Dagur - 25.06.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 25. júní 1992
IÞRÓTTIR
íslandsmótið í knattspyrnu, Samskipadeild:
KA fær Fram í heimsókn
Þór sækir FI1 heim
kemst KA upp fyrir Fram og fer Þór upp fyrir ÍA?
iftin. KA no Þnr. V(l KA hpfnr pllii iinniA Ipik T-íoiiUnt* A r\ cönn honc Ar
Akureyrarliðin, KA og Þór,
spila bæði í kvöld í 6. umferð,
Islandsmótsins í knattspyrnu.
Velgengni Þórsara hefur verið
ákaflega mikil, það sem af er, og
verður spennandi að sjá hvað
þeir gera í kvöld þegar þeir
mæta FH í Krikanum. KA-
menn fá Fram í heimsókn og er
óhætt að fullyrða að þeir mega
hafa sig alla við ætli þeir sér að
fara með sigur af hólmi. Fram-
arar hafa komið mjög sterkir
út úr síðustu tveimur leikjum,
unnu Val 4:1 og Breiðablik
3:0. KA hefur ekki unnið leik
síðan í fyrstu umferð þegar
þeir lögðu Víkinga að velli.
„Þetta er leikur sem við verð-
um að vinna,“ sagði Haukur
Bragason, markvörður KA-
liðsins, þegar hann var spurður
að því hvernig honum litist á leik-
inn. „Framararnir verða vafa-
laust erfiðir en við ættum að geta
tekið þá. Menn verða bara að
mæta rétt stemmdir í þetta og þá
þurfum við engu að kvíða, þetta
er ekki óvinnandi lið,“ sagði
Lárus Sigurðsson hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í markinu hjá Þór í
sumar.
Glæsilegt úrval
gluggatjaldaefna
Ótrúlegt verð frá kr. 280,-
Sendi í póstkröfu.
Svampur og Bólstrun,
Austursíða 2 (Sjafnarhúsinu), sími 25137.
Ji
Takið eftir
Kaffisala
verður í Kjarnalundi
sunnudaginn 28. júní frá kl. 14.30-17.00.
Einnig kökubasar og flóamarkaður.
NLFA
Haukur. Að sögn hans er stefnan
sett á að halda hreinu í þessum
leik. „Það er orðið tímabært,"
sagði Haukur.
Eins og menn eflaust muna
spiluðu KA-menn við KR-inga í
síðasta heimaleik og skildu liðin
jöfn. Báðum liðum tókst að
skora einu sinni. Deildin er mjög
jöfn um miðjuna og geta KA-
menn komist einu stigi upp fyrir
Fram ef þeir hirða öll stigin í
leiknum. Ef ekki, þá breikkar
bilið nokkuð á milli liðanna í
efstu sætunum og þeirra sem neð-
ar eru. Það er því ljóst að þeir
þurfa á sigri að halda, ætli þeir
sér að vera með í toppbaráttunni
í sumar.
Þórsarar þurfa að fara suður
yfir heiðar og keppa við FH-inga
í Hafnarfirði. Liðið hefur enn
ekki tapað leik og aðeins gert eitt
jafntefli í sumar, svo stuðnings-
menn liðsins ættu að geta verið
bjartsýnir fyrir kvöldið. FH-ingar
eru þó frægir fyrir að bíta frá sér
svo Þórsarar verða að gefa sig
alla í leikinn. „Ef við förum með
sama hugarfari í þennan leik og
hina sem við höfum verið að
vinna, kvíði ég ekki leiknum,“
Haukur Bragason ætlar sér að halda markinu hreinu í leiknum á móti Fram.
sagði Lárus Sigurðsson, mark-
vörður Þórs. Aðspurður hvort
ekki væri mikil pressa á leikmönn-
um vegna þessa góða gengis í
sumar, sagði hann svo ekki vera.
„Við erum ekki efstir þessa
stundina, ÍA skaust upp fyrir
okkur með sigri á Eyjamönnum,
svo við getum ekki gert annað en að
setja stefnuna á toppinn aftur. Þar
er best að vera og menn vita hvað
gera þarf til þess að halda sér þar.
Þetta eru einfaldir hlutir, ekkert
vinnst nema haráttan sé í lagi og
ég sé enga ástæðu til að ætla ann-
að en að menn mæti með rétta
hugarfarið með sér," sagði Lárus
Sigurðsson. SV
Dregið í Mjólkurbikarnum:
Bikarrimma á Akureyri
KA og Þór mætast
Dregið var í Mjólkurbikar-
keppni KSI í gær og voru KA
og Þór dregin saman. Völsung-
ar fá 1. deildarlið KR í heim-
sókn til Húsavíkur og það lið
sem vinnur í leik Kormáks og
Leifturs fær Fylki í heimsókn.
Þjáfarar Akureyrarliðanna
voru báðir mjög ánægðir með
niðurstöðuna, fannst gott að
þurfa ekki að fara úr bænum til
þess að spila þennan leik.
