Dagur - 20.08.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. ágúst 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Hveravellir:
Starfið leggst vel í
nýtt veðurathugimarfólk
Jóna Björk Jónsdóttir líffræö-
ingur og Kristinn Gunnarsson
vélstjóri tóku viö starfi veður-
athugunarfólks á Hveravöllum
um síðustu mánaðamót. Eins
og starfstitillinn gefur til kynna
felst starfið í því að fylgjast
með veðri en einnig fara fram
gróðurmælingar á sumrin og
snjómælingar á vetrum.
Öll aðstaða í Lögmannshlíð til keppni í hestaíþróttum er nú orðin sem best verður á kosið. Að ári er ráðgert að
halda Islandsmót á vellinum. Mynd: Goiii
Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum:
Nýr glæsflegur keppnisvöflur
tekum í notkun í Lögmannshlíð
Bikarmót Norðurlands í hesta-
íþróttum fer fram nk. laugar-
dag og sunnudag ofan Akur-
eyrar á nýjum hringvelli norð-
an hesthúsabyggðarinnar í
Lögmannshlíð. Til þátttöku
eiga rétt héraðssambönd og
íþróttabandalög af Norður-
landi.
Að sögn Jónsteins Aðalsteins-
sonar, formanns íþróttadeildar
Hagyrðingar
og hollvinir
í Skúlagarði
Hagyrðingamót var haldið í
fjórða sinn sl. laugardagskvöld
og hittumst um 130 hagyrðing-
ar og hollvinir í Skúlagarði í
Kelduhverfi. Að sögn Sigvalda
Jónssonar, eins forsvarsmanna
hagyrðingamóts, gekk mótið
mjög vel í alla staði en fyrir jól-
in er væntanlegur bæklingur
með afrakstri mótsins í bundnu
máli.
Allra handa bragarhættir nutu
vinsælda á hagyrðingamóti. Por-
finnur Jónsson setti mótið þar
sem hann fór m.a. með eftirfar-
andi hringhendu eftir sjálfan sig:
Virkjum andans, orðsins brand
allra handa gaman.
Pingeyskt land og ljóðaband
leysa vandann saman.
„Ég er mjög ánægður með
útkomuna. Það kemur f ljós hvað
vísurnar verða margar. Það er
höfð sú regla að menn skili til
veislustjóra öllu sem kveðið er
jafnóðum; sumir flytja kveðskap-
inn en svo eru alltaf einhverjir
sem lauma vísum í pottinn án þess
að fara með þær upp á svið,“ sagði
Sigvaldi Jónsson um væntanlegan
afrakstur mótsins.
„Nú er þetta orðinn árlegur við-
burður; vísirinn að hagyrðinga-
móti varð 1989 þegar um tíu
manns komu saman vestur á
Skagaströnd. Næsta ár komu
heldur fleiri hagyrðingar saman
inni á Hveravöllum. I fyrra var
síðan fyrsta alvöru hagyrðinga-
mótið vestur í Dalasýslu en þá
komu um fimmtíu manns,“ sagði
Sigvaldi Jónsson í samtali við
Dag.
„Hingað komu bæði hagyrðing-
ar og hollvinir þannig að menn
eru ekki skyldugir til að yrkja -
bara að menn hafi gaman af
þessu,“ sagði Sigvaldi Jónsson að
lokum. GT
Léttis á Akureyri, er mótið
Lögmannshlíð 7. Bikarmót
Norðurlands og mótið hefur ekki
fyrr verið haldið á Akúreyri.
Keppt er um veglegan bikar,
„Dagsbikarinn" er blaðið gaf þá er
stofnað var til þessarar keppni.
Til keppninnar í ár mæta öll hér-
aðssambönd og íþróttabandalög
af Norðurlandi að undanskildum
Ólafsfirðingum og Austur-Hún-
vetningum. Núverandi bikarhafi
er Héraðssamband Vestur-Hún-
vetninga.
„Búast má við harðri keppni.
