Dagur - 13.08.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 13.08.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 13. ágúst 1992 Fréttir Landssamband kartöflubænda: Nýr formaður tekirni við Stjórnarskipti urðu hjá Lands- sambandi kartöflubænda hinn 10. ágúst síðstliðinn. Páll Guð- brandsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formanns- starfa á aðalfundi landssam- bandsins í vor og var Sigur- bjartur Pálsson kosinn í hans stað. Nýja stjórnin er, auk Sigur- bjarts, skipuð þeim Aðalsteini Hallgrímssyni á Björk í Eyja- fjarðarsveit, Bergvin Jóhanns- syni, Áshóli á Svalbvarðsströnd, Braga Gunnlaugssyni Setbergi á Fljótsdalshéraði og Jens Gísla- syni Jaðri í Þykkvabæ. Aðalsteinn er varaformaður stjórnar og Bergvin gjaldkeri en Bragi er rit- ari. JÓH Skagaströnd: Nóg að gera í rækjunni Hólanes hf. á Skagaströnd hef- I ur opnað að nýju að loknum sumarleyfum. Lárus Ægir Guðmundsson framkvæmda- i stjóri Hólaness kveðst vonast til að togarinn haldi áfram veiðum þannig að vinna verði samfelld í fiskvinnslunni. Nóg er að gera í rækjunni og þar var engin sumarlokun. rækjuvinnslu væru þokkalegar, verð hefði haldist síðan það hækkaði í apríl sl. sþ Þingflokkur Alþýðuflokksins fundaði á Akureyri í gær. Tilgangurinn var m.a. að hitta og ræða við trúnaðarmenn í kjördæminu en það sem brann helst á mönnum var þingið framundan og sjávarútvegsmálin. Hér má sjá hópinn saman kominn á fundarstað í gær á Hótel Hörpu. Mynd: Golli Samningsaðilar um mjólkurframleiðslu funda næst á morgun, föstudag: Samningar í hnút vegna virðisaukaskatts Lárus sagði erfiðleika vera í fiskvinnslunni um allt land, ekk- ert frekar á Skagaströnd en annars staðar. Ef skerðingin verði ekki meiri en það sem fram hafi komið á ríkisstjórnarfundi sl. þriðjudag muni það breyta stöðunni, höggið verð ekki eins stórt. Um næstu mánaðamót hefst nýtt kvótaár og vonir standa til að vinna verði samfelld áfram. Lárus sagði að mikið væri að gera í rækjuvinnslunni, unnið væri á tveimur vöktum og þar hefði engin lokun verið í sumar. Gert væri ráð fyrir mikilli vinnu a.m.k. út ágúst. Aðstæður í Vegna frétta af átökum og meiðslum ungs manns sem greint var frá í blaðinu þriðjudaginn 11. og miðvikudaginn 12. ágúst sl. óskar undirritaður blaðamaður Dags að koma eftirfarandi á framfæri. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluvarðstjóra sl. mánudag var tilkynnt um slagsmál í miðbæ Akureyrar um kl. 4 aðfaranótt laugardags. Ungur maður hlaut áverka á höfði og var hann fluttur Ekki náðist samkomulag í fyrra- kvöld milli Landssambands kúabænda og ríkisvaldsins í anda tillagna Sjömannanefnd- arinnar, en bændur hafa verið með kröfu um að dregið væri úr kröfum um framleiðniaukn- ingu, en hún er 6% sem fram- kvæmd yrði í þremur áföng- um. 1% í ár, 2,5% 1993 og 2,5% 1994, en bændur hafa gert tillögur um að framleiðni- aukningin yrði að hámarki 2%. Bændur hafa einnig sett fram þá kröfu að hagræðing færi víðar fram en hjá þeim á sjúkrahús. Varðstjórinn sagði að samkvæmt dagbók lögregl- unnar hefði síðan verið tekin skýrsla af manninum og honum ekið heim. Þessi ummæli eru til á