Dagur


Dagur - 05.08.1992, Qupperneq 9

Dagur - 05.08.1992, Qupperneq 9
Miðvikudagur 5. ágúst 1992 - DAGUR - 9 Dagskrá fjölmiðla Ólympíuleikarnir eru fyrirferöarmiklir i dagskrá Sjónvarpsins þessa dagana eins og allir vita. Vésteinn Hafsteinsson komst í úrslitakeppnina i kringlukasti og hefst úrslitakeppnin i dag kl. 17.30. Kl. 20.35 verður sýnt frá úrslitakeppninni i kringlukasti. (tilefni af Ólympíuleikunum birtum við mynd af Einari Vilhjálmssyni spjótkastara, en hann og Sigurður Einarsson verða í eldlínunni í undankeppni spjótkastsins nk. föstudag og vonandi komast þeir í úrslit. Sjónvarpið Miðvikudagur 5. ágúst 10.45 Ólympíuleikarnir í Barcelona. Bein útsending frá úrslitum í einliðaleik kvenna í borð- tennis. 15.25 Ólympíuleikarnir í Barcelona. Bein útsending frá úrslita- keppni í frjálsum íþróttum. 18.00 Töfraglugginn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Ólympíusyrpan. Farið verður yfir helstu við- burði dagsins. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Ólympíuleikarnir í Barcelona. Sýnt frá úrslitakeppni í frjálsum íþróttum, meðal annars í kringlukasti karla. 21.00 Blóm dagsins - fjall- dalafífill (geum rivale). 21.05 Lostæti (5). í þættinum steikja matreiðslumennirnir Hörður Héðinsson og Örn Garðars- son lamb og laga jarðar- berjaeftirrétt. 21.25 Snurður. (Piccoli equivoci). ítölsk bíómynd frá 1988 byggð á verðlaunaleikriti eftir Claudio Bigagli. Hér segir frá ástarsambandi leikara, sem virðist vera að fara út um þúfur, en þó er ekki öll von úti. Aðalhlutverk: Sergio Castellitto, Lina Sastri, Nancy Brilli, Nicola Pistoia, Pino Quartullo og Roberto Citran. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Ólympíusyrpan. Farið verður yfir helstu við- burði kvöldsins. 01.00 Áætluð dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 5. ágúst 16.45 Nágrannar. 17.30 Gilbert og Júlía. 17.35 Biblíusögur. 18.00 Umhverfis jörðina. (Around the World with Willy Fog.) 18.30 Nýmeti. 19.19 19:19. 20.15 Bílasport. 20.50 Skólalíf í Ölpunum: (Alphine Academy.) 21.45 Ógnir um óttubil. (Midnight Caller.) 22.35 Tíska. 23.00 í ljósaskiptunum. (Twilight Zone.) 23.25 Peter Gunn. Ævintýri leynilögreglu- mannsins Peter Gunn hófust í samnefndum sjónvarps- þáttum vestanhafs á sjötta áratugnum en þetta er sjón- varpsmynd sem gerð var árið 1989 um þennan vinsæla einkaspæjara. Aðalhlutverk: Peter Strauss, Jennifer Edwards, Barbara Williams og Charles Cioffi. Bönnuð börnum. 00.55 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 5. ágúst MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00 06.45 Veðurfregnir • Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. Heimsbyggð. Jón Ormur Halldórsson. Bókmenntapistill Jóns Stefánssonar. 08.00 Fréttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttayfirlit. 8.40 Heimshorn. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. Umsjón: Karl E. Pálsson. (Frá Akureyri.) 09.45 Segðu mér sögu, „Milla“ eftir Selmu Lagerlöf. Elísabet Brekkan les seinni hluta. 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóru Bjömsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Árdegistónar. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í nærmynd. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir • Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.05 Hádegisleikrit Útvarps- leikhússins, „Frost á stöku stað„ eftir R. D. Wingfield. 2. þáttur af 9. 13.15 Út í loftið. Umsjón: Önundur Björnsson. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Vetrar- böm" eftir Deu Trier Mörk. Nína Björk Ámadóttir les (2). 14.30 Fiðlusónata í h-moll eft- ir Richard Strauss. 15.00 Fréttir. 15.03 í fáum dráttum. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00 16.00 Fréttir. 16.05 Sumargaman. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lög frá ýmsum löndum. 16.30 í dagsins önn - Gamlar konur. Umsjón: Lilja Guðmunds- dóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Sólstafir. Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarþel. Svanhildur Óskarsdóttir les Hrafnkels sögu Freysgoða (2). 18.30 Auglýsingar • Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir ■ Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 20.00 Hljóðverið. 20.30 Hlutverk söngsins. Umsjón: Sigríður Alberts- dóttir. 21.00 Frá tónskáldaþinginu í París í vor. 22.00 Fréttir. Heimsbyggð, endurtekin úr Morgunþætti. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins ■ Dagskrá morgundagsins. 22.20 Pálína með prikið. Umsjón: Anna Pálína Árna- dóttir. 23.10 EftUviU... Umsjón: Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Sólstafir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Miðvikudagur 5. ágúst 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Eiríkur Hjálmarsson og Sigurður Þór Salvarsson hefja daginn með hlustend- um. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson, Margrét Blöndal og Snorri Sturluson. