Dagur - 11.08.1992, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 11. ágúst 1992
Þriðjudagur 11. ágúst 1992 - DAGUR - 9
Íþróttir
1. deild kvenna
Staðan: UBK 7 6-1-0 32: 4 19
ÍA 8 6-1-1 27: 6 19
Valur 8 6-0-2 21: 5 18
Þróttur N. 9 4-0-5 19:31 12
Stjarnan 6 3-1-2 14: 6 10
KR 7 1-1-5 8:22 4
Þór 7 1-0-6 2:21 3
Höttur 8 1-0-7 5:33 3
2. deild kvenna B
Úrslit: KA-Leiftur 12:0
Dalvík-KS 0:1
KS-TindastóIl 1:1
KA 5 5-0-0 34: 2 14
KS 6 3-1-2 11: 7 10
Dalvík 5 2-0-3 5: 7 6
Tindastóll 5 2-1-2 8: 9 4
Leiftur 5 0-0-5 2:35 0
2. deild karla
12. umferð: Fylkir-Stjarnan 3:2
BÍ-Víðir 2:0
Þróttur R.-Leiftur 3:0
Selfoss-Grindavík 0:6
ÍBK-ÍR Staðan: 2:0
Fylkir 12 10-0-2 28:11 30
ÍBK 12 8-3-125:11 27
Grindavík 12 6-1-5 23:17 19
Þróttur R. 12 6-1-5 18:20 19
Leiftur 12 4-3-5 19:15 15
Stjarnan 12 4-3-5 17:1615
ÍR 12 3-5-4 12:18 14
BÍ 12 3-4-5 16:25 13
Víðir 12 2-4-6 11:16 10
Selfoss Markahæstir: 12 0-4-8 10:32 4
Þorlákur Árnason, Leiftri 13 Óli Þór Magnússon, ÍBK 11
Indriði Einarsson, Fylki 8 Kristinn Tómasson, Fylki 8 Þórður B. Bogason, Grindavík 8
3. deild karla
13. umferð: Völsungur-Magni 2:2
Dalvík-Tindastóll 2:3
Haukar-KS 3:1
Skallagrímur-Grótta 4:2
Ægir-Þróttur N. 3:2
Staðan: TindastóII 13 12-1- 0 43:16 37
Haukar 13 6-4- 3 27:21 22
Grótta 13 6-4- 3 18:16 22
Þróttur N. 12 5-4- 3 29:24 19
Völsungur 13 4-4- 5 17:23 16
Skallagrímur 13 4-3- 6 29:26 15
Magni 13 4-3- 6 19:16 15
Dalvík 13 4-1- 8 22:25 13
Ægir 13 3-4- 5 14:26 13
KS 13 3-0-10 15:38 9
Markahæstir:
Bjarki Pétursson, Tindastóli 15 Sverrir Sverrisson, Tindastóli 11
Kristján Brooks, Gróttu 10
Goran Micic, Þrótti N 9
Kristján Svavarsson, Þrótti N. 7 Guðmundur V. Sigurðsson, Haukum 7
4. deild karla
9. umferð: Hvöt-HSÞb 3:0
Þrynrur-Neisti 0:6
SM-Kormákur 0:2
Staðan: Hvöt 9 9-0-0 31: 7 27
Kormákur 9 6-1-2 22: 7 19
Neisti 9 4-0-5 19:16 12
HSÞb 9 5-0-4 21:21 12
SM 9 1-2-6 12:22 5
Þrymur 9 1-1-7 4:37 4
Markahæstir:
Sigurður Ágústsson, Hvöt 8
Rúnar Guðmundsson, Kurmáki 7
Ásgeir Valgarðsson, Hvöt 7 Albert Jónsson, Kormáki 6
Knattspyrna, 3. deild:
Allt í hnút á botninum
- Tindastóll þarf eitt stig til að gulltryggja sæti í 2. deild
Heil umferð var leikin í 3.
deildinni í knattspyrnu um
helgina og eru línur nú mikið
farnar að skýrast. Tindastóll
hélt sigurgöngu sinni áfram og
hefur nú nær tryggt sér sæti í 2.
deild að ári. Liðið vann Dalvík
2:3. Öll Iið deildarinnar nema
TindastóII geta fræðilega
fallið, slík er baráttan í deild-
inni. Völsungur og Magni
gerðu jafntefli 2:2 á Húsavík,
KS tapaði fyrir Haukum á
Siglufírði, 1:3, Ægir vann
Þrótt N.,3:2 og Skallagrímur
vann Gróttu, 4:2.
