Dagur - 13.08.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 13.08.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 13. ágúst 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Keðjuverkandi upplausn Áhrif lögskilnaðar á börn geta verið langvinn. Sam- kvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna þjáist þriðjungur þessara barna síðar meir af óöryggi og óhamingju, sérstaklega ef skilnað ber að við ungan aldur. Þessi börn eru oft haldin vanmáttarkennd, sjálfsásökun og jafnvel árásargirni og þeim vegnar verr í skóla. Seinna meir fer að bera á slæmri geð- heilsu og þau lenda oftar í skilnaði en aðrir. Þessar upplýsingar komu fram á ráðstefnunni Börn og barnavernd sem haldin var á vegum Landlæknis- embættisins nýverið og greint er frá í blaðinu í dag. Athygli vekur að dauði föður eða tíðar fjarvistir hans virðast hafa minni langtímaáhrif á börn en missir föður vegna hjónaskilnaðar. Einnig kemur fram að börnum sem fæðast utan hjónabands, sér- staklega ef mæðurnar eru ungar, farnast oft betur en börnum er lenda í aðskilnaði foreldra. Líkleg skýring er talin sú að fjölskyldutengsl séu sterk og aðstoð náinna aðstandenda við þessi börn meiri en ella. Fleiri áhugaverðar upplýsingar koma fram í skýrslu Landlæknisembættisins sem kynnt var á ráðstefnunni. Til að mynda virðist minni fjármun- um varið til félagslegrar og efnahagslegrar aðstoð- ar við barnafjölskyldur á íslandi en á hinum Norður- löndunum. Þegar litið er á hvernig börnum, sem ekki eru alin upp af báðum kynforeldrum, vegnar síðar á ævinni kemur ýmislegt í ljós. Börn sem vistast á barnageð- deildum og upptökuheimilum hafa síður alist upp hjá kynforeldrum en þau sem ekki vistast þar. Samanburður á högum unglinga á Vesturlöndum er neyta ólöglegra fíkniefna og þeirra sem ekki gera það sýnir að uppeldis- og heimilisaðstæður ungl- inga sem neyta fíkniefna eru mun óhagstæðari en þeirra unglinga sem ekki neyta slíkra efna. Þessir unglingar koma mjög oft frá sundruðum fjölskyld- um, alast ekki upp hjá báðum kynforeldrum og eiga við heimilisböl á borð við vímuvandamál, áfengis- sýki eða taugaveiklun foreldra að stríða. Menntun þessara unglinga er mjög oft ábótavant enda hverfa þeir oft úr skóla áður en unglingaprófi er lokið. Þeir eru vinafáir og eiga fáar heilbrigðar tóm- stundir. Nú er ekki ljóst hvort heimfæra megi allar þessar niðurstöður upp á ísland en þó hafa þær verið sett- ar í samband við hrun kjarnafjölskyldunnar og aukna firringu í þjóðfélaginu. Það hefur lengi verið vitað að hvers kyns heimilisböl og sundrung hefur djúpstæð áhrif á börnin og oft koma þessir brestir ekki fram fyrr en á unglings- eða fullorðinsárum. Fjölskyldan er á tyllidögum sögð vera hornsteinn þjóðfélagsins. Við sömu tækifæri er gjarnan básún- að að börnin muni erfa landið. Víst er það rétt en ekki er arfurinn kræsilegur þegar þjóðfélagið er orð- ið fjandsamlegt börnum og meðan keðjuverkandi áhrif firringar og upplausnar verða ekki stöðvuð. Ábyrgð foreldra er mikil og þeir verða að sýna hana í verki og um leið verður þjóðfélagið að gera þeim kleift að sýna slíka ábyrgð í stað þess að grafa und- an hornsteininum. SS Ráðstefna landlæknisembættisins: Böra og bamaverad Eru börn sem misst hafa föður sinn verr sett en þau sem gengið hafa í gegnum skilnað foreldra? Hver eru tengsl þyngdar barna við fæðingu við hjúskap- arstöðu? Hvar á landinu er hæst hlutfall hjóna- skilnaða? Eru unglingar utan Stór-Reykjavíkur- svæðisins í minni hættu á að lenda á refilstigum en aðrir? Spurningum sem þessum er því miður allt of sjaldan velt upp í fjölmiðlum en nýlega stóð Land- læknisembættið fyrir ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Börn og barnavernd“ þar sem spurning- unum hér að ofan ásamt miklu fleirum var svarað. Segja má að þær niðurstöður sem þarna komu fram séu svartar og ættu öllum að vera áhyggjuefni. Hér á eftir verður leitast við að draga saman það helsta sem fram kom á þess- ari ráðstefnu. Kjarnafjöldskyldan breytist Talsverðar breytingar hafa orðið á kjarnafjölskyldunni síðustu tuttugu árin. Hlutfall þeirra sem eru í hjónabandi hefur lækkað talsvert og að sama skapi hefur óvígðum sambúðum og einstæð- ingum fjölgað. Fyrir tuttugu árum voru tæp 60% foreldra með börn í hjóna- bandi en árið 1991 var hlutfallið komið niður í 40 af hundraði. Að sama skapi hefur hlutfall barn- lausra hjónabanda eða sambúða án barna aukist úr 29% í 40%. Landlæknir ályktar af þessu að