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. - Ferðalagið, ferðagetraun, ferðaráðgjöf. Sigmar B. Hauksson. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. - heldur áfram. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fróttir. Starfsmenn dægurmála- útvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 16.50 Ólympíupistill. 17.00 Fróttir. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Út um allt! Kvölddagskrá Rásar 2 fyrir ferðamenn og útiverufólk sem vill fylgjast með. 22.10 Landið og miðin. Umsjón: Sigurður Pétur Harðarsson. 00.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur ljúfa kvöldtónlist. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fróttir kl. 7,7.30,8,8.30,9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Tengja. 02.00 Fróttir. 02.05 Tengja. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 5. ágúst 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.03-19.00 Útvarp Norður- lands. Bylgjan Miðvikudagur 5. ágúst 07.00 Fróttir. 07.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttayfirlit klukkan 7.30. 08.00 Fréttir. 08.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttayfirlit klukkan 8.30. 09.00 Fréttir. 09.05 Tveir með öilu á Bylgjunni. Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason eru þekktir fyrir allt annað en lognmollu. 12.00 Hádegisfróttir. 12.15 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir. 13.00 íþróttafróttir eitt. Allt það helsta úr íþrótta- heiminum frá íþróttadeild Bylgjunnar og Stöðvar 2. 13.05 Rokk og rólegheit á Bylgjunni í bland við létt spjall um daginn og veginn. 14.00 Rokk og rólegheit. Bibba lætur í sér heyra. 16.05 Reykjavík síðdegis. Steingrímur Ólafsson og Hallgrímur Thorsteinsson fjalla um málefni líðandi stundar og hjá þeim eru engar kýr heilagar. 17.00 Fróttir. 17.15 Reykjavík síðdegis. Þjóðlífið og dægurmálin í bland við góða tónlist og skemmtilegt spjall. 18.00 Fróttir. 18.05 Landssíminn. Bjami Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræð- ir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Síminn er 671111. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. 19.19 Fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Kristófer Helgason. Léttir og ljúfir tónar í bland við óskalög. Síminn er 671111. 00.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 5. ágúst 17.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son leikur gæðatónlist fyrir alla. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöðvar 2 kl. 18.00. Tími tækifæranna kl. 18.30. Þú hringir í síma 27711 og nefnir það sem þú vilt selja eða óskar eftir. Þetta er ókeypis þjónusta fyrir hlust- endur Hljóðbylgjunnar. # Gullglampi í augum Þegar þetta er skrifað eru ísiendingar ekki búnir að vinna Svía í handbolta og því síður orðnir Ólympíumeistar- ar, en framhaldið er bara formsatriði. Á einhverri útvarpsstöðinni var það margtuggið að íslendingar væru búnir að tryggja sér verðlaunasæti og ekki fer maður að rengja það þótt skynsamleg rök segi að landsliðið geti verið fullsæmt af fjórða sætinu, sem er rök- réttasta niðurstaðan. Það væri besti árangur okkar í handbolta til þessa og fræki- legri frammistaða en aðrir Ólympíufarar hafa sýnt í Barcelona þótt ekki sé öll nótt úti enn. Vonandi er allt tal um mikinn hjartslátt, vit- laust tempó, erfiða setningar- athöfn, of blautt vatn í sund- lauginni, vondan mat, ranga atrennu, hliðarvind og þess háttar úr sögunni. Við þurfum ekki að ætlast til að keppend- ur okkar nái sínu besta eða bæti sig einmitt á Ólympíu- leikunum, þótt æfingar miðist reyndar við það að þeir séu í toppformi á slíkum mótum. # Vænlegast að æfa ekki of stíft Það er þetta með æfinga- prógrammið. íslenska hand- boltalandsliðið kom bakdyra- megin inn á Ólympíuleikana og æfði kannski ekki mark- visst fyrir þá. Danirnir slógu í gegn á Evrópumótinu í knatt- spyrnu, sólbrenndir og æfingalausir. Hugsanlega er það vænlegast til árangurs að æfa ekki of stíft fyrir stór- mót og búast ekki við of miklu. Ef getan er fyrir hendi kemur hún helst í Ijós þegar viðkomandi er ekki undir miklu líkamlegu, andlegu og félagslegu álagi. Með þetta í huga ætti að henda ströngum æfingaprógrömmum og senda keppnisfólkið á sólar- strendur fyrir stórmót. # Gömlu brýnin Sjónvarpið á vissulega hrós skilið fyrir að sinna Ólympíu- leikunum vel og þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Ritara S&S þykir líka ástæða til að hrósa Stöð 2 fyrir beina útsendingu frá tónleikum hljómsveitarinnar Genesis sl. sunnudagskvöld. Gömlu brýnin eru enn i fullu fjöri og þeir Collins, Banks, Ruther- ford og hjálparkokkar þeirra fóru á kostum enda miklir sniilingar. Það er á stundum sem þessum sem manni þyk- ir vænt um myndlykilinn, en þær stundir hafa reyndar ver- ið fáar í sumar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.