Dagur - 23.07.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 23.07.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 23. júlí 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFTKR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRDUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARDUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖR0UR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Akureyri sem sorpmiðstöð Akureyringar taka nú við öllu sorpi af Eyjafjarðar- svæðinu til urðunar á sorphaugum bæjarins á Gler- árdal. Verið er að ganga frá samningum við Hríseyj- arhrepp um móttöku á sorpi þaðan og þar með verður Akureyri sorpmiðstöð Eyjafjarðar. Samið er við hvert sveitarfélag til eins árs í einu en nefnd sem falið var að fjalla um framtíðarskipan sorphirðu í Eyjafirði komst að þeirri niðurstöðu að æskilegt væri að sameinast um einn urðunarstað og varð Glerárdalur fyrir valinu. Skiptar skoðanir eru meðal bæjarbúa með ágæti þessarar ráðstöfunar. Jarðfræðilega séð er Glerár- dalur talinn henta ágætlega til sorpurðunar næstu tvo áratugi eða svo og um það vitnar jarðfræðikönn- un Halldórs G. Péturssonar sem hann gerði fyrir Héraðsráð Eyjafjarðar. Niðurstöður könnunarinnar eru þær að núverandi sorphaugar Akureyrarbæjar á Glerárdal henta sem urðunarsvæði sorps af Eyja- fjarðarsvæðinu en nokkrar endurbætur verði þó að gera á svæðinu. Á hinn bóginn er Ijóst að þetta er ekki framtíðarlausn, dalurinn þolir ekki ómælt magn af úrgangi, og huga verður að framtíðarurð- unarstað í svæðisskipulagi Eyjafjarðar. Gagnrýnisraddirnar beinast einkum að mengun- arhættu og öðrum umhverfisþáttum. Sorpurðun samrýmist ekki hugmyndum þeirra sem vilja byggja Glerárdal upp sem útivistarsvæði, bæði vegna jarðrasks með tilheyrandi moldroki og óþrifnaðar. Einnig hefur verið bent á að sorpurðun á Glerárdal gæti spillt ímynd Akureyrar sem mat- vælaframleiðslusvæðis og snyrtilegs ferðamanna- bæjar. Komið hefur til tals að stofna borgarasamtök gegn sorpurðun á Glerárdal þannig að andstaðan er greinilega allmikil. Ekki er fullkomlega ljóst um hve mikið magn af sorpi er að ræða en í Degi í gær, þar sem fjallað var um málið frá ýmsum hliðum, var giskað á 14-20 þúsund tonn á ári. Til eru gögn um ársframleiðslu heimilisúrgangs á hvern einstakling í Reykjavík og þær forsendur sem þar koma fram yfirfærðar á Eyja- fjarðarsvæðið. Þetta er mikið magn og þarf að halda vel á spöðunum svo ekki verði umhverfisslys á Glerárdal. Núverandi urðunarsvæði gæti dugað til næstu tíu ára og neðan við haugana eru efnisgryfj- ur sem hugsaðar eru sem urðunarstaður næstu ára- tugi. í þessu máli sem öðrum verður að vega kosti og galla. Einu má ekki gleyma, sem lítið hefur borið á góma í umræðunni, en það er flokkun sorps. Spilli- efni, skaðlegir málmar og eiturefni af ýmsu tagi eiga ekki heima á sorphaugunum á Glerárdal. Sorpflokkun er skammt á veg komin á Akureyri og með úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum slæðast oft hættuleg efni. Hér verður að hugsa til framtíðar. Fyrst búið er að ákveða að urða sorp frá öllu Eyja- fjarðarsvæðinu á einum stað hlýtur að vera nauð- synlegt að koma upp flokkunarstöð í tengslum við urðunarsvæðið þar sem endurvinnanlegt sorp er tekið til hliðar og skaðleg efni vinsuð út og send úr landi til eyðingar í þar til gerðum verksmiðjum. Hér mega skammtímasjónarmið ekki ráða ferðinni. SS Sigurður Jónsson og Gísli Jónsson á bryggjunni í Ólafsfirði. Mynd: Golli „Drepum ekkert meira af fiski en við megum gera“ „Þetta hefur gengið upp og ofan hjá okkur, við byrjuðum á rækju en hættum strax, við lentum í brælu og svo er raikj- an cinfaldléga verðlaus. Síðan hpfum við verið að veiða þorsk og kola og gengið sæmilega,“ sagði Gísli