„Þetta var ákaflega kaflaskiptur
leikur og ég vil meina að úrslitin
hafi verið sanngjörn," sagði Nói
Björnsson, þjálfari Magna. „Við
byrjuðum á því að skora og eftir
það dettur leikur okkar talsvert
niður. Þeir jöfnuðu og komust
yfir á fimm mínútna kafla fyrir
leikhlé," sagði Nói.
„Þetta var eitt lítið stig sem við
náðum í um helgina. Það var of
lítið því við áttum að vera búnir
að kiára þetta í fyrri hálfleik,"
sagði Björn Olgeirsson, þjálfari
Völsungs, en bætti því þó við að
líklega hefðu úrslitin verið
sanngjörn. „Fyrst okkur tókst
ekki að skora meira hljóta úrslit-
in að teljast sanngjörn."
Eins og fram kom hjá Nóa
voru Magnamenn á undan að
skora. Komust í 0:1 snemma í
hálfleiknum en Völsungar svör-
uðu með tveimur mörkum á
stuttum kafla rétt fyrir leikhlé.
Magnamenn fengu svo vfti á síð-
ustu mínútum leiksins og jöfn-
uðu. Mörk Völsungs gerðu Jónas
Grani Garðarsson og Hilmar Þór
Hákonarson en mörk Magna
gerðu Ingólfur Ásgeirsson og
Magnús Helgason.
Tindastóll í 2. deild?
„Þetta var baráttuleikur. Þeir
höfðu yfirhöndina óhætt að segja
allan tímann en við vörðumst
vel,“ sagði Guðjón Guðmunds-
son, þjálfari Dalvíkinga, eftir
leikinn. „Sigur þeirra var sann-
gjarn en bæði lið léku nokkuð
vel,“ sagði Guðjón.
Staðan í leikhléi var 0:0 og
Dalvíkingar skoruðu fyrsta
markið þegar um 15 mínútur
voru liðnar af síðari hálfleik.
Dvöl Adams í Paradís var þó
fremur skammvinn því Stólarnir
skoruðu 3 mörk á 10 mínútna
kafla og gerðu út um leikinn.
Heimamenn minnkuðu svo mun-
inn á síðustu mínútunni en sigur-
inn var aldrei í hættu. Bæði lið
fengu nokkuð af færum og hefðu
mörkin allt eins getað orðið
fleiri.
Með sigrinum um helgina má
segja að Tindastóll hafi tryggt sér
sæti í 2. deild að ári. Nú þegar
fimm umferðir eru eftir, og því
fimmtán stig eftir í pottinum,
hafa Stólarnir fimmtán stiga for-
skot á Gróttu og Hauka og mun
betra markahlutfall en þurfa eitt
stig enn til þess að gulltryggja sig.
Miðað við það sem á undan er
gengið ætti það ekki að verða
erfitt.
KS enn neðst
„Þetta var mjög ósanngjarnt. Við
lékum okkar besta leik í langan
tíma og þeir áttu alls ekki skilið
að vinna,“ sagði Hafþór Kol-
beinsson, leikmaður KS. „Það
voru dæmd af okkur tvö mörk og
var a.m.k. annað þeirra löglegt."
Að sögn Hafþórs missti liðið
Magnús Jónsson markvörð í
meiðsli og verður hann ekki
meira með í sumar. Ómar
Guðmundsson tók sæti hans um
helgina, eftir töluvert hlé.
Haukar komust yfir eftir um
fimmtán mínútna leik og heima-
menn svöruðu með marki Stein-
gríms Eiðssonar þegar um fimm-
tán mínútur voru eftir af hálf-
leiknum. Gestirnir komust svo
yfir stuttu fyrir leikhlé og var
staðan í leikhléi 1:2.
