Dagur - 11.08.1992, Page 16

Dagur - 11.08.1992, Page 16
Kodak ^ Express Gæöaframköllun FYRIR ÞA SEM GERA KROFUR k ^Peáíomyndir" Skipagötu 16 - Sími 23520 Akureyri: Mikill reykur af ofsoðnu Ferðakaupstefna Vest Norden á Akureyri: Öll gistirými að þijóta Útlit er fyrir að á fjórða hundr- að manns muni taka þátt í Ferðakaupstefnu Vest Norden, sem haldin verður á Akureyri dagana 23.-26. september næstkomandi. Hér er bæði um seljendur og kaupendur að ræða en fyrirtækin sem selja verða rúmlega hundrað að tölu. íslensk fyrirtæki tilkynnt þátt- töku, 9 færeysk og 22 grænlensk. Starfsfólk þessara fyrirtækja mun telja um 190 manns en um 140 kaupendur frá Evrópu, Ameríku og Japan hafa tilkynnt komu sína. Undirbúningur kaupstefn- unnar gengur vel þó enn sé eftir að hnýta nokkra lausa enda. VG Þórhallur Daníclssun fánum prýddur í Dalvíkurhöfn á sunnudaginn. Á inn- felldu myndinni er Snorri Snorrason skipstjóri og útgeröarmaður í brúnni: Myndir: -PH Þórhallur Daníelsson frá Höfn til Dalvíkur: Á veiðar næstu daga - segir Snorri Snorrason útgerðarmaður og nýr eigandi togarans Togarinn Þórhallur Daníels- son kom á sunnudag til Dalvík- ur. Sl. fimmtudag tilkynnti bæjarstjórn Hafnar í Horna- firði Snorra Snorrasyni útgerð- armanni að forkaupsréttur bæjarfélagsins yrði ekki nýttur og gat kaupsamningur þá kom- ið til framkvæmda. Snorri verður sjálfur skipstjóri og seg- ir hann að haldið verði út alveg á næstu dögum að öllu óbreyttu. Að sögn Snorra Snorrasonar, útgerðarmanns á Dalvík sem er nýr eigandi Þórhalls Daníelsson- ar, var ekki vitað fyrr en á fimmtudag að fallið yrði frá for- kaupsrétti. Kaupverðið er 150 milljónir og fylgja skipinu rúm- lega 800 tonn í karfa- og rækju- kvóta. Eigandinn, Snorri Snorrason, verður skipstjóri en sonur hans og alnafni verður fyrsti stýrimað- ur. Yfirvélstjóri verður Finnbogi Theodórsson sem áður var vél- stjóri á Baldri sem var í eigu Snorra. Þórhallur Daníelsson er 300 tonn, 42 m á lengd og rúmir 9 m á breidd. „Við reynum að komast á veið- ar núna alveg á næstu dögum ef ekkert óvænt kemur upp á,“ sagði Snorri Snorrason í samtali við Dag. Aðspurður sagði Snorri Snorrason að Þór EA, sem Snorri átti fyrir, myndi halda áfram veiðum frá Dalvík. GT Slökkviliðið á Akureyri hafði í nokkur horn að líta um helgina þótt hvergi væri eldur laus. Þrjú útköll voru skráð í dag- bækur, á Norðurlandsveg, í Barnaskóla Akureyrar og íbúðarhús við Sólvelli. Eins og sagt er frá annars stað- ar í blaðinu var ekið á hross á Norðurlandsvegi í Glæsibæjar- hreppi og var slökkviliðið kallað út til að hreinsa veginn. Klukkan 10.52 á sunnudag var slökkviliðið kallað að Barnaskóla Akureyrar. Viðvörunarkerfið sýndi að eldur var laus en í Ijós kom að menn höfðu verið að brenna saman dúk á kennara- stofu og þeir sem unnu að því vissu ekki að eldvarnakerfið var tengt og létu slökkviliðið því ekki vita. Sama dagkl. 11.34 vartilkynnt um reyk úr íbúð við Sólvelli. Húsráðandi hafði verið að sjóða sér kjötbita en gleymt pottinum á eldavélinni. Mikill reykur barst um íbúðina og unnu slökkviliðs- menn við reyklosun. Ekki urðu teljandi skemmdir af völdum of- soðna kjötsins. SS Glæsibæjarhreppur: Hross aflífað eftir árekstur - átta ökumenn fóru fuil greitt Hestur tölti fyrir bfl á Norður- landsvegi við Dvergastein aðfaranótt laugardags. Hrossið meiddist mikið við samstuðið og var það aflífað á staðnum. Bfllinn skemmdist verulega en fólkið í honum slapp ómeitt. Lögreglan á Akureyri stöðvaði átta ökumenn fyrir of hraðan akstur frá aðfaranótt laugardags til sunnudags. Sá sem hraðast ók var á 122 km hraða fyrir utan bæinn en flestir voru á um eða yfir 80 km hraða innanbæjar. Þá sektaði lögreglan ökumann fyrir að aka á móti rauðu ljósi og gegn einstefnu aðfaranótt iaugar- dags. Það skal tekið fram að öku- maðurinn er ekki grunaður um ölvun við akstur. Klukkan 18.40 á sunnudag varð harður árekstur á Tryggva- braut en lögreglunni er ekki kunnugt um meiðsl á fólki. Hamingjusamir eigendur tveggja bíla á Akureyri þurftu að sjá á eftir skráningarnúmerunum vegna þess