Keppnin er sveitakeppni þar
sem hvert lið teflir fram þremur
knöpum í hverri grein í flokki
fullorðinna og tveimur keppend-
um í flokki unglinga. Hvert lið
leggur til keppninnar einn dóm-
ará og ritara. Því koma dómarar
víða að. Yfirdómari er Örn
Grant frá Akureyri sem hefur
dæmt á alþjóðlegum mótum,
jafnt hér heima sem erlendis,“
segir Jónsteinn Aðalsteinsson.
Samkvæmt skráningum til
mótsins í Lögmannshlíð mæta
milli 50 og 60 knapar til leiks með
hesta sína. Félagar í Létti sem og
fleiri hafa unnið að uppbyggingu
á keppnisaðstöðu í Lögmanns-
hlíð. Tveir fullbúnir hringvellir
eru á svæðinu, annar 250 metra
og hinn 300. Tvö hundruð og
fimmtíu metra völlurinn verður
notaður um helgina þar sem um
íþróttakeppni er að ræða, en 300
metra völlurinn er ætlaður fyrir
gæðingakeppni. Dagskrá laugar-
dagsins hefst kl. 9.30 með hlýðni-
keppni. Á sunnudaginn hefst
keppnin kl. 9.30. Akureyringar
og nærsveitamenn eru hvattir til
að koma á keppnisstað til að
fylgjast með bestu hestum og
knöpum Norðurlands. ój
Að sögn Jónu hafa þessar tæp-
lega þrjár vikur sem þau hafa
verið á Hveravöllum verið mjög
skemmtilegar. „Það hefur verið
þónokkuð rnikið að gera og svo
hefur veðrið líka verið mjög gott
undanfarið. Það gerir staðinn og
starfið óneitanlega meira aðlað-
andi.“
Taka þarf veðrið á þriggja tíma
fresti allan sólarhringinn og fylgj-
ast með þremur úrkomumælum
sem staðsettir eru á Hveravöll-
um. Einnig þarf að fylgjast með
gróðri og snjó eftir árstíðum.
„Ætli það erfiðasta sé ekki að
vakna á næturnar til þess að taka
veðrið,“ sagði Jóna.
„Við erum ekkert ógurlegt úti-
vistarfólk, það er helst að maður
hafi skoðað hálendið í kíki.
Starfið leggst engu að síður vel í
okkur og við kvíðum ekki vetrin-
um þótt við verðum bara tvö hér
þá,“ sagði Jóna en nú í sumar eru
auk Jónu og Kristins þrír aðrir
starfsmenn á Hveravöllum. KR
Veggfóður tekin til
sýningar á Akureyri
íslenska kvikmyndin Veggfóð-
ur - erótísk ástarsaga, sem var
frumsýnd fyrir stuttu, verður
tekin til sýningar á Akureyri á
morgun. Mikið verður um
dýrðir fyrir Akureyrarfrum-
sýninguna og leikarar og tón-
listarfólk úr kvikmyndinni
mætir á svæðið.
Jóhann Norðfjörð sýningar-
Neytendafélag Akureyrar og nágrennis:
Pottur brotinn í eftirMti með
byggingaverktökum og hönnuðum
- segir í orðsendingu frá Vilhjálmi Inga
„í kjölfar dómsúrskurðar í
bæjarþingi Akureyrar, þar
sem kaupendur einbýlishúss
fengu rift gerðum kaupsamn-
ingi vegna meintra galla eða
svika við smíði hússins (galla
eða svika sem að öllu jöfnu
hefði mátt ætla að kæmu í ljós
strax á byggingastigi, ef eftirlit
embættis byggingafulltrúa
hefði verið eins og það ætti að
vera), hefur fjöldi fólks haft
samband við Neytendafélagið
vegna meintra galla á húsum
sínum og íbúðum.“
Þannig hljóðar upphaf bréfs
sem Degi barst frá Vilhjálmi Inga
Árnasyni, formanni Neytenda-
félags Akureyrar og nágrennis.
Yfirskrift bréfsins er: „Orðsend-
ing í tilefni „Þyrnirósarsvefns"
byggingafulltrúa". Framhald
orðsendingarinnar er á þessa
leið:
„Fjöldi og umfang þessara til-
fella er slíkur að ekki fer á milli
mála að pottur er brotinn í opin-
beru eftirliti með byggingaverk-
tökum og hönnuðum hér í bæn-
um. Jafnframt virðist eftirliti
húsnæðisnefndar með þeim íbúð-
um sem byggðar eru í félagslega
kerfinu vera ábótavant.
