Dagur - 16.06.1992, Page 13

Dagur - 16.06.1992, Page 13
Þriðjudagur 16. júní 1992 - DAGUR - 13 Útvarpsráð: Vonbrigði með skilningsleysi stjóm- valda á fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins Á 3136. fundi útvarpsráðs, föstu- daginn 29. maí 1992, var eftirfar- andi ályktun samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum: „Utvarpsráð lýsir vonbrigðum með ítrekað skilningsleysi stjórn- valda á fjárhagsstöðu Ríkisút- varpsins og þörfum. Með fjárlögum fyrir árið 1992 var Ríkisútvarpið enn á ný svipt lögbundnum tekjustofni sínum, aðflutningsgjöldum af útvarps- og sjónvarpstækjum. Sá tekju- stofn var m.a. ætlaður til að standa undir óhjákvæmilegum fjárfestingum í dreifikerfi, ekki sízt endurbyggingu langbylgju- stöðvar. Varðandi hið síðast greinda verður að átelja það tóm- læti, sem stjórnvöld sýna með því að tryggja ekki fjárframlög til endurbyggingarinnar. Á undanförnum árum hefur þrengt að Ríkisútvarpinu fjár- hagslega og stofnunin naumlega náð endum saman. Til að sinna því menningar- og þjónustuhlut- verki, sem lög kveða á um og stjórnvöld ætlast til að farið sé eftir, hefur verið lögð áherzla á að beina eins miklu fé til dag- skrárgerðar og kostur hefur verið. Þetta hefur haft þær afleiðing- ar, að fjármagn til viðhalds tækja og búnaðar hefur verið langt inn- an þeirra marka sem eðlilegt má teljast. Öllu lengra verður ekki gengið í þeim efnum. Ef svo fer fram, sem horfir, verður ekki hjá því komist, að fjárhagserfið- leikarnir bitni enn frekar á dag- skrárgerð og þjónustu Ríkisút- varpsins. Utvarpsráð gagnrýnir afstöðu, sem fram kemur í bréfi mennta- málaráðherra til útvarpsstjóra dags. 18. maí 1992, en þar er birt ákvörðun um að hafa að engu ákvæði í gildandi fjárlögum um 4,5% hækkun afnotagjalds á árinu. Frá ársbyrjun 1990 til þessa dags hafa afnotagjöld Ríkisút- Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér veg- lega útgáfu af Dagbók í Is- landsferð 1810 eftir breska lækninn Henry Holland. Henry Holland var 22ja ára nýbakaður læknir þegar hann fór sína merkilegu Íslandsferð sumarið 1810 ásamt tveimur félögum sínum, þeim Sir G. S. Mackenzie - sem þegar var orð- inn víðfrægur náttúrufræðingur fyrir að sanna að kolefni væri í demöntum - og læknastúdentin- um Richard Bright. Túlkur var Ólafur Loftsson, læknastúdent. Þeir félagar höfðu bækistöð í Reykjavík og kynntust lífinu þar vel, og fóru þaðan þrjár langar ferðir - um Reykjanes, síðan vestur um land um Borgarfjörð, Snæfellsnes og Daii og loks um Suðurland að Markarfljóti. varpsins hækkað um 7%. Á sama tíma nemur hækkun vísitölu 25,2%. Ljóst er, að sú stefna, sem þessar tölur vitna um, þarfn- ast endurskoðunar. Útvarpsráð væntir þess, að við fjárlagagerð fyrir árið 1993 verði framangreind efni öll höfð í huga og fjárhagsgrundvöllur Ríkisút- varpsins tryggður þannig að það geti uppfyllt þær kröfur sem bæði stjórnvöld og almenningur rétti- lega gera til stofnunarinnar.“ Sir Mackenzie ritaði glæsilega bók um leiðangurinn með fjölda mynda, bæði svart-hvítra og lit- mynda, sem þeir félagar höfðu teiknað í ferðinni. Bókin kom út í Edinborg 1811 ogsíðan í nokkr- um útgáfum. Hún hefur ekki ver- ið þýdd á íslensku. Henry Holland hélt nákvæma dagbók í ferðinni, gaf hana ekki út en geymdi handritið og síðan afkomendur hans. Árið 1957 gaf sonar-sonar-sonur hans, David Holland, handritið Landsbóka- safni íslands og þýddi Steindór Steindórsson frá Hlöðum það strax á íslensku og gaf Almcnna bókafélagið bókina út 1960. Þessi nýja útgáfa er því önnur í röðinni og miklu veglegri en sú fyrri. Dagbók í íslandsferð er 216 bls. að stærð auk 8 bls. með lit- myndum. Dagbók í íslandsferð 1810 - eftir Henry Holland KVIKMYNDARÝNl___________Jón Hjaltason Faðir brúðarinnar Borgarbíó sýnir: Föður brúðarinnar (F'ather ofthe Bride). Leikstjóri: Charles Slyer. Aðalhlutverk: Steve Martin, Diane Keaton og Martin Short. Steve Martin er vafalaust einn af þreniur ríkustu grínleikurum heimsins í dag: ástæða þessa er eflaust margþætt. sú þó helst að hann ber höfuð og herðar yfir þá tlesta. Sem faðir brúðarinnar í samnefndri mynd sannar hann þessa staðreynd enn einu sinni. Honum hefur að undanförnu orðið tíðsótt yrkisefni í hina venjulegu fjölskyldu; svipað og Willy Breinholst varð frægur fyrir á Sr. Bragi Skúlason verður með fyrirlestur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudag- inn 18. júnl kl. 20.30 á vegum Samtaka um sorg og sorgarvið- brögð og fjallar hann um missi á ýmsum tímum ævinnar. Missir er skilgreindur út frá ýmsum