Dagur - 13.08.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 13.08.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. ágúst 1992 - DAGUR - 11 Rúmfatnaður Sœngurver: 140x200 cm Koddaver: 50x70 cm Áður kr. 690 settið Nú 4 sett kr. 2.400 'o Sessur fyrir garðhúsgögn Alnavara Áður kr. 490 p Nú kr. 190 Sumar- koddi Áður kr. 690 Nú aðeins kr. 490 Skeifunni 13 Auðbrekku 3 Óseyri 4 108 Reykjavík 200 Kópavogi 600 Akureyri HÉR & ÞAR Góð ráð til að styrkja ástarsamband Nú á tímum tíðra hjónaskilnaða og sálarkreppu í samböndum er ekki úr vegi að leita á náðir sér- fræðinga um ráð til að láta ástar- samböndin endast lengur og treystast frekar en hitt. Það eru þeir dr. Frederick Humphrey og dr. Anthony Pietropinto sem gefa ráðleggingarnar sem fara hér á eftir. Gefðu sambandinu tíma til að þróast. Náin kynni þurfa sitt vaxtarskeið. Vertu opin(n) og heiðarleg(ur) við ástmögur (-mey) þinn (þína), eða bara maka, því lygi getur fljótlega eyðilagt efnileg sambönd. Gerðu ráð fyrir að maki þinn hafi einhverja galla. Enginn er fullkominn og dálitlir gallar geta meira að segja lífgað upp á sam- bandið ef þú tekur þeim ekki illa. Komdu ávallt fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Vertu stoltur yfir velgengni maka þíns, en ekki afbrýðisam- ur. Ekki bera afrek hans saman við þín. Ekki örvænta þótt stundum komi babb í bátinn. Ágreiningur og einstaka rifrildi styrkja sam- bandið frekar en hitt. Hjón sem segjast aldrei hafa rifist um æfina hafa örugglega aldrei talað saman. Leyfðu makanum að komast nærri þér, opnaðu þig fyrir honum. Því meira sem þú gefur af þér þeim mun nánara verður sambandið. Gættu þess að jafnræði ríki í sambandinu og að þið leggið bæði ykkar skerf til að rækta það. Faðmaðu elskuna þína dag- lega. Ástúðleg snerting getur dimmu í dagsljós breytt. Lærðu að hlusta. Ef þú hlustar af athygli og þolinmæði ber það vitni um að þér sé treystandi. Brostu. Þannig sýnir þú hlýju. Ekki bregðast trúnaði maka þíns eða baktala hann. Slíkt athæfi er eitur sem tortímir sam- böndum á augabragði. Spurðu nána vini hvort eitt- hvað sé athugavert í fari þínu. Það er nauðsynlegt að heyra sjónarmið annarra til að geta lag- að galla. Taktu fagnandi á móti ástinni og gefðu henni rými og tíma í lífi þínu. Þú mátt ekki vera of upp- tekinn við vinnu eða tómstundir utan heimilisins því ástin þarf sinn tíma eigi hún að blómstra. Segðu maka þínum að hann láti þér líða vel, þú njótir þess að vera í návist hans. Forðastu ásakanir. Ekki segja: Þú ert alltaf of sein. Eða: Þú elsk- ar mig ekki. Spurðu frekar: Hvað kom fyrir, elskan? Ég saknaði þín. Og: Ég þarfnast þín. Viltu Á tímum skilnaða og erfiðleika í sambúð er upplagt að fá góð ráð frá sérfræðingum um það hvernig má láta ástina blómstra og gera sam- bandið unaðslegt. faðma mig? Ekki láta hugfallast ef eitthvað kemur upp á í sambandinu. Vandamálin eru til þess að takast á við þau og ef rétt er að farið verður sambandið sterkara á eftir. Lærðu inn á skapferli maka þíns. Hrósaðu honum. Skemmtið ykkur saman. Ekki taka ástina sem sjálfsagðan hlut. Ræktaðu hana daglega. - Þannig mætti halda lengi áfram að gefa góð ráð en við látum hér staðar numið. Ljósmyndari Dagur óskar eftir aö ráöa Ijósmyndara í fullt starf. Viökomandi þarf að geta hafið störf þann 21. sept- ember nk. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, berist ritstjóra fyrir 17. ágúst nk., merkt: „Ljósmyndari“. D Garðhúsgögn 30% Náttborð Með og án skúffu Áður kr. 2.590 Nú kr. 1.590 Tagahusgögn, hvít og viðariituð Faílegar tágahillur .. Stœrðir: 110x40 130x50 150x60

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.