Dagur - 23.07.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 23.07.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. júlí 1992 - DAGUR - 9 Hreingerningar, teppahreinsun, þvottur á rimlagardínum, leysum upp gamalt bón og bónum. Tökum aö okkur hreingerningar, teppahreinsun og bón í heimahús- um og fyrirtækjum. Þvoum rimlagardínur, tökum niöur og setjum upp. Leiga á teppahreinsivélum, sendum og sækjum ef óskaö er. Opið virka daga frá kl. 8-12. Fjölhreinsun, Fjölnisgötu 6c, Inga Guðmundsdóttir, sími 11241, heimasími 25296, símaboðtæki 984-55020. Hreinsið sjálf. Leigjum teppahreinsivélar. Hjá okkur færðu vinsælu Buzil hreinsiefnin. Teppahúsið. Tryggvabraut 22, sími 25055. Gluggaþvottur - Hreingerningar -Teppahreinsun - Rimlagardínur. Tek aö mér hreingerningar á íbúð- um, stigagöngum og stofnunum. Teppahreinsun meö nýlegri djúp- hreinsivél sem skilar góðum ár- angri. Vanur maöur - Vönduö vinna. Aron Þ. Sigurðsson. Simi 25650. Vinsamlegast leggiö inn nafn og símanúmer í símsvara. Hjálparlínan, sími 12122 - 12122. Stígamót, samtök kvenna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi. Símatími á Ak- ureyri á fimmtudagskvöldum frá kl. 21.00-23.00. Síminn er 27611. *Hjálpræðisherinn. Flóamarkaður föstud. 24. t\ júlí kl. 10-12 og 14-17. Komið og gerið góð kaup. Söfn___________________________ Friðbjarnarhús Aðalstræti 46. Opið laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst frá kl. 14-17. Allir velkomnir. Friðbjarnarhúsnefnd. Forinaður Guðrún Friðriksdóttir. sírni 24371. BORGARBÍÓ Salur A Fimmtudagur Kl. 8.45 Ógnareðli Kl. 11.00 Strákarnir í hverfinu Föstudagur Kl. 9.00 Frumsýning á Varnarlaus Kl. 11.00 Strákarnir í hverfinu Salur B Fimmtudagur Kl. 9.00 Skellum skuldinni á vikapiltinn Kl. 11.00 Á sekúndubroti Föstudagur Kl. 9.00 Á sekúndubroti Kl. 10.45 Ógnareðii BORGARBÍÓ S 23500 Alþjóðleg vika helguð bnóstagjöf Vikan i. til 8. ágúst verður helg- uð brjóstagjöf um allán heint. Af því tilefni vill félagið BarnamáL áhugafélag unt brjóstagjöf, vöxt og þroska barna, vekja athygli á sameiginlegri yfirlýsingu WHO, Alþjóða Heilbrigðisstofnunar- innar og UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, um brjósta- gjöf. Þar er meðal annars kveðið á um að efla beri stuöning við mjólkandi mæður og börn þeirra: „Brjóstagjöf er óviðjafnanleg leið til að gefa bestu fæðu sem til er fyrir eðlilegan vöxt og þroska ungbarna og hefur einstök líf- fræðileg og tilfinningaleg áhrif á heilbrigði bæði móður og barns. Brjóstamjólk inniheldur sýkinga- varnandi þætti sem aðstoða við að verja börn gegn sjúkdómum og það eru þýðingarmikil tengsl milli brjóstagjafar og tímalengd- ar ntilli barneigna. Af þessum ástæðum ætti fagmenntað, sent og annaö starfsfólk innan heil- brigðisstofnana, að reyna til hjít- ar að stuðla aö, vernda og styðja brjóstagjöf og sjá verðandi og nýorðnum mæðrum fyrir hlut- lausri og samræmdri ráðgjöf varðandi þau mál." (Úr t'rcttatilkymiiujui) íslandsbanki: Menntabraut Hjá íslandsbanka hefur verið þróuð ný þjónusta, Mennta- braut, fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Við undirbúning og þróun Menntabrautarinnar var haft samstarf við námsmennj Lána- sjóð íslenskra námsmanna og Kreditkort hf. Þjónustan tekur meðal annars mið af nýjum lög- um og úthlutunarreglum Lána- sjóðsins og mun bankinn veita námsmönnum lánafyrirgreiðslu í samræmi við lánsloforð LÍN. Námsmönnum á Menntabraut- inni gefst kostur á að fá lán sem nernur allt að 100% af áætluðu námsláni LÍN og eftir fyrsta námsárið gefst möguleiki á fyrir- greiðslu án ábyrgðarmanns. Til að halda kostnaði niðri fyrir námsmenn er lánafyrirgreiðslan í formi stighækkandi mánaðar- legrar yfirdráttarheimildar, en kostur þess er að einungis eru greiddir vextir