Dagur - 13.08.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 13.08.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. ágúst 1992 - DAGUR - 7 Hólameim ekki reknir heim! Vegna fréttar í DV þriðjudaginn 4. ágúst, þar sem höfð eru eftir ummæli forráðamanna Hóla- skóla, þeirra Sveinbjörns Eyjólfssonar og Magnúsar Lárus- sonar, vill stjórn Vindheimamela sf. taka eftirfarandi fram: Vindheimamelar sf. halda hestamannamót um verslunar- mannahelgi ár hvert. Á þessu móti fara fram gæð- ingakeppni A og B flokkur, eldri og yngri flokkur unglinga og kappreiðar. Einnig fer fram á sama stað og tíma opið íþrótta- mót á vegum H.Í.D.S. í reglugerð L.H. um rétt til þátttöku í gæðingakeppni 1. kafla 1. grein segir: „Rétt til þátt- töku í gæðingakeppni hafa öll tamin hross 5 vetra og eldri í eigu félagsmanna innan L.H. ef þau fullnægja skilyrðum þeim, sem sett eru í reglum þessurn." Um síðustu helgi kom í ljós að skráð voru til þátttöku í gæð- ingakeppni fjögur hross sem hafa verið í eigu Bændaskólans á Hólum. Pessi hross voru nú skráð á nafn Sveinbjörns Eyjólfssonar skólastjóra á Hólum. Stjórn Vindheimamela sf. gerði fyrir- spurn til landbúnaðarráðuneytis föstudaginn 31. júlí, þar sem spurt var hver væri eigandi um- ræddra hrossa. Eftirfarandi svar barst: „í framhaldi af samtali við yður v/fyrirspurnar til ráðuneytis- Landlæknis- embættið varar við fíkni- eftiinu alsælu Landlæknir sendi nýlega frá sér upplýsingar um fíkniefnið alsælu (Ecstasy) þar sem fólk er alvarlega varað við neyslu þess. Alsæla er verksmiðjuframleidd amfetamíntegund og var lyfið upphaflega skráð 1914 og gefið til þess að draga úr matarlyst. Það hefur nú verið afskráð í flestum vestrænum löndum vegna mis- notkunar þess og aukaverkana. Alsæla er hins vegar seld á svört- um markaði og gjarnan með þeirri umsögn að lyfið sé hættu- laust. í British Medical Journal 4. júlí 1992 er getið um aukaverk- anir alsælu og sagt frá sjö dauðs- föllum sem rakin eru til notkunar efnisins. Aukaverkanirnar geta verið mjög alvarlegar og er m.a. minnst á lífshættuleg hitaköst, vökvatap, krampaflog, blóð- storknunarhneigð og nýrnabilun. „Pessara fylgikvilla verður helst vart eftir mikla áreynslu, t.d. meðal unglinga, sem nota lyfið og dansa lengi nætur. Nú færist í vöxt í Bandaríkjunum að auglýstir séu unglingadansleikir, jafnvel í vöruskemmum án alls annars viðbúnaðar. Þar hefur þessu lyfi verið dreift og dansa unglingar gjarnan til dagur rís. Breska læknablaðið ræðir um „dauðadansinn“. Svipaðar upp- lýsingar hafa birst í bandarískum lyfjatímaritum. Þó að menn þurfi litla skammta til að byrja með til þess að komast í vímu eykst þolið skjótt. Á nokkrum vikum þarf allt að tífaldan skammt. Fólk er því alvarlega varað við þessu vímuefni," segir í tilkynningu frá landlækni. SS ins um skráningu tiltekinna hrossa til þátttöku í móti að Vindheimamelum, er yður sent ljósrit af bréfi til skólastjóra Bændaskólans á Hólum þar sem honum er heimilað að skrá hross til keppni í eigin nafni. Þess er vænst að með því sé svarað fyrir- spurn yðar í símbréfi sem sent var ráðuneytinu í dag. f.h.r. Guðmundur Sigþórsson (sign).