Dagur - 13.08.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 13.08.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 13. ágúst 1992 ÍÞRÓTTIR Samskipadeildin - Þór-ÍBV 4:2: Þórsvélin hikstar ekki í toppslagnum - Eyjamenn máttu sín lítils gegn frískum heimamönnum „Þetta ver mjög gott en við fengum á okkur tvö óþarfa mörk,“ sagði Sveinbjörn Hákonarson, leikmaður Þórs eftir að lið hans hafði lagt ÍBV að velli með fjórum mörkum gegn tveimur. „Við spiiuðum sérstaklega vel í fyrri hálfleik en gerðum tæknileg mistök og hleyptum þeim inn í leikinn. Við vorum mun betra liðið og sigurinn var aldrei í hættu,“ sagði Sveinbjörn. „Þetta er ekki nógu gott hjá okkur. Þetta verður erfitt það sem eftir er en við höfum ekki gefið upp alla von þar eð það eru 15 stig eftir í pottinum. Við kom- um hingað í dag til þess að vinna, erum á undan að skora en gleym- um okkur og fyrir það er okkur refsað," sagði Jón Bragi Arnars- son, fyrirliði ÍBV. Þórsarar byrjuðu leikinn af talsverðum krafti og á fyrstu mín- útunum voru þeir aðgangsharðir upp við markið og náðu í tvígang að vinna boltann af Friðriki Friðriksson, markverði ÍBV, sem virkaði óöruggur í markinu. Gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins á 32. mínútu og kom það mark eins og köld vatnsgusa framan í Þórsara sem höfðu verið mun frískari í leiknum. Eyja- menn tóku innkast og nikkuðu boltanum inn í markteig þar sem boltinn datt niður fyrir fætur Friðriks Sæbjörnssonar sem skor- aði. Misskilningur varð í vörn Þórs þar sem þeir voru margir gegn einum Eyjamanni. Fjórum mínútum síðar jafnaði Sveinbjörn Hákonarson með glæsilegu skoti utan úr teig eftir að Bjarni Sveinbjörnsson hafði skallað boltann út til hans eftir fyrirgjöf frá Ásmundi Arnarsyni. Rétt undir lok hálfleiksins gerðu Eyjamenn hræðilegt sjálfsmark. Sveinbjörn sendi háa sendingu inn í teiginn þar sem Elías Friðriksson, Eyjamaður, skallaði boltann aftur fyrir sig og í netið hjá Friðriki sem stóð of framar- leg í markinu. Staðan því 2:1 í leikhléi. Áhorfendur voru rétt búnir að koma sér fyrir í stúkunni þegar Ásmundur Arnarson skoraði þriðja mark heimamanna með föstu skoti frá vítateig eftir fal- lega sendingu frá Halldóri Áskels- syni. Eftir markið fóru Þórsarar sér full rólega og hleyptu Eyja- mönnum inn í leikinn og þeir náðu að minnka muninn með marki Friðriks Sæbjörnssonar sem skoraði sitt annað mark í leiknum. Á 38. mínútu síðari hálfleiks kom Kristján Kristjánsson inn á fyrir Bjarna Sveinbjörnsson í Þórsliðinu og hann þakkaði fyrir traustið með því að skora úr sinni fyrstu snertingu nokkrum mín- útum síðar. Sveinbjörn Hákonar- son sendi þá laglega inn á Kristján sem var kominn einn í gegn og skoraði af öryggi framhjá Friðriki í tnarkinu. Sannfærandi sigur í opnum og fjörugum leik í höfn hjá Þór og þeir gefa ekkert eftir í toppbaráttunni. Bestir í liði Þórs voru Sveinbjörn Hákonarson, sem lék mjög vel á miðjunni í gærkvöld, og Ásmundur Arnar- son. Hjá Eyjamönnum bar mest á Friðriki Sæbjörnssyni. Lið Þórs: Lárus Sigurðsson, Júlíus Tryggvason, Hlynur Birgisson, Birgir Þór Karlsson, Árni Þór Arnason, Hall- dór Áskelsson, Ásmundur Amarson, Sveinn Pálsson, Lárus Orri Sigurðsson, Sveinbjörn Hákonarson, Bjarni Svein- björnsson (Kristján Kristjánsson á 83. mínútu) Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson, Friðrik Sæbjömsson, Bojan Bevc, Elías Friðriks- son, Jón Bragi Arnarsson, Tryggvi