Dagur - 23.07.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 23.07.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 23. júlí 1992 Fréttir „Eftir tvö ár getum við séð hvort var eitthvað vit í þessu,“ segir Björn um gróðursetningu aspanna tveggja við nýja íbúðarhús sitt í Sandfellshaga. Mynd: IM Veiðileyfi í Fjarðará og Ólafsfjarðarvatni verða seld frá og með laugardeginum 18. júlí hjá Sigríði Steinsdóttur, Gunnólfsgötu 16, Ólafsfirði, sími 62146. Veiðilevfi í Ólafsfjarðarvatn eru einnig seld á Hótel Olafsfjörður, sími 62400. / ferðalagið Tjöld - tjalddýnur. Gasljós - hitarar - suðutæki. Coleman gas og áhöld. Handhæg grill fyrir gas og kol. Tjaldborð og stólar - ódýr sett. Kælibox m/stærðir -12 v. kælibox. Ferðasalerni Kemísk vatnssalerni, sérlega hentug og þægileg í tjaldvagninn, húsbílinn, bátinn, tjaldið, hjólhýsið og sumarbústaðinn. Hentar einnig fyrir langlegu- sjúklinga í heimahúsum. 3 nestin Tryggvabraut - Veganesti - vLeiruveg. Sandfellshagi í Öxarfirði: „Hefði vaJið flutning frekar en að vera höggvhm“ - segir Björn Benediktsson, trjáflytjandi Tvær 20 ára aspir, 11V2 metri á hæð, voru fluttar frá Egilsstöð- um að nýja íbúðarhúsinu að Sandfellshaga í Öxarfirði og gróðursettar þar fyrir tveim mánuðum. Björn Benedikts- son reynir að vökva þær óskaplega vel, en segir að ekki komi í Ijós fyrr en eftir tvö ár hvort takist að halda í þeim lífi. Tildrögin að trjáflutningunum voru þau að sonur Björns, Bene- dikt, sem er garðyrkjumaður á Egilsstöðum, var beðinn að höggva þessi tré. Hann gat ekki hugsað sér að gera það og spurði Björn hvort hann vildi ekki koma og hirða þau. Björn sagði að það væri ekki hægt, flutningarnir væru allt of kostnaðarsamir. Nokkrum dögum síðar fréttist af bíl úr Mývatnssveit sem flytja þurfti hellur á tengivagni til Egilsstaða. Björn talaði við bíl- stjórann. „Og hann var til í að taka þátt í svona vitleysu eins og ég. Pess vegna fóru trén þarna niður en það á eftir að spyrja að leikslokum, eftir tvö ár getum við séð hvort var eitthvað vit í þessu,“ segir Björn. Blaðamaður Dags lofaði að mæta að Sandfellshaga miðsum- ars 1994 til að athuga hvernig trjánum reiði af. Hvort tré var tonn að þyngd og rótarhnausarn- ir vænir. Trén eru vel stöguð nið- ur og reynt að hafa jarðveginn umhverfis þau gegnsósa af vatni. Björn sagðist vita til að flutning- ur á svo stóru tré hafi tekist, en þá hafi öðruvísi verið staðið að málum og greinarnar að mestu leyti teknar af og vökvatapið því verið miklu minna. Nýjar greinar hafi síðan vaxið smátt og smátt. „Við höfum reynt að vökva þetta alveg óskaplega. Við látum vatn renna yfir trén og hríslast niður og þau virðast ná vatni alveg upp í topp, annars væru laufin fallin af þeim. Það er kannski synd að bjóða nokkurri lifandi veru upp á svona, en ætli þau hefðu ekki valið þennan kost- inn frekar en að láta höggva sig. Ég hefði gert það,“ sagði Björn. IM Stöð 2 sendir 19:19 beint frá Akureyri A laugardaginn hyggst Stöð 2 senda fréttaþáttinn 19:19 út frá Akureyri. Þátturinn verður í beinni útsendingu eins og aðra daga og er tilgangurinn með uppátækinu að prófa Ijósleið- arasamband inilli Akurcyrar og Reykavíkur. Á föstudags- morguninn verður Bylgjan Böðin á Húsavíkurhöfða: „Þetta heldur út- brotunum alveg niðri“ Nokkrir psoriasissjúklingar á Húsavík stunda reglulega böð í borholuvatninu á Höfðanum, sumir tvisvar á dag. Margir hafa lagt leið sína á Höfðann og skoðað aðstöðuna sem psoriasisfélagið hefur komið sér upp til baða í ostakarinu, sem greint hefur verið frá í Degi. Einnig staldra ferða- menn við á veginum austan Höfðans og stara stóreygir á strípalingana sem ber við him- in í kvöldsólinni. „Þetta heldur útbrotunum alveg niðri en