Dagur - 24.07.1992, Síða 4

Dagur - 24.07.1992, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 24. júlí 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRÉNT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Eyðum ekkí auðlmdunum Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, mun leggja fram nýjar tillögur um fiskveiðikvóta á fundi ríkisstjórnar- innar næstkomandi þriðjudag. í hinum nýju tillögum mun verða gert ráð fyrir stóraukinni sókn í aðra fiskistofna heldur en þorsk, þannig að heildarskerðing afla verði aðeins um 3% miðað við verðmæti og landsframleiðslan dragist saman um 1% í stað 4 til 5% ef farið yrði að óbreyttum tillögum Hafrannsóknastofnunar varðandi veiðar á kola, ufsa, ýsu, karfa og síld. Jafnhliða tillögum um verulega aukningu veiða þessara fiskistofna sem taldir eru standa vel að vígi er talið líklegt að sjávarút- vegsráðherra haldi sig við tillögur Hafrannsóknastofnun- ar hvað þorskinn varðar og leggi til að veidd verði 190 þúsund tonn. Þá er einnig gert ráð fyrir að sjávarútvegs- ráðherra leggi til að þeim 12 þúsund þorskígildum sem Hagræðingarsjóður hefur yfir að ráða, verði deilt út til þeirra byggðarlaga, þar sem skerðing þorskkvótans verð- ur tilfinnanlegust fyrir atvinnulífið. Tillögur sjávarútvegsráðherra miða að því að bregðast við hinum mikia vanda, sem óumdeilanlega mun hljótast af niðurskurði þorskveiðanna á eins skynsamlegan hátt og unnt er. Umræddir fiskistofnar eru taldir þola mun meiri veiði en Hafrannsóknastofnun hefur gert ráð fyrir og er stofnunin jafnvel tilbúin að endurskoða afstöðu sína hvað þá varðar og mæla með ákveðnum áhættuveið- um á meðan reynt verður að byggja þorskstofninn upp á nýjan leik. Ef hugmyndir sjávarútvegsráðherra ná fram að ganga munu þær deyfa hin harkalegu áhrif, sem niðurskurður þorskstofnsins mun hafa á athafna- og efnahafgslíf landsmanna. En þær munu ekki eyða þeim að fullu og stjórnmálamenn og aðrir óttast eftir sem áður þær afleiðingar sem samdrátturinn muni hafa. En hverjir eru kostir þjóðarinnar í þeirri stöðu sem hún nú er í? Halldór Ásgrímsson, alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra, hefur bent á að íslendingar geti tekið höndum saman í þessu máli veiti ríkisstjórnin þá forystu sem til þurfi. Hann hefur bent á nauðsyn þess að víkja sem minnst frá hinum vísindalegu niðurstöðum og sagt að við höfum notið trausts á lánamörkuðum því við höfum tekið skynsamlegar ákvarðanir um nýtingu auðlinda á undan- förnum árum. Hann hefur einng sagt að okkur hafi tekist að afla skilnings í hvalamálinu á grundvelli vísinda og við getum öðlast traust annarra þjóða með því að byggja ákvarðanir okkar á þekkingu og vísindalegum niðurstöð- um. Við þær aðstæður, sem nú hafi skapast hvað þorsk- veiðarnar varðar, sé hreinlega ekki hægt að treysta á brjóstvitið eitt. Þrátt fyrir verulega áhættu er ljóst að mikill þrýstingur er á sjávarútvegsráðherra að samþykkja meiri veiðar á þorski en tillögur Hafrannsóknastofnunar kveða á um. Slíkur þrýstingur er í sjálfu sér ekki óeðlilegur þegar mikil tekjuskerðing er fyrirsjáanleg. En við henni verður að bregðast á annan hátt en sniðganga ráðleggingar vís- indamanna. Hagræðing verður að halda áfram í sjávarút- vegi. Bæta verður rekstrarumhverfi útgerðar og fisk- vinnslu. Jafnvel gengisfelling getur orðið nauðsynleg, þótt hún hljóti ætíð að vera óyndisúrræði. Allt er betra en kasta hinum vísindalegu niðurstöðum á glæ og kynna okkur fyrir öðrum þjóðum sem óheflaða ribbalda er skirr- ast ekki við að eyða auðlindum þjóðarinnar vegna græðgi og úrræðaleysis. ÞI Mývatnssveit: Ný verslun og veitinga- salur á Skútustöðum Sigrún Jóhannsdóttir og Kristján Yngvason sem eiga og reka verslunina og veitinga- staðinn Sel á Skútustöðum í Mývatnssveit tóku í notkun nýtt verslunarhús og veitinga- sal nú í vor. Aðstaða til að taka á móti hópum ferðamanna í mat hefur batnað til muna, en vart hefur verið hægt að anna eftirspurn fram að þessu. Síðastliðið haust var byrjað að byggja nýtt verslunarhús við hlið- ina á eldra húsinu. Nýja verslun- in var opnuð 27. mars s.l. í 100 fermetra húsnæði í stað 50-60 fer- metra áður. Síðan var eldra verslunarhúsnæðið innréttað sem veitingasalur og hann var tekinn í notkun 16. júní sl. Salurinn tek- ur um 60 manns í mat og þar er á boðstólum fjölbreyttur matseðill, einnig eru þar vínveitingar og bar á kvöldin. Á matseðlinum er m.a. hinn sígildi Mývatnssilung- ur, sem