KS-ingar sóttu mjög stíft í síð-
ari hálfleiknum og fengu nokkur
ágæt færi til þess að skora. Ekk-
ert gekk þó upp hjá heimamönn-
um og svo voru það Haukar sem
bættu þriðja markinu við þegar
um tíu mfnútur voru til leiksloka.
Staða KS er allt annað en væn-
leg þar sem neðsta sæti deildar-
innar er hlutskipti þeirra. Það er
þó reyndar svo að öll lið deildar-
innar geta enn fallið nema Tinda-
stóll þegar 15 stig eru eftir í pott-
inum.
Skallagrímur sigraði Gróttu
4:2 og Ægir Þrótt N. 3:2. SV
Þeir hafa svo sannarlega verið á skotskónum í sumar félagarnir, Bjarki Pétursson og Sverrir Sverrisson, Tindastóli.
Lið þeirra þarf nú aðeins eitt stig til þess að tryggja sér sæti í 2. deiid.
Knattspyrna, 4. deild:
Bjarni Þórhallsson og Stefán Jóhannesson lentu í 3. sæti um helgina. Mynd: sv
Hegðunarvandamál knattspyrnumanna:
Hinkalífíð í hættu
KSÍ afturkallar leyfi til hlerunar í Samskipadeildinni
Knattspyrnusamband íslands
gerði það að tillögu sinni og
veitti heimild fyrr í sumar fyrir
því að dómarar mættu bera fal-
inn hljóðnema inná sér r ein-
hverjum ótilgreindum leikjum
og tækju upp það sem færi
fram á milli þeirra og Jeik-
manna eða þjálfara. Þettaíhef-
ur nú verið bannað og hefur
KSÍ afturkallað þá heimild
sem það hafði gefíð sjónvarps-
stöðvunum til þess að dómarar
bæru hljóðnemann.
í leik ÍA og Vals í Samskipa-
deildinni bar Bragi Bergmann,
dómari, falinn hljóðnema og var
allt tekið upp sem fram fór á milli
hans og leikmanna. Stöð tvö
sýndi svo landsmönnum útkom-
una og var hún allt annað en
glæsileg fyrir leikmenn. Forsvars-
menn félaganna mótmæltu harð-
lega að þetta yrði sýnt en án
árangurs. Því var borið við að
verið væri að brjóta á einkalífi
leikmanna og gott ef friðhelgi
heimilisins var ekki líka rofin
með því aðhaldi sem veita átti
aðstandendum knattspyrnunnar,
utan vallar sem innan.
Nú hefur þetta sem sagt verið
bannað og geta leikmenn knatt-
spyrnuliða haldið áfram þeirri
iðju sem enginn má heyra, þ.e.
að rífa kjaft við dómara. Vænt-
anlega getur dómarinn þá svarað
fyrir sig því ef skilja á forráða-
mennu sumra félaga er hegðun-
arvandamálið dómaranna en
ekki leikmanna, SV
Púls-Inn opnar:
Heilsuræktarstöð í KA-húsinu
- framkvæmdastjóri er Guðfmna Sigurðardóttir
Eins og Dagur greindi frá fyrr í
sumar hefur verið ákveðið að
opna heilsuræktarstöð í KA-
heimilinu við Dalbraut og mun
hún bera nafnið Stúdíó Púls-
Inn. Stöðin verður opnuð 12.
september næstkomandi og
mun bjóða upp á nýtísku heilsu-
ræktartæki þar sem kennarar
víða að verða við stjórnvölinn.
„Meginmarkmiðið er að reyna
að höfða til allra. Við munum
leggja áherslu á að allir ge'ti fund-
ið hér eitthvað við sitt hæfi og
munum bjóða upp á þjónustu á
þessu sviði sem ekki hefur þekkst
áður hér á Akureyri,“ sagði
Jónína Ben, íþróttafræðingur og
eigandi Stúdíós Jónínu og
Ágústu í Reykjavík. Að sögn
Jónínu er um að ræða tvo sali í
nýja KA-húsinu og yrðu þeir
báðir í notkun. Annar myndi
hýsa þrektæki þar sem farið yrði í
gegnum ákveðið prógramm undir
leiðsögn kennara. í hinum saln-
um verður pallaleikfimi og
stöðvaþjálfun ýmis konar. Til
dæmis verður boðið upp á lokaða
karla- og kvennatíma þar sem
hjón geta þó komið bæði í einu
og æft saman hvort í sínum sal.
