Dagur - 24.07.1992, Síða 12

Dagur - 24.07.1992, Síða 12
Smiðjan um helgina Nýir sælkeraréttir Gunnar Gunnarsson leikur fyrir matargesti Frjóvísar úr nýju holdakyni væntanlegir í Einangrunarstöð holdanauta í Hrísey: GaJloway-hjörð í land? Til stendur aö hefja innflutn- ing á frjóvísum úr kúm af holdakyni erlendis frá í íslenskar kýr í Einangrunar- stöð holdanauta í Hrísey. Undanfarin fimmtán ár hefur stöðin verið notuð til hrein- ræktunar Galloway-nauta af innfluttu sæði en nú hefur ver- ið keypt tæki sem gerir kleift að geyma frjóvísa úr gripum af öðru holdakyni sem kýr úr Nauðgunarmálið: Rætt við Qölda manrnis Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur rætt við mikinn Ijölda manna vegna nauðgunarmálsins sem upp kom í síðustu viku. Hreiðar Eiríksson, rann- sóknarlögreglumaður, sagði að lögreglan ætti eftir að ræða við fleiri vegna málsins en vildi ekki gefa upplýsingar um hvernig rannsökninni miðaði eða hvort einhver væri grun- aður um verknaðinn. Hann ítrekaði óskir um að þeir, sem gætu gefið upplýsingar um mannaferðir í bænum milli kl. 4 og 6 aðfaranótt fimmtudags- ins 16. júlí eða heföu aðrar upplýsingar um málið, snéru sér til rannsóknarlögreglunnar á Akureyri. JHB Jarðskjálftar: Spumiiigalisti sendur til fólks á Norðurlandi Á næstu dögum mun jarð- skjálftadeild Veðurstofunn- ar senda út spurningalista til fólks á Norðurlandi þar sem leitað verður upplýsinga varðandi jarðskjálftann, sem varð kl. 22.41 að kvöldi sl. miðvikudags með upptök um 30 km norðvestur af Sigluflrði. Þetta er gert til þess að vís- indamenn fái sem gleggstar upplýsingar um hversu víða skjálftinn fannst. Upplýsing- arnar verða síðan notaðar til að varpa Ijósi á skjálftann samanborið við aðra skjálfta á þessum slóðum sem heimildir eru til um. Sjá viðtal við Ragn- ar Stefánsson, jarðskjálfta- fræðing, á bls. 3. óþh VEÐRIÐ í dag er spáð kalda og súld eða rigningu víðast hvar á Norðurlandi. Gert er ráð fyrir að hitastig verði svipað og síðustu daga. Á laugardag og sunnudag er gert ráð fyrir norðaustan og austan átt og skúrum og rigningu norðan- lands. Hiti á landinu verður 6- 16 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands. - smithættu lokið Galloway-hjörðinni gætu borið. Lög frá 1990 heimila slíkan innflutning en banna hins vegar að hin hreinræktaða Galloway-hjörð verði flutt í land til að komast hjá smit- hættu vegna hinna nýju frjó- vísa. Að sögn Helga Sigfússonar, bústjóra Einangrunarstöðvar holdanauta í Hrísey, er 15 ára hreinræktun Galloway-hjarðar- innar lokið enda er yngsti gripur- inn í hinum virka ræktunarstofni út af innfluttu sæði nú 98,5% hreinn. Sú kvíga er nú tæpra tveggja ára og er af 6. ættlið í ræktunarstofninum. „Það tók auðvitað dálítið langan tíma því einungis sæðisinnflutningur var heimilaður. „Næst verður heimilaður frjó- vísaflutningur. Frjóvísunum verður komið fyrir í Galloway- kúm þannig að þær bera 100% „angus“ þ.e. hreinan stofn af öðru kyni,“ sagði Helgi en upp- haf hreinræktunar íslensku Gall- oway-hjarðarinnar var þannig að fyrst voru gripirnir hálf-íslenskir, síðan að einum fjórða og svo koll af kolli. í erindi Ólafs E. Stefánssonar, nautgriparæktarráðunauts hjá Búnaðarfélagi íslands, sem hann nefnir Varðveizla Galloway- hjarðarinnar sem hreinræktuð hefur verið á Einangrunarstöð- inni í Hrísey, bendir hann á að innflutningi annarra holdakynja til viðbótar í stöðina í Hrísey í formi frjóvísa muni fylgja nýtt áhættutímabil út af hugsanlegri smithættu. „Því er áríðandi, að flutningur beztu kúa og kvígna hjarðarinnar til framræktunar í landi eigi sér stað, áður en úr frekari innflutningi verður,“ segir í erindinu. Lög sem fyrirskipa eyðingu alls umframsæðis og dráp allra Galloway-gripa eru líkast til fall- in úr gildi. Hins vegar bendir Ólafur á að lög banni flutning Galloway-hjarðarinnar úr Hrís- ey. Ólafur leggur til að lögunum verði breytt og segir: „Eg færi rök að því, að hætta á að flytja smitsjúkdóma með gripum frá stöðinni í land sé tæpast fyrir hendi, og sönnu nær sé að líta á eingangrunarstöðina sem þann stað á landinu, þar sem smithætta er minnst." GT Á myndinni má sjá Helga Sigfússon, bústjóra, við tank með innflutta sæðinu í 296 stiga