Dagur - 20.08.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 20.08.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. ágúst 1992 - DAGUR - 9 Myndlistaskólinn á Akureyri: Sýning á úrvali banda- rískra einþrykkimynda -22. ágúst til 5. september Sú grein grafíklistar sem nefnd er „einþrykk“ hefur notið vaxandi hylli listamanna á síðari árum. Tækni þessi, sem er fremur ein- föld, byggir á því að listamaður- inn málar á glerplötu og þrykkir síðan yfir með pressu áður en liturinn nær að þorna. Árangur- inn er einstakt verk sem ekki er unnt að fjölfalda. Hægt er að endurvinna hverja mynd, en útkoman verður mismunandi hverju sinni. Tækni þessi þykir gefa mikla möguleika, enda veitir hún listamönnum mikið svigrúm til tilrauna og tjáningar. Ein- þrykk hvílir á gömlum merg og var þekkt þegar á 17. öld. Það var þó ekki fyrr en um síðustu aldamót sem listamenn tóku að sýna ferli þessu fullan sóma og ber þar hæst franska listmálarann Edgar Degas og Bandaríkja- manninn Maurice Prendergast. Á tuttugustu öldinni hófu þau Stanley William Hayter (Atelier 17 í París/New York), Tatyana Grosman (Universal Limited Art Editions) og June Wayne (Tam- arind Lithography Workshop) einþrykk til vegs á ný, urn og eftir rniðja öldina. Nú kom ný prent- tækni til skjala og listamenn tóku að þreifa sig áfram með nýjar gerðir pappírs. Bandaríski grafíklistamaður- inn Garner Tullis var þegar gamal- reyndur í hettunni þegar hann opnaði vinnustofu sína í Santa Barbara í Kaliforníu árið 1984 og veitti hópi listamanna aðstöðu til listsköpunar á sviði einþrykki- mynda. Tullis bryddaði upp á ýmsum nýjungum við gerð mynd- anna; notaði t.a.m. eigin pappír og varð sér úti um vökvaknúna pressu, hannaða að forskrift hans sjálfs, sem veitti meiri möguleika í myndgerð og stærð. Eftir að Tullis opnaði vinnu- stofur sínar í Santa Barbara - og síðar einnig í New York - hefur mikill fjöldi grafíklistamanna lagt hönd á plóg með honum í marg- víslegri tilraunastarfsemi á sviði grafíklistar. Árangur þessa starfs hefur m.a. lýst sér í ört vaxandi vinsældum einþrykks meðal lista- manna síðastliðinn áratug. Liðnir eru nú þeir tímar er listamenn litu niður á slíka vinnslu sem hverja aðra prentiðn. Þess í stað nýtur hún hylli sem sveigjanlegt og auðugt listform sem gagnast getur ólíkum skólum sköpunar og myndlistar. Geta má þess að allmargir íslenskir myndlistarmenn hafa spreytt sig á einþrykki. Má þar nefna þá Magnús Kjartansson og Gunnar Örn Gunnarsson. Phyllis Plous, safnvörður við Háskólalistasafnið í Santa Barbara, valdi - í samvinnu við Tullis sjálfan - þau 26 verk sem mynda Collaborations in mono- type II, yfirlitssýningu lista- Helgina 21.-23. ágúst nk. verð- ur haldinn 22. aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Aust- urlands. Fundurinn fer að þessu sinni fram í Arnardal á Brúaröræfum og er fundarstaðurinn valinn með það í huga að vekja athygli manna á þeim náttúruperlum sem fara munu undir vatn ef af virkjtmarframkvæmdum verður á þessu svæði. Fundurinn fer fram í stóru samkomutjaldi og geta fundarmenn tjaldað inni í því ef illa viðrar. Þess er vænst að sem flestir mæti á svæðið strax á föstudags- kvöld. Á laugardaginn verður farið um Brúardali undir leiðsögn manna úr smiðju Garners Tullis í Santa Barbara. Undanfarin þrjú ár hefur sýningin farið víða um lönd á vegum Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna og hvarvetna hlotið góðar viðtökur listunn- enda. Sýningin kernur til fslands frá Þýskalandi en héðan fer hún m.a. til Grikklands og Austurríkis. Hérlendis verður Collaborations in monotype II færð upp á tveim- ur stöðum. Fyrst gefst Norðlend- ingum kostur á að sjá hana í húsakynnum Myndlistaskólans á Akureyri, Kaupvangsstræti 16, frá 22. ágúst frarn til 5. septem- ber. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 14.00-18.00. Síðan verður sýningin flutt suður heiðar þar sem hún inun verða opin íbúum höfuðborgar- svæðisins í húsakynnum Menn- ingarstofnunar Bandaríkjanna að Laugavegi 26 í Reykjavík. kunnugra og nt.a. skoðuð þau svæði sem í hættu eru vegna fyrir- hugaðra framkvæmda. Á laugardagskvöldið verður kvöldvaka. Þar mun Hjörleifur Guttormsson segja frá Umhverf- isráðstefnunni í Río og Kári Kristjánsson landvörður í Mývatnssveit flytja erindi og sýna litskyggnur. Aðalfundurinn verður haldinn á sunnudag og er stefnt að því að honum verði lokið kl. 14.00. Á fundinn eru allir velkomnir og áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til að mæta. Rútuferð verður frá Söluskála KHB á Egilsstöðum kl. 18.30 á föstu- dagskvöld. Aðalftmdur Náttúru- vemdarsamtaka Austurlands - haldinn um næstu helgi Minning tBragi Ingjaldsson Fæddur 4. febrúar 1902 - Dáinn 11. ágúst 1992 Ber mig fram hjá Birkihlíð, blikar Ijós í glugga skógarbreiða fjallsins fríð felst í mjúkum skugga. Fjalls í hléi grói grund, gæfu vermist bríma. Bjartan ávöxt beri þitt pund bóndi hins nýja tíma. (Sigurður Jónsson, 1938) Elsku afi okkar, Bragi Ingjalds- son, lést á Dvalarheimilinu Hlíð 11. ágúst sl. Hann fæddist á Öxará í Ljósa- vatnshreppi 4. febrúar 1902 og var því nýlega orðinn níræður. Sá dagur er okkur fólkinu hans ljúf- ur í minningunni, afi svo hress og ákveðinn í að hafa kaffi og kökur af sinni kunnu gestrisni, og brosið hans þegar rætt var um afmælis- greín sem við lofuðum að skrifa þegar hann yrði hundrað ára. En hálfu ári seinna sitjum við og minnumst afa okkar í minningar- grein. Árið 1933 giftist hann ömmu okkar, Láru Bjarnadóttur frá Kambsstöðum, sem lést fyrir tæpu ári, 16. ágúst 1991. Þau eignuðust fjögur börn: Baldur, Karl, Þórhöllu og Élínu, sem voru hans stoð og stytta eftir að amma lést, en afi sýndi okkur öll- um að hann gat tekið að sér hlut- verk ömmu, líka í ástúð og fræðslu þó missir hans hafi verið mikill. Dugnaður afa hélst alla tíð. Afi og amma byggðu upp nýbýlið Birkihlíð, byrjuðu búskap í torf- kofa vorið 1934 en fluttu haustið 1934 inn í kjallara í nýbyggingu sem byggð var um sumarið. Og áfram var haldið við uppbygg- ingu og uppskeran varð Birki- hlíð, heimili afa og ömmu og barnanna þeirra, en síðar okkar annað heimili á uppvaxtarárum okkar hjá afa og ömmu og sonum þeirra. í dag er Birkihlíð í eigu barnabarns þeirra, Láru Sólveig- ar og fjölskyldu hennar. Afi vann alla tíð ötullega að öllu sem viðkom sveitinni sinni sem hann unni svo mjög. Þau fluttu til Akureyrar 1977 er þau keyptu sér íbúð í Vanabyggðinni. Þar bjuggu þau þar til þau fengu íbúð á Dvalarheimilinu Hlíð árið 1988. Þar bjuggu afi og amma í góðu yfirlæti síðustu árin og sendum við starfsfólki Hlíðar innilegar þakkir fyrir umhyggj- una. Að lokum langar okkur að þakka afa og ömmu fyrir alla þeirra ástúð við okkur og fjöl- skyldur okkar. Blessuð sé minning þeirra. Bragi Hlíðar og Lára Björk. Bikarkeppnin í torfæru 1992 Keppni verður haldin á Glerárdal norðan Glerár laugardaginn 22. ágúst nk. Allir toppbílarnir skráðir til leiks s.s. Greifinn, Heimasætan, Jaxlinn, Draumadísin, Sterinn, Kjúklingurinn, Bleiki Pardusinn, Geitin, Vandamálið, Jómfrúin, Skutlan, Hlébarðinn, Fríða Grace, Pardus Killer o.fl. Keppni hefst kl. 14.00 stundvíslega. Miðaverð kr. 700 f. 12 ára og eldri, frítt fyrir yngri börn. Stál og stansar hf. VAGNHÖFÐA 7 - 112 REYKJAVlK - SIMI 91-611412 FjALLABILAR Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Akureyri skorar hér með á gjald- endur sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 15. ágúst 1992 og eru til innheimtu hjá ofangreind- um innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eignaskatt- ur, sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. I. nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurek- enda skv. 38. gr., atvinnuleysistryggingagjald, kir- kjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launa- skattur, bifreiðaskattur, slysatryggingagjald öku- manna, þungaskattur skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatt og miðagjald, virðisaukaskatt af skemmtunum, tryggingagjald af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjald, vörugjald af innl. framleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dög- um frá dagsetningu áskorunar þessarar. Akureyri, 19. ágúst 1992. Sýslumaðurinn á Akureyri. Auglýsendur takið eftir! Skilafrestur auglýsinga í helgarblöðin okkar er kl. 14.00 ó fimmtudögum. auglýsingadeild, sími 24222 Opið fró kl. 8-17 virka daga, nema föstu- daga frd kl. 8-16. Athi Opið í hddeginu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.