Boðið verður upp á opin kort
sem kallað er en þá getur hver og
einn valið sér tíma hvenær sem er
á deginum og má koma eins oft
og hann vill. Reiknað er með að
Púls-Inn verði með um 50 tíma á
viku.
Framkvæmdastjóri staðarins
verður Guðfinna Sigurðardóttir
frá Stúdíói Jónínu og Ágústu og
mun hún ásamt gestakennurum
úr Reykjavík, frá Akureyri og
einnig erlendum kennurum sjá
um leiðbeiningar og kennslu.
„Við munum bjóða upp á tíma
fyrir alla, kyrrsetufólk jafnt sem
íþróttamenn," sagði Guðfinna.
Alfreð Gíslason framkvæmda-
stjóri KA mun verða forstjóri og
gjaldkeri stöðvarinnar og að hans
sögn mun Púls-Inn nýtast KA
mjög vel fyrir þá sem eru að æfa
með félaginu og sagðist hann
þegar vera farinn að kvíða því að
mæta í fyrsta tímann hjá stelpun-
um því þær hefðu hótað honum
því að taka hann í gegn. SV
Ákaflega rólegt í umferð helgariimar
Næstsíðasta umferð 4. deildar-
innar í knattspyrnu var leikin
um helgina. Lítil spenna er í
deildinni og í raun aðeins
formsatriði fyrir liðin að Ijúka
mótinu. Hvöt er komið í úrslit
og leikur þrjá leiki í úrslita-
keppninni. Liðið fær tvo
heimaleiki, leikur fyrst við HK
29. ágúst, en síðan Hött og
Reyni Sandgerði þarf liðið að
sækja heim.
Hvatarmenn héldu uppteknum
hætti og unnu frekar auðveldan
sigur á HSÞb um helgina, 3:0. Að
sögn Ragnars Guðjónssonar,
leikmanns Hvatar, einkenndist
leikurinn af áhugaleysi beggja
liða. „Við erum komnir í úrslit og
menn eru með hugann við það.
HSÞb-menn virtust vera hættir,
enda aðeins einn leikur eftir og í
raun ekki að neinu að stefna,“
sagði Ragnar.
Mörk Hvatar gerðu Ásgeir
Valgarðsson, Sigurður Ágústsson
og Þorsteinn Sveinsson.
HSÞb er í 4. sæti deildarinnar
með 12 stig, jafnmörg og Neisti
en lakara markahlutfall.
Kormákur vann SM
SM fékk Kormák í heimsókn og
varð að sætta sig við tap, 0:2.
Leikið var við ágætar aðstæður
og var leikurinn ágætlega leikinn
af beggja hálfu. Bæði lið fengu
nokkur færi til þess að skora og
Kormáksmenn náðu að nýta tvö
þeirra en SM ekkert. Mörk
Kormáks gerðu þeir Albert Jóns-
son og Ingvar Magnússon.
SM er í næstneðsta sætinu með
5 stig og getur Þrymur komist
upp fyrir þá.
Neisti vann stórsigur
á Þrym
„Þetta var mjög öruggur sigur og
þeir áttu aldrei möguleika.“ sagði
Páll Brynjarsson, hjá Neistanum.
Þrymur hafði skipt báðum vara-
mönnum sínum inná, lentu í
meiðslum og þurftu að leika ein-
um færri nær allan síðari hálfleik-
inn. Leikurinn endaði 0:6.
Mörk Neista gerðu Oddur
Jónsson, Hazade Mirale, Sören
Larsen, Ólafur Ólafsson, Guð-
mundur Jónsson, fyrsta mark sitt
í 77 leikjum fyrir Neista og Jón
Þór Óskarsson.
Þrymur er í neðsta sæti deild-
arinnar með 4 stig en Neisti eins
og áður sagði í 3. sæti með jafn-
mörg stig og HSÞb. SV
Aifreð Gíslason, forstjóri, Guðfinna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og
Jónína Ben. eigandi studíó Jónínu og Ágústu.
