Dagur - 11.08.1992, Page 4

Dagur - 11.08.1992, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 11. ágúst 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hrun kjamaflölskyldunnar Á síðustu tuttugu árum hefur orðið veruleg breyting á íslensku kjarnafjölskyldunni og tala tölurnar sínu máli. Hlutfall þeirra sem eru í hjónabandi hefur lækkað úr 85,8% í 72,5% á árunum 1971-1991 og hlutfall þeirra sem eru í óvígðri sambúð eða einstæðir hefur aukist úr tæpum 13% í rúm 24%. Þetta kemur fram í skýrslu frá Landlæknisembættinu sem kynnt var á ráðstefnunni „Börn og barnavernd“ nýverið. Fyrir tuttugu árum var hlutfall foreldra í hjónabandi með börn 58,2% en á árinu 1991 var það komið niður í 37,7%. Fækkunin nemur rúmum 20%. Á sama tíma hefur foreldrum í óvígðri sambúð fjölgað, svo og ein- stæðum foreldrum og fólki í barnlausu hjónabandi. Landlæknir túlkar breytingarnar þannig að nú búi mörg börn í mun ótraustara umhverfi en áður. Allt ber að sama brunni. Giftingum hefur fækkað og skilnuðum fjölgað. Helmingur lögskilnaða verður hjá hjónum 30 ára og yngri og hefur tíðnin aukist verulega hjá unga fólkinu á síðustu áratugum. í skýrslu Land- læknisembættisins er bent á að þeir sem lenda í hjóna- skilnaði eiga oft við mun meiri andlega og líkamlega vanheilsu að stríða en þeir sem lifa í farsælu hjóna- bandi. í þessu sambandi er talað um kvíða, slæma geðheilsu, vímuefnanotkun, sjálfsvígstilraunir, slys, sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma og hærri dánartíðni almennt. Samverkandi orsakir eru raktar til fjárhagsvanda, einangrunar, streitu, sálrænna erfið- leika, reykinga og áfengisneyslu. Undirrót hjónaskilnaðar getur verið margvísleg og geta flestir bent á réttlætanlegar ástæður fyrir lög- skilnaði. En hvers vegna skyldi giftingartíðni hafa lækkað? í skýrslunni er aðeins getið um að skattbreyt- ingar hafi haft þau áhrif að sumir kjósi að búa í óvígðri sambúð frekar en í hjónabandi. Aðrar félagslegar ástæður koma þó til eins og séra Þórhallur Höskulds- son, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, hefur oft bent á. Aðstöðumunur giftra og einstæðra hefur gert það að verkum að fólk reynir að spila á kerfið til að koma ár sinni betur fyrir borð. Eitt sinn tíðkuðust „spari- merkjagiftingar" en nú reynir fólk í sambúð að skrá sig sem einstaklinga ef það kemur betur út og á það ekki síst við um námsmenn. „Fólk hefur fleiri möguleika til að bjarga sér ef það gefur sig upp í óvígðri sambúð eða hreinlega utan sambúðar," sagði séra Þórhallur í frétt Dags sl. föstu- dag og benti á að möguleikar námsmanna á námsláni væru oft meiri ef þeir væru utan hjónabands. „Lög leyfa að fólk haldi lögheimili sínu þrátt fyrir tíma- bundna dvöl vegna náms og ég vil ekki kalla þetta að leikið sé á kerfið. Ábyrgðartilfinningin gagnvart barni á framfæri vegur þungt og því áfellist ég ekki að fólk bjargi sér á þennan hátt við erfiðar aðstæður," sagði séra Þórhallur ennfremur. Mitt í þessum hráskinnsleik, upplausn hjónabands- ins og óhagkvæmni, standa saklaus börnin berskjöld- uð og teygja sig eftir trausti og hlýju. Það er hryggileg staðreynd að börnin búa við verri aðstæður en áður í okkar auðuga þjóðfélagi. SS „Hvaða önnur lög mega erlendir ferðamenn brjóta án þess að við því verði amast?“ Ferðaþjónusta: Mynd: Golli Erlendum ferðamönnum heimilt að bijóta íslensk lög! 15. júlí s.l. birtist í Degi hreint út sagt stórkostleg grein um brot erlendra ferðamanna á íslenskum lögum. Greininni fylgdi mynd af Bedford vörubifreið sem tjaldað liafði verið yfir með segli og á pallinum hafði haganlega verið komið fyrir bekkjum meðfram hliðunum þar sem ferðamenn sátu þétt saman. í greininni kom fram að bifreið þessi þverbrýtur íslensk lög um fólksflutninga. Samkvæmt viðtöl- um blaðamanns við embættis- menn hjá tollgæslu, lögreglu og Bifreiðaskoðun, virðist ekki vera til staðar áhugi á að eiga neitt við erlenda ferðamenn. Hver um sig vísaði málinu frá sér, lögreglan vísaði á tollgæslu, tollgæslan á Bifreiðaskoðun og Bifreiðaskoð- un svo aftur á lögregluna. Jóhann Freyr Aðalsteinsson, deildar- stjóri tollgæslunnar á Seyðisfirði, sagði umræddan Bedfordbíl ekki hafa komið með fólk innanborðs og því „stoppum [við] auðvitað engan fyrir brot sem hann kann hugsanlega að fremja einhvern- tíma í framtíðinni." Með