Dagur


Dagur - 08.07.1992, Qupperneq 2

Dagur - 08.07.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 8. júlí 1992 Fréttir Deila löglærðra fulltrúa við Stjórnarráðið: Suniir fulltrúar mættir til vinnu Bréf Dóms- og kirkjumála- ráðuneytis til sýslumanns- embætta í gær virðist hafa haft einhver áhrif því sums staðar á Norðurlandi voru löglærðir fulltrúar komnir til starfa. Enn höfðu sýslumenn þeir sem Dag- ur ræddi við ekki boðað fjar- verandi fulltrúa á sinn fund þar sem þeim skyldu settir úrslita- kostir um að mæta í vinnuna eða missa hana ella. Fulltrúar sem gegndu störfum hjá bæjar- fógetanum á Akureyri voru farnir úr bænum en í gær var haldinn fundur á vegum Stétt- arfélags lögfræðinga í ríkis- þjónustu. Ekki náðist í neinn frá SLÍR í gær. Sigurður Brím Jónsson, fyrrverandi aðalfull- trúi sýslumanns Þingeyjarsýslu - nú sýslumannsins á Húsavík - sagðist vera í vinnunni af gam- alli skyldurækni. „Ég er bara í lausu lofti,“ sagði Sigurður, aðspurður um hvað hann væri að gera í vinnunni. A sýsluskrifstofum á Norður- landi fengust þau svör að fulltrúar væru sumir mættir og væri þjón- usta hjá sýslumönnum því að komast í eðlilegt horf eftir að embættin tóku til starfa þann 1. júlí sl. Að sögn Elíasar Elíassonar, sýslumanns á Akureyri, náðist ekki til fulltrúanna þriggja við embættið þar sem þeir voru á fundi SLÍR í höfuðborginni í gær. „Ég ætlaði að boða fulltrúana á fund í dag en þeir eru bara ekki í bænum. Ég vona bara að þessu linni,“ sagði Elías, aðspurður um hvort hann teldi að fulltrúarnir myndu mæta til vinnu í dag. „Hér hafa öll störf legið niðri hvað viðkemur þessum fulltrúum. Það eina sem sinnt hefur verið er móttaka á dánarskrám svo hægt sé að jarða. Starfsemi lögmanns- skrifstofa, fasteignasala og bankastarfsemi hefur lamast að einhverju leyti vegna fjarveru fulltrúanna,“ sagði Björn Rögn- valdsson, aðalfulltrúi sýslu- mannsins á Akureyri, í samtali við Dag. Aðalfulltrúar sýslu- manna hafa verið milli steins og sleggju í deilunni þar sem þeir eru staðgenglar sýslumanna, ef þeir eru fjarverandi, og þar með yfir- menn embættisins en um leið eru þeir félagar í Stéttarfélagi lög- fræðinga í ríkisþjónustu. Þess má geta að tölvukerfi hjá sýslumanninum á Akureyri komst í lag í gærmorgun eftir nokkra byrjunarörðugleika síðan ný afgreiðsla sýslumannsins opn- aði hinn 1. júlí. „Þetta hefur ekki valdið teljandi töfum á störfum enda hefur ekkert sérstakt legið fyrir undanfarna daga. Við vorum svo heppin að ekki var eindagi á einu eða neinu. Þetta er ekkert óeðlilegt," sagði Rut Ófeigsdóttir skrifstofustjóri. Að sögn Jóns Kr. Sólnes, hæstaréttarlögmanns á Akureyri, hafa lögmenn og skjólstæðingar þeirra m. a. orðið varir við deiluna á þann hátt að fasteignaviðskipti geta ekki farið fram þegar ekki er hægt að þinglýsa eigendaskiptum. Þó er minna um að vera á lög- mannsskrifstofum á sumrin, m.a. vegna réttarhlés, og því hefur deilan síður komið að sök að sögn Jóns. GT Þátttakendur í Sfldarævintýrinu í fyrra voru um fjögur þúsund talsins en búist er við að þeir verði fleiri í ár. Síldarævintýri á Siglufirði: Fortíðin rifluð upp á flölskylduhátíð - búist við þúsundum gesta um verslunarmannahelgina „Siglufjörður getur lifað á því um ókomna tíð að hér var mik- ið mannlíf í eina tíð. Síldin gaf þjóðarbúinu mikið og þeir sem tóku þátt í síldarævintýrinu geta komið í bæinn og minnst þess. Þeir sem ekki muna þá tíð geta séð hvernig síldar- ævintýrið var,“ sagði Theódór Júlíusson, framkvæmdastjóri Síldarævintýris á Siglufirði sem haldið verður um verslunar- mannahelgina, annað árið í röð. „Undirbúningur er að hefjast af fullum krafti fyrir þessa stóru og miklu fjölskylduhátíð. Síld- arævintýrið verður með svipuðu sniði og í fyrra en þó verður held- ur meira um að vera. Hér verða Fyrir fundinum stóð stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélagsins Eining- ar sem hér koma af fundinum í Alþýðuhúsinu. Mynd: gt Sameiginlegur fundur níu stéttarfélaga: „Mótmælir fráleitum úrskurði Kjaradóms“ Á l'östudagskvöld var haldinn sameiginlegur fundur stjórna og trúnaðarmannaráða níu stéttarfélaga vegna úrskurðar kjaradóms viku fyrr. Fundur- inn mótmælti úrskurðinum sem fráleitum og skoraði á ríkis- stjórn að kalla saman Alþingi til að taka á málinu. Eins og kunnugt er brást ríkisstjórnin hins vegar þannig við að lagt var til við Forseta