Jónsson en Dagur ræddi við hann þar sem hann var ásamt félaga sínum, Sig- urði Jónssyni, að bæta eða „kríulappa“ snurvoð á bryggj- unni í Olafsfirði. Þeir eru hásetár á Guðrúnu Jónsdóttur frá Ólafsfirði ásamt skipstjóranum Aðalsteini Bern- harðssyni. Þrátt fyrir að bátur- inn, sem er 28 tonn, sé frá Ólafs- fjrði eru þeir allir frá Siglufirði. Báturinn var keyptur þaðan fyrír nokkru og áhöfnin fylgdi með. Þeir eru að jafnaði aðeins þrír um borð nema þegar þeir eru á netum, þá bætist fjórði maðurinn við. „Við höfum verið að veiða við Grímsey og víðar, í rauninni alls staðar þar sem við megum veiða. Þetta gengur voðalega misjafn- lega en það er alveg á hreinu að við drepum ekki jafn mikið af fiski og margir virðast halda. Það er alltaf gagnrýni á snurvoðina en mest af þessu er tómt rugl. Við drepum ekkert meira af fiski en við megum gera.“ - Og hafið rífandi tekjur auð- vitað? „Nei, vinur minn. Hver sagði þér það? Við höfum kannski þokkalegar tekjur miðað við marga í landi en miðað við vinnu er þetta sáralítið. Við vinnum yfirleitt 18 tíma á sólarhring, það er alger undantekning ef við för- um undir það,“ sagði Gísli Jóns- son. JHB Kátir vinnuskólastrákar á Dalvík: I Alltaf gott veður héma“ 55 „Þetta er ágætt, sérstaklega þegar það er gott veður. Og það er alltaf gott veður hérna þannig að við kvörtum ekki,4 Stefán Friðrik Stcfánsson, Róbert Eyfeld Pétursson og Hallur Geir Heiðars- son: „Er þetta nokkuð fyrir Samúel?“ Mynd: Goiii sögðu þrír strákar i vinnu- skólanum á Dalvík sem Dags- menn rákust á nýlega. Strákarnir heita Stefán Friðrik Stefánsson, 14 ára, Róbert Ey- feld Pétursson, 12 ára, og Hallur Geir Heiðarsson, 12 ára. Þeir sögðu langskemmtilegast að mála en voru sammála um að það færi að versna í því þegar þeir þyrftu að raka og tína rusl. „Það er alveg ömurlegt, sérstaklega að tína rusl,“ sagði einn úr hópnum. Þeir félagarnir voru ekkert að barma sér yfir laununum og sögðu þau alveg þokkaleg. Síðan fylgdu miklar útskýringar á launa- töxtum: „Sko, 12 ára fá 160 á tímann, 13 ára fá... og 16 ára fá þrjú hundruð og eitthvað. Annars erum við að hætta í dag og þurf- um að fara. Frá hvaða blaði ertu? Er þetta nokkuð fyrir Sarnúel?" JHB Björn S. Stefánsson: Kilja um stöðu íslands gagnvart EES Komið hefur út í Reykjavík Hjáríki, kilja um stöðu íslands samkvæmt samningsuppkastinu um EES, eftir Björn S. Stefáns- son, dr. scient. Bókin er samin til skilnings á þeim hugmyndum sem um þrjátíu ára skeið hafa mótað þá afstöðu sem íslenskir ráðamenn hafa nú til vestur-evr- ópskrar stjórnar á íslandi. Ritið skiptist í 7 kafla og 21 grein og fæst einnig í hljóðbók. Að dómi höfundar kæmi EES- aðild erlendum ríkjum, fyrirtækj- um og einstaklingum í fjölþætta áhrifastöðu til að hafa arð af íslendingum - með innlendum bandamönnum. Slík aðstaða tel- ur hann að yfirgnæfi alla aðra þætti málsins. Þegar íslendingar hafa hafnað EES-aðild - það getur gerst á ýmsum stigum málsins - verður ritið grundvöllur hugsunar um endurnýjaða afstöðu íslands til samskipta við nákomin ríki. Bókin er samin af sjónarhóli manns, sem við upphaf málsins, árið 1962, hafði sérstaka aðstöðu til að kynnast hug íslenskra ráðamanna í þessum efnum, og hefur síðan haft að starfi að rann- saka og gera grein fyrir högum lands og stjórnarháttum. Forsíðumynd af fiskiskipi við Vestmannaeyjar vísar til þess, að mikið er fjallað um sjávarútveg- inn: Um mat (þ.e. stöðugt van- mat) ráðamanna á getu hans, hafréttarmál, samningsstöðu íslendinga í viðskiptum, mis- skilning í fræðum Háskólamanna um aflamark (og þar með um veiðileyfagjald) og um ýmsa háskólagengna sem bregðast seint við niðurstöðum rannsókna á hollustu afurða lands og sjávar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.