Dagur - 25.06.1992, Side 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 25. júní 1992
Spurning VIKUNNAR
Hvernig líkar þér vetrarveðrið
_______á miðju sumri?________
Sigurður Aðalsteinsson:
„Þetta er bara góð áminning
fyrir okkur og lífsreynsla fyrir
ferðamennina. Á meðan svona
veður veldur ekki skaða þá er
þetta allt í lagi. Ég man vel eftir
17. júní 1959 þegar snjóaði hér
á Akureyri en þetta er minna
áhlaup en þá.“
Ragnar Baldursson:
„Mór finnst þetta öðruvísi. Mað-
ur er ýmsu vanur og kippti sér
ekkert upp við þetta en auðvit-
að minnir þetta okkur á hve gott
við eigum þegar veöurblíðan er
sem mest.“
Páll Jónsson:
„Mér leiðist að fá svona veður.
Annars man ég eftir 17. júní
1959 þegar var hnédjúpur snjór
en þá flúði ég úr bænum. Þetta
er vægara núna og kannski allt
í lagi svona einu sinni."
Helga Jóhannsdóttir:
„Ég var bara hneyksluö. Þetta
passar ekki á þessum árstíma."
Hanna Brynjólfsdóttir:
„Mér líst hreint ekkert á þetta.
Ég bý í Reykjavík en á sumar-
bústað hér fyrir norðan og síð-
ustu 10 árin hefur aldrei verið
svona kalt. Við hlæjum bara að
þessu, það þýðir ekkert annað
en taka þessu vel.“
í lok maímánaðar kom út fyrri
áfangi sameiginlegrar sýslu-
námsskrár skólanna í Vestur-
Húnavatnssýslu og á Borðeyri.
Námsskráin er nánari útfærsla
á aðalnámsskrá grunnskóla og
mun verða sameiginlegur
grunnur að skólanámsskrá
Barnaskóla Staðarhrepps,
Grunnskólans á Borðeyri,
Grunnskólans á Hvamms-
tanga, Laugarbakkaskóla og
Vesturhópsskóla. Verkið er
unnið af kennurum skólanna
fyrir styrk úr Verkefna- og
námsstyrkjasjóði Kennara-
sambands íslands. Ritstjórar
verksins voru: Kristinn Breið-
fjörð Guðmundsson, skóla-
stjóri Barnaskóla Staðar-
hrepps, Sigrún Einarsdóttir,
kennari í Laugabakkaskóla, og
Sýslunámsskrá skólanna í Vestur-Húnavatnssýslu og á Borðeyri:
„Megmáhersla í samstarfi skólaima er
á faglega samvinnu starfsfólks
og félagsleg samskipti nemenda“
- segir Kristinn Breiðíjörð Guðmundsson, skólastjóri
prentunar. Að öðru leyti hafa
kennarar allra skólanna unnið að
sýslunáfnsskránni í hópvinnu, að
mestu skipt eftir námsgreinum.
Þá komu fulltrúar foreldra á tvo
sameiginlega fundi með kennur-
um og stjórnendum skólanna þar
sem meginákvarðanir voru tekn-
ar um skipulag og framvindu
verksins,1' segir Kristinn Breið-
fjörð.
Samstarfsverkefni skólanna
hefur hlotið heitið Samverk.
Samkvæmt skilgreiningu verksins
er um að ræða,,...setningu sam-
eiginlegra markmiða í skólastarf-
inu, lýsingu á megininntaki og
leiðum, með sýn á samfélagsgerð
og náttúru héraðsins, menningu
þess og sögu.“
Sýslunámsskráin er hugsuð
sem nánari útfærsla á aðalnáms-
skrá grunnskóla; staðfærsla á
þeim áhersluatriðum sem skól-
arnir vilja útfæra sérstaklega með
tilliti til aðstæðna í héraðinu.
„Verkinu er síðan ætlað að verða
grunnur að skólanámsskrá hvers
skóla þegar fram líða stundir.
Þannig tekur sýslunámsskráin til
fjölda þátta sem eru skólunum
sameiginlegir. Því má ætla að
betri samfella verði í skipulagi
skólastarfsins í héraðinu en ella
um leið og myndast hefur trú-
verðugur grunnur til faglegrar
samvinnu skólanna í framtíðinni.