að þeir höfðu vanrækt að fara með ökutækin í skoðun. SS Kaldakinn: Eldur í hlöðu Snemma á sunnudagsmorgun varö eldur laus í hlöðu við bæinn Syðri-Skál í Köldukinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík kvikn- aði í heyi af völdum ofhitnun- ar. Slökkvilið á Stórutjörnum kom á vettvang og sá um að ráða niðurlögum eldsins, halda kæl- ingu og rýma heyið úr hlöðunni. Tjón mun hafa orðið á um 80 heyrúllum en hús sluppu öll. SS Starfsmenn í Slippstöðinni: Hóta að vísa kjaradeflu til Félagsdóms „Við erum að sprengja allt gistirými í bænum utan af þessu," sagði Sigríður Þrúður Stefáns- dóttir sem sæti á í undirbúnings- nefnd kaupstefnunnar. Þegar er að verða uppbókað á hótelunum fjórum í bænum og reiknar hún með að öll gistiheimilin verði líka notuð. Hún segir að kaupstefnan verði að líkindum sú stærsta sem haldin hefur verið til þessa og jafnframt er þetta í fyrsta skipti sem hún er haldin utan höfuð- borgar hvers lands. Eins og staðan er í dag, hafa 80 © VEÐRIÐ Veðurstofa Islands spáirfrem- ur hægri breytilegri eða aust- lægri átt á landinu í dag. Skýj- að verður að mestu sunnan- lands og skúrir en sjást ætti til sólar inn til landsins á Norður- landi en þokuslæðingur verð- ur með allri norður- og austur- ströndinni. Svalt verður í þok- unni en annars 9-15 stiga hiti. Á miðvikudag og fimmtudag er gert ráð fyrir svipuðu veöri. Starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri hafa frá síðustu áramótum verið án kjarasamn- inga en stjórnendur stöðvar- innar vilja ekki fallast á að greiða starfsmönnum að fullu samkvæmt sáttatillögu ríkis- sáttasemjara frá í vor. Vinnu- staðasamningur var gerður í stöðinni árið 1990 og rann út um síðustu áramót en síðasta launahækkunin í þeim samn- ingi var 15. september i fyrra, 2,5%. Með henni telja for- svarsmenn Slippstöðvarinnar að starfsménn séu búnir að fá þá launaliði sem felist í sáttatil- lögunni en á það vilja starfs- menn ekki fallast. Fjölmennur starfsmannafund- ur var haldinn fyrir helgi í Slipp- stöðinni og að honum loknum var stjórnendum gerð grein fyrir að deilunni kunni að verða vísað til Félagsdóms, náist ekki sam- komulag. Knútur Karlsson, stjórnarfor- maður Slippstöðvarinnar, segir að með launahækkuninni í sept- ember hafi verið litið svo á að hún gengi upp í væntanlega kjarasamninga. „Við teljum því að við séum búnir að borga hækkunina sem var í sáttatillög- unni og gott betur. Það verður tekin ákvörðun um það mjög Nýtt íþróttahús verður form- lega tekið í notkun á Blöndu- ósi laugardaginn 5. september nk. Húsið verður notað af grunnskólanum til kl. 4 á dag- inn en síðan leigt út fram undir miðnætti. Með tilkomu þessa nýja íþrótta- húss sem verður með löglega fljótt hjá okkur hvort þetta fer fyrir Félagsdóm," sagði Knútur í gær. Hann sagði jafnframt að ef stöðin þyrfti að greiða launa- hækkun samkvæmt sáttatillög- unni þýddi það um 5 milljóna kostnað á þessu ári. Hvað varðar aðra liði í sáttatillögunni, s.s. júlíuppbót, sagði Knútur stöðina tilbúna að taka tillöguna í gildi að stærð keppnisvallar, verður algjör bylting í iðkun innanhúss- íþrótta því gólfflötur gamla salar- ins er 8x12 metrar. Keppnisfólk á Blönduósi hefur þurft að sækja æfingar að Húnavöllum og jafn- vel til Sauðárkóks ef möguleikar hafa verið tii þess og má því segja að með ólíkindum sé að lið ung- mennafélagsins Hvatar skuli öðru leyti en launahækkanir. Trúnaðarmenn starfsmanna liafa staðið í viðræðum um þetta mál að undanförnu við forsvars- menn fyrirtækisins en lítið miðar. Starfsmenn geta einhliða vísað málinu í Félagsdóm en síðdegis í gær var útlit fyrir að reynt yrði enn að ná samkomulagi áður en til kasta Félagsdóms komi. JÓH leika í 2. deild íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu. Aðstaða Húnvetninga til iðkunar innanhússíþrótta breytist mjög til hins betra á haustdögum því auk hússins á Blönduósi verð- ur einnig tekið í notkun nýtt íþróttahús að Laugarbakka í Miðfirði. GG Blönduós: Nýtt íþróttahús vígt 5. september

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.