Dagur


Dagur - 25.06.1992, Qupperneq 15

Dagur - 25.06.1992, Qupperneq 15
Fimmtudagur 25. júní 1992 - DAGUR - 15 Stúlkumar sem vaidar hafa verið í unglingalandsliðið í borðtennis. Borðtennislandsliðið: Sex Grenivíkur- stúlkur valdar Unglingalandslið íslands í borðtennis heldur til Skotlands í æfinga- og keppnisferð nú um helgina. Sextán keppendur hafa verið valdir til fararinnar og þar af eru sex stúlkur frá Grenivík sem undirbúa sig nú fyrir ferðina. Að sögn Björns Ingólfssonar, skólastjóra á Grenivík og aðal- driffjöður borðtennisíþróttarinn- ar þar í bæ, er þetta í fimmta eöa sjötta skipti scm fcrð af þessu tagi er farin. „Þetta er eini fasti punkturinn í starfsemi unglinga- landsliðsins í borðtennis," sagði Ingólfur. Ferðin byrjar á fimm daga æf- ingabúðum í Skotlandi og síðan verður keppt á móti sem kallast Opna enska skólamótið í borð- tennis. Það er venjulega haldið fyrstu helgina í júlí. Aðspurður hvernig á því stendur að Gren- víkingar eru svo framarlega í borðtennis, sem raun ber vitni, sagði hann líklegustu ástæðuna vera þá að aðstaða fyrir aðrar íþróttir er ekki fyrir hendi yfir veturinn. Stúlkurnar sem fara frá Grenivík eru 14, 15 og 16 ára og heita: Elín Þorsteinsdóttir, Elva Helgadóttir, Berglind Bergvins- dóttir, Hjördís Skírnisdóttir, Margrét Ósk Hermannsdóttir og Margrét Ösp Stefánsdóttir. SV Mjólkurbikarinn, Völsungur-Tindastóll 4:3 Völsungssigur í vedurhaimium Leikur Völsungs og Tindastóls í Mjólkurbikarkeppninni í knattspyrnu fór fram á þriðju- dagskvöldið. Leikið var við mjög erfiöar aðstæður, sterkan vind og haglél. Leikurinn var mjög vel leikinn af báðum lið- um en Völsungar höfðu betur og sigruðu 4:3. Sauðkrækingar eru því úr leik í Mjólkurbik- arnum. Tindastólsmenn byrjuðu á því að leika undan vindinunt, sem þó stóð örlítið á hlið, en Völsungar voru á undan að skora. Þeir fengu vítaspyrnu á 15. mínútu og Björn Olgeirsson. þjálfari liðsins, skoraði af öryggi úr henni. Pétur Pétursson jafnaði fyrir Stólana stuttu fyrir leikhlé eftir að hafa sloppið einn í gegnum vörn Völsungs. Hann setti boltann undir Harald Haraldsson í mark- inu. Staöan í leikhléi var því 1:1. Leikhléið var mcð því lengsta sent sögur fara af því mcnn fengu góðan tíma til þess að skipta um galla og ná úr sér hrollinum eftir veðurhaminn í fyrri hálfleik. Þess má geta að þegar gestirnir komu í bæinn var versiunarstjór- inn í KÞ ræstur út til þess að hægt væri að kaupa síðbuxur á liðið. Frjálsar íþróttir: Héraðsmót USAH 1992 - Umf. Hvöt stigahæsta félagið Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum fór fram um helgina. Keppt var í fjölmörgum flokkum, karla og kvenna og varð Umf. Hvöt Blönduósi stigahæsta félag mótsins með 199,5 stig. Stigahæst kvenna var Sunna Gestsdóttir, Hvöt en stigahæstur karla var Friðgeir Halldórsson, Hvöt. Sérstakur gestur mótsins var Pétur Guðmundsson, kúlu- varpari, og kastaði hann kúl- unni 20,10 m. Það er hans besta kast það sem af er árinu. Hér fara úrslit í einstökum greinum: 100 m hlaup kvcnna: 1. Sunna Gestsdóttir, Hvöt 13,3 2. Jóna Finndís Jónsdóttir, Vorb. 14,0 3. Linda Ólafsdóttir.Hvöt 14,1 100 m hlaup karla: 1. Guðmundur Sverrisson, Bólhl. 