nú búi mörg börn í mun ótraust- ara umhverfi en áður. Giftingartíðni lækkar Frá áratugnum á milli 1960-1970 hefur tíðni giftinga lækkað um nær helming til dagsins í dag en á sama tíma hefur hjónaskilnuðum líka fjölgað. Á tímabilinu frá 1941 eða eftir síðara stríð hefur tíðni lögskilnaða nær þrefaldast til ársins 1990, en aðal fjölgunin varð eftir 1971. Þegar litið er á tíðni lögskiln- aða eftir héruðum kemur í Ijós, að tíðni lögskilnaða er lægri í dreifbýli en í þéttbýli en síðustu ár hefur dreifbýlið þó greinilega dregið á þéttbýlið í þessu tilliti. Flestir lögskilnaðirnir verða í Reykjavík og á Reykjanesi en fæstir á Austurlandi. A árunum 1971-1975 var tíðni lögskilnaða tvöfalt hærri á Reykjavíkursvæð- inu en í dreifbýli en síðan hefur munurinn minnkað verulega og dreifbýlisbúar semja sig meira að síðum þéttbýlisbúa. A árunum 1971-1975 var meðaltal skilnaða á landinu miðað við hverja þús- und íbúa 1,6. Á sama tíma var hlutfallið 2,3 í Reykjavík, 0,8 á Norðurlandi vestra og eystra. Ungu hjónaböndin ótraustust Þegar litið er á aldur þeirra sem oftast lenda í skilnaði kemur í ljós, að yngstu hjónaböndin bresta oftast. Á árunum frá 1986 til 1990 voru tæplega 30% allra skilnaða hjá fólki á aldrinum 20- 24 og rúmlega 20 af hundraði hjá fólki á aldrinum 25-29 ára. Helm- ingur allra hjónaskilnaða verður því hjá fólki þrjátíu ára og yngra. Það hefur verið staðfest í viða- miklum rannsóknum erlendis, m.a. í nágrannaríkjum þar sem fólk lifir við svipaðar aðstæður og hér, að afleiðing þessara skilnaða sé sú, að þeir sem lenda í hjóna- skilnaði eiga oft við mun meiri heilsufars- og sálarlega vanheilsu að stríða en þeir sem lifa í farsælu hjónabandi. Sem dæmi um fylgi- kvilla má nefna kvíða, slæma geðheilsu, vímuefnanotkun, sjálfsvígstilraunir, hjarta- og æðasjúkdóma, slys og almennt, hærri dánartíðni. í skýrslu landlæknis segir að samverkandi orsakir þessara sjúk- dóma eða vanheilsu megi meðal annars rekja til fjárhagsvanda, einangrunar, streltu, sálarkram- ar, reykinga og neyslu áfengra drykkja. Nokkuð er deilt um orsakasamband. Eru sumir verr fallnir til þess að lifa í hjónabandi en aðrir vegna þess að þeir eða þær eiga við vanheilsu að stríða? Trúlega hefur munurinn á heilsu- fari milli þeirra fráskildu og giftra minnkað eftir því sem hjóna- skilnaðir verða fleiri. Nýrri niðurstöður benda reyndar tví- mælalaust til að verulegur heilsu- farsmunur sé á ferðinni. Áhrif skilnaða á börn og unglinga En hvernig farnast börnum sem lenda í skilnaði? Oft hefur því verið haldið fram að áhrif skilnaðar á börn séu einur.ýs skammvinn en svo mun eki i vera. Samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna þjást þriðjungur þessara barna síðar meir af óöryggi og óhamingju, sérstaklega ef skilnað ber að við ungan aldur. Þessi börn eru oft haldin vanmáttarkennd, sjálfs- ásökunum, árásargirni og óróa. Þeim gengur verr í skóla og hverfa oftar frá námi en þau sem ekki verða fyrir þessu áfalli. Seinna meir ber meira á slæmri geðheilsu og þau lenda oftar í skilnaði en aðrir. Athyglisvert er að dauði föður eða tíðar fjarvistir hans virðast hafa minni langtíma áhrif á börn en missir föðurs vegna hjónaskilnaðar. Áhuga- vert er að börnum er fæðast utan hjónabands og eru gjarnan börn ungra mæðra, farnast oft betur en börnum er lenda í aðskilnaði foreldra. í skýrslunni er sú álykt- un dregin, að trúlega sé orsökin sú að fjölskyldutengsl og aðstoð náinna aðstandenda við þessi börn eru oft til fyrirmyndar. Fólki í hjónabandi fækkar Lítum næst á réttarstöðu (hjúskaparstöðu) foreldra við fæðingu fyrsta barns. Árin 1961- 1965 voru 75% foreldra í hjóna- bandi, 13% í sambúð og 12% hvorki í sambúð né hjónabandi. I dag er tæplega helmingur foreldra í hjónabandi, rúmlega 40% í sambúð og 10% utan sambúðar eða hjónabands. Þess má geta að sambúðarfólk gengur oft í hjóna- band seinna en skattbreytingar hafa haft þau áhrif að sumir kjósa að búa í sambúð frekar en í hjónabandi. Þegar litið er á afdrif nýbura kemur í ljós að í heild hefur burðarmálsdauði lækkað mikið hér á landi, færri mæður fæða fyr- ir tuttugu ára aldurinn og léttbur- um hefur fækkað. Forskoðunum hefur fjölgað mikið og aldur mæðra hækkað að meðaltali um 2-4 ár. Þá hafa nýburar þyngst og meðgöngutími styst. Nýburar einstæðra mæðra léttari Marktækt fleiri ógiftar mæður Börn giftra mæðra vega meira við fæðingu en börn ógiftra mæðra. Mynd: RÞB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.