Dagur - 20.08.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 20. ágúst 1992
Vélavörður óskast
á 147 tonna bát, Sólrúnu EA-351 frá Árskógs-
sandi.
Upplýsingar í síma 985-22551 og 96-61098.
Berjatínur
AKUREYRARBÆR
Tungumálanám fyrir börn
í september nk. stendur til aö bjóða að nýju upp
á stuðningsnám í dönsku, ensku, norsku,
sænsku og þýsku fyrir börn, yngri en 11 ára.
Námið er hugsað fyrir börn sem dvalið hafa lang-
dvölum erlendis og náð góðum tökum á viðkom-
andi tungumáli. Fjöldi í námshópum er áætlaður
hámark 10-12 nemendur en lágmark 5-6
nemendur. Námstíminn er 60 mín. einu sinni í
viku í 14 vikur. Skólagjöld verða 2.900 kr. fyrir
önnina.
Skráning nemenda fer fram á skrifstofu skólafull-
trúa, Strandgötu 19 B, sími 27245. Þareru einnig
veittar nánari upplýsingar.
Skráningu lýkur 1. september nk.
Skólaf ulltrúi.
^w—mmmmJ
HBikarmót
^yNorðurlands
í hestaíþróttum
verður haldið á nýjum og glæsilegum velli í Lög-
mannshlíðarhverfi.
DAGSKRÁ:
Laugardagur 22. ágúst:
Kl. 9.00 Hlíðnikeppni.
Kl. 10.00 Hindrunarstökk.
Kl. 11.00 Fjórgangur, unglingar.
Matarhlé.
Kl. 13.30 Fjórgangur, fullorðnir.
Kl. 16.00 Fimmgangur.
Kl. 18.00 Formannafundur í Skeifunni.
Kl. 19.30 Grillveisla í Skeifunni.
Sunnudagur 23. ágúst:
Kl. 9.30 Tölt, fullorðnir.
Kl. 11.30 Tölt, unglingar.
Matarhlé.
Kl. 14.00 Úrslit: Fjórgangur fullorðinna, fjórgangur
unglinga, fimmgangur, tölt unglinga, tölt
fullorðinna.
Kl. 16.00 Gæðingaskeið.
Verðlaunaafhending og mótsslit.
Komið á eitt stærsta og glæsilegasta
hestamót á Norðurlandi
Í.D.L.
Matur og máltíðir:
„Soðin eða oftibökuð ýsa er enn
algengasti réttur íslendinga“
- segir í grein dr. Laufeyjar Steingrímsdóttur,
næringarfræðings og skrifstofustjóra Manneldisráðs
Dr. Laufey Steingrímsdóttir
næringarfræðingur er skril'-
stofustjóri Manneldisráðs. í
nýlegu hefti Helbrigðismála er
grein eftir Laufeyju er nefnist
„Matur og máltíðir“. Greinin er
hin fróðlegasta þar sem höf-
undurinn gerir grein fyrir
könnun um neysluvenjur
íslendinga á mat. Spurt var um
morgunverð, millibita fyrir
hádegi, hádegisverð, millibita
eftir hádegi, sídegishressingu,
millibita fyrir kvöldverð,
kvöldverð og kvöldhressingu.
Morgunverður
Fram kemur að meira en helm-
ingur fólks í öllum aldurshópum
karla og kvenna borða morgun-
verð daglega. Ungt fólk, og þá
sérstaklega ungar stúlkur á aldr-
inum 15 til 19 ára, sleppir morg-
unverði oftar en aðrir. Tíunda
hver stúlka borðar morgunverð
aðeins einu sinni í viku eða
sjaldnar og tíundi hver piltur
borðar morgunverð þrisvar í viku
eða sjaldnar. Bæði karlar og kon-
ur á aldrinum 20 til 49 ára borða
morgunverð að jafnaði sex daga
vikunnar og aldurshópurinn 50 til
69 ára borðar nánast undantekn-
ingarlaust einhvern morgunverð
daglega.