Jrau hafa ekki læknast ennþá. I hálfan mánuð höfum við ekki notað nein lyf eða áburð en stundað böðin reglulega og þau halda útbrotunum og hrúðurmyndun alveg niðri. Til að byrja með kom mikill leir upp úr holunni og vatnið var alveg kol- grátt. Nú er það tært. Við erum að hugsa um að setja Þeista- reykjaleir út í vantið eða að prufa ljósalampa með því,“ sagði Jón Asberg Salómonsson, einn þeirra sem er að prufa borholuvatnið undir eftirliti læknis sem metur áhrifin af meðferðinni. Asgeir Leifsson iðnráðgjafi útvegaði hópnum poka af Þeista- reykjaleir. I leirnum er brenni- steinn svo vatnið verður gult þeg- ar hann er kominn saman við. „Við prufum allt,“ sagði Jón Ásberg, aðspurður hvort brenni- steinn færi ekki illa með hörund- ið. IM einnig með sérstaka Akureyr- ardagskrá. Ingvi Hrafn Jónsson og Elín Hirst verða á Akureyri ásamt fréttaritara stöðvarinnar þar, Bjarna Hafþóri Helgasyni, og völdu liði tæknimanna. Þátturinn verður sendur út frá veitinga- staðnum Fiðlaranum, nánar til- tekið af þaki Alþýðuhússins við Skipagötu. Sigmundur Ernir Rúnarsson, varafréttastjóri Stöðvar 2, segir að eðli málsins samkvæmt muni akureyrskar og norðlenskar frétt- ir setja svip sinn á þáttinn í meira mæli en venjulega. „Þá verður öll umgjörð fréttanna utanhúss og við biðjum til Guðs um gott veð- ur svo við sjáum ekki Ingva Hrafn og Elínu sjúga upp í nefið milli frétta.“ Sigmundur segir vissulega vera telft á nokkuð tæpt vað með þess- ari tilraun, „en við viljum reyna þetta þar sem sjónvarpsstöðvarn- ar munu í auknum mæli nýta sér þessa tækni í framtíðinni. Það fylgir þessu feikilega flókin tæknivinnsla því tæknilega séð verður útsendingunni stjórnað bæði frá Akureyri og Reykjavík. Við þurfum að fjölga bæði frétta- mönnum og tæknimönnum á vakt og það verða allar línur rauðglóandi. Gangi þetta vel opnar þetta heilmikla möguleika og við verðum ekki eins bundin við Reykjavík og hingað til,“ sagði Sigmundur Ernir. JHB Félagsmala- og fræðslusvið Akureyrarbæjar: Hugað að flutningi undir eitt þak - sviðið virkar ekki sem skyldi við núverandi aðstæður Ekki er Ijóst hvenær deildir Félagsmála- og fræðslusviðs Akureyrarbæjar flytjast á einn stað í gamla hitaveituhúsið við Hafnarstræti en Jón Björns- son, félagsmálastjóri, gerir sér von um að það geti orðið seint á næsta ári. Hann segir að heildstæð áætlun um hvernig viðgerð og flutningum verði háttað eigi að liggja fyrir við gerð næstu fjárhagsáætiunar og vinna við þessa áætlun sé að hefjast í samvinnu við arkitekt. Jón segir að Félagsmála- og fræðslusvið, sem varð til í kjölfar stjórnkerfisbreytinga hjá Akur- eyrarbæ, geti ekki virkað sem skyldi meðan deildir þess séu dreifðar um allan bæ. Hann segir að ýmsir hagræðingar- og sam- nýtingarmöguleikar muni opnast þegar deildirnar verða saman komnar undir einu þaki. Flestar deildir og starfsmenn sviðsins koma til með að verða í húsinu. Dagvistardeild fer úr Eiðsvallagötu, Ráðgjafardeild og félagsmálastjóri úr Hafnarstræti 104, skóla- og menningarfulltrúi og íþrótta- og tómstundafulltrúi úr Strandgötu 19b, Vinnumiðlun- arskrifstofan úr Gránufélags- götu, en Öldrunardeildin verður áfram uppi í Hlíð. Þessar hræringar bar óbeint á góma á síðasta fundi bæjarstjórn- ar Akureyrar en þar lagði Sigurð- ur .1. Sigurðsson til að húsið Strandgata 19b verði selt og pen- ingarnir látnir renna til Félags- mála- og fræðslusviðs. Jón Björnsson sagði að hita- veituhúsið þarfnaðist mikillar viðgerðar. Það væri aðeins inn- réttað að hluta til og nánast fok- helt á þessu stigi. Framkvæmdir yrðu því án efa tímafrekar og kostnaðarsamar og varla yrði hægt að huga að flutningi fyrr en seint á næsta ári. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.