“ „Með vísan í fyrirspurn yðar skal upplýst og tekið fram af landbúnaðarráðuneytinu að skólastjóra Bændaskólans á Hól- um er heimilt, hvenær sem hon- um þykir henta, að sýna hross Bændaskólans, hvort sem er í kynbótasýningum, gæðinga- keppnum eða hestaíþróttakeppn- um. Jafnframt skal upplýst að með hliðsjón af því að skólastjóri er fjárhaldsmaður og prókúru- hafi fyrir Bændaskólann er hon- um heimilt að skrá hrossin til keppni undir eigin nafni, þ.e. Sveinbjörn Eyjólfsson, skóla- stjóri á Hólum. f.h.r. Guðmund- ur Sigþórsson (sign)/Jóhann Guðmundsson (sign).“ Stjórn Vindheimamela sf. mat þetta svar þannig að greinilegt er að umrædd hross eru eign Bænda- skólans á Hólum. í grein DV seg- ir Sveinbjörn Eyjólfsson að Hólahross hafi verið skráð hálf- um mánuði fyrir mót en þeir ver- ið reknir heim er á staðinn kom. Hið rétta er að skráning til þátt- töku á umræddu móti fór fram mánudaginn 27. og þriðjudaginn 28. júlí hjá Magnúsi Lárussyni á Hólum. Stjórn Vindheimamela sf. sá ekki skráningu fyrr en fimmtudagskvöldið 30. júlí þegar mótsskrá kom úr prentun. Fimmtudagskvöldið 30. júlí var haldinn fundur í stjórn Vind- heimamela sf. þar sem ákveðið var að gera þá fyrirspurn til land- búnaðarráðuneytisins sem getið er hér að framan. Föstudags- kvöldið 31. júlí kom stjórn Vind- heimamela sf. aftur saman þar sem fjallað var um málið í ljósi framkominna gagna. Tveir stjórn- armenn höfðu verið í símasam- bandi við Sveinbjörn skólastjóra þann sama dag og kynnt honum stöðu málsins. Niðurstaða stjórn- ar Vindheimamela sf. varð sú að leyfa fyrrnefndum hrossum að taka þátt í A og B keppni gæð- inga sem gestum, þannig að þeir kepptu algerlega á jafnréttis- grundvelli, en tækju þó ekki við verðlaunum ef þannig færu leik- ar. Sveinbjörn hafnaði þessari hugmynd alveg og tók þá ákvörð- un að fara heim með öll hross á vegum Hólamanna. Rétt er að taka fram að þau hross sem stjórn Vindheimamela sf. fjallaði um eru einungis fjögur. Hólamenn fóru heim með 19 hross að eigin sögn, þeir fóru jafnvel heim með kynbótahross sem eru sýnd, að vísu á Vind- heimamelum en á vegum Búnað- arsambands og Hrossaræktar- sambands Skagafjarðar. Ummæl- um Magnúsar Lárussonar um hug Skagfirðinga til Hólabúsins er alfarið vísað til föðurhúsanna. Stjórn Vindheimamela sf.: Agnar H. Gunnarsson (sign.), Sigurður Ingimarsson (sign.) Símon I. Gestsson (sign.) Sveinn Guðmundsson (sign.) Jón Geirmundsson (sign.) Gísli Sv. Halldórsson (sign.) SJALLINN FÖSTUDACSKVÖLD SJALLAKRAIN K7ALLARINM GUÐMUNDUR RÚNAR LÚÐVÍKSSON FIMMTUDAG - FÖSTUDAG - LAUGARDAG AKUREYRARB/CR Kennara vantar Vegna forfalla vantar kennara í 1. bekk i Síðu- skóla og Glerárskóla á Akureyri. Upplýsingar gefa skólastjórar í símum 96-22253 í Glerárskóla og 96-22588 í Síðuskóla. Einnig eru veittar upplýsingar á skrifstofu skólafulltrúa í síma 96-27245. Skólafulltrúi. Maðurinn minn, MAGNÚS FRANKLIN TRYGGVASON, Lækjargötu 2 a, Akureyri, lést að heimili sínu þann 11. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. F.h. aðstandenda Valborg Jónsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.