er mjög vinsæll, ekki síst af erlendum ferðamönnum að sögn Sigrúnar. Þessi nýja og bætta aðstaða hefur mælst vel fyrir af bæði ferðamönnum og heimamönnum. Nýja veitingaað- staðan var auglýst sérstaklega fyrir heimamenn s.l. laugardags- kvöld þar sem menn áttu m.a. kost á að hlýða á gítarleik Jenni- fer Spear, kennara við Tónlistar- skólann á Akureyri. í hinum hluta hússins er sæl- gætissala og skyndibitastaður eins og verið hefur. Á sunnudög- um er boðið upp á kaffihlaðborð í nýja veitingasalnum. Þar stend- ur nú yfir sýning á olíumyndum eftir Sólveigu Illugadóttur. Verslunin er opin alla daga frá kl. 8.30 til 22, skyndibitastaður- inn frá 9 til 23 og veitingasalurinn frá 12 til 23.30. sþ Tími er peningar: Frystiskip virk 264% lengur en frystihús - lögboðnir frídagar sjómanna mun færri en annars fiskvinnslufólks „Frystiskip eru virk 264% lengur en frystihús. Einnig má segja sem svo að ef 10 menn eru að jafnaði í vinnslunni á frystiskipi, þá þurfi 36 menn í dagvinnu í landi til að afkasta jafnmiklu.“ Þannig hljóðar niðurstaðan í grein Andra Teitssonar, aðstoðarmanns nefndar um mótun stefnu í sjávarútvegi, en þar gerir hann samanburð á rekstrarumhverfi landvinnslu og sjóvinnslu. í grein sinni í Morgunblaðinu bendir Andri Teitsson á að afkoma blandaðra ísfisktogara- og fiskvinnslufyrirtækja sé 17,5 prósentustigum verri en afkoma af rekstri frystiskipa. Ein af meg- inástæðunum er sá aðstöðumun- ur sem fólginn er í því að vakta- vinnufyrirkomulag í frystiskipum gerir kleift að nýta fjárfestingu og fasta útgjaldaliði betur en í fisk- vinnslu. Krafa fiskvinnslufólks um næturvinnuálag gerir land- vinnslu dýrari. M.a. bendir Andri á að vinna í frystihúsi falli að jafnaði niður í 11,3 daga á ári auk þess sem helg- arfrídagar eru 104 á ári. „Þannig er hægt að vinna í dagvinnu 250 daga á ári, eða 2000 klst,“ segir í greininni. Með færri lögboðnum frídög- um að frádregnu vinnutapi við siglingu á miðin og vinnutapi vegna veðurs gerir Andri ráð fyr- ir því að nýting tíma sé að meðal- tali mun betri í sjóvinnslu frysti- skipa sem leiðir til sparnaðar enda er tími peningar. „Skipin geta því verið að veiða eða vinna fisk í um 7.270 klst. á ári,“ skrifar Andri og kemst því að þeirri nið- urstöðu að einn sjómaður í sjó- vinnslu sé hátt í fjögurra manna maki hvað nýtingu tíma varðar. Mestu máli skiptir að lögboðn- ir frídagar sjómanna eru mun færri en annars fiskvinnslufólks. „Því má gera ráð fyrir að frysti- skip séu í landi alls 52,5 daga á ári. Með öðrum orðum geta þau verið á sjó í 313 daga á ári. Tíu ár eru liðin frá því að Sport- veiðiblaðið kom fyrst út. Rit- stjóri og ábyrgðarmaður blaðsins er Gunnar Bender. Blaðið kemur út tvisvar á ári, í byrjun sumars og í lok hvers árs. Afmælisblaðið sem leit dagsins’ ljós nýverið er veglegt og margar greinar eru áhugaverðar fyrir þá mörgu sem stunda sportveiði á íslandi. Rit- stjórinn fylgir blaðinu úr hlaði með stuttri grein er hann nefnir „Vorspjall". í blaðinu er birt verð á veiðileyfum í allflestum stangveiðiám landsins þeim „fársjúku" til fróðleiks. „Veiði- maður af guðs náð“ er yfirskrift viðtals við sr. Pálma Matthías- son, sóknarprest í Reykjavík, þar sem presturinn fer á kostum og grein er um ABU Carcia veiði- daginn 1991. Völva Sportveiði- blaðsiris spáir fyrir um veiðina í sumar og þar er Laxá í Aðaldal í efsta sæti. Flottopnan með ljós- myndum Rafns Hafnfjörð ber meistaranum vitni og Óli G. Jóhannsson, blaðamaður, fjallar um Heimsmeistaramótið í ís- dorgveiði sem fram fór sl. vetur á Simcoevatni í Kanada. Á síðu þeirra ungu er fjallað um Torfa- staðavatn í Miðfirði í máli og myndum og Fnjóská fær ítarlega umfjöllun í ritsmíð Eiríks Sveins- sonar læknis á Akureyri. „Það er Reyndar er Oddeyrin EA skráð með 328 úthaldsdaga hjá LÍÚ árið 1991,“ bendir Andri á en meðaltal harðsæknustu skipanna er tveimur dögum hærra en lög- boðnir frídagar leyfa. GT nauðsynlegt að skilja bráðina" er yfirskrift greinar Haraldar Stef- ánssonar, slökkviliðsstjóra, þar sem ritað er um veiðiskap og gæsasálfræði. Reykjadalsá í Borgarfirði fær umfjöllun og í viðtali Róberts Schmidt við Úlfar B. Thoroddsen segir viðmæland- inn: „Nýt mín best einn á fjöllum.'1 Auk þeirra greina er að framan greinir er fjöldi smá- greina um veiðiskap og blaðið er fagurlega búið litmyndum. Fréttatilkynning Sportveiðiblaðið 10 ára: Fjölbreytt efiii að vanda

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.