frosti. Mynd: GT Gagnrýni Margrétar Hermanns-Auðardóttur á forsvarsmenn Þjóðminjasafnsins: Fjárskortur en ekki miðstýring - segir Guðmundur Magnússon, þjóðminjavörður „Ef rétt er að búðarústirnar að Gásum liggja undir skemmd- um þá er leitt að heyra það. Við munum beita okkur fyrir því að senda fornleifafræðing á vegum safnsins norður til að kanna hversu alvarlegt þetta er,“ sagði Guðmundur Magn- ússon þjóðminjavörður þegar Dagur spurði um viðbrögð Framkvæmdastjórn Stöpla hf.: Rætt við I Iermann Ólafsson Stjórn Stöpla hf., félags um atvinnuuppbyggingu í Reykja- hverfí, hefur ákveðið að ræða við Hermann Olafsson á Hvammstanga um ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. Alls bárust þrjár umsóknir um stöðuna. Að sögn Þorgríms Sigurðsson- ar, oddvita í Reykjahverfi, verð- ur haldinn stjórnarfundur í félag- inu á næstu dögum og er mikill hugur í félagsmönnum. Þorgrímur sagði að heyskapur í hreppnum væri misjafníega vel á veg kominn, nokkrir bændanna hefðu lokið heyskap en aðrir væru skammt á veg komnir í þeim efnum. IM Þjóðminjasafns við fréttum um að hinn forni verslunar- staður liggi undir skemmdum vegna sjávarstöðuhækkunar við Eyjafjörð eins og fram kom í viðtali við Margréti Her- manns-Auðardóttur fornleifa- fræðing í Degi í gær. „Forn- leifamál eru í ólestri og óhjá- kvæmilegt að þjóðminjavörð- ur beiti sér í þeim málum,“ sagði Guðmundur. „Margrét hefur mikla þekk- ingu á þessum rústum og rann- sakaði þær á sínum tíma. Gásir er einn af merkustu minjastöðum okkar og þess vegna er full ástæða til að bregðast fljótt við svona fréttum,“ sagði óuðmundur og benti á að eftirlit fornminja á ís- landi væri verkefni fornleifa- deildar Þjóðminjasafnsins. „Fornleifadeild lýtur sérstakri fimm manna stjórn en þjóðminja- vörður hefur umsjón með þjóð- minjavörslu í landinu öllu eins og segir í þjóðminjalögum frá 1989. Hins vegar er vandinn sá að forn- leifadeildin hefur ekki nema einn starfsmann. Það er í raun ámælis- vert enda annar einn starfsmaður ekki að sjá um fornleifarann- sóknir Þjóðminjasafnsins og fara svo um landið allt og líta eftir þeim rústum sem grafnar hafa verið upp,“ sagði Guðmundur um skipulag fornleifamála. „Viðhald rústa er mjög dýrt og það er víðar en að Gásum sem við erum í vanda. Fjárveitinga- valdið hefur því miður ekki sýnt vandanum mikinn skilning á und- anförnum árum,“ sagði Guð- mundur og sagði að fé safnsins færi fyrst og fremst í nauðsynleg dagleg afgreiðsluverkefni þegar ýmsir aðilar leita ráða og leið- beininga. „Ég mun beita mér þannig að maður fari á vettvang," segir Guðmundur og bætir við að hann muni halda áfram að láta forn- leifamál til sín taka þrátt fyrir þjóðminjalög enda séu þau í ólestri. Guðmundur vildi ekki kveða svo fast að orði að miðstýring valdi vandanum heldur fjárskort- ur. Hann bendir á að þær tvær fornleifarannsóknir sem Þjóð- minjasafn hafi staðið fyrir hafi komið til vegna utanaðkomandi atvika. Annars vegar er um að ræða rannsóknir vegna fram- kvæmda á Bessastöðum og hins vegar vegna landfoks á Stóru Borg undir Eyjafjöllum sem kostaðar eru utan fjárframlaga til Þjóðminjasafnsins. „Það er ekki út af viljaskorti af hálfu okkar til að stunda rannsóknir úti á landi,“ sagði Guðmundur. GT Harðbakur EA: Gagngerar breytingar og lagfæringar fyrirhugaðar - skilafrestur tilboða til 10. ágúst Fyrir ári voru gerðar gagngerar endurbætur á togaranum Kaldbak EA og nú er til athug- unar að ráðast í svipaðar fram- kvæmdir við systurskip Kald- baks, Harðbak EA. Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., segir, að búið sé að senda út útboðsgögn vegna fyrirhugaðra breytinga og lag- færinga á Harðbak. Skilafrestur tilboða er 10. ágúst nk. Strax og tilboð liggja fyrir verður tekin ákvörðun um framkvæmdir. „í fyrra var togþilfar Kaldbaks endurnýjað, ný fiskmóttaka var sett í togarann sem þilfarskrani. Lunningar voru hækkaðar og gagngerar endurbætur voru gerð- ar á millidekki þ.e. ný vinnslulína og fleira. í brú togarans voru gerðar umtalsverðar breytingar. Allt það sama er fyrirhugað að framkvæma við Harðbak og að auki verða sett ný togspil í togar- ann,“ sagði Vilhelm Þorsteins- son. ój

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.