Dagur - 20.08.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. ágúst 1992 - DAGUR - 7
Fimmti hver karl í þéttbýli á aldrinum frá tvítugu til sjötugs borðar heita máltíð í mötuneyti að staðaldri.
Mynd: Golli
heimahúsum og veitingastöðum
er meðtalin. Um helmingur ungs
fólks nefnir pitsu. Piltar segjast
borða þrjár og hálfa sneið á viku
að jafnaði og stúlkur tvær. Fáar
fæðutegundir verða þannig til að
skáka pitsunni að vinsældum í
þessum aldurshópi.“
Kaldur hádegisverður
eða kvöldverður
Fram kemur að kaldar aðalmál-
tíðir eru að jafnaði færri en heitar
og veita minna af flestum nær-
ingarefnum að kalki undan-
skildu. „Köldu máltíðirnar eru
kalkríkustu máltíðir dagsins en
munur er á fituhlutfalli þeirra
meðal karla og kvenna. Ástæðan
er fyrst og fremst sú að karlar
smyrja brauð sitt að jafnaði
meira en konur auk þess sem þeir
nota meira af fullfeitum mjólkur-
vörum en konur,“ segir Laufey
og fjallar í lokin um millibita,
síðdegis- og kvöldhressingu.
Millibitar, síðdegishressing
og kvöldhressing
„Aukabitar og smábitar eru
drjúgur hluti heildarneyslunnar
og veita samanlagt 29% orkunn-
ar. Meðal ungs fólks á aldrinum
15 til 29 ára er hlutfall aukabita
og smámáltíða jafnvel meiri eða
39% en minnst er hlutdeildin
meðal aldraðra. Pað sem öðru
fremur einkennir aukabita og
hressingu af þessu tagi er tiltölu-
lega mikill viðbættur sykur, lítil
fita en töluvert kalk. Meira en
helmingur alls viðbætts sykurs
kemur í fæðið á þennan hátt og
eru millibitar karla greinilega
sykraðri en millibitar kvenna.
Síðdegis- og kvöldhressing
beggja kynja eru hins vegar svip-
uð að samsetningu. ój
Ólympíuleikarnir að baki:
„Frábær upplifun“
- segir Freyr Gauti Sigmundsson júdókappi
Freyr Gauti Sigmundsson, ólympíufari.
Nýafstaðnir Ólympíuleikar í
Barcelona á Spáni hafa vart
farið framhjá mörgum enda
hafa fjölmiðlar gert þeim góð
skil að undanförnu. Akureyr-
ingurinn og júdókappinn Freyr
Gauti Sigmundsson var einn af
íslensku ólympíuförunum en
er nú kominn heim. Við
ákváðum að forvitnast um hina
hliðina á leikunum, þá sem
ekki sást í sjónvarpinu, þ.e. líf-
ið í ólympíuþorpinu og fleira.
„Frábært," var það sem fyrst
kom fram á varir hans þegar við
spurðum hvernig hefði verið.
„Alveg svakalega gaman og mik-
ið ævintýri." Hann sagði leikana
hafa verið vel skipulagða hjá
Spánverjunum, nema flutning á
milli svæða sem á stundum hafi
verið klúðurslegur.
Aðspurður um ólympíuþorpið
sjálft, sagði hann það 20 þúsund
manna þorp, sem saman stóð af
þéttbyggðum fjölbýlishúsum.
„Þetta var allt dálítið grátt og ég
saknaði þess að sjá engan gróður
þarna. Mötuneytið á staðnum
tók 3.500 manns og maturinn var
alveg frábær. Ég þyngdist um 5
kíló í ferðinni enda kokkarnir
franskir."
