Dagur


Dagur - 05.08.1992, Qupperneq 8

Dagur - 05.08.1992, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 5. ágúst 1992 Gunnar Gíslason. Guðjón Þórðarson. Akureyringar og nærsveitamenn, mætið á völlinn og hvetjið ykkar lið Þrjú gullsmíðaverkstæði á Akureyri frá og með morgundeginum: Ákvað níu ára gömul að verða gullsmiður - segir Kristín Guðmundsdóttir, gullsmíðameistari Sannkallaður stórleikur á Akureyrarvelli, fimmtudaginn 6. ágúst kl. 19.00 Forsala aðgöngumiða í KA-heimilinu. leggja gullsmíði fyrir sig. „Það er til staðfesting á jrví að þá sá ég eitthvað í sjónvarpinu um gull- smíði og sagðist þá ætla að verða gullsmiður. Ég gerði mér þá ekki grein fyrir því hvernig þetta gengi fyrir sig, hélt jafnvel að gullsmíði væri eins og að hnoða leir. Þetta er hins vegar alls ekki svoleiðis, þetta er mjög gróf vinna.“ Nota palesander og íbenholt með málmunum Kristín segir að megin verkefni gullsmíðaverkstæðis eins og þess sem hún er að setja á fót séu við- gerðir á gömlum skartgripum auk smíðinnar fyrir verslunina. Þessu til viðbótar komi sérsmíði eftir pöntunum sem alltaf sé nokkuð um. „Sumir eru með mótaðar hugmyndir um hvernig þeir vilja hafa hlutina en aðrir eru með hluta úr hugmynd og ég útfæri hana síðan. Þessi sérsmíði er ekki mikil en alltaf eitthvað um hana. Þá er auðveldast fyrir mann að vera ekki bundinn við ákveðinn stíl þó ég sé komin inn á vissa línu.“ - Hvernig geturðu sjálf lýst þessari línu sem þú ert að fara í gullsmíðinni? „Mig langar til að einbeita mér að því að nota palesander og íbenholt með málmunum og það er nýtt á þann hátt sem ég nota það. Annars þarf að framleiða á víðu sviði fyrir verslunina en mest er salan í hringum og nælum. Salan er mjög árstíða- bundin í gullsmíðaversluninni. Tíminn fyrir jólin vegur þungt og margir gullsmiðir segjast vera að taka inn um 40% af ársveltunni í desember. Svo koma góðir kaflar í sölunni fyrir fermingar og stúdentsútskriftir en auk þess eru sumrin alltaf góð. Ég ætla að láta sumarið líða og sjá hvernig geng- ur en ég væri ekki að þessu nema af því að ég teldi grundvöll fyrir þriðja gullsmíðaverkstæðinu í bænum,“ segir Kristín Guð- mundsdóttir. JÓH Hver fer með sigur af hólmi s I Bikarleiknum? Yið vinnuborðið. Kristín hefur áhuga á að einbeita sér að gerð skartgripa þar sem notaðar eru viðartcgundir jafnframt málniun- um. Stefnan á gullsmíði frá níu ára aldri Fáii íslendingar hafa lagt leið sína til náms í Finnlandi og því var nærtækast að spyrja hvernig henni hafi líkað námið og dvölin þar. „Þetta var mjög gott,“ svarar Kristín. „Ég fór að vísu sem gestanemandi þangað og þurfti því ekki að sækja bókleg fög en sótti hönnun, teikningu og verklegt. Ég lenti því ekki í vandamálum með finnskuna. Hún er erfið og ég lærði lítið á þessu eina ári. Ef ég hefði farið þangað með því fororði að læra finnsku þá hefði ég gert það en ég fór hins vegar til að læra meira í gullsmíði og gerði það. Ég lærði að bjóða góðan daginn, þakka fyrir mig og biðja um kaffi. Það nægði mér,“ sagði Kristín hlæj- andi. Aðspurð segist hún ekki hafa verið nema níu ára þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að Mjólkurbikarinn í knattspyrnu Undanúrslit Kristín Guðmundsdóttir í nýju versluninni. „Mesta salan er í hringum og nælum.“ Myndir: Golli Mörg ár eru síðan starfandi hafa verið þrjú gullsmíðaverk- stæði í miðbæ Akureyrar en á morgun bætist það þriðja við á nýjan leik. Þá opnar Kristín Petra Guðmundsdóttir, gull- smiður, verkstæði og verslun í Hafnarstræti 98 og svo skemmtilega vill til að í þessu húsnæði var einmitt á sínum tíma starfandi gullsmíðaverk- stæði. Kristín hefur síðasta hálfa árið verið með vinnu- stofu, K.P.G. Módel smíði, í Brauðgerð Kr. Jónssonar á Akureyri en færir með þessu út kvíarnar og mun verslunin bera sama nafn. „Ég byrjaði gullsmíðanámið hjá Dýrfinnu Torfadóttur, gullsmið á ísafirði, og var þar í hálft annað ár. Svo kom ég til Akureyrar og var hjá Pétri Breið- fjörð, gullsmið, í tæp tvö ár. Eftir það fór ég til Finnlands í gull- smíðaskóla og var þar í eitt ár. Þar í landi er gullsmíðin að verða vinsæl og gott að læra þar. Finnar eru framarlega í hönnun og eru að mörgu leyti með meiri kröfur til gullsmíðarinnar sem iðngrein- ar vegna þess að þeir líta líka á þessa grein sem list. íslendingar líta aftur á móti einungis á gull- smíðina sem iðn. í Finnlandi er því meira farið út í kennslu í hönnun og þess háttar,“ sagði Kristín þegar við forvitnuðumst á dögunum um nám hennar í gull- smíði. Eftir námið í Finnlandi vann hún í eitt ár hér heima og öðlaðist meistararéttindi í faginu. STOFNLANADEILD LANDBUNAÐARINS Laugavegi 120, 105 Reykjavík Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1993 þurfa aö berast Stofnlánadeild landbúnaöarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meöal annars er tilgreind stærö og byggingaefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraösráöunautar oq veðbókarvottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstrar- áætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntan- legir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvéla- kaupa á árinu 1993 þurfa aö senda inn umsóknir fyr- ir 31. desember nk. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk. Þaö skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó framkvæmdir séu hafnar áður en láns- loforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum, en opinberum sjóöum. Lántakendum er sérstaklega bent á aö tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá Lífeyris- sjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild landbún- aðarins, útibúum Búnaðarbanka íslands og Búnaðar- samböndum. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.