íslands að gefa út bráðabirgðalög um kjaradóm. Lögin voru gefin út fyrir miðnætti á föstudag. Fundurinn var haldinn í Alþýðu- húsinu á Akureyri en auk Verka- lýðsfélagsins Einingar, sem stóð fyrir fundinum, áttu aðild að hon- um Iðja, félag verksmiðjufólks, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri, Verkstjórafélag Akur- eyrar og nágrennis, Rafvirkja- félag Norðurlands, Félag málm- iðnaðarmanna, Trésmiðafélag Akureyrar og Starfsmannafélag Akureyrarbæjar. Forsendur fyrir nýjum úrskurði kjaradóms eru nú breyttar en stéttarfélögin ályktuðu að hækk- anir á kjörum æðstu embættis- manna ríkisins væru fráleitar þar sem almennt launafólk varð að sætta sig við 1,7% launahækkun í síðustu samningum. Eins og Davíð Oddsson for- sætisráðherra hefur sagt felst ekki í nýjum lögum nein trygging fyrir því að nýr úrskurður kjaradóms verði öðru vísi en hinn umdeildi úrskurður. Fundur verkalýðs- félaganna lagði hins vegar til að samningsfrelsinu yrði beitt ef ekk- ert breyttist. Orðrétt sagði í álykt- un fundarins: „Verði dómur kjaradóms látinn standa gerir fundurinn kröfu til þess að allt launafólk fái sömu hækkun og embættismennirnir og heitir á alla launþega að fylgja þeirri kröfu eftir með hörku.“ GT m.a. útidansleikir öll kvöldin og söltunin verður bæði laugardag og sunnudag. Skemmtidagskráin hefst kl. fjögur föstudaginn 31. júlí og síðan verður skemmtiefni allan laugardaginn og allan sunnudaginn víða um bæinn,“ sagði Theódór Júlíusson, fram- kvæmdastjóri Síldarævintýris, í samtali við Dag. „Undirtektirnar í fyrra voru alveg stórkostlegar; í bæinn komu yfir tvö þúsund manns þannig að með heimafólki voru þátttakendur fast að fjögur þús- und talsins þegar mest var. Nú ætlum við aftur að rifja upp for- tíðina með því að endurtaka þá síldarstemmningu sem hér var á árum áður,“ sagði Theódór. „Við eigum von á heldur fleira fólki í ár og ætlum að fylla bæinn af fólki. Allt gistipláss í bænum er pantað en við erum búin að stækka tjaldstæðið verulega og bæta við snyrtiaðstöðu. Burttlutt- ir Siglfirðingar og gamlir kunn- ingjar verða í nánast hverju heimahúsi auk þess sem Norð- lendingar koma hingað væntan- lega án þess að gista," sagði Theódór. Ekki þarf að greiða fyrir aðgang að svæðinu heldur verður selt inn á innidansleikina og úti- danslcikinn á laugardagskvöldið. Aðspurður segir Theódór að reynslan af gæslu síðustu verslun- armannahelgi sýni að samstarf við lögreglu sé hið besta. „í fyrra lögðum við til ákveðinn hóp sem var við gæslu en lögreglan er auð- vitað skuldbundin til að halda uppi einhverri lágmarkslöggæslu innan bæjarfélagsins,1' sagði Theódór, aðspurður um reglur Dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins um að samkomuhaldari úti- hátíða greiði kostnað vegna lög- gæslu sem fjallað er um annars staðar í blaðinu. GT Hálendisáætlun Norðurleiðar hafín Árlegar áætlunarferðir Norður- leiðar hf. yfir hálendið hófust þann 1. júlí sl. Hjá Norðurleið fengust þær upplýsingar að þetta væri með fyrra fallinu, en í fyrra hefði einnig verið hægt að hefja hálendisáætlunina á sama degi. Farið er norður Sprengisand á mánudögum og fimmtudögum, en suður yfir Kjöl á miðvikudög- um og laugardögum. Ferðirnar eru með leiðsögn og er boðið upp á mat á leiðinni. Þessar ferðir hafa verið vinsæl- ar, að sögn starfsmanns hjá Norðurleið hf., en einkum eru þær eftirsóttar af útlendingum, enda kynntar í erlendum kynn- ingarbæklingum. Hálendisáætl- unin gildir í júlí og ágúst. óþh Fiskmlðlun Noröurlands á Dalvlk - Flskverö á markaöl vlkuna 28.0fr04.071992 Tegund Hámarks- verö Lágmarks- verö Meðalverö (kr/kg) Magn (kg) Verömætl Grálúöa 83 64 74,97 8.796 659.447 Hlýri 42 26 30,89 347 10.719 Karfi 25 20 24,75 477 11.805 Keila 20 15 16,90 42 710 Steinbítur 42 26 37,30 261 9.734 Ufsi 41 30 39,30 3.307 130.379 Ýsa 110 40 109,04 1.981 216.001 Þorskur 92 75 85,42 15.706 1.341.648 Þorskur, smár 65 60 62,98 1.765 111.158 Samtals 76,24 32.682 2.491.601 Dagur birtirvikulega töflu yfir fiskverð hjét Rskmiölun Norðuriands á Dalvfk og greinir þar frá verðinu sem fékkst í vikunni á undan. Þetta er gert í Ijösi þess að hlutverk fiskmarkaða f verðmyndun fslenskra sjévarafurða hefur vaxið hrööum skrefum og þvl sjálfsagt að gera lesendum blaðsins kleift að fylgjast með þröun markaðsverðs á flski hér á Norðurlandi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.