öðrum orðum; bekkirnir aftan á palli bílsins gáfu tollgæslumönnum ekki neina hugmynd um hvað hér væri á ferðinni. Væntanlega getur farþegalaus rúta farið inn í landið án þess að lögum og reglum um öryggi hópferðabíla sé beitt þar sem ekki verður sannanlega séð að farþegi eigi eftir að sitja í við- komandi bíl! „Lögreglan á Akureyri sagðist ekki sjá ástæðu til að aðhafast í málinu þar sem bifreiðinni hefði verið hleypt inn í landið og hefði framvísað öllum pappírum,“ eins og segir í greininni. En sætust eru þó ummæli Eyþórs Þorbergsson- ar fulltrúa sýslumanns á Akureyri þegar hann segir: „Við förum ekki að ráðast inn á saklausa útlendinga sem eru að ferðast hér um landið." Nú vill svo til að þetta er ekki eina dæmið um íslenska em- bættismenn sem veigra sér við að refsa útlendingum fyrir brot á íslenskum lögum. Á hverju sumri koma upp dæmi um skýlaus lög- brot sem oft á tíðum eru kærð en með sorglega dræmum undirtekt- um yfirvalda sem virðast mis- skilja hlutverk sitt þannig að það heyri undir lög um ókurteisi að abbast svona upp á saklausa útlendinga þótt þeir brjóti lítil- lega af sér. Og nú er þarft að spyrja yfir- völd: Hvaða önnur lög mega er- lendir ferðamenn brjóta án þess að yfir því verði amast? Má til dæmis ofangreindur ökumaður keyra ljóslaus á hundraðogeitt- hvað kílómetra hraða á vinstri akrein? Eða spæna upp við- kvæman gróður hálendisins með akstri utan vega? Það er jú búið að hleypa honum inn í landið og framvísa öllum pappírum!!! Mega átta farþegar sitja í fimm manna fólksbfl sem kemur með sama hætti inn í landið? Hvar liggja mörkin? Hverskonar papp- írar eru eiginlega gefnir út af toll- gæslunni á Seyðisfirði? Nú má einnig spyrja hvort íslenskir vörubílstjórar fái ekki að sitja við sama borð? Er stjórn- völdum stætt á því að neita mönnum að tjalda yfir vörubíls- pallinn sinn og fara í útgerð? Islendingar hljóta að geta litið Við Skipatangabryggju liggja mörg stálskip sem virðast vera ' komin úr notkun. Venja hefur verið að koma slíkum skipum í verð erlendis. Nokkur kostnaður er því samfara að koma þeim yfir hafið. Ég var að hugleiða það, þar sem ég stóð og horfði á þessi skip, hvort þarna væru atvinnutækifæri, sem mikill skortur er á nú sem stendur. Slippstöðin býr yfír kunnáttu og aðstöðu til þess að taka sundur skip, og hana vantar verkefni. Hér á Akureyri er nokkur floti vörubíla, sem vantar verkefni hluta úr árinu. I þessum hugleiðingum mínum geri ég ráð fyrir að Stál- bræðslan taki til starfa aftur. Ég get ekki gert ráð fyrir þeirri skamm- sýni að það verði ekki. Atvinnu- málanefnd er starfandi hér í bæ. Ég veit ekki hvað er hennar verk- svið, en ég geri ráð fyrir að það sé eins og nafnið bendir til. Því geri ég ráð fyrir, að atvinnu- málanefnd geti haft forgöngu um ámóta saklaust út sem ferðamenn og þeir sem erlendis eru fæddir og þar með engin ástæða til að „ráðst inn á“ þá. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að viðkomandi stjórnvöld geri hreint fyrir sínum dyrum og útskýri hversvegna þau samþykki lögbrot erlendra ferðamanna. Er hér um að ræða sérstaka gest- risni, óttablandna virðingu eða skort á áhuga í starfi? Við lestur greinarinnar í Degi 15. júlí s.l. læðist að manni sá grunur að bókin um litlu gulu hænuna kunni að vera skyldulesning starfsmanna tollgæslu, lögreglu og Bifreiðaskoðunar. athugun á þessu máli. Ég geri mér grein fyrir að ýmislegt er í vegi fyrir þessari framkvæmd, t.d. reglugerðarákvæði ýmisskonar. Það eru slfk ákvæði sem gera eig- endum skylt, að geyma þessi skip og hafa af þeim kostnað svo sem hafnargjöld o.fl. Það þarf að hyggja að þessu máli, svo það liggi ljóst fyrir jtegar þessi skip losna úr reglugerðarkvínni. Það að Slippstöðin taki þessi skip í sundur og vörubílar flytji stálið suður í bræðsluna var sú hugmynd sem kviknaði þar sem ég stóð á bryggjunni. Það eru ýmsir fjármálapóstar í þessu, sem þarf að athuga vel, t.d innkaupsverð á hrá- efni, sem bræðslan þarf að flytja til landsins, þegar það innlenda þrýt- ur. Þessi hugmynd er kannski ekki raunhæf en hún skaðar engan. Það er eitthvað skrýtið ef aðrar þjóðir geta hagnýtt sér þetta en við ekki. Brynjólfur Brynjólfsson Höfundur er matreiðslumeistari. Með kveðju, Páll Þór Jónsson. Atvinnutækifæri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.