Freyr Gauti segir að í þorpinu
hafi líka verið verslanir af ýmsu
tagi, afþreyingarsalur með tölvu-
spilum, keilusölum, billiard og
pílukasti svo eitthvað sé nefnt
sem og snyrti- og hárgreiðslu-
stofa. Parna var líka miðstöð þar
sem hægt var að horfa á sjónvarp
og nota þvottavélar og fleira. Þá
voru þarna veitingastaðir frá
stórum, þekktum erlendum keðj-
um sem selja pítsur, hamborgara
og fleira en þangað gátu þátttak-
endur í leikunum komið þegar
þeim sýndist og borðað frítt.
Sömu sögu var að segja um gos-
drykki en slíkar vélar voru um
allt þorpið sem íþróttamennirnir
gátu gengið í að vild.
- Hvernig var andinn í íslenska
hópnum?
„Mjög góður. Við reyndum að
styðja hvert annað og fylgjast
með keppnum hjá hinum. Ég fór
á þrjá handboltaleiki, sá spjót-
kastið en komst ekki á sundið því
þá var ég á æfingum."
- Kynntust þið keppendum frá
öðrum þjóðum?
„Allt of lítið. Það er svo mikið
að gera og svo eru hóparnir mjög
lokaðir. Margir halda að maður
kynnist þarna fullt af fólki en svo
er ekki. Það var ekki fyrr en
alveg í lokin að fólk fór aðeins að
spjalla saman.“
Mörg þekkt andlit mátti sjá
meðal keppenda á leikunum og
spurðum við Gauta hvort hann
hefði hitt einhverjar „stjörnurn-
ar“ í návígi. „Ég sá m.a. Magic
Johnson og einu sinni rakst ég á
Carl Lewis. Bjarni Friðriksson
hins vegar rakst í bókstaflegri
merkingu á Arnold Schwarzen-
egger því hann gekk á hann þeg-
ar hann var að koma út af hóteli
fyrir utan ólympíuþorpið.“
Þegar kom að stóru stundinni
hjá Gauta sjálfum, segist hann
hafa verið mjög stressaður. „Mig
vantar töluverða reynslu ennþá
til að ná upp réttu stemmningunni
í svona stórmóti; er ekki orðinn
nógu sjóaður ennþá. Á næstu
ólympíuleikum spái ég því hins
vegar að fjórir júdómenn frá
Akureyri taki þátt. Ef menn eru
tilbúnir til að leggja fram þá pen-
inga sem þarf í þetta er ég alveg
viss um að ég verð sannspár."
Þótt Gauti sé rétt nýkominn
heim, er hann þegar farinn að
huga að næsta móti sem er heims-
meistaramót karla 21 árs og yngri
í Buenos Aires í október. Þar á
eftir verður það evrópumeistara-
mót karla 21 árs og yngri sem
haldið verður í Jerúsalem í lok
nóvember. En er þetta ekki dýrt
fyrirtæki að fara á öll þessi
stórmót? „Svo sannarlega. Eg er
búinn að fara tíu keppnisferðir á
árinu. Fjórar þeirra hafa verið
borgaðar fyrir mig, hinar hef ég
þurft að greiða sjálfur. Ég geri
ekki mikið rneira en að vinna fyr-
ir þessu en þess má geta að Hita-
veita Akureyrar hefur hjálpað
mér mjög mikið.“
Sjónvarpsáhorfendur fengu
m.a. að fylgjast með beinum
útsendingum frá setningar- og
lokaathöfnum sem báðar voru
mjög tilkomumiklar heima í
stofu, en hvernig var að vera á
staðnum? „Stórkostlegt, sérstak-
lega fannst mér gaman á setning-
arathöfninni.“ Eftir lokaathöfn-
ina tók íslenski hópurinn
snemma á sig náðir enda tók við
ellefu klukkustunda ferð heim til
íslands daginn eftir.
„Ég hvet íslenska íþróttamenn
til að leggja hart að sér svo þeir
geti komist á ólympíuleika. Þetta
er frábær upplifun," sagði Gauti
að lokum. VG
ÓSKAR EINARSSON
í KIALLARANUM
06 Á
SJALLAKRÁNNI
SJ/ÍlÍNN