Ég hef opinberlega skorað á
embætti byggingafulltrúa að
standa fyrir máli sfnu, þannig að
eftir að útskýringar embættisins
lægju fyrir, væri hægt að snúa sér
að húsnæðisnefndinni og bygg-
ingaverktökum, en þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir hefur ekki tek-
ist að fá svör frá þeim bæ.
Einmitt þessa dagana á meðan
embættismennirnir svara ekki
áskorun minni, sem með réttu
eða röngu er til þeirra beint,
keppast einstaka verktakar við
að klóra yfir stykki sín. Það er í
sjálfu sér gott og blessað, en þvf
miður sitja þrátt fyrir það, of
margir neytendur eftir óbættir
hjá garði með fjárhagslegt tjón
sem ekki hefur fengist úr skorið
hver ber ábyrgð á.“
í niðurlagi orðsendingarinnar
segist Vilhjálmur Ingi vera að
fara í frí og skrifstofa Neytenda-
félagsins verði lokuð til 7. sept-
ember og hann vonist eftir því að
„embættismennirnir hafi hysjað
upp um sig buxurnar" þegar hann
komi aftur og verði tilbúnir með
útskýringar. SS
Akureyri:
Hjallaefni stolið af
Krossanesklöppum
Laugardaginn 15. ágúst er
verkstjóri saltfískverkunar ÚA
var í eftirlitsferð hjá skreiðar-
hjöllum á Krossanesklöppum
kom í ljós að brotinn hafði ver-
ið hliðstaur þar sem keðja var
strengd í til að loka hjallasvæð-
inu.
Við frekari athugun kom í ljós
að mikið magn af nýlegum 3
metra staurum og öðru hjallaefni
vantaði. Kallað var á lögreglu
sem tók skýrslu um málið og er
það nú í höndum rannsóknarlög-
reglunnar á Akureyri. Allir þeir
sem orðið hafa varir við flutninga
á hjallaefni undanfarna daga eru
beðnir að hafa samband við rann-
sóknarlögregluna á Akureyri.
KR
stjóri hjá Borgarbíói sagðist vera
þokkalega bjartsýnn á að Akur-
eyringar tækju myndinni vel en
hún hefði hlotið mjög góðar við-
tökur í Reykjavík. „A þeim hálfa
mánuði sem myndin hefur verið
sýnd þar hafa um 20.000 manns
séð hana, enda hefur hún fengið
mjög góða umfjöllun. Við gerum
okkur vonir um að aðsóknin
verði nokkuð góð hér á Akureyri
a.m.k. um helgina, því þetta er
mynd fyrir ungt fólk á öllum
aldri.“
Sýningar á myndinni hefjast
annað kvöld kl. 21.00 og verða
aðalleikararnir ásamt hljómsveit-
inni Pís of keik á staðnum og
„sýna sig og sjá aðra“ eins og
Jóhann komst að orði. Myndin
verður síðan sýnd kl. 21.00 og
23.00 alla helgina og mun hljóm-
sveit myndarinnar spila á
skemmtistaðnum 1929 á föstu-
dagskvöldið. KR
Hjólad á bíl:
Drengurinn
beðinn að
gefa sig fram
Síðastliðinn þriðjudagsmorgun
hjólaði drengur á reiðhjóli aft-
an á kyrrstæðan bíl á Hamar-
stíg á Akureyri með þeim
afíeiðingum að afturrúðan í
bflnum brotnaði. Drengurinn
hvarf af vettvangi og óskar
rannsóknarlögreglan eftir því
að hann gefí sig fram.
„Þetta gerðist á móts við Ham-
arstíg 12. Um það bil 10 ára gam-
all drengur sást hjóla aftan á bif-
reiðina A-410 sem er blá Toyota
station og stóð kyrrstæð og
mannlaus. Drengurinn datt á
rúðuna og hún brotnaði en hann
hélt för sinni áfram. Viðkomandi
er beðinn að gefa sig fram við
lögregluna eða bíleigandann,“
sagði Gunnar Jóhannsson, rann-
sóknarlögreglumaður. SS