Haukar-ÍA
eru með
KR-Þróttur N.
2. flokkur karla:
Huginn S.-FH
Fjölnir-IA
Fylkir-Fram
KR-Víkingur
Stjarnan-UBK
ÍBV-ÍBK
Haukar-Þór
Selfoss-HK
á móti honum en tókst ekki að
koma í veg fyrir að Halldór næði
að skjóta. Þrumuskot reið af á 25
metra færi og það hafnaði efst
uppi í markhorninu, stöngin inn.
Stórglæsilegt mark hjá Halldóri
og verður líklega lengi í minnum
haft.
Eftir markið pressuðu heima-
menn talsvert á Þórsara og eftir
að Sindri Þór Grétarsson Eyja-
maður kom inná sem varamaður
hressist sóknarleikur þeirra til
mikilla muna. Undir lok leiksins
áttu Eyjamenn þrumskot, langt
utan af velli, sem endaði í mark-
stöng þeirra Þórsara. Segja má
að þar hafi síðasta færi þeirra far-
ið í súginn og þrátt fyrir mikla
baráttu náðu þeir ekki að jafna
leikinn. Þórsarar vörðust gríðar-
lega vel og ætluðu sér heim með
öll stigin. Það tókst, Þór vann
sanngjarnan sigur á baráttuglöð-
um Eyjamönnum, og sitja enn
einir á toppi 1. deildar. Bestir í
liði Þórs voru þeir Sveinbjörn
Hákonarson, Hlynur Birgisson
og Lárus Orri Sigurðsson.
Lið Þórs: Lárus Sigurðsson, Hlynur Birg-
isson, Júlíus Tryggvason, Birgir Þór
Karlsson, Lárus Orri Sigurðsson (gull
spjald), Sveinbjörn Hákonarson, Hall-
dór Áskelsson, Árni Þór Árnason,
Sveinn Pálsson, Ásmundur Arnarson
(Kristján Kristjánsson 85. mín.), Bjarni
Sveinbjörnsson.
Lið IBV:Friðrik Friðriksson, Heimir
Hallgrímsson, Jón Bragi Arnarson, Boj-
an Bevc, Nökkvi Sveinsson, Elías Frið-
riksson. Ingi Sigurðsson (gult spjald),
Sigurður Ingason, (Rútur Snorrason 74.
mín.), Huginn Helgason (Sindri Þór
Grétarson 72. mín.), Tómas Ingi Tómas-
son, Leifur Geir Hafsteinsson.
Lárus Orri Sigurftsson lék mjög vel í
Eyjum.
Halldór Áskelsson skoraði cina mark leiksins með þrumuskoti af 25m færi.
Mynd: Golli.