12,9 2. Hilmar P. Valgarðsson, Vorb. 13,0 3. Rafn Ingi Finnsson, Hvöt 13,1 Kringlukast karla: 1. Helgi Þór Helgason, Fram 54,56 2. Friðgeir Halldórsson, Hvöt 41,02 3. Magnús Björnsson, Geislar 33,04 Langstökk karla: 1. Friðgeir Halldórsson, Hvöt 6,15 2. Guðmundur Sveinsson, Bólhl. 5,66 3. Hrólfur Pétursson, Fram 5,59 Hástökk kvenna: 1. Hallbera Gunnarsdóttir, Hvöt 1,35 2. Sunna Gestsdóttir, Hvöt 1,35 3. -4. Þórhalla Guðbjartsdóttir, Hvöt 1,30 3.-4. Linda Ólafsdóttir, Hvöt 1,30 Spjótkast kvenna: 1. Guðbjörg Gylfadóttir, Fram 31,16 2. Soffía Pétursdóttir, Frant 29,30 3. Sunna Gestsdóttir, Hvöt 27,08 200 m hlaup karla: 1. Friðgeir Halldórsson, Hvöt 25,4 2. Hilmar P. Valgarðsson, Vorb. 26,1 3. Rafn Ingi Finnson, Hvöt 26,6 400 m hlaup kvenna: 1. Sunna Gestsdóttir. Hvöt 63,1 2. Jóna Finndts Jónsdóttir, Vorb. 63,9 3. Ingunn M. Björnsdóttir, Vorb. 72,6 Kringlukast kvenna: 1. Guðbjörg Gylfadóttir, Fram, 32,80 2. Ásgerður Ólafsdóttir, Hvöt 27,44 3. Guðrún Pétursdóttir, Bólhl. 26,36 4x100 m boðhlaup karla: 1. A-sveit Hvatar 50,7 2. A-sveit Fram 53,5 3. A-sveit Geisla 53.7 4x100 m boðhlaup kvenna: 1. A-sveit Hvatar 55,9 2. A-sveit Fram 58,5 3. Sveit Vorboðans 59,9 3000 m hlaup karla: Daníel Guðm., gestur 9.03,3 1. Björn Bjömsson, Vorb. 10.43,6 2. Rafn I. Finnsson, Hvöt 11.37,2 3. Magnús Björnsson, Geislar 11.57,0 1500 m hlaup kvcnna: 1. Guðný Finnsdóttir, Frant 5.46,7 2. Hrefna Guðmundsdóttir, Hvöt 6.02,4 3. Ingunn M. Björnsdóttir, Vorb. 6.08,6 Kúluvarp kvenna: 1. Guðrún Gylfadóttir, Fram 14,83 2. Guðrún Pétursdóttir, Bólhl. 9,92 3. Ásgerður Ólafsdóttir, Hvöt 9,64 Hástökk karla: 1. Anton Hjartarson, Geislar 1,70 2. Ingvar Björnsson, Geislar 1,70 3. Pálmi Vilhjálmsson, Hvöt 1,65 Langstökk kvcnna: 1. Sunna Gestsdóttir, Hvöt 5,54 2. Vilborg Jóhannesdóttir, Fram 4,46 3. María Ingimundardóttir, Hvöt 4,30 Kúluvarp karla: Pétur Guðm. gestur 20,10 1. Friðgeir Halldórsson, Hvöt 12,28 2. Pálmi Vilhjálmsson, Hvöt 10,69 3. Jón P. Heiðarsson, Geislar 10,40 200 m hlaup kvenna: 1. Sunna Gestsdóttir, Hvöt 28,0 2. Jóna F. Jónsdóttir, Vorb. 28,8 3. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Geislar 31,0 400 nt hlaup karla: 1. Hilmar P. Valgarðsson, Vorb. 59,4 2. Rafn I. Finnsson, Hvöt 60,5 3. Vilhjálmur Stefánsson, Hvöt 60,9 Spjötkast karla: 1. Friðgeir Halldórsson, Hvöt 48,20 2. Pálmi Vilhjálmsson, Hvöt 45,16 3. Magnús Björnsson, Geislar 44,72 Þrístökk karla: 1. Friðgeir Halldórsson, Hvöt 12,81 2. Anton Hjartarson, Geislar 12.18 3. Ingvar Björnsson, Geislar 11,89 1000 m boðhlaup kvenna: 1. A-sveit Hvatar 2.41,7 2. A-sveit Fram 2.59,0 3. B-sveit Hvatar 3.03,8 1000 m boðhlaup karla: 1. A-sveit Hvatar . 