segulbandi. Varðstjórinn kann- aðist ekki við höfuðkúpubrot eða að viðkomandi lægi á sjúkrahúsi eins og komið hafði fram í frétt- um þennan dag. Aðstandendur hins slasaða gerðu athugasemdir við þessa frétt og höfðu samband við lög- regluna sem vísaði ábyrgðinni á eins og t.d. hjá afurðastöðvun- um og hefur ráðuneytið þegar haflð viðræður við afurða- stöðvarnar um hagræðingu en þær viðræður eru skemur á veg komnar en viðræðurnar við kúabændur. Næsti fundur um nýjan búvörusamning er á föstudag. Landbúnaðarráðuneytið hefur annast endurgreiðslu á hluta af virðisaukaskatti sem eru samtals 460 milljónir króna á fjárlögum og gert var ráð fyrir þessari reiðslu í tillögum ráðuneytisins. tillögum Alþýðuflokksins vegna hendur blaðamanni Dags. Einn aðstandandi hringdi í undirritað- an og tjáði honum að atburður- inn í miðbæ Akureyrar umrædda nótt hefði verið líkamsárás, ekki slagsmál, og að meintur árásár- maður yrði kærður til lögreglunn- ar. Viðkomandi aðstandandi greindi líka frá ástandi meints fórnarlambs og lýsti atburðunum eftir frásögn vitnis. Á þessari stundu hafði atburð- inn ekki verið kærður en heimild- armaðurinn, sem blaðamaður treysti vel, fullyrti að það yrði gert. Þar með var kominn nýr flötur á málinu, fréttapunktur, sem blaðamaður greip og skrifaði frétt sem birtist í miðvikudags- blaðinu. Hér gerðist undirritaður sekur um fljótfærni. Ekki var búið að kæra málið og því hafði ég engar forsendur til að greina frá því að annar maðurinn í átökunum væri árásarmaður og hinn fórnarlamb. Ég vil því biðjast velvirðingar á þessum fréttaflutningi. Nær hefði verið að leyfa viðkomandi aðstandanda að koma sínum sjónarmiðum á framfæri undir nafni í lesendabréfi eða sem athugasemd. Eins og fréttin er matreidd gæti verið hægt að draga þá ályktun að blaðið sé að taka afstöðu í málinu sem var alls ekki ætlunin. Lögin munu skera úr um það hvort í þessu máli hafi verið meintur árásarmaður og meint fórnarlamb, blaðamaður kemur þar hvergi nærri. Samkvæmt upp- lýsingum sem aðstandandi hins slasaða veitti blaðamanni í gær hefur verið lögð fram kæra í mál- inu og það fer síðan rétta boðleið í kerfinu. Stefán Sæmundsson fjárlagagerðarinnar er gert ráð fyrir að þessar greiðslur verði felldar niður en það þýðir 11- 18% hækkun á búvörunum. End- urgreiðslan nær til eggja, kjúkl- inga, svína, hrossa, og nautgripa og hlutur nautakjötsins er um 220 milljónir króna. Á sínum tíma olli það töluverðum búsifjum þegar svokallaður matarskattur var lagður á; því verulega dró úr sölu landbúnaðarafurða og þá ekki síst nautakjöts. Guðmundur Lárusson á Stekk- um 2, íormaður Landssambands kúabænda, segir það hafa vakið undrun sína að haft var eftir skrifstofustjóra Landbúnaðar- ráðuneytisins að viðræðurnar hefðu strandað á því að bændur samþykktu ekki niðurfellingu á endurgreiðslu á hluta af virðis- aukaskattinum. Ef það gengi eft- ir mundi nautakjötskílóið hækka um 70 kr, og miklu meiri líkur væru til þess að bændur tækju á sig þá tekjuskerðingu en að það færi út í verðlagið. „Ég á ekki von á því að skrifað verði undir samninga fyrr en eftir helgina og hef reyndar lýst því yfir að ég skrifi ekki