af nýttri heimild. Pá er stimpilgjald tryggingavíxla fellt niður og 0,5% gjaldeyris- þóknun er sleppt þegar náms- menn kaupa gjaldeyri. Með sérstöku Námsmanna- korti munu námsmenn geta tekið beint út af tékka- og gjaldeyris- reikningum í íslandsbanka í 95.000 hraðbönkum víða um heim og á íslandi. Þróun Náms- mannakortsins hefur verið í sam- vinnu við Kreditkort hf. og veltir áðgang að svonefndu Cirrus hrað- bankaneti erlendis. Úttektir með Námsmannakortinu erlendis eru þægilegri fyrir námsmenn og almennt ódýrari en úttekt með greiðslukorti og símsendingar inn á reikninga erlendis. Á Menntabrautinni gefst náms- mönnum kostur á margs konar þjónustu auk þeirrar sem fyrr er nefnd. Þar má nefna sérhannaða íslenska skipulagsbók, náms- styrki, langtímalán að námi loknu og Spariþjónustu. (Fréttatilkynning.) Léttisfélagar Farin verður félagsferð fram á Melgerðis- mela föstudaginn 24. júlí. Lagt verður af stað frá Kaupvangsbakka kl. 19.00. Heim aftur á sunnudag að afloknu móti. Ferðanefnd Léttis. Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra. Farið verður í gróðursetningarferð að lllugastöð- um, laugardaginn 25. þ.m. Mætum kl. 14.00. Grillað verður í Vaglaskógi (Hróarstaðanesi) kl. 17.30. Kvöldvaka. Ávarp. Guðmundur Stefáns- son. Gamanmál. Stefán Vilhjálms- son. Þingmenn og bæjarfulltrúar keppa. Fjöldasöngur við harmoniku- leik Stefáns Þórarinssonar. Takið með ykkur viðlegubúnað, borð og stóla. Stjórn KFNE. Reikinámskeið 2. stig! Námskeið á Akureyri dagana 25.-26. júlí. Upplýsingar gefur Eygló í síma 96-25462 og Guðrún í síma 91-33934. Guðrún Oladóttir, reikimeistari. Hátíðisdagar hestafólks á Melgerðismelum DAGSKRÁ: Laugardag 25. júlí. Kl. 9.00 B-fl. gæðinga, forkeppni. Kl. 12.00 matarhlé. Kl. 12.30 yngri flokkur unglinga. Kl. 13.00 eldri flokkur unglinga. Kl. 13.00 A-fl. gæðinga, forkeppni. Kl. 16.30 kappreiðar, 350 m stökk, 250 m stökk, 150 m skeið, 300 m brokk. Kl. 18.30 kvöldvaka, grillveisla, sveitakeppni, reiðtúr, dansleikur fram eftir nóttu. Sunnudag 26. júlí. Kl. 13.00 tölt, forkeppni. Kl. 15.00 úrslit. B-fl. gæðinga, yngri fl. unglinga, eldri fl. unglinga, A-fl. gæðinga, tölt. Kl. 17.00 mótsslit. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, jafnt hestafólks sem annarra unnenda útiveru. Miðaverð aðeins kr. 1.000,- Komdu með fjölskylduna, tjaldið og góða skap- ið, og dveldu á Melgerðismelum um helgina. Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÉÐINN ÓLAFSSON, Fjöllum, verður jarðsunginn frá Garðskirkju í Kelduhverfi, laugardaginn 25. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Skógræktarfélag Norður-Þingeyinga. Sjöfn Jóhannesdóttir, Friðný Sigurjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkæri eiginmaður minn, SIGURÐUR JÓHANNSSON, frá Svínárnesi, andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 18. júli. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 24. júlí, kl. 13.30. Sólveig Hallgrímsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURJONA JAKOBSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 28. júlí, kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu, vinsamlegast látið minn- ingarsjóð Kvenfélagsins Framtíðarinnar, til styrktar Dvalar- heimilis aldraðra á Akureyri, njóta þess. Blóm afþökkuð. Þórir Björnsson, Hulda Stefánsdóttir, Jakob Þorsteinsson, Guöbjörg Þorsteinsdóttir, Þórhalla Þorsteinsdóttir, Halldór Þorsteinsson, Andrea Oddsteinsdóttir, Jón Óli Þorsteinsson, Anna Lára Þorsteinsdóttir, ingi L. Loftsson, Hulda Gunnlaugsdóttir, Edda Magnúsdóttir, Jóhann Gauti Gestsson, Sigurjóna Jakobsdóttir, Jón Þórarinsson, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn, barnabarnabarnabarnabarn og aðrir aðstandendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.