Strandblak:
Spennan tekin að
magnast í blakinu
- önnur umferð af þremur fór fram um helgina
Önnur umferð íslandsmótsins í
strandblaki fór fram á Akur-
eyri nú um helgina og var leik-
ið í blíðskaparveðri, hita, sól
og hægviðri. Sigurvegarar í
kvennaflokki voru þær Særún
Jóhannsdóttir, Víkingi og
Birgitta Guðjónsdóttir, KA en
hjá körlunum urðu þeir Sigurð-
ur Pétur Ólafsson og Sigurður
Arnar Ólafsson hlutskarpastir
og unnu í annað skipti. Þriðja
og síðasta umferðin fer fram
dagana 22. og 23. ágúst en ekki
hefur mótsstaður enn verið
ákveðinn. Úrslit urðu sem hér
segir:
Konur:
1. Særún Jóhannsd./
Birgitta Guðjónsd., Víkingi/KA
2. Björk Benediktsd./
Jóhanna Kristjánsd., Víkingi
3. Jóna Matthíasd./
Jóna Óskarsd., Völsungi
4. Jóna Viggósd./
Þórey Haraldsd., ÍS
5. Eyrún Sveinsd./
Kristjana Skúlad., Völsungi
6. Sesselja Jónsd./
Þorbjörg Jónsd., Þrótti N.
7. Karítas Jónsd./
Katrín Pálsd., KA
Karlar:
1. Pétur Ólafsson/
Arnar Ólafsson, KA
2. Magnús Aðalsteinss./
Gunnar Svanbergss., KA
3. Stefán Jóhanness./
Bjarni Þórhallss., KA
4. Hjörtur Halldórss./
Davíð Halldórss., Snörtum
5. Haukur Marínóss./
Eggert Marínóss., KA/Snörtum
6. Gísli Jóhanness./
Sigurður Baldurss., Skautum
7. Kristján Gunnarss./
Sigurður Gunnarss., KA
8. Friðmundur Guðmundss./
Bergur Guðmundss., KA
Staðan að loknum tveimur mótum af þremur: Konur:
1. Björk/Jóhanna 25
2. Særún/Birgitta 23
3. Jóna Harpa/Þórey 16
4. Jóna/Jóna 10
5.-6. Eyrún/Kristjana 6
5.-6. Hildur/Metta Karlar: 6
1. Arnar/Pétur 30
2. Magnús/Gunnar 18
3. Stefán/Bjarni 14
4. Einar/Guðbergur 10
5. Hjörtur/Davíð 8
Arnar og Pétur eru sem sagt
efstir að loknum tveimur umferð-
unt en ljóst er að þeir geta ekki
tekið þátt í þeirri þriðju og síð-
ustu. Gunnar og Magnús eru þó
eina liðið sem getur náð þeim að
stigum og þurfa að vinna síðustu
lotuna til þess að hantpa íslands-
bikarnum í strandblaki. Keppnin
er jafnari hjá konunum. SV
Knattspyrna, 2. flokkur:
KA-strákarnir tryggðu
sér sæti í 1. deUd
- Þórsarar eiga erfitt uppdráttar á botninum
Akureyrarliðin, KA og Þór,
fóru til Reykjavíkur um helg-
ina og spiluðu bæði tvo leiki.
KA-menn tryggðu sér 1. deild-
arsæti að ári með því að leggja
ÍR að velli á sunnudegin-
um, 0:8, en tap á laugardaginn
gegn Val, 3:1, kom ekki að
sök. Þórsarar töpuðu báðum
sínum leikjum, fyrir FH á laug-
ardaginn, 2:1 og fyrir liði Sel-
foss á sunnudaginn, 5:3.
„Þetta var ekki nógu gott á
laugardaginn. Við komum til
Reykjavíkur mjög skömmu fyrir
leik og allur undirbúningur var
slæmur hjá okkur. Það vantaði
neistann í þetta hjá strákunum,
voru þungir og stífir eftir keyrsl-
una,“ sagði Hinrik Þórhallsson,
þjálfari KA. Mark KA í leiknum
gegn Val skoraði Höskuldur Þór-
hallsson, beint úr aukaspyrnu.