Kaffi og heilhveitibrauð með
osti hafa greinilega vinninginn
hvað varðar vinsældir í morgun-
sárið. Súrmjólk fylgir fast á eftir
og einnig margs konar morgun-
verðarkorn með mjólk. Fjórði
hver maður tekur lýsi og tólf af
hundraði borða hafragraut. Níu
af hundraði nefna sætabrauð sem
morgunverð cn athygli vekur
hversu sjaldséð egg eru á morg-
unverðarborði íslendinga, aðeins
einn af hundraði nefnir steikt egg
í morgunverð og enn færri nefna
soðin egg.
„Pótt morgunverður sé oft tal-
inn mikilvægasta máltíð dagsins
virðist hann vera fremur lítilfjör-
leg máltíð hér á landi með tilliti
til orku og næringarefna. Morg-
unverður veitir að jafnaði aðeins
14 af hundraði heildarorku dags-
ins en til samanburðar veita síð-
degishressing og millibitar
samanlagt 29 af hundraði eða
tvisvar sinnum meira en morgun-
verður.
Það skýtur óneitanlega skökku
við að þótt morgunverðurinn sé
yfirleitt lítil og létt máltíð er hann
hlutfallslega mjög fituríkur. Fita
veitir hvorki meira né minna en
46 af hundraði orku í morgun-
verði karla og 43 af hundraði hjá
konum. Engin máltíð önnur er
hlutfallslega jafn fiturík. Ástæða
þess er fyrst og fremst sú að al-
gengustu fæðutegundir morgun-
verðar, smurt brauð með osti og
súrmjólk, eru mjög feitur matur
ef brauðið er mikið smurt og ef
súrmjólkin er borðuð ein og sér.
Ungt fólk á aldrinunt 15 til 24 ára
segist borða heita fiskmáltíð tíu til
ellefu sinnum í mánuði.
Öðru máli gegnir ef brauðið er
lítið smurt eða kornmatur hafður
með súrmjólk eða mjólk, hvort
heldur er hafragrautur eða morg-
unverðarkorn úr pakka. Sá mun-
ur sem er á morgunverði karla og
kvenna með tilliti til fituhlutfalls
skýrist fyrst og framst af því að
konur smyrja brauð minna og
nota léttmjólk í ríkara mæli en
karlar," segir Laufey.
Heitar máltíðir
Laufey fjallar um heitar máltíðir.
Þar kemur fram að heitar máltíð-
ir eru tiltölulega fyrirferðarmiklar
í mataræði íslendinga bæði hvað
varðar næringargildi og fjölda
máltíða. Flestir borða eina heita
máltíð á dag og þó nokkrir borða
heitan mat tvisvar á dag. Það
vekur athygli að karlar borða
fleiri heitar máltíðir en konur í
öllum aldurshópum.
Fjöldi heitra máltíða er mis-
munandi eftir atvinnu. Sjómenn
borða fleiri heitar máltíðir í mán-
uði en nokkur önnur starfsstétt,
en bændur, ófaglærðir verka-
menn og eftirlaunamenn fylgja
fast á eftir. Konur í bændastétt
borða heitan mat jafnoft körlum
í bændastétt, en konur í öllum
öðrum starfsstéttum borða
sjaldnar heitan mat en karlar.
„Heitu máltíðirnar eru tví-
mælalaust næringarríkustu og
veigamestu máltíðir dagsins. Þær
veita rúman þriðjung heildarorku
dagsins, hvorki meira né minna
en helming próteina (hvítu) og
járns og tæpan helming trefja-
efna fæðunnar dag hvern. Lang-
mestur hluti grænmetisneyslu er
með heitum máltíðum og þegar
þar við bætist að fituhlutfall heitu
máltíðanna er gjarna minna en
brauðmáltíða er greinilegt að
heitar máltíðir skipta miklu máli
urn hollustu fæðisins.