- í fyrsta áfanga verksins, sem nú
kemur út, eru sett fram héraðs-
markmið og megininntak náms-
efnisins í þeim greinum sem það
á við auk fjölda tillagna um
útfærslur og viðfangsefni. Seinni
hluti verksins, sem hefur hlotið
styrk úr Þróunarsjóði grunn-
skóla, mun taka til samskipta
skólanna innbyrðis og við ýmsar
stofnanir samfélagsins, félags- og
íþróttamála, samskipta foreldra
og skóla o. fl. þátta. Það er skoð-
un þeirra sem að þessu verki
standa, að þótt hér sé komið út á
prenti rit sem kallast sýslunáms-
skrá, verði aldrei um fullkomna
og endanlega útgáfu að ræða
heldur á verkið að vera stöðugt í
umræðu og endurskoðun. Skoð-
anaskiptin eru aflvaki og undan-
fari raunverulegrar skólaþróunar
þar sem starfsfólk skólanna í
samvinnu við íbúa héraðsins
vinna stöðugt að því marki að
gera góða skóla betri,“ segir
Kristinn Breiðfjörð Guðmunds-
son, skólastjóri Barnaskóla Stað-
arhrepps. ój
Valgerður Jakobsdóttir, kenn-
ari í Grunnskólanum á
Hvammstanga.
„Um nokkurt árabil hafa
grunnskólarnir í Vestur-Húna-
vatnssýslu og á Borðeyri haft
með sér samstarf sem farið hefur
vaxandi ár frá ári. í fyrstu voru
ýmsar íþróttakeppnir uppistaðan
í þessu samstarfi en á síðustu
árum hefur átt sér stað eðlis-
breyting á samskiptum skólanna.
Smám saman er mönnum að
verða ljós nauðsyn þess að íbúar
dreifbýlisins starfi saman og líti á
sig sem samherja og héraðið allt
sem eina starfsheild. Gott sam-
starf hefur náðst með skólunum
sem getið hefur af sér víðtækari
samvinnu en áður var,“ segir í
fréttatilkynningu frá grunn-
skólunum í Vestur-Húnavatns-
sýslu og á Borðeyri.
Fram kemur í fréttatilkynn-
ingu að megin markmið í sam-
vinnu skólanna eru:
- Að bæta og styrkja mannlíf í
héraðinu.
- Að gera skólastarfið mark-
vissara og sníða það sem mest og
best að þörfum nemenda, for-
eldra og samfélagsins alls.
- Að auka faglegt og félagslegt
samstarf meðal starfsfólks skól-
anna.
- Að skapa jákvæða afstöðu
hjá nemendum, foreldrum og
kennurum gagnvart íbúum alls
héraðsins, hvort sem þeir búa í
bæ eða sveit, með auknum kynn-
um og samstarfi þeirra í millum.
Laugabakkaskóli.
- Að rækta samhug, félags-
lyndi og víðsýni með nemendum
skólanna, meðal annars til að
auðvelda þeim að flytjast rnilli
skóla.
- Að brjóta upp hefðbundna
kennslu og auka þannig á fjöl-
breytni í viðfangsefnum og
vinnubrögðum.
Kristinn Breiðfjörð Guð-
mundsson, skólastjóri, segir að
árið 1989 hafi tekið gildi hér á
landi ný aðalnámsskrá grunn-
skóla og í tengslum við hugmynd-
ir um skólanámsskrár, sem þar
koma fram, hafi stjórnendur
skólanna ákveðið að freista þess
að þróa samstarfið enn frekar
með því að standa fyrir gerð
sýslunámsskrár. Á sameiginleg-
um starfsdegi skólanna í byrjun
árs 1990 voru fyrstu skrefin
stigin. Verkið komst síðan á góð-
an rekspöl er styrkur fékkst úr
Verkefna- og námsstyrkjasjóði
Kennarasambands íslands, skóla-
árið 1991 - 1992. Jafnframt fékkst
heimild fræðsluyfirvalda til að
ráða þrjá aðila sem fagstjóra (rit-
stjóra) til verksins.
„Fyrri áfangi þessa samstarfs-
verkefnis skólanna var skipulagð-
ur með þeim hætti að fagstjórarn-
ir söfnuðu upplýsingum og mót-
uðu tillögur um skipulag og fram-
vindu verksins. Einnig fengu þeir
það hlutverk að vera e.k. verk-
stjórar og tengiliðir á milli skól-
anna meðan á vinnunni stæði auk
þess sem þeir hafa búið verkið til
Frá Hvammstanga.