2.24,8 2. A-sveit Geisla 2.27,9 3. Sveit Vorb. 2.29,6 800 m hlaup kvenna: 1. Jóna F. Jónsdóttir, Vorb. 2.35,9 2. Guðný Finnsdóttir, Fram 2.41,7 3. Ingunn M. Björnsdóttir, Vorb. 2.44,1 1500 m hlaup karla: Daníel Guðm., gestur 4.15,2 1. Björn Björnsson, Vorb. 4.53,7 2. lngvar Björnsson, Geislar 5.04,6 3. Magnús Björnsson, Geislar ■ 5.07,7 Stólarnir eru úr leik Hver myndi hafa trúað að þess þyrfti 23. júní? Síðari liálfleikurinn fór vel af stað. Liðin skiptust á að sækja og einungis átta mínútur voru liðnar þegar Bjarki Pétursson kom Stól- unum yfir, 1:2. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörnina og lyfti boltanum yfir Harald, markmann Völsungs. Það tók Völsung ekki nema fjórar mínútur að jafna. Þar var að verki Arnar Bragason, sem skoraði eftir þóf í vítateig Tindastóls. Staðan var þá orðin 2:2. Bjarki Pétursson bætti við þriðja marki gestanna, og sínu öðru marki í leiknum, á 79. mín- útu. Hann prjónaði sig þá skemmtilega í gegnum vörnina og skoraði af öryggi. Hilmar Þ. Hákonarson jafnaði með góðu skoti sem Gísli Sigurðsson réð ekki við. Þegar hér var komið sögu voru einungis fimm mínútur til leiksloka og mark Hilmars gaf Mark Péturs Péturssunur, Tinda- stóli, dugði ckki gegn Vulsungi. heimamönnum aukinn kraft í nepjunni. Þeir sóttu í sig veðrið og skoruðu sigurmarkið á 89. mínútu leiksins. Arnar Bragason fékk þá sendingu upp kantinn og var ekkert að tvínóna við hlutina, heldur skaut á markið, frá hlið- arlínu til móts við vítateig. Bolt- inn fór yfir Gísla og datt í hornið fjær. Sérlega glæsilegt mark og sigur heimamanna var í höfn. Bestir í liði Tindastóls voru Skagamennirnir þrír, Bjarki og Pétur Péturssynir og þjálfarinn Guðbjörn Tryggvason. Arnar Bragason átti góðan dag fyrir Völsung, auk þess sem Björn Olgcirsson var traustur meðan hans naut við. Leikmönnum varð ekki meint af volkinu en einhverjir höfðu áhyggjur af því að kalblettir kynnu að koma í ljós á tám þegar frá líður. SV Arnar Brugason átti góðan dag og skoraði tvö niörk fyrir Völsung. Golf: Arctic Open hófst í gær - fyrstu keppendurnir ræstir út í kvöld klukkan 20.00 Hjá golfklúbbi Akureyrar er að heljast heilntikil golfveisla. Arctic Open golfmótið var sett í gærkveldi með inóttöku í Golfskálanum og síðan verða fyrstu keppendurnir ræstir út í dag klukkan 20.00. Þetta er í 7. skipti sem mótið er haldið. Að sögn Gísla Braga Hjartar- sonar, hjá Golfklúbbi Akureyr- ar, er þetta mikill viðburöur og mikil landkynning því á mótið kenrur fjöldinn allur af þekktu eriendu fólki, aðallega fólki úr viöskiptalífinu. Talsverður fjöldi íslendinga, bæði Akureyringa og annarra, tekur þátt. Byrjað verð- ur að ræsa keppendur út klukkan 20.00 í kvöld og spilað fram eftir nóttu. Sama verður upp á ten- ingnum annað kvöld og síðan verður veisla og verölaunaaf- hending á laugardag klukkan 19.00. Þegar Gísli Bragi var spurður út í hvort veöráttan setti ekki strik í reikninginn sagði hann að golfarar settu hana ekki fyrir sig. „Þetta eru hraustir menn og eru tilbúnir til þess að leggja hvað sem er á sig til þess að komast í gott golf," sagði Gísli Bragi. Fjöldi keppenda er áætlaður 100- 130 manns. SV Björn Axelsson sigraöi á mótinu í fyrra. Myml: JHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.