Fjöldi fólks borðar aðalmáltíð
dagsins í mötuneyti vinnustaða
eða stofnana. Könnunin tók ekki
til vistmanna stofnana, en samt
sem áður sagðist um fimmti hver
karl í þéttbýli á aldrinum frá tví-
tugu til sjötugs borða heita
máltíð í mötuneyti að staðaldri.
Hins vcgar kom í Ijós að heitar
máltíðir í mötuneytum eru oft
töluvert frábrugðnar þeim heitu
máltíðum sem fólk borðar
almennt í heimahúsum. Þar mun-
ar mestu að mötuneytismatur
virðist mun feitari en annar sam-
bærilega heitur matur. Á því
leikur ekki vafi að máltíðir í
mötuneytum vinnustaða hafa
veruleg áhrif á mataræði fjölda
fólks og geta skipt sköpum varð-
andi hollustu fæðisins fyrir mik-
inn hluta þjóðarinnar.
Konur borða síður heitan mat í
mötuneytum en karlar, og sér-
staka athygli vekur að sá matur
sem þær borða í mötuneytum er
ekki eins fituríkur og matur
karla. Eðli vinnustaðarins kann
að hafa einhver áhrif; þær konur
sem borða að staðaldri heita
máltíð í mötuneyti starfa gjarna á
sjúkrahúsum eða sjúkrastofnun-
um en karlarnir eru við fjöl-
breytileg störf.
Ungt fólk á aldrinum 15 til 24
ára segist borða heita fiskmáltíð
tíu til ellefu sinnum í mánuði að
jafnaði (tvisvar til þrisvar í viku)
en eldra fólk tólf til þrettán sinn-
um í mánuði að jafnaði (þrisvar í
viku). Kjöt og farsréttir eru oftar
á borðum, eða sautján til tuttugu
sinnum í mánuði hjá þeim yngri
og sextán til nítján sinnum hjá
þeim eldri. Eggja- eða grænmetis-
réttir eru sjaldgæfir aðalréttir.
Að jafnaði er aðeins ein heit
aðalmáltíð í mánuði án kjöts eða
fisks í báðum aldurshópum en
einn af hverjum tíu borðar slíka
máltíð einu sinni í viku eða oftar.
Þótt fiskréttir séu sjaldnar á
borðum en kjötréttir er soðin eða
ofnbökuð ýsa tvímælalaust enn
algengasti réttur íslendinga. Níu
af hverjum tíu svarendum nefna
þennan rétt og segjast borða
soðningu fimm sinnum í mánuði
að meðaltali. Fiskréttur hafnar
einnig í öðru sæti útbreiðslu-
listans því 77 af hundraði þátttak-
enda nefna steikta ýsu og þeir
hinir sömu segjast borða þennan
rétt nánast vikulega að meðaltali.
Algengustu kjötréttir eru steikt
dilkakjöt og kjötkássa úr hakki
en kjötbollur og soðið dilkakjöt
eru einnig algengir réttir," segir
næringarfræðingurinn og fjallar
því næst um skyndibita.
Skyndibitar
Laufey segir að rétt sé að taka
fram að matur frá söluskálum
eða skyndibitastöðum reiknist
ekki með í þessari samantekt og
að í könnuninni var spurt alveg
sérstaklega um hamborgara,
pitsur, pylsur og aðra rétti af
skyndibitastöðum. „Það kemur
sjálfsagt fáum á óvart að ungt
fólk neytir þessarar fæðu oftar en
þeir sem eldri eru. Þriðji hver
piltur á aldrinum 15 til 24 ára fær
sér hamborgara á skyndibitastað
að jafnaði einu sinni í viku og
einn af hverjum fimm fær sér
pylsu. Færri konur en karlar fara
á skyndibitastaði til að fá sér
hamborgara eða pylsur, en pitsa
er jafnvinsæl hjá báðum kynjum.
Að vísu eru tölur um pitsuneyslu
ekki algjörlega sambærilegar við
aðra skyndibita því pitsuneysla í
Pitsan er jafnvinsæl hjá báðum kynjum. Mynd: Golii