undir fyrr en eftir aðalfund Landssambands kúabænda sem haldinn verður á Hvanneyri 17. og 18. ágúst nk. Það er skilyrði af okkar hálfu að ef framleiðniaukning verði inn í samningnum verði framleiðni- krafan einnig á afurðastöðvarn- ar, en það yrði sérsamningur milli Samtaka afurðastöðva og ríkisvaldsins og ef það gengur ekki eftir verður engin fram- leiðnikrafa á okkar hendur,“ seg- ir Guðmundur Lárusson. „Við höfum einnig verið að bíða eftir yfirlýsingu frá ríkis- stjórninni varðandi töku jöfn- unargjalds varðandi EES-samn- inginn og við viljum að tekið verði jöfnunargjald af sýrðum mjólkurafurðum í blöndun sem er vafaatriði í bókun EES núna, en við viljum fá yfirlýsingu um að tekið verði verðjöfnunargjald af þessum vörum ef til innflutnings á þessum vörum kemur og loforð hefur reyndar verið gefið um að slík yfirlýsing kæmi í þessari viku.“ Guðmundur segist álíta að landbúnaðarráðherra muni standa gegn öllum áformum um niðurfellingu á endurgreiðslu virðisaukaskatts og kannski reyni þá á styrk hans í málinu og hvort hann láti samstarfsflokkinn í ríkisstjórninni beygja sig í þessu máli. Nýr búvörusamningur á að taka gildi 1. september nk. GG Ríkisútvarpið í kvöld: Fyrrverandi og núverandi forsætisráð- herrar mætast Fyrrverandi og núverandi for- sætisráðherrar, Davíð Odds- son og Steingrímur Hermanns- son, munu ræða stjórnmála- ástandið við upphaf þings í Fimmtudagsumræðunni á Rás 1 Ríkisútvarpsins í kvöld. Alþingi kemur saman á mánu- dag til að ræða EES-samning og af því tilefni munu Davíð og Steingrímur ræða stöðu EES- málanna en jafnframt önnur mál sem hátt hefur borið að undan- förnu, s.s. kvótaskerðingarmál. Davíð verður í útvarpssal í Reykjavík en Steingrímur á Egilsstöðum. Fimmtudagsumræðan hefst kl. 23.10 og stendur til miðnættis. Skógardagur Farið í skógarreiti í Reykjadal, sunnudaginn 16. ágúst: Við íþróttavöllinn, Laugafell, Laugaból, Stafnsgirðingu. Hittumst kl. 13.30 viö íþróttavöllinn. Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga. Sjóstanga- veiði Sjóstangaveiðimót verður haldið dagana 20.-22. ágúst. Upplýsingar og skráning fer fram hjá Júlíusi, vinnusími 23509, heimasími 21173 og hjá Sól- veigu, heimasími 21735, fyrir 15. ágúst. Öllum er heimil þátttaka. Sjóstangaveiðifélag Akureyrar. Piskmíölun Norðurlands á Dalvík - Fískverö á markaði vikuna 02.08-08.081992 Tegund Hámarks- verö Lágmarks- verð Meöalverð (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti Grálúöa 75 63 63,74 1.913 121.937 Hlýri 24 20 21,48 733 15.743 Karfi 22 20 21,32 514 10.900 Ufsi 27 22 26,85 165 4.430 Ýsa 70 70 70,00 4 280 Þorskur 82 60 73,63 6.444 478.813 Samtals 64,17 9.773 627.168 Dagur blrtlr vlkulega töflu yflr flskverö hjá Flskmlölun Noriurlands á Dalvík og grolnlr þar frá verhlnu sam fékkst í vlkunnl á undan. Þetta er gert I IJósl þess aö hlutverk flskmarkaöa í verö- myndun Islenskra sjávarafuröa hefur vaxlö hrööum skrefum og því sjálfsagt aö gera lesendum blaðslns klelft aö fylgjast mei þróun markaösverös á flskl hór á Noröurlandl. Slagsmál eða líkamsárás? - athugasemdir blaðamanns

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.