Dagur - 23.07.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 23.07.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 23. júlí 1992 Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á vettvang og hífir nokkra menn frá borði. Æfingarnar voru vel skipulagðar og hópur eftir hóp fór í sjóinn. Menn um allan sjó. Sæbjörg á Húsavík: „Við tölum við þá á íslensku - segir Hilmar Snorrason, skipstjóri og skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna 66 Sæbjörg, slysavarnaskóli sjó- manna, var viö bryggju á Húsavík í síöustu viku og hélt námskeið fyrir sæfarendur, auk þess sem slökkviliðsmenn fengu tækifæri til að æfa reykköfun um borð í skipinu. Og húsvískir sjómenn sóttu skólann sinn vel, 41 tók þátt í fjögurra daga námskeiðinu fyr- ir sjómenn á stærri bátum og 15 sóttu námskeið fyrir smá- bátasjómenn. Nemendum á dagnámskeiðinu var skipt í þrjá hópa svo betur mætti nýta kennsluaðstöðu um borð í skipinu. Meðan einn hóp- urinn æfði reykköfun var annar á endurlífgunarnámskeiði í kennslustofu skipsins og þriðji hópurinn þálfaði sig í að fara í sjóinn í flotbúningum og komast um borð í gúmmíbát. „Þetta er leiðin til að geta látið alla vera að í einu, annars stæði hluti hópsins og horfði bara á,“ sagði Hilmar Snorrason, skipstjóri og skóla- stjóri. Auk hans stjórnuðu hóp- unum Halldór Almarsson, yfir- leiðbeinandi, Halldór Olesen yfirvélstjóri og leiðbeinandi og Fróði Jónsson sem stjórnaði eld- varnaæfingunum. Meðan skipið er í sumarsiglingunum eru átta manns í áhöfn þess en þann tíma sem skipið liggur í Reykjavíkur- höfn starfa fimm leiðbeinendur um borð. „Það tókst mjög vel til með námskeiðið á Húsavík og menn voru ánægðir með útkomuna og hópinn. Þetta var góður hópur og virkilega áhugasamur sem gaman Gengið í sjóinn. Hilmar Snorrason skipstjóri og skólastjóri ræðir við Sigurð V. Olgeirsson skipstjóra á Geira Péturs. var að vera með. Eitt kvöldið kom slökkviliðið og æfði hvernig ná skuli mönnum út úr skipi. Þeir létu mjög vel af æfingunni, en hún var erfið og reyndi mjög á þá,“ sagði Hilmar. Jón Ásberg Salómonsson er yfirslökkviliðsstjóri á Húsavík og hann var spurður um gildi þess fyrir slökkviliðið að fá Sæbjörgu að bryggju á Húsavík: „Við vor- um fyrst og fremst að nýta okkur þá aðstöðu sem er um borð í Sæbjörgu og leiðbeinandann þar, Veiðivönir útileguvömr Við Leiruveg Sími 21440 Eitt mesta úrval norðanlands. Regnfatnaður, hlífðarföt, vöðlur og veiðistígvél. Ánamaðkar og allt sem þarf I veiðiferðina. Fróða Jónsson, sem er atvinnu- maður í slökkvimálum. Við send- um reykkafara á reykköfunaræf- ingu. Þarna eru búnar til aðstæð- ur eins og eru í bátum, þröngir gangar og klefar, káetur með kojum og erfiðar aðstæður. Oft á æfingum eru menn látnir skríða í gegnum svo þröng göt að þeir þurfi að taka af sér reykköfunar- tækin á leiðinni. Reykköfun er erfið og það kemur berlega í ljós við svona erfiðar aðstæður ef menn eru með innilokunar- kennd. Það eru ekki allir sem þola að vera með reykköfunar- tæki. Það er lagaskylda að reykkaf- arar stundi æfingar, að því er mig minnir í 24 klukkustundir á ári, fyrir utan aðrar skylduæfingar. Eg er ánægður með heimsókn Sæbjargar. Þar er mjög góð æf- ingaraðstaða sem sjálfsagt er að nýta. Sjómenn fá þarna líka æfingu í meðferð reykköfunar- tækja og meðferð handslökkvi- tækja, sem farið er mjög náið út í á námskeiðum Sæbjargar. Það eru alltaf fyrstu mínúturnar eftir að eldur kemur upp sem skipta höfuðmáli. Ef menn geta náð eitthvað niður eldi á fyrstu mín- útunum þá skiptir það sköpum." Blaðamaður Dags fylgdist um stund með húsvískum sjómönn- um á reykköfunaræfingu og fannst í raun nóg um aðfarirnar. Þeir skriðu um óstæða ganga og þrengsli með grímur fyrir andlit- inu svo þeir sáu lítið af umhverf- inu. Þeir voru látnir þreifa sig áfram í vel hituðu rými, finna félaga og bera út úr klefa, auk þess sem Fróði leiðbeinandi var með gasloga umhverfis þá til að leyfa þeim að finna hita af alvörueldi. Það þarf líklega þétta lund til að komast í gegnum slíka þolraun, þó allt sé í þykistunni. En eldur á sjó er ekkert gaman- mál og það duga víst engin vettlingatök við að þjálfa sig til að glíma við slíkan vágest. „Við sem erum leiðbeinendur í Sæbjörgu erum sjómenn og erum að fræða okkar félaga og við töl- um við þá íslensku, eða sjó- mannamál. Við vitum alveg hvað við getum boðið þeim og bjóðum þeim það sem við sjáum að við getum. Við etjum engum út í það sem við sjáum að hann ræður ekki við en höldum okkur við það að gefa þeim sem bestu mögulegu æfingu sem völ er á, og sem líkasta því sem raunveru- leikinn er. Þó veður og fleira spili Texti og myndir: In«

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.