Að sögn Hinriks var allt annað
uppi á teningnum í leiknum gegn
ÍR á sunnudeginum. „Strákarnir
náðu að sýna sitt rétta andlit og
það var aldrei spurning hvort lið-
ið myndi vinna, aðeins hversu
stór sigurinn yrði,“ sagði Hinrik.
Hann sagðist hafa gert sér von
um að vinna annan leikinn um
helgina til þess að tryggja liðinu
sæti í 1. deild að ári og að það
hafi tekist. „Við erum mjög
ánægðir en það er mjög hörð bar-
átta um annað sætið í deildinni."
Mörk KA skoruðu Brynjólfur
Sveinsson, 3, Bjarki Bragason, 2,
Sigurður Ólason, ívar Bjarklind
og Hermann Karlsson eitt mark
hver.
„Þetta var hálflélegt hjá okkur.
Að vísu var ég nokkuð sáttur við
leikinn gegn FH þótt við næðum
ekki að vinna en leikurinn við
Selfoss var afleitur,“ sagði Eirík-
ur Eiríksson, þjálfari Þórs. „Það
klikkaði allt sem klikkað gat í
leiknum gegn Selfossi. Við misst-
um mann útaf rétt eftir leikhlé og
ég er orðinn mjög þreyttur á því
hvernig strákarnir haga sér á
stundum. Menn eru að brjóta
mjög klaufalega af sér og oft á
tíðum algerlega að óþörfu,“
sagði Eiríkur.
I leiknum gegn FH skoraði
Elmar Eiríksson en í leiknum á
sunnudaginn skoruðu Þorvaldur
Sigurðsson, Jóhann Bessason og
Elmar Eiríksson.
Þórsarar berjast nú við Selfoss
og Fylki um þau tvö sæti sem
koma í hlut þeirra sem falla í
þriðju deild. „Við ætlum okkur
að halda sætinu í deildinni því
hér eigum við heima,“ sagði
Eiríkur Eiríksson. SV
Þórsstelpur í 1. deild kvenna í
knattspyrnu áttu að leika tvo
leiki í Reykjavík um helgina.
Á föstudagskvöld léku þær við
UBK og töpuðu 5:0 en áttu
samkvæmt mótaskrá að leika
við Val á laugardag. KSÍ hafði
þó gefíð heimild fyrir því að
Þór fengi eins dags hvfld þegar
leiknir væru tveir leikir í ferð.
KSÍ lét Valsstúlkur ekki vita
og mættu þær til leiks á laugar-
dag ásamt dómurum og var
leikurinn flautaður á og af og
Val dæmdur sigur, 3:0.
Þetta eru mistök KSÍ og ég á
ekki von á öðru en að þetta verði
leiðrétt," sagði Valgerður
Jóhannsdóttir, fyrirliði Þórs, þeg-
ar blaðamaður spurði hana út í
Hinrik Þórhallsson og strákarnir
hans hjá KA eru koinnir í 1. deild.
þetta mál. Okkur var sagt að KSÍ
hefði leitað að okkur logandi
ljósi um alla Reykjavík á laugar-
daginn en á meðan sátum við
niðri á KSÍ og horfðum á hand-
boltann í sjónvarpinu. Það kom
ekki til greina af hálfu Valsara að
leika leikinn á sunnudag eins og
við höfðum reiknað með,“ sagði
Valgerður.
Hvað leikinn gegn UBK varð-
ar sagði Valgerður að hann hefði
gengið ágætlega framan af. „Við
vorum 2:0 undir í leikhléi en
misstum eina útaf með rautt
spjald snemma í síðari hálfleik og
þá var þetta búið að vera. Við
erum í erfiðri stöðu á botninum
en erum bjartsýnar að okkur tak-
ist að hala inn einhver stig svona
í loki:n,“ sagði Valgerður. SV
Kvennaknattspyrna, 1. deild:
Mistök hjá KSÍ
- lét Val ekki vita um frestun sem Þór
fékk, og leikurinn því dæmdur tapaður