áföllum eða breytingum sem fólk verður fyrir á lífsleið- inni. Inn í þetta fléttast t.d. reynsla fjölskyldunnar, breyting á högum hennar, skerðing á lík- amsímynd, missir vináttusam- banda, skilnaður, missir ástvina, heilsumissir, missir á meðgöngu og þjóðfélagsleg viðbrögð gagn- sínum tíma. Hér er Martin enn á þessum sömu slóðum. Eins og nafn myndarinnar ber með sér á hann dóttur sem hann er í þann veginn að gifta frá sér. Það eru þó ýrnis Ijón í veginum, faöirinn á erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfum sér að dóttir hans er orðin gjafvaxta stúlka. Foreldrar brúðgumans eru vellauðugir og gera miklar kröfur um viðhöfn og glæsilegheit. Martin þykist á hinn bóginn ekki vera nema mátulega tjáður og hvergi nærri hafa efni á því að borga 250 dollara fyrir hvern haus er mætir í brúðkaupið - en þeir voru á einhverju skeiði taldir myndu verða um 500 talsins. Eiginkonan, Diane vart missi. Sr. Bragi gaf út bók í síðasta mánuði sem nefnist Von - við- brögð við missi og mun hann gera henni skil í fyrirlestrinum. Keaton, á í miklum brösum með mann sinn en það er þetta samspil innan hinnar venjulegu fjölskyldu (svo ég noti nú þá vafasömu lýs- ingu aftur) sem er hér í brenni- punkti. Samleikur þeirra Martins og Keatons er með miklum ágætum og raunar aliur sá vefur sem er ofinn í kringum þau. Þetta eru manneskjuleg hjón, á miðjum aldri, í ágætum efnum og ham- ingjusöm - einmitt sú ímynd sem við bíófarar viljum sjá. Ofgar hús- bóndans eru nokkuð miklar, það skal játað, en verða þó aldrei þannig að sögupersónan rati ekki aftur inn á sinn rétta bás. Raunir hinna verðandi brúðhjóna fá aldrei neina verulega umfjöllun enda er myndin alls ekki um þau. Til hliðar við sjálfa söguna af erfiðleikum eiginmannsins við sitt innra sjálf og þrælneglda veröld hans er önnur minni þar sem Martin Short fær að leika lausum hala í hlutverki veislustjórans. Þið sem sáuð Pure Lucke um daginn munið etlaust eftir Short en þar lék hann hrakfallabálkinn. Hér sýnir hann á sér allt aðra hlið og er hreint út sagt frábær sem hinn vemmilegi skipuleggjandi brúðkaupsins. Verslunarhúsnæði tíl leigu! 30-50 m2 af verslunarplássi til leigu að Ráðhús- torgi. Upplýsingar í síma 11855. Akureyri: Sr. Bragi Skúlason með fyrirlestur um missi LETTIH b Léttishagar á Kaupvangs bökkum verða opnir miðvikudaginn 17. júní kl. 20-21.30. Laugardaginn 20. júní frá kl. 18-20. Hagagjöld borgist á staðnum, gjald kr. 2.000 pr. hross innanfélagsmanna, kr. 4000 pr. hross utanfé- lagsmanna. Öll hross í högum Léttis og unglingahólfinu verða skilyrðislaust að vera merkt með haganúmeri félags- manna í vinstri síðu. Annars verða hrossin fjarlægð úr hólfi félagsins. Viröingarfyllst; Haganefnd — Unglingaráð. AKUREYRARBÆR WÍ/ -------------------------— Kennara vantar íbúðir til leigu Kennara sem ráðnir hafa verið til starfa á Akureyri, vantar íbúðir til leigu. Um er að ræða bæði blokkaríbúðir og/eða í rað- húsi eða einbýlishúsi. Þeir sem hafa íbúðir til leigu eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skólaskrifstofu Akur- eyrar, Strandgötu 19b, sími 27245. Skólafulltrúi. Forstöðumaður framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins Fjármálaráðuneytið hefur falið skrifstofu okkar að auglýsa og taka á móti umsóknum í ofangreint starf. Starfið er laust samkvæmt nánara samkomulagi. Leitað er að einstaklingi með menntun og reynslu í stjórnun, undirbúningi og umsjón verklegra framkvæmda. Verksvið framkvæmdadeildar er markað í lögum nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda og stýrir forstöðumaður starfi deildarinnar. Nánari upplýsingar um starfið fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, Reykjavík. Umsóknir er tilgreini aldur og menntun ásamt starfsreynslu sendist Guðna Jónssyni, ráðgjöf og ráðningarþjónustu, Tjarnargötu 14, Reykjavík. Umsóknarfrestur um starfið er til 30. júní nk. Guðni Tónsson RÁÐCJÓF & RÁÐN I NCARÞjÓN LISTA TIARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Innilegar þakkir sendum við þeim er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HERBERTS SVEINBJÖRNSSONAR, málara, Víðilundi 20. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og til lækna og hjúkrunarfólks Lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Friðrika Hallgrímsdóttir, Hjörleifur Hallgríms, Örn Herbertsson, Nanna Kristín Jósefsdóttir, Rafn Herbertsson, Svala Tómasdóttir, Hjörtur Herbertsson, Hanna Björg Jóhannesdóttir, Sveinbjörn S. Herbertsson, Hansína Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.