„Við förum að sjálfsögðu í
þennan leik til þess að vinna,
annað er ekki hægt í bikarnum,"
sagði Sigurður Lárusson, þjálfari
Þórs. „Mér er alveg sama hvaða
lið ég spila við en þetta verður
gaman fyrir fólkið í bænum. Nú
verða viðureignir liðanna þrjár í
stað tveggja og við verðum bara
að vona að áhorfendur fjölmenni
á þennan leik til þess að fá réttu
stemmninguna,“ bætti hann við.
Gunnar Gíslason, þjálfari KA,
sagðist ánægður með þetta.
„Blessaður vertu, þetta er bara
mjög gott. Gott að þurfa ekki að
fara úr bænum til þess að spila
þennan leik. Við ætlum okkur
auðvitað að vinna þá, eins og við
ætlum með hvert annað lið.
Bæjarbúar ættu að kætast,“ sagði
Gunnar.
KA og Þór mættust í 16 liða
úrslitum í bikarkeppninni 1987
og þá hafði Þór betur eftir fram-
lengingu og vítaspyrnukeppni.
Á Húsavík mætast Völsungar
og KR og það er næsta víst að
Völsungar eiga eftir að verða
KR-ingum erfiðir. „Þeir eru
örugglega með mjög sterkt lið en
við erum hvergi bangnir," sagði
Sveinn Freysson, fyrirliði Völs-
unga. „Það verður gaman að tak-
ast á við 1. deildarlið og ég er viss
um að það er mikil stemmning i
bænum fyrir þessu. Við ætlum
okkur að sjálfsögðu sigur,“ sagði
Sveinn.
Aðrir leikir í bikarnum eru:
UBK-Valur
ÍBK-FH
Valur Reyðarf.-Í A
Víkingur-ÍBV
Kormákur/Leiftur-Fylkir
BÍ-Fram
Víðavangshlaup H.S.Þ. 1992
Þrjú víðavangshlaup hafa ver-
ið haldin á vegum H.S.Þ, í
Aðaldal, á Tjörnesi og á
Grenivík. AIIs tóku 186 manns
þátt í hlaupunum og er það
metþátttaka. Bikarhafi 1992 er
Reykhverfingur.
í Aðaldal voru keppendur 89
og 110 tóku þátt í fjölskyldu-
trimmi. Alls hlupu 120 manns
þar. Á Tjörnesi voru keppendur
81 og í fjölskyldutrimmi voru 76
þátttakendur. Þar voru hlaupa-
garparnir 106 alls. Á Grenivík
voru 93 keppendur og 89 trimm-
arar. Þar hlupu 118 manns. Úrslit
úr hlaupunum eru eftirfarandi:
10 ára og yngri:
1. Andri Rúnarsson, Reykhverfingi 25 stig
2. Vilhjálmur P. Pálmason, Eilífi 21 stig
3. Höröur Sigurgeirsson, Völsungi 18 stig
1. Eyrún G. Káradóttir, Völsungi 30 stig
2. Hulda Sigmarsdóttir, Völsungi 23 stig
3. Anna K. Karlsdóttir, Völsungi 19 stig
11-12 ára:
1. Stefán Jakobsson, Eilífi 30 stig
2. Gunnþór Sigurgeirsson, Völsungi 27 stig
3. Ólafur H: Kristjánsson, Mývetningi 19
1. Vala Dröfn Björnsdóttir, Magna 30 stig
2. Heiður Vigfúsdóttir, Völsungi, 27 stig
3. Guðrún Helgadóttir, Völsungi 23 stig
13-14 ára:
1. Orri Freyr Oddsson, Völsungi 27 stig
2. Skafti S. Stefánsson, Geisla 26 stig
3. Eýþór Rúnarsson, Reykhverfingi 22 stig
1. Erna D. Þorvaldsdóttir, Völsungi 30 stig
2. Ólöf B. Þórðardóttir, Völsungi 26 stig
3. Erla J. Einarsdóttir, Völsungi 23 stig
15-18 ára:
1. Hákon Sigurðsson. Völsungi 30 stig
2. Porvaldur Guðm.son. Völsungi 27 stig
3. Unnsteinn Tryggvason, Reykhv. 23 stig
19-30 ára:
1. Sigurbj. Arngrímsson, Mývetningi 10 stig
2. Sigmar Stefánsson, Reykhverf. 10 stig
3. Birgir Hauksson, Eilífi 9 stig
1. Laufey Hreiðarsdóttir, Magna 30 stig
2. Hólmfríður Jóhannsdóttir, Eflingu 16 stig
3. -4. Huida Stefánsd. Reykhverf. 9 stig
3.-4. Guðný Sveinbjörnsd., Völsungi 9 stig
31 árs og eldri:
1. Jóhann Gestsson, Mývetningi 28 stig
2. Jón Hermannsson, Mývetningi 25 stig
3. -4, Unnar Vilhjálmsson, Eflingu 20 stig
3,-4. Rúnar Óskarsson, Reykhverf. 20 stig
1. Lovísa Gestsdóttir, Mývetningi 28 stig
2. Kristjana Skúladóttir, Völsungi 20 stig
3. Helga Helgadóttir, Magna 9 stig
Úrslit úr víðavangshlaupunum þremur:
1. Reykhverfingur, 14,3% Bikarhafar 1992.
2. Eilífur, 13,3%
3. Magni, 12,2%
SV