Guðmundsson, Rútur Snorrason, Ingi Sigurðsson, Leifur Geir Hafsteinsson, Tómas I. Tómasson, Nökkvi Sveinsson (Martin Eyjólfsson). Gul spjöld: Elías Friðriksson, Rútur Snorrason, Friðrik Sæbjörnsson, ÍBV, Sveinn Pálsson og Árni Þór Árnason, Þór. Dómari: Egill Már Markússon. Línuverðir: Kristinn Guðmundsson og Valdimar Freysson. Samskipadeildin: Enn eitt tap KA í deildinni - urðu KA-menn máttu þola enn eitt tapið í Samskipadeildinni í gærkvöld þegar þeir töpuðu fyrir KR-ingum með engu marki gegn þremur. Staðan í neðstu sætum deildarinnar breyttist ekki þar sem ÍBV og UBK töpuðu líka. „Þeir nýttu færin en við ekki,“ sagði Gunnar Gíslason, þjálfari KA og bætti því við að hann myndi verða tilbúinn í næsta leik. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en þó sóttu KA-menn að öllu meiri skynsemi en KR-ingar, án þess þó að ná að skapa sér hættulegt færi. Fyrsta færi leiksins var í eigu heimamanna en þá potaði Sigurður Ómarsson boltanum í átt að marki KA eftir þvögu í teignum en þeir síðarnefndu björguðu á línu. Mínútu síðar, á þeirri 35. átti Pavel Vandas skot eftir undirbúning Gunnars Más Mássonar en Ólafur Gottskálks- son varði. Ormarr Örlygsson var nokkru síðar á ferðinni eftir hornspyrnu, lék eftir endamörk- um og gaf á Halldór Kristinsson en Ólafur var aftur fyrir í mark- inu. Staðan í leikhléi var jöfn 0:0. í síðari hálfleik gerðu KR-ing- ar breytingu á liði sínu sem átti að lúta í lægra fyrir KR, 3:0 eftir að hafa afgerandi áhrif á gang leiksins. Þá kom Ómar Bendsen, tvítugur leikmaður, inná og Atli Eðvaldsson fór fram í sóknina. Sá síðarnefndi skoraði síðan fyrsta mark KR-inga með fallegum skalla eftir sendingu frá fyrrnefndum Ómari. KA-menn lifnuðu örlítið við eftir markið en þó þurfti Haukur Bragason tví- vegis að taka á honum stóra sín- um eftir skæðar sóknir heima- manna. Ómar Bendson skoraði annað mark leiksins eftir fallegt spil KR-inga á 87. mínútu og mínútu síðar var hann aftur á ferðinni þegar hann lagði upp mark fyrir Sigurð Ómarsson. KA-menn hefðu hæglega getað skorað í leiknum og fengu nokk- ur ágæt færi. Þeirra besti maður var Gunnar Már Másson og Haukur Bragason var einnig góður. ívar Bjarklind og Ormarr Órlygsson áttu góða spretti. SV Lið KA: Haukur Bragason, Steingrímur Birgisson, Halldór Kristinsson, Örn Við- ar Arnarson, Bjarni Jónsson, fvar Bjarklind, Páll Gíslason (Gauti Laxdal á 66. mín), Pavel Vandas, Birgir Arnarson (Árni Hermansson á 78. mín), Ormarr Örlygsson, Gunnar Már Másson. Lið KR: Ólafur Gottskálksson, Óskar Þorvaldsson, Þormóður Egilsson, Atli Eðvaldsson, Þorvarður Egilsson, Hilmar Björnsson (Ómar Bendsson í hléi), Rún- ar Kristinsson, Gunnar Oddsson, Sigurð- ur Ómarsson, Ragnar Margeirsson, Ein- ar Þ. Daníelsson, Steinar Ingimundar- son. Gul spjöld: Sigurður Ómarsson, KR, Gunnar Már Másson og Halldór Kristins- son, KA. Dómari: Gísli Guðmundsson. Línuverðir: Eyjólfur Ólafsson og Einar Sigurðsson. 1. deild 13. umferð: Þór-ÍBV 4:2 KR-KA 3:0 FH-Víkingur 2:2 ÍA-UBK Fram-Valur 4:2 Staðan: IA 13 9-3- 1 25:13 30 Þór 13 7-4- 2 17:8 25 KR 13 7-3- 3 22:13 24 Fram 12 6-1- 5 20:16 19 Valur 12 5-4- 3 21:14 19 FH 13 4-5- 4 19:21 17 Víkingur 13 4-4- 5 19:20 16 KA 13 2-4- 7 14:25 10 UBK 13 2-3- 8 8:19 9 ÍBV 13 2-1-10 13:30 7 Kristján Kristjánsson kom inná sem varamaður og skoraði. Mynd: Golli Greifamótið í golfl Þríþrautarkeppni íslandsbanka: Fyrirböm7-12ára íslandsbanki stendur fyrir þrí- þrautarkeppni fyrir 7-12 ára börn og mun Handknattleiks- deild KA sjá um framkvæmd- ina. Keppt verður í hlaupi, Golfsambandið 50ára Goifsamband íslands er 50 ára um þessar mundir og mun Golf- klúhbur Akureyrar hafa opið fyrir bæjarbúa á golfvellinum til þess að þeir geti kynnt sér starfsemina. Að sögn Gisla Braga Hjartar- sonar ætla þeir hjá Golfklúbbn- um að hafa opið á föstudaginn og þeir sem vilja geta gripið í kylfu. Boðið verður upp á kaffi og verð- ur veitingasalan opin. Fréttatilkynning hjólreiðum og boltakasti. Keppnin fer fram á sunnudag- inn 16. ágúst og fer skráning fram í íslandsbanka við Hrísa- lund á sunnudagsmorgun frá 9.30-11.30 og einnig má hringja þangað í síma 21200. Keppnin hefst klukkan 13.00 við íslandsbankaútibú við Hrísalund. Hver aldursflokkur keppir sér og verða vegalengdir miðaðar við getu hvers aldurshóps. Hlaupið verður á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur kílómetri og hjól- að verður svipaða vegalengd. Boltakastið fer fram á planinu við Hrísalund. Hver grein verður tekin fyrir sér og verður hlé gert á milli þeirra. Allir keppendur fá verðlaunaskjal sent eftir mótið og að auki húfu frá íslandsbanka. Þrír efstu í hverri grein fá verð- launapening. Fréttatilkynning Grcifamótið í golfi er enn í fullum gangi og eru alltaf ein- hverjir nýir sem byrja á hverj- um fimmtudegi. Oddur Jóns- son vann bæði keppni með og án forgjafar síðastliðinn fimmtudag. Mótið heidur áfram í dag en úrslitin frá því fyrir viku eru eftirfarandi. Tölurnar eru höggafjöidi og stig: Með forgjöf: 1. Oddur Jónsson 30/12 2. Gunnar Jakobsson 32/10 3. Guðmundur Lárusson 33/8 4. -7. Þorvaldur Snæbjörnsson 34/5,5 4.-7. Guðbjörn Garðarsson 34/5,5 4.-7. Haraldur Júlíusson 34/5,5 4. -7. Ólafur Hilmarsson 34/5,5 8.-9. Guðmundur Finnsson 35/2,5 8.-9. Þórhallur Pálsson 35/2,5 Án forgjafar: 1. Oddur Jónsson 37/12 2. Þórhallur Pálsson 38/10 3. -4. Haraldur Júlíusson 39/7,5 3.-4. Guðmundur Lárusson 39/7,5 5. -7. Guðbjörn Garðarsson 40/5 5.-7. Ólafur Gylfason 40/5 5.-7. Ólafur Hilmarsson 40/5 8.-10 Gunnar Jakobsson 41/2 8.-10. Guðmundur Finnsson 41/2 8.-10. Sverrir Þorvaldsson 41/2 Heildarskor með forgj: 1. Gunnar Jakobsson 35,9 2. Ólafur Hilmarsson 26,3 3.-4. Jón S. Árnason 24,0 3.-4. Oddur Jónsson 24,0 5. Guðmundur Finnsson 21,8 Norðurlandsmótið í golfi fer fram um helgina 15.-16. ágúst. Keppt verður í öilum flokkum karla-, kvenna-, öldunga og unglinga. Golfkiúbbur Ólafs- fjarðar sér um mótið en það verður haldið að Jaðri á Akur- eyri. Styrktaraðilar eru m.a. Olafsfjarðarbær, Útgerðarfé- iagið Sæberg hf. Ólafsfirði og Sparisjóður Ólafsfjarðar. Leiknar veðra 36 holur og verða ýmis aukaverðlaun veitt á mótinu. T.d. verður verðlaunað Heildarskor án forgj: 1. Ólafur Gylfason 61,2 2. Þórhallur Pálsson 52,0 3. Sverrir Þorvaldsson 33,0 4. Haraldur Júlíusson 28,5 5. Oddur Jónsson 23,5 fyrir upphafshögg næst holu á öll- um par 3 holum vallarins fyrri keppnisdaginn en þann seinni veitt verðlaun fyrir fyrstu fjórar par 3 holur vallarins. Sérstök verðlaun verða fyrir 18. holu vall- arins. Þessi verðlaun gefur Golfbúð David’s. Skráningu lýkur kl. 16.00 föstudaginn 14. ágúst og er skráningarsími 96-22974 (hjá GA). Keppnisgjald er 2500 fyrir 15 ára og eldri en 1500 fyrir 14 ára Og yngri. Fréttatilkynníng